Dagblaðið - 04.01.1980, Side 6

Dagblaðið - 04.01.1980, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1980. Alþjóðlegt farþegaflug: IATA spáir erfiðum rekstri árið 1980 — efnahagserfiðleikar og olíuverðshækkanir munu éta upp alla farþegaaukninguna Horfur í flugrekslri i heiminum eru ekki bjartar í byrjun þessa árs að sögn spámanna um slíkt hjá IATA alþjóðasamtökum flugfélaga sem til- kynntu þetta í gær. Vegna almennl bágra efnahags- horfa og síhækkandi olíuverðs er talið að hagnaður af rekstri flug- félaga verði nær enginn og hjá sum- um þeirra niegi þá búast við nriklu rekstrartapi. Knul Hammarskjold forseti IATÁ sagði í gær að flugfélög á alþjóða- leiðum gætu tæpasl gert sér vonir að komast upp fyrir rauða strikið á rekslrarreikningum sínum og yrðu að öllum líkindum með neikvæða rekstrarútkomu. Mættu þessi félög gera sig ánægð með að standa undir nauðsynlegri fjármögnun vegna kaupa á nýjum hljóðlátari og spar- neytnari þotum. Hammarskjold sagði að allt benli lil þess að fargjöld mundu enn halda áfram að lækka einkum þó á fjöl- förnum flugleiðum. Áslæðan vær’ óheft samkeppni á milli flugfélaga og mikið sætaframboð þeirra. Um afkomu flugfélaga á liðnu ári sagði forsetinn, að fjöldi farþega hefði aukizt um 13,3% að meðaltali hjá IATA flugfélögum. Aðeins nokkur þeirra hefði haft einhvern hagnað. Sætaframboð þessara flug- félaga hefði aukizt um 6% frá fyrra ári. Hammarskjold sagði að enn væru afleiðingar síhækkandi olíuverðs á síðasta ári ekki komnar fram í verði flugmiða til farþega. :■ >v> <•>■'.JÁ ■i-ÍW Enn er barizl i Ubanon og lillar likur taldar á að þar verði eðlilegt þjóðfélag aftur í bráð. Sá hluti ibúanna sem oftast eru nefndir kristnir hægrimenn eru mjög and- stæðir Palcstínuskæruliðum, sem búið hafa um sig i landinu. F.innig hafa þeir verið lítt vinveittir Sýrlendingum, scm eru með herlið í landinu. Á myndinni er hclzti herforingi þeirra, George Semerdjian, ásamt einum aðstoðarforingja sinna. I baksýn er hópur stúdenta sem eru í herþjálfun, sem hófst i kjölfar fregna af þvi að nokkur hundruð íranir væru að koma til Líbanon til að aðstoða Palestinu- skæruliða i baráttu þeirra. REUTER Erlendar fréttir Baktiar boðar fall Khomeinis Shapur Bakliar, fyrrum forsætisráð- herra írans á síðustu dögum stjórnar keisarans, sagði við tali við fréttamenn i París, að hann teldi ríki Khomeinís trúarleiðtoga ekki niundu standa lengi. Jafnframt sagði Baktiar, sem hrökkl- aðist úr landi eftir að Khomeini komsl til valda, að stuðningsmenn hans sjálfs væru að undirbúa endurkomu hans lil írans. — Khomeini er búinn að vera og hann mun ekki hanga við völd út þennan vetur, sagði Bakliar. Hann hélt fréttamannafundinn i íbúð sinni i Paris. í stofunni var ekkert annað á veggjum en risastórt korl af iran. Baktiar hefur svipaða stjórnmála- stefnu og sósíaldemókratar i Vestur- Evrópu. Hann var oft fangelsaður á keisaratímanum og var einn helzti and- stæðingur hans meðal sljórnmála- manna ásamt Barzargan, fyrrum for- sætisráðherra Khomeinis. Vinslit urðu á milli þessara manna er Baktiar varð forsætisráðherra áður en keisarinn fór úr landi þó svo að hann gerði það með því skilyrði að keisarinn færi á brott innan mjög skamms tíma sem og varð. Shapur Baktiar Fagna skæruliðum Mikill mannfjöldi fagnaöi fyrslu fjörutíu og þrem skæruliöaforingjun- um, sem komu flugleiöis til Salisbury í Zimbabwe/Ródesiu um áramótin. Komu þeir frá Zambiu í kjölfar þess að friöarsamningar hafa veriö sam- þykktir og ætlunin er aö hætta aö stríöa i landinu en ganga í þess staö til frjálsra kosninga. Treglega gengur aftur á móti aö fá óbreylta skæruliöa lil aö safnast saman i búöum víös vegar í Zimbabwe/Ródesiu, eins og ráð var fyrir gerl. Þeir Nkomo og Mugabe helztu leiötogar skæruliöa hafa krafizl lengri frests til aö safna saman mönnum sínum. Er síöast fréttisl haföi aöeins fjóröungur hinna sextán þúsunda skæruliöa sem taldir eru vera innan landamæra Zimb- ahwe/Ródesíu komiö til einhverra búöanna. El Salvador: Herforingjastjómin orðin einangruð Ríkisstjórnin i El Salvador er nú að falli komin eflir aðeins áltatíu daga setu. í raun var það her landsins, sem þar hefur ráðið mestu en í stjórninni v,oru einnig nokkrir óbreyttir borgarar. Þeir sögðu af sér í gær og þykir nú Ijósl að herforingjasljórnin riði til falls. Stjórnmálaástandið í þessu Mið- Ameríkuríki er sagi mjög viðkvæmt um þessar mundir og ekki hafa verið ískyggilegra síðan herinn rak hægri- sinnann Carlos Humberlo Romero úr forselaslóli hinn 15. oklóber síðast- liðinn. Óttazt er að til óeirða geti komið á milli hægri og vinslri sinna i El Salva- dor en þær hafa verið tíðar á siðustu árum þar. Fyrir nokkru féllu þrjátíu menn úr hópi smábænda i álökum við stjórnar- herinn í El Salvador. Höfðu þeir tekið herskildi stórbýli og kröfðusl bættra kjara.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.