Dagblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 15
Bók menntir Efþig vantar ódýra jóla- gjöfþá fœröu hana r i MARKAÐS HORNINU LAUGAVEGI 61 Samfestingar. Náttkjólar. Blússur. Peysur. Opið kl. 1—6. KJOLAR FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI ■ MJÖG FJÖLBREYTT ÚRVAL, HAGSTÆTT VERÐ. OpiA frá 1 e.h. - 9 e.h. Verksmiðju sabn Brautarhotti 22 hngngurM IgWtMneafé) DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979. 15 > v Frábærar barna- og unglingabækur þú getur bókaö það Ekkieinumþaö barns og foreldra. Þau virðast ekki hafa í sér stöðvun við neitt annað en húsbyggingar og þar til heyrandi kaupskap. Dísu dreymir aftur á móti um annars konar neyslu, sumarfrí og sólarlandaferðir eins og aðrir krakkar fá í kringum hana. Og at- burðir sögunnar snúast um kynni hennar af nýja hverfinu, krökkum og öðru fólki þar,*sem öllu er skýrt og trúverðuglega lýst. Samt er sannleikurinn sá að les- andi kynnist Disu litlu aldrei að neinu gagni í sögu hennar, og er harla litlu nær um hugarheim og tilfinningalíf hennar að sögulokum. Við sjáum hana að utan eins og hún lýsir sjálf foreldrum sínum utan í frá. Segja má að sagan leggi Ijóslega niður fyrir les- endum ýmis vandkvæði litillar stúlku sem á svona leiðinlega foreldra, þótt þau séu kannski ekki beinlinis vond. Það er þó augljóst mál hversu afskipt og vanrækt hún í rauninni er af for- eldrum sínum í eftirsókn þeirra eftir lífsgæðum sem sagan augljóslega telur, með Dísu sjálfri, að ekki séu allrar þessarar eftirsóknar verð. En fyrir bragðið er lika alveg ósýnt að sögulokum hverju Disa væri nær þótt foreldrar hennar sæju að sér í tíma, létu raðhúsið í Mosfells- sveit eiga sig, en drifu sig í staðinn með hana, og þau Snorra bæði, til Costa del Sol eða Mallorca. Andrés Indridason: LYKLABARN Myndskreytíngan Haraldur Guðbergsson Mál og manning 1979.128 bb. Dísa litla lyklabarn í verðlauna- sögu Andrésar Indriðasonar á við foreldravandamál að etja. Hún er ekki ein um það. Ég sé ekki betur en börnin og unglingarnir í Óvitum Guðrúnar Helgadóttur í Þjóðleik- húsinu, eða þá skáldsögu Egils Egils- sonar, Sveindómi, séu að sínu leyti í sambærilegum kringumstæðum. Lyklabarn er eftirtektarverð saga vegna þess hve skilmerkilega reynt er að semja hana eftir félagslegri hug- myndatísku í bókmenntunum, kröfu um raunsæja umfjöllun veruleikans og vandamál daglegs lífs i skáldskap. Slíkum kröfum hefur í seinni tíð ein- att verið beint einmitt að bók- menntum barna og unglinga. Og vel má það vera að einmitt í barnasögu komi enn skýrar í Ijós en ella bæði verðleikar og takmarkanir slíkrar raunsæisstefnu. Dísla litla í sögunni er nýflutt í nýbyggt hverfi. Foreldrar hennar eru að koma upp íbúð í blokk og vinna bæði úti langan dag, hann er bifvéla- virki en hún vinnur í búð, en Dísa passar á meðan bróður sinn, þriggja ára gamlan. Þetta gengur sumar- langt, fyrstu tólf kaflar sögunnar gerast á nokkrum dögum snemma sumars að mér virðist, en síðan er í ’ | þremur köflum stiklað á atburðum allt til hausts þegar íbúðin er fullgerð, skólatími fer í hönd og Disa búin að festa rætur í nýja heimkynninu. Aðalefni sögunnar er samt sem áður ekki þessar kringumstæður fjöl- skyldunnar, vandi og ábyrgð sem þær leggja á litla sál, Dísa er ekki nema tíu ára gömul. Það ber ekki á öðru en hún standi sig vel við sitt verk. Vandi hennar stafar miklu frekar af síngirni og tillitsleysi for- eldra hennar sem varla virðast eiga hlýlegt orð handa stelpunni, vanþakka verk hennar og finnst hún raunar sífellt vera fyrir sér ef þau eru heima við, fást ekki til að gera neitt sér og henni til upplyftingar. Þó á allt að vera fyrir hana gert, og Snorra bróður hennar, íbúðin í blokkinni og raðhúsið í Mosfellssveit sem næst á að fara að byggja. Þvi að í sögulokin á enn að halda áfram að vinna og byggja, og Dísa á enn fyrir sér að flytja. En um þetta efni, hennar eigin- lega yrkisefni, samband og samskipti Disu litlu og foreldra hennar, eða öllu heldur sambandsleysi þeirra, er svo sem ekki hirt né úr því unnið í sögunni, þótt hún leggi það skilmerkilega fyrir. Sagan er allvel sögð, látlaust og hreinlega stíluð, fólki og atburðuin jafnan lýst frá sjónarmiði Dísu sjálfrar. Þannig séð er raunar lýsing foreldra hennar alveg merkilega neikvæð, amasemi, öfund.óánægja eru aðaleinkenni þeirra, og aðeins einu sinni, í lýsingu á ósætti og sáttum Dísu og föður hennar í 3ja kafla sögunnar, örlar á nánara tilfinningalegu samneyti Andrés Indriðason. Andrés Indriöason: Lyklabarn Verðlaunabókin í barnabókasamkeppn Máls og menningar. Hér er sagt frá Dísu, sem flyst í nýtt og hálfbyggt hverfi með foreldrum sínum og litla bróður. Hún er einmana í fyrstu, en smám saman stækkar kunningjahópurinn og Dísa fer að kunna vel við sig. En það fer margt öðru vísi en krakkar vilja. Þessi saga segir líka frá því. Verð kr. 5.490. Félagsverð kr. 4.665. Bráðskemmtileg barnasaga eftir höfund bókanna um Húgó og Josefínu. í þessari bók er sagt frá ungri stúlku, Júlíu, sem eignast náttpabba, sem gætir hennar á meðan mamma er í vinnunni. Náttpabb- inn á ugluna Smuglu, og uglur vaka á næturnar... Þýðandi Vilborg Dag- bjartsdóttir. Verð kr. 4.940. Félagsverð kr. 4.210. Gullfalleg myndabók fyrir yngri börnin. Sagan um Lottu litlu sem getur allt — nema renna sér í svigi á skíðum. Og þegar öll jólatré i bænum eru uppseld tekur hún til sinna ráða. Þýðandi Ást- hildur Egiison. Verð kr. 3.295. Félagsverð kr. 2.800. dnnur bókin um hinn óforbetranlega Emil í Kattholti. Þegar þessi bók hefst hefur Emil táigað 99 spýtukarla í skammarkróknum, en þegar henni lýkur eru þeir orðnir 125. Þýðandi Vilborg Dag- bjartsdóttir. Verð kr. 5.000. Félagsverð kr. 4.250. Mál og menning É|| Ármann Kr. Einarsson Mamma í uppsveiflu Nýi strákurinn í 6. bekk H. B., Geiri, er söguhetjan í þessari bók ásamt fjöl- mörgum dugmiklum bekkjarfélögum sínum. Krakkarnir innrétta gamalt pakkhús og hyggjast hefja leiksýningar til styrktar heyrnardaufri bekkjarsystur sinni. En einmitt þegar frumsýning er í nánd fer mamma Geira „í uppsveiflu'' og hætta er á að öll fyrirhöfnin sé til einskis. Verð kr. 5.310. Félagsverð kr. 4.515. Maria Gripe: Náttpabbi Astrid Lindgren: Á Saltkráku Sagan um fjölskylduna sem leigir sér ókunnugt hús á ókunnri eyju og lendir þar í ótal ævintýrum. Eftir þessari bók hafa verið sýndir mjög vinsælir sjón- varpsþættir. Þýðandi Silja Aðalsteins- dóttir. Verð kr. 5.490. Félagsverð kr. 4.665. Astrid Lindgren: Víst kann Lotta næstum allt Falleg og athyglisverð unglingasaga, þriðja og síðasta bókin um vandræða- gripinn og hæfileikamanninn Patrick Pennington. í upphafi bókarinnar situr hann í fangelsi fyrir að ráðast á lög- regluþjón við skyldustörf. Þýðandi Silja Aðalsteinsdóttir. Verð kr. 5.915. félagsverð kr. 5.025. Astrid Lindgren: Ný skammarstrik Emils í Kattholti

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.