Dagblaðið - 04.01.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 04.01.1980, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1980. frjálst,úháð dagblað 'Útgefandl: Dagblaflfð hf. ~~- FramkvaBmdaatjóri: Svalnn R. EyjóHaaon. RKatjóri: Jónaa Kriatjónaaon. -' ' RiUtjómarfuktrúl: Haukur Halgaaon. Fróttaatjóri: Ómar VakHmaraaon. 8kHfatofustJóri ritatjómar: Jóhannoa Reykdal. (þróttir: Halur Skmonaraon. Menninj: Aðalatainn Ingólfaaon. Aðatoóarfréttaatjóri: Jónaa Haraldaaon. Handrit: Aagrimur Páiaaon. irtaðamann: Anna BJamaaon. AtH Rúnar HaHdóraaon.Atii Steinaraaon, Áageir Tómaaaon, Bragi Qtgurðaaon, Dóra Stafánadóttir, ERn Albartadóttir, Giaaur Siguröaaon, Gunnlaugur A. Jónaaon, Ólafur Qakaaon, Sigurður Svarriaaon. Hönnun: HHn**r Kariaaon. Ljóamyndir: Aml PáH Jóhannaaon, BJamlaifur BJamlaHaaon, Hðrður VHhJálmaaon, Ragnar Th.'Sig- urðeaon, Svoinn Þormóðaaon. Safn: Jón Saevar Baldvinaaon. Skrtfatofuatjóri: Ólafur EyJóHaaon. GJaldkori: Þráinn ÞoriaHaaon. Söiuatjóri: Ingvar Svokiaaon. DraBing- aratjóri: Már E. M. Haldóraaon. Ritatjóm Siðumúla 12. Afgralðala, áakriftadaiid, auglýaingar og akrifatofur Þverhohi 11. / Aðalaiml blaðaina ar 27022 (10 linur) Satnlng og umbrot: Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugarð: HHmir hf., Siðumúia 12. Prantun- Arvakur hf., SkeHunni 10. Áakriftarverð á mánuði kr. 4500. Varð i lauaaaölu kr. 230 aintakið. r Bretland: Áhraöriferö í kiamorkuna Hjálpaö eftir fóngum Tóml mál er að tala um, að Rauði ( krossinn og kirkjulegar hjálpar- siofnanir hafi ekki staðið sig nógu vel í hjálparstarfi í Indókína. Þessar ■ stofnanir reyna sitt bezta við einstaklega erfið stjórnmálaskilyrði. Umfangsmest hefur hjálparstarfið verið í nágrannalöndunum. Það hefur einkum beinzt að svonefndu bátafóíki, en það er fólk af kínverskum æltum, sem hefur verið hrakið frá Vietnam í smáum og stórum bátum út á hafið. Upp á síðkastið hafa Thailendingar gefið hjálpar- stofnunum aukið tækifæri til að koma til skjalanna á landamærum Thailands og Kampútseu, þar sem hrannast upp fólk á flótta undan borgarastyrjöldinni í Kampútseu. Alþjóðlegar hjáiparstofnanir geta ekki starfað gegn vilja ráðamanna á viðkomandi stöðum. Þess vegna hefur enn sem komið er tiltölulega lítill hluti hjálpar- starfsins verið unninn innan landamæra Kampútseu. Sumpart er þar um að ræða erfiðleika, sem oft fylgja borgaraslyrjöldum. Hinir striðandi herir gera hjálpargögn upptæk til að sinna eigin þarfa og reyna að hindra, að hjálp berist íbúum á yfirráðasvæði hins aðilans. Þar á ofan bætast deilurnar um réttarstöðu Pol Pots ríkisstjórnarinnar, sem er studd af Kínverjum og Heng Samrin ríkisstjórnarinnar, sem er nánast lepp- stjórn Vietnama. Sú deila hefur borizt inn á vettvang Sameinuðu þjóðanná. ísland og ýmis önnur ríki á Vesturlöndum studdu hjá Sameinuðu þjóðunum það sjónarmið, að Pol Pot stjórnin væri hin gilda ríkisstjórn í Kampútseu. Þetta hefur spillt fyrir vestrænu hjálparstarfi á svæðum Heng