Dagblaðið - 04.01.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 04.01.1980, Blaðsíða 24
Vonlítið um árangur hjá Geir: Þingflokkur Alþýðuflokks vill nýsköpunarstjóm — én hefur „gleymzt” að tala við Alþýðubandalagið? „Ég held, að þetta sé vonlítið hjá Geir,” sagði einn forystumanna Sjálfslæðisflokks í viðtali við DB í morgun. Aðrir foringjar þess flokks, sem við var rætt i dag og í gær, voru svartsýnir. Á fundi i þingflokki Alþýðuflokksins í gær var ríkjandi skoðun, að flokkurinn ætti að leggja lið hugmyndum um „nýsköpunar- sljórn” Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks. Alþýðu- flokksmenn lýslu því í morgun sem „nauðsynlegu vopnahléi” að slík stjórn yrði mynduð. Á fundi í þing- flokki Alþýðubandalagsins í gær var hins vegar einkum á döfinni, hversu litið „áþreifanlegt” hefði komið frá Geir Hallgrímssyni um stjórnar- myndun. Geir hefur ekki rætt við neinn i þingflokki Alþýðubanda- lagsins dögum saman,” sagði einn þingmaður flokksins í morgun. ,,Á fundi þingflokksins í gær skiplust menn á upplýsingum um, að ekkert væri aðgerast.” Sjálfstæðismenn hafa aðallega rætt við krata um nýsköpunarstjórn og einhverjar þreifingar hafa átt sér stað i röðum Alþýðubandalagsins, þar sem skoðanir á málinu eru skiptar. Þingmaðurinn laldi, að Geir hefði „gleymt” að ræða hugmyndina um nýsköpunarstjórn við Alþýðu- bandalagið! -HH. Ungu strákarnir hans Jóhanns Inga: Stóðu uppi íhárínu á pólsku „atvinnumönnunum" Ungu strákarnir hans Jóhanns Inga, eins og islenzka handknattleikslandsliðið er köflum bráðvel reyndust Pólverjarnir sterkari á lokasprettinum og sigruðu 25—23. Á gjarnan nefnt þessa dagana, komu verulega á óvart i gærkvöldi með því að standa þessari mynd Bjamleifs sendir Viggó Sigurðsson knöttinn inn á línu til Steindórs uppi i hárinu á hinum pólsku andstæðingum sinum. Þrátt fyrir að íslenzka liðið léki á Gunnarssonar. Sjá iþróttir bls. 12 og 17. „Mun nota tímann til lestrar í tugthúsinu” — segir Einar Bragi sem boðaður er til betrunarhússvistar á mánudag vegna VL-mála „Það er tilgáta mín, að Vilmundur hafi látið undan þvingunum í þessu máli, því mér finnst ósennilegt að hann hafi fundið upp á því sjálfur að láta málið hafa forgang,” sagði Einar Bragi rithöfundur í morgun. Einari Braga hefur verið gert að greiða sekt eða sitja í tugthúsi ella vegna dóms, sem gekk í meiðyrðamáli gegn aðstand- endum Varins lands. Einar Bragi mun ekki greiða sektina og á því að mæta í betrunar- húsið á mánudag og sitja þar í tvo daga. Hann var að því spurður í morgun hvað hann hygðist fyrir í tugthúsinu. „Ég ætla að nota timann til lestrar og reyni að hafa það eins notalegt og hægt er á slíkum stað. Ég þekki þóekki til slíkra staða. Ég hef lengi haft löngun til jiess að kynna mér gerðabók fyrsta jafnaðarmannafélagsins í Reykjavik, jafnaðarmannafélagsins Gamla, en hún hefur varðveizt. Ég er einnig með aðