Dagblaðið - 04.01.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 04.01.1980, Blaðsíða 14
18 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1980. -------------------- \ AD BÚA í STÓRBORG Flestir Tokyobúar eyöa að m.k. tveimur árum í lestum á lífstíð sinni „Loksins kemur hún.” Þetta er algeng sjón víða f Tokyo. (Ljósm. B. Mjaltason) Margir úllendingar sem koma lil íslands eru furðu lostnir yfir Því að engar járnbrautir skulu vera til staðar. Fáfræði erlendra þjóða um þelta alriði kemur vel i Ijós þegar skoðaðir eru erlendir ferðamanna- bæklingai scm eiga að gera úllend- ingum Ueil't að spyrja algengra spurninga a 10 tungumálum. Þar má nefnilega æði ol't finna setningar á íslensku eins og ..Villu gjöra svo vel að sýna mér slyslu leið lil járn- braularstöðvarinnar". Þvi seija þessi úllendingsgrey upp undrunarsvip þegar þeim er bent á að við íslend- ingar slukkum beint af heslbaki upp í bifreiðina og ekkert var þar á milli. En járnbraularleslir, bæði ofan- jarðar og neðan, gela verið þægi- legar, sérlega í stórborgum. Margir Islendingar hafa ferðast með járn- braularlestum á ferðalögum erlendis og kynnsl kostum þeirra og göllum. Færri hala aflur á móli orðið að nota leslir um árabil, l.d. vegna búsetu er- lendis. Baldur Hjaltason skrífar frá Tokyo Stórborgin Tokyo Eitl fullkomnasla leslarkerfi i heimi er án efa i Tokyo. Þá á ég við hve það er vel skipulagt og lljóllegl. Það er aftur á móli rándýrl og á annatímum er hrein marlröð að ferð- ast með lestunum. Þóll Japanir séu gifurlega kurteis þjóð og elskuleg þá skeyta þeir litið um náungann þegar þeir eru að missa af lest. Leslirnar eru stundum svo yfirfullar að þóll maður lyfti upp báðum fótum dettur maður ekki. Þelta er verra en að ferðast með strætó heima á 17. júní að afloknum hálíðarhöldunum. En þetla er versl á annatimum milli 8 og 9 á morgnana og 5 og 6 síðdegis. Vegalengdir eru miklar hér i Tokyo og að meðaltali dvelja Tokyobúar um 1 1/2—2 klukkustundir á dag i lest- um á leið til og frá vinnustað eða skóla. Þessi tímafjöldi er jafnvel í neðri mörkunum og ekki er reiknað með þvi þegar Tokyobúar heimsækja vini og kunningja. Mikill tími fer til spillis Fyrir sveitamann eins og undirrit- aðan er þetta mikill tími. Miðað við 6 daga vinnuviku sem er enn nokkuð algeng hér i Tokyo þá má reikna með að Tokyobúar dvelji a.m.k. 500 klukkustundir i lestum á ári sem svarar til heilla 3 vikna. En sumir dvelja miklu lengur og aðrir skemur eins og gengur og gerist. Þannig dvelja sumir Tokyobúar nokkur ár i lestum á lífstíð sinni. En hvað gerir svo fólk þennan tima? Eftir að hafa fylgsl með atferli fólks í lestunum voru þá helst tvö at- riði sem vöktu eflirtekt undirritaðs. Flestir reyna að dotta, jafnvel sland- andi, með misgóðum árangri. Þó má sjá við og við snarruglaða farþega þegar þeir vakna og lestin er fyrir löngu komin fram hjá heimili þeirra eða vinnustað. Lélegt lesefni Dágóður hópur reynir að lesa og í flestum tilvikum er um að ræða teiknimyndasögur sem eru vægast sagt mjög ómerkilegar. Jafnt ungir sem aldnir lesa þessi teiknimyndablöð og efni þeirra er alll Irá áslarsögum yfir í bófahasar, jafnvel létl klám. Allir blaðsöluturnar selja þessi blöð og þau eru mjög ódýr. Eftir leslur þeirra er þeim hent. Upplagið skiptir hundruðum þúsunda eintaka og slundum hlaupa lölurnar á milljón- um. Þó eru nokkrir sem lesa betri bók- menntir. Til eru handhægar vasa- brolsútgáfur af bæði innlendum og erlendum sigildum bókmennlum. Svo má ekki gleyma dagblöðunum. Gífurlegur fjöldi er gefinn út af þeim en samt sem áður ber ekki mikið á þeim i lestunum. Flestir reyna að gleyma stund og stað þegar ferðast er með leslunum. En því er ekki að neila að tíminn fer fyrir lítið hvort sem menn dotta eða lesa lélegar bók- menntir. ........ ... ........ \ Á réttri leið, Öm & Örlygur íslandsleiðangur Stanleys 1789. Bókaútgáfan öm og örlygur 1979. 352 bls. Þcgar íslendingar lesa greinar- gerðir úllendinga sem lil landsins koniu fyrr á öldum verður þeini oftasl á að meta frásögnina eftir því hvort þjóðinni er þar vel eða illa borin sagan. Sé þar miklu rúrni varið til að greina frá lús og óþrifum fussa þeir gjarnan við því sern útlenskri Ivgi, eða þá að þeint fer sern Arn- grími lærða að þeir semja Anatome Blefkeniana til að hnekkja illmælum um land og þjóð. Sé hins vegar meira rúnti varið til að lýsa hjartagæðum og gestrisni örsnauðrar þjóðar, þá er höfundi þakkað með lofkvæði á borð við Til herra Páls Gaimard eða til- nefningu orðuveitingarnefndar. Góður fengur Fátt er þó i raun og veru fróðlegra ti) að kynnast því fólki sem hér lifði á liðnum öldum, högum þess og hugs- unarhætti en að lesa lýsingar er- lendra ferðamanna á þvi sem þeim bar hér lyrir augu, hvort sem það er neitkvætt eða jákvætt. Það er þvi góður og ánægjulegur fengur að íslandsleiðangri Slanleys 1789, jafn- vel þött hann hefði trúlega hvorki fengið kvæði eða fálkaorðu fyrir lýs- ingar sínar á þeirri þjóð sem hjarði af móðuharðindi og var ekki flult til Jóllandsheiða. Lýsing Stanleys er lýsing bresks aðalsmanns — og reyndar fleiri en eins — á fátækri ný- lenduþjóð og kjörum hennar sama árið og franska borgarasléltin braut af sér ok aðalsins í heimalandi sinu. Viðhorf Stanleys og samferðamanna hans til fálækra smábænda sem drógu fram lifið á landi sem spillt var af öskugosi eru svo sannarlega þess virði, að þeim sé gaumur gefinn, hvort heldur hann er að lofa þá eða lasla. Ferðabækur frá fyrri tíð Örn ogÖrlygur hafa lekið sér þarfl verk fyrir hendur með útgáfu ferða- bóka frá fyrri tíð. Náttúrufræðilegar niðurstöður þessara bóka hafa að sjálfsögðu misst gildi sitt að mestu, en þjóðlífslýsingarnar eru ómetan- legar. íslandsleiðangur Slanleys I789 er bók svipuðum kostum gædd og Ferðabók Eggerts og Bjarna, sem Örn og Örlygur hafa áður gefið út. Þýðing Steindórs Steindórssonar frá Bók menntir HELGA KRESS Hlöðum á báðum bókunum er kjarn- yrt og málið laust við þann hvimleiða þýðingarblæ sem svo oft einkennir þýddan texta. Eins og í Ferðabók Eggerl og Bjarna eru í íslandsleið- angti Stanleys 1789 prentaðar þær myndir fra leiðangrinum sem aðgengilegar eru. Sé um málverk að ræða eru þau prentuð í lit, en einnig' eru þar blýanls- og kolateikningar leiðangursmanna. Örn og Örlygur giga þakkir skildar fyrir það að gefa út ferðahækur frá fyrri tímum. Gaman væri ef forlagið héldi þvi áfram, gæfi t.a.m. út þýðingu á Blefken og öðrum ýkjuhöfundum lærdómsaldar ásamt svarritum Arn- grims lærða, sem eru reyndar ein harðlokaðasta bók islenskum al- menningi sem um getur. Það yrði að líkindum mjög kostnaðarsöm útgáfa, en trúlega yrðu lika margir til að fagna þvi verki. islandsleiðangur Stanleys 1789 er bæði falleg og vönduð bók og kærkomin heimild um ísland ásíðari hluta 18. aldar. V ✓

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.