Samrin stjórnarinnar. Nú verða menn að hafa í huga, að stjórnmálaleg viðurkenning ríkisstjórna felur ekki í sér neitt sam- þykki á slefnu hennar eða störfum. Við viðurkenndum stjórnir Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu, þótl við séum ekki sammála þeim. í viðurkenningu íslands á Pol Pot ríkisstjórninni felst ekki hin minnsta viðurkenning á einstæðum grimmdarverkum hennar. Í viðurkenningunni felst aðeins staðfesling á því, að þessi stjórn hafi raunverulega verið við völd. í borgarastyrjöldum er stundum malsatriði, hvaða ríkisstjórn skuli teljast vera gild. Ofl hefur þá verið miðað við þá stjórn, sem hefur höfuðborgina á sínu valdi. Samkvæmt því gæli verið límabært að viðurkenna Heng Samrin stjórnina. Við slíkt ma! skiptir ekki máli, hvor ríkisstjórnin er fólskulegri, né hvor ríkisstjórnin er meiri leppsljórn erlendra aðila. Ennfremur er vafasamt, að starfs- aðstæður hjálparstofnana geti haft umtalsverð áhrif á slíkt mat. íslenzka ríkisstjórnin verður ekki sökuð um að spilla fyrir hjálparstarfi í Kampútseu með atkvæði íslands í þágu Pol Pots stjórnarinnar á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna. í mesta lagi má saka hana um vanmat á valdastöðu í Kampútseu. Ofan á öll vandræðin, sem fylgja borgara- styrjöldum, bætast þau, sem tengd eru skefjalausri hugniyndafræði deiluaðila í Kampútseu. Hugsjónir fjöldamorðingjanna eru svo víðtækar, að engar mannlegar tilfinningar sitja eftir. Við þessar aðstæður er aðeins hægt að treysta því, að fagmenn hjálparstarfsins nái þeim árangri, sem mögulegur er hverju sinni, og því beri okkur að styðja þá, svo sem við höfum gert á undanförnum vikum. Brezk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja mun meiri áherzlu á orku- vinnslu með kjarnorkuverum en fyrr var hugmyndin. Með þessu er meöal annars verið að létta á eigin eftir- spurn eftir olíu úr lindum innan brezkrar efnahagslögsögu i Norður- sjónum. Rikisstjórn Margaret Thalcher hefur ákveðið að við brezk kjarn- orkuver á næstu árum eigi að beita sams konar kælitækni og í kjarnorkuverinu á Three Mile eyju rétt við Harrisburg í Pennsylvaníu i Bandaríkjunum. Þessi ákvörðun um kæliaðferð vekur athygli vegna þess að mjög alvarleg bilun varð í orku- verinu við Harrisburg i fyrra eins og flestum er i fersku minni. Áætlanir David Howells orku- málaráðherra í ríkisstjórn íhalds- llokksins um virkjun kjarnorkunnar þykja mun ákveðnari og róttækari en forvera hans i starfi. Verkamanna- flokksráðherrans Tony Benn. Sam- kvæmt áætlun Howells á að þrefalda orkuframleiðslu með kjarnorku í Brellandi (il næstu aldamóta. Þetta mun i raun tákna það að reisa verður að meðaltali eina kjarnorkustöð á ári fram lil ársins 2000 ef byrjað er 1982. Þessar hugmyndir stjórnvalda munu kosta 20 milljarða sterlings- punda á núverandi verðlagi. Þær hafa þegar vakið verulega mótmæla- öldu meðal umhverfissinna. Þeir eru bæði á móti svo mikilli virkjun kjarn- orkunnar og einnig andsnúnir því að