Dagblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 12
12 Höfum til sölu Einbýlishús í Köpavogi um 100 ferm. Mjög viöráðanleg ákvílandi lán. Höfum kaupanda að 3ja herb. íbáð. Vantar allar íbúðir á skrá. Fasteigna- og skipasala. Stgmundur BÖAvarsaon hdL — ' —o — O x wgmunaur nouvai yiTA-BORG V FASTEIGNA- OG SKIPASALA Hverfisgötu 76 - Sfmar 13041,13386 Ford Granada árg. '11. Svo til ókeyrður, 8 cyl., beinskiptur f gólfi með vðkvastýri og -bremsum. Einn sá alfallegasti bfll á markaðnum, bæði að utan sem innan. Skipti möguleg. Toyota M II árg. ’74. Mjög góður og| traustur bill, stór eftir aldri. Gulur, gott lakk. Verð aðeins kr. 2.700 þús. Jólagjöfin handa frúnni: Honda Civic árg. '11, silfurlitur og fallegur. Aðeins ekinn 32 þús. km. Til sýnis og afhend- ingar á staðnum. Datsun 180 B árg. ’78, aðeins ekinn 22 þús. km. Þessi bill er eins og nýr að utan sem innan. Sparneytinn en kraft- mikill. Tveir dekkjagangar. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979. r . ——i" * Kammermúsíkpopp EYJÓLFUR MELSTED Játa skal ég, að eftir Hertel beið ég með mestri eftirvæntingu á þessum tónleikum. Vonbrigðin yfir því að fagottin fundu sig ekki fyrr en seint í öðrum kafla urðu vegna þess, að öllum líkindum, mun sárari. Framan af fannst mér þau vera eins og tvær jarðýtur að keppa hvor við aðra. En þegar þau náðu loks saman féll leikur þeirra vel að prýðisgóðum leik óbóanna. Stjörnuleik átti hins vegar Lárus Sveinsson trompet- leikari. Hann hefur náð slikum af- bragðstökum á piccolotrompet að honum verður aðeins jafnað við þekkta menn á þessu sviði. Vivalditríóið kom svo eftir hlé, prýðisvel leikið. Þau léku síðasta kaflann ótrúlega hratt, en samt ekki hraðar en svo að hann naut sín vel. Að slikum hraða getur verið góð skemmtun, þegar flytjendur ráða yfir jafngóðri tækni og ná jafngóðum samleik og þau Helga Ingólfsdóttir, Kristján Þ. Stephensen, Bernard Wilkinson og Sigurður Markússon. Bach kvintettinn var svo hafður til að slá botninn í þessa ágætu hljómleika. Jóhann Christian hefur ekki verið mikið leikinn hér á landi og er nú af sú tíð þegar hann skyggði á föður sinn, sem hann kallaði stundum hálf- gert fornaldarfyrirbrigði. Svo skipast skjótt tískan í tónlist, sem öðru, og allt of margir draga hinar ýmsu tegundir tónlistar i dilka eftir fyrir- fram ákveðnum skapalónum. Ég hélt að fleiri dæmdu barokkmúsík í stjörnuflokk en þeir sem komu í Bú- staðakirkju þennan sunnudag. Vera má að jólabakstur og annað stúss hafi glapið fyrir mörgum, en þar bakaði líka margur af sér góða tónleika. Jólatúntoicar Kammaravaltar Raykiavhur II Búataflakkkju 9. deaambar. Varkafni: Antonio Vlvaldi, Konaart I amoll fyrlr óbó, 2 flfllur, aalló og aembal, Jobann WMhakn Hartal, Concarto é clnqua fyrlr trompet, 2 óbó og 2 fagott;' Antonio Vivaldi, Trló I gmoll fyrlr flautu, óbó, fagott og aambal; Johann Chriatian Bach, kvlntatt I D-dúr, op. 11/8 fyrir flautu, óbó, flflki, lágfifllu, aadó og aembal. Það voru dálagleg viðbrigði að koma bent úr (ég segi ekki hversu mörgum decibelum) Háskólabíói í Bústaðakirkju þetta sunnudagssíð- degi. Sist ætia ég að lasta það ágæta fyrirbæri jólakonsertinn, þar sem heyra gat rjómann af poppmúsík landsins, ekki síst þegar með góðum huga er gert og öllum stofnana- vistuðum boðið til gleðinnar. En það var önnur poppmúsík, sem meiningin var að ræða um hér, sem sé popp- músik kammermúsíkneytendanna. Kammermúsíkpoppararnir þekktu sem sagt ekki rafuppmögnun og þvi eru menn enn að burðast við að spila með gamla laginu. Ég naut því hvíldarinnar við að hlusta á Vivaldikonsertinn ljúflega leikinn af afbragðs hljóðfæraleikurum. Stjörnuleikur Romm - Súkkulaéi - Sitrón fromage Tízkan: Kvendragtir og hattar Dragtir hafa enn á ný náð vinsæld- um og verða eftir því sem tízku- hönnuðir segja það vinsælasta í vetur og næsta sumar. Jakkarnir eru fremur stuttir og með löngum kraga. Pilsin eru aftur á móti mjög þröng og þá gjarnan með klauf á hliðinni eða að aftan. Auk þess eru nú axlapúðar í algleymingi og ekki má gleyma hött- unum. Þeir eru víst ómissandi nú þó ekki séu þeir mjög áberandi hér á landi, nema þá helst á eldri frúm. Rúnnuðu pilsin eru þó ekki farin úr tizku, þau eru ætluð sem kvöld- klæðnaður og eiga þá að vera síðari áð aftan en að frarnan. Það fylgdi í texta með þessari mynd að ennþá væri fjarlægðin nokkur á milli Skandinavíu og Parisar þvi þeir í París segja sumartízkuna á næsta ári vera stutta. Minikjólar og pils er það sem koma skal að því er Parísartízku- kóngarnir segja, en okkur hér á norð- lægari slóðum þykir það víst kulda-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.