Dagblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 14
Laus stada Staða skrifstofustjóra við lögreglustjóra- embættið í Reykjavík er laus til umsókn- ar. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar undirrituðum fyrir 1. janúar 1980. Lögreglustjórinn í Reykjavík. 12. desember 1979. Borgin Föstudagskvö/d: Diskótek k/. 9—3. Plötukynnir: Jón Vigfússon, vinsælustu lögin í Englandi — Top 10 — kynnt Laugardagskvöld: Dansað kl. 9—3. Hljómsveitin Tívolí leikur líflega danstónlist kl. 11—12 — Plötu- kynnir Óskar Karlsson. Sunnudagskvöld: Gömlu dansarnir. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar, söngkona Kristbjörg Löve. Að gefnu tilefni minnum við gesti okkar á, að spariklæðnaður er nauðsynlegur. HÓTEL BORG SÍM111440. SMAKK Vínþekking • Fyrirlestur og verklegar æfingar undirstjórn Jónasar Kristjáns- sonar ritstjóra Dagblaðsins í Víkingasal HÓTELS LOFTLEIÐA laugardagskvöldið 15. des. kl 20.30 Kynnir: Helgi Pétursson — ritstjóri Vikunnar • Létttónlist— Ostakynning Ath.: Vinsamlegast notið ekki ilmvötn eða rakspíra fyrir verklegu œfingamar þar eð slíkt skerðir bragð- og lyktarskyn. WKW /■ DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979 BORGARTÚNI 18 REYKJAVÍK SÍMI 27099 SJONVARPSBUDIN Ný tegund af afþreyingarsögu Á þessari jólavertið hefur komið fram ný tegund íslenskrar afþrey- ingarsögu, verk Óskars lngimars- sonar: í gegnum eld og vatn. Sagan á að gerast á ofanverðri sextándu öld, eða stuttu eftir siðaskipti og þó nokkru eftir að íslendingar hættu al- mennt að skrifa riddarasögur. Kann- ski ætlar höfundur að taka upp þann þráð að nýju? Það væri ekki að ástæðulausu þvi riddarasögur voru lengi vinsælasta lesefni almennings á íslandi, allt fram undir okkar daga. Engin hætta svo geigvænleg ... Mér dettur þetta í hug vegna slá- andi sameinkenna sögunnar við ridd- ara- eða lygisögur er hér voru samdar að fyrirmynd erlendis frá. í formála að Riddarasögum segir svo m.a.: ,,Sögur þessar voru fullar af hóflaus- um ýkjum og hvers konar kynjum. Engin hætta er svo geigvænleg, að hetjan bjóði henni ekki byrginn og gangi með sigur af hólmi, hvað sem í skerst . . . Segja má með fullum rétti, að þær beri vott um spilltan bókmenntasmekk þjóðarinnar og vonbrigði, er hún reynir að sætta sig við með þvi að gefa gammi hug- myndaflugsins og ímyndunaraflsins lausan tauminn og lifa í draumheim- um, þegar raunveruleikinn verður ekki lengur að óskum hennar . . . Þessar sögur voru ekki sagðar til að trúa þeim, heldur til að lifa í heimi þeirra, meðan þær voru lesnar eða sagðar. í því var fólginn styrkur þeirra, og af því verða skiljanlegar vinsældir þeirra, sem entust öldum saman . . .” (Riddarasögur, l.b., íslendingasagnaútg. 1954, bls. XV) Margt af þessu á við um sögu Óskars. Og það er fleira sem hún á sameiginlegt með riddarasögum, t.d. persónusköpunin. Einstaklingarnir eru staðlaðar persónur sem þroskasl ekki né breytast og eru óhagganlegar verkið á enda. Hetjan í verkinu er piltur af lægstu stétt, smalinn Eyj&Ifur. Hann vinnur frægðarverk, sambærileg afrekum vöskustu riddara, og fær „jarlsdótt- ur” að launum. Rótgróin riddara- rómantík Einn margra skúrka bókarinnar er reyndar riddari. Lesandi fær rétt að skyggnast í hugskot hans í upphafi bókar, og ekki er þar fagurl um að .esist einni lotu Mér finnst þessi saga Óskars kunn- :tusamlega skrifuð og efa ekki að :ri umgerð hennar, lýsing á skipum, ibýlum, fatnaði og öðru slíku, sé i imrærhi við það sem var á þessum •num og það er skemmtilegt nýmæli Tir islenska lesendur. Maður les jkina í einni lotu og lifir sig inn í iguheiminn á meðan á lestri endur. Þegar allt er útkljáð, þegar aður veit hver gerði hvað og elsk- idurnir eru sameinaðir á ný og allar jðu persónurnar hafa fengið jkkuð fyrir sinn snúð en þær slæmu maðhvort hrapað fyrir björg, igast niður i hylji stórfljóta eða otið rýting í bakið, þá er jafnvægi jmið á og við getum horft framan í ammdegið og hinn hræðilega raun- :ruleika á ný, endurnærð úr heimi ígarflugs og-kraftaverka. - R.G.Á. Óskar Ingimarsson hans var aðeins skel sem hann hafði brynjað sig með. Hann átti við- kvæma sál, en hafði kannski einmitt þess vegna orðið leiksoppur valda- manna —. . .” (221). Þetta er dálítið sniðugt hjá höfundi. Þvi hvaða vit er i því að láta riddara vera algjört ill- menni. Það samræmist ekki rótgró- inni riddararómantík. Eins og í riddarasögum er mikið lagt upp úr örlagatrú, draumum, sýn- um hvers konar og jafnvel göldrum (sbr. veðurþulu Jóns húskarls sem lægði storminn á örlagaríku augna- bliki). Allar aðalpersónurnar eru annaðhvort skyggnar eða draum- spakar nema hvort tveggja sé: Eyjólfur, Snjólaug, Andrés gamli og Elín griðkona. Þó sagan gerist fyrir 400 árum fyrnir höfundur ekki mál sitt og er það vel. Hann lætur þó persónurnar þérast og notar setu og nægir það sjálfsagt okkur, venjulegum lesend- um, til að finnast við ekki stödd í nú- tímanum. Samtöl persóna eru aðal- lega til að fleyta fram hraðri atburða- rás og segja harla lítið um innra lif þeirra. 1 Þetta verk á ekkert skylt við sögu- lega skáldsögu þvi í því er enginn raunveruleiki, og ytri einkennum tím- ans er tyllt utan á frásögnina. Þetta er alls ekki sagt sögunni til lasts heldur 1 að gefa rétta hugmynd um hvers onar verk hér er um að ræða. Engin ókmenntagrein er annarri fremri i 5li sínu. Listrænt handbragð sker ar úr. Rannveig Ágústsdóttir litast, en upp frá þvi er riddarinn hul- inn leyndarhjúpi fram að bókarlok-. um þegar Snjólaug jarlsdóttir (við köllum hana það þótt óljóst sé um tignarheiti föður, en hún er örugglega systurdóttir jarls) er látin segja: ,, . . . Þá skildi ég að harðneskja Bók menntir v

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.