nolaður sé sams konar kæliút- búnaður og i orkuverinu við Harris- burg en það er almennasta aðferðin i bandarískum kjarnorkuverum. Andstaða gegn stefnu Howell orkuráðherra hefur einnig kontið fram innan brezks kjarnorkuiðnaðar. Brezk fyrirtæki hafa um árabil verið að vinna að sérstökum kæliúlbúnaði, sem byggir á gasnotkun. Sagl er að ef ákveðið verður að nota bandarísku kæliaðferðirnar muni brezka aðferð- in líða undir lok og niörg fyrirtæki þar i landi tapa stórfé, sem þau hafa qytl i tilraunir á ttndanförnum árunt. ör*jjrgðherranif' þrezki hefur sagt það á þirigftru-að bandariska aðferðin verði ekki notuð'nema að fullvissa fáisl fyrir því að hún sé'ö'rugg_við lil- V r RÆKJANI AXARFIRDI r Mér varð ónotalega við, þegar ég loksins 18. desember sl. fékk i hendurnar Dagblaðið frá 12. sama mánaðar, en þar er ég hafður að skotspæni í hreppspóliliskum skærifm úl af rækjuveiði norður i Þingeýjarsýslum. Þótt ég sé reyndar í augnablikinu búsettur á Húsavik, réð ég mig þangað aðeins til eins árs og á því nánast engra hagsmuna að gæta á því landshorni. Ég held því hvorki með suður né norðursýslu í þessari keppni og hélt ntig þannig „stikk- fri” í þessari flokkaiþrótl, hrepps- pólitíkinni. Það væri ótvírætl til bóta, að áðurnefnd iþrótt hlítli sö.mu reglunt og aðrar flokkaiþróttir, svo sem, að engum má þröngva til þátttöku í keppni. Einnig færi betur á þvi, að forkeppni um málefni færi fram í héraði, áður en alþjóð er boðið til landskeppni. Annars hef ég mjög takmarkaðan áhuga á þessari grein íþrótta og slekk oftast, þegar sjónvarpið býður upp á hana. Því verður mér ekki ógrátandi þröngvað aftur til þátttöku og auglýsi ég það hér með (geymið auglýsinguna). Þeim sem eiga vilja síðasta orðið í keppni sem þessari er þá í lófa lagið að veitast að mér hér eftir. Þetta verður að nægja sem Kjallarinn Konráð Þórisson inngangur, og skal nú vikið nánar að áðurnefndri grein, eftir A.B. á Kópa- skeri. í von um að það verði skipulegra þannig, geri ég athuga- semdir við eitt og eitt atriði greinarinnar í einu og birti til glöggvunar viðeigandi kafla úr grei'n A.B. á undan. Lokun Axarfjarðar A.B Kópaskeri: „Þessi niðurstaða virðisl vera byggð á því, að fiskifræðingur sá sem er á Húsavík fór á sjó með einn bát frá Húsavik fimmtudaginn 6. desember og tók eitt hal, þrjá klukkutíma, á 40—60 faðma dýpi og þar með var sú rannsókn úti.” K.Þ. Húsavík: 26. nóvember sl. varð vart við mikið af seiðuni í afla rækjubáta héðan (u.þ.b. 30 þús./rækjutonn mest skv. lauslegri talningu). Ekki var þó að gert að sinni. 27. nóvember var enn meira af seiðum og taldi ég þá upp úr þremur bálum. Helstu niðurstöður voru eftirfar- andi: Þorsksciði Rækjustærð (módel ’79) stk./kg. stk./rækjutonn Ásgeir 250 1.590 Helga Guðmunds 240 28.400 Þorkell Bjöm 480 81.000 Þar sem þorskseiði í afla mega ekki fara yfir 1600—2700 stk./rækjutonn (mism. eftir aldri seiðanna) sést greinilega að tveir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.