Dagblaðið - 04.01.1980, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 04.01.1980, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1980. C* Útvarp 27 Sjónvarp i Meðal þeirra sem koma fram i kvöldvöku úlvarpsins í kvöld er Kór Álthapafélags Strandamanna. Er ekki að efa að þar á meðal verða lög heiman frá Ströndum þar sem mikilóðleg flöll gnæfa yfir þorpum sem eru meira og minna í eyði þó aðeins séu Strandirnar farnar að byggjast upp aftur. Myndin er frá Djúpuvik sem fvrir nokkrum árum var sögustaður myndarinnar Blóðrautt sólarlag. KVÖLDVAKA - útvarp í kvðld kl. 20.45: Æviminningar og söngur af Ströndum Kvöldvaka útvarpsins er sanr- kvæml venju á dagskránni í kvöld. Hún er að vanda blanda þjóðlegs fróðleiks, kveðskapar og söngs. Vakan hefst með söng hins ágæta bassasöngvara, Eiðs Ágústs Gunn- arssonar sem syngur nokkur lög við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Þá les Alda Snæhólm frásögn móður sinnar, Elínar Guðmunds- dóttur Snæhólm, af vestfirzkunr jólum eins og þau voru i hennar æsku. Næstur. á dagskrá er Hjalti Rögn- valdsson sem les Ijóð eftir Steingerði Guðmundsdóttur. Nefnist sá liður Guðsmóðir, gef mér þinn frið. Fjórði liðurinn á vökunni er svo frásöguþáttur eftir Eggerl Ólafsson bónda í Laxárdal i Þistilfirði. Frásag- an, sem nefnist Lómatjörn, leikskól- inn góði, er frá æskuárum höfundar. Jóhannes Arason þulur les. Kvöldvökunni lýkur svo nteð söng kórs Átthagafélags Strandamanna undir stjórn Magnúsar Jónssonar frá Kollafjarðarnesi. Er ekki að efa að meðal annarra verða sungin lög norðan af Ströndum þar sem allt er aðeins að glæðast aflur eftir að útlit hafði verið á límabili fyrir að byggðin færi í eyði. -I)S FIÐLUKONSERT EFTIR BRAHMS - útvaip kl. 20.00: Alvarlegur hetjudýrkandi Gildon Krenter fiðluleikari leikur í kvöld fyrir útvarpshlustendur eina fiðlukonsert tónskáldsins Jóhannesar Brahnts nteð undirleik Ríkishljóm- sveitarinnar í Frakklandi. Stjórnandi er Evgéní Svetlanoff. Þennan fiðlukonsert tileinkaði Brahms fiðluleikaranunt Joachim sent var ntestur fiðluleikara í kring um árið 1850. Joachim launaði honum konserlinn með því að kynna hann fyrir öllunt helztu tónsnillingum þessa tima og varð það siðar til þess að Robert Schuman og Clara kona hans tóku Brahnts undir sinn verndarvæng. Braltms, sem uppi var á árununt 1833—97, var eitt af síðustu tón- skáldunt rómanlísku stefnunnar og hlaut hann á sínunt tíma nokkra gagnrýni fvrir ófruntleika. Karlar eins og Wagner og Liszt voru á því að sinfónían hefði runnið silt skeið á enda og hennar tinti kænti aldrei aftur. Brahms var á annarri skoðun. Hann svaraði reyndar aldrei gagnrýn- inni einu orði en samdi þess í stað fjórar gullfallegar sinfóníur og sannaði þar með að tími þeirra var ekki liðinn. Núlimamenn kunna nrun betur að meta þetta framtak en samtimamenn Brahms gerðu. í hugum þeirra er hann eitt hinna þriggja stóru B-a eins og sagt er. Hin tvö eru Beethoven og Bach. Flest verka Brahms eru alvarlegs eðlis, full af hetjudýrkun og jafnvel sorg. En ekki öll. Hann skrifaði einnig nokkur léttari verk, til dæmis hina skemmtilegu Ungversku dansa. Sönglög hans eru meðal þeirra bezlu sem samin hafa verið. Brahms olli ekki neinum formbylt- ingum í tónlistinni, hélt sig að niestu Jóhannes Brahms um tvítugt, þá þegar fragur hljóðfæraleikari og upprennandi tónskáld. við þau form senr fyrir voru. En það hvernig hann fyllti út í formið er það sem gerir hann svo einstakan. Hann hafði mikið að segja og nolaði til þess hin gömlu tónlistarform sem virðast hafa verið í uppáhaldi hjá honum. Brahms var vigur vel á margar tegundir hljóðfæra. Faðir hans var hljóðfæraleikari að alvinnu og byrj- aði snemma að kenna stráksa. Þegar hann svo eltist var honum komið lil betri kennara en aðeins nokkrum árum seinna var það hann sjálfur sem farinn var að kenna öðrum. Á tíma- bili vann hann fyrir sér með spila- mennsku á öldurhúsum og fékk þá í laun ,,lvo dali og allan þann bjór er hann gat innbyrl” á kvöldi. En strax unt tvitugl fóru menn að uppgölva þennan snjalla hljóðfæraleikara. Meðal þeirra var eins og áður sagði Clara Schuman. Hún var þá frægur píanóleikari og hóf að leika tónlist Brahms opinberlega. Þetta var honum mjög til framdráttar og tóksl mikil og innileg vinátta með þeim Clöru þar til hún dó. Fjórir trega- fullir söngvar, eitt af Ijúfustu og feg- urstu verkum Brahms, voru einmitt samdir þegar Clara dó. Sjálfur lifði Brahms hanaaðeins í ár. - DS GYÐJAN 0G GUDSMÓDIRIN — sjónvarp í kvöld kl. 22.05: UNDARLEG K0NA í UNDARLEGU HÚSI Gyðjan og guðsmóðirin heitir ný frönsk sjónvarpsmynd sem er siðust á sjónvarpsdagskránni í kvöld. Að sögn Björns Baldurssonar dagskrárritstjóra sjónvarpsins þykir myndin nokkuð góð og ekki ætli að spilla fyrir henni að hún er ný. Myndin gerisl í þorpinu Deauville. Þorpið er vinsæll sumardvalarstaður en hins vegar er lítið þar um að vera á vet- urna. Þó ber svo við einn veturinn að tveir þreyttir og stressaðir tónlistar- nienn koma til þorpsins í þvi skyni að slappa af. Þeir kvnnast konu sem starfar að ritstörfum. Hún býr ein i húsi sem nokkuð er afskekkt i þorpinu og er afstaða hennar til hússins nokkuð einkennileg að mati tónlistarmann- anna. Hún er hálfhrædd við að búa þarna ein en neyðir sjálfa sig samt til þess.Myndin gengur út á samskipti konunnar og karlanna tveggja. Mvndin er rúmlega klukkutima löng og þýðandi hennarer Ragna Ragnars. - ns Fröken Svinka varð á dögunum af þvi aó hljóta verðlaun sem bezta leikkona ársins 1979. Til þeirra var hún útnefnd fyrir leik sinn i Prúðu kvikmyndinni. Myndin er úr einu hugljúfasta atriði þeirrar mvndar, froskurinn Kermit tjáir ung- frúnni ást sina. PRÚDU LEIKARARNIR — sjónvarp í kvöld kl. 20.40: „DREIFBÝLISSÖNG- K0NA” í HEIMSÓKN Söngkonan Crystal Gayle er gestur Prúðu leikaranna í kvöld. Fyrir skömmu var reyndar systir Crystal, Lorelta Lynn, einnig gestur þeirra Prúðu en vart má búast við að fleirum úr ællinni verði boðið í þáttinn. Þær systur eru þekktar „dreil'býlis- söngkonur” í Bandaríkjunum, Loretta þó öllu þekktari. Crystal hefur hins vegar vinninginn yfir syslur sína utan Bandaríkjanna. Crystal Gayle syngur í stil sem popp- skríbent DB hefur skilgreint sem Nash- ville country & western. Hún varð fyrst fræg fyrir lagið Don’l It Make My Brown Eyes Blue. Með það flaug hún upp í efsta sæli vinsældalistans og hefur kontið þar nokkrum sinnum við siðan. Má þar nefna lög hennar Talking in Your Sleep og Why Have You I.efl The One You l.eft Me For. Núna á Crystal lag ofarlega a . in- sældalista Bandaríkjanna og hel'ui hún rneðal annars komizt með það á topp ,,dreifbýlislistans”, I.agið heitir Half Way og gcta menn hevrt það ósparl leikið i Kanaúlvarpinu þessa dagana. Crystal Gayle er 28 ára gönutl og gil't lögfræðingi. Afgestgjöfum hennar, Prúðu lcikur- unum, er það annars helzt að I rétta að hin frábæra skapgerðarleikkona, söng- kona og dansmey, fröken Svinka, varð af því að hljóta vcrðlaun sem bczla leikkona ársins á dögunum. Hal'ði hún veiið úlnefnd til verðlaunanna Ivrir vandaðan og fágaðan leik i Prúðu kvik- mvndinni sem reyndar er jólamynd Regnbogans í ár. Fegurðardisin Svinka lél þetta þó ekkert á sig fá en hyggsl halda ótrauð áfram á frægðarbraut- inni. - I)S Gömlu dansa námskeið * ;oni & Þjóödansafélags Reykjavíkur fyrlr börn og fullorðna hefst mánudaginn 7. janúar I Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Innritun og upplýsingar i síma 75770 og í Alþýðuhúsinu eftir kl. 4 á mánudag, sími 12826. Þjóðdansafólagið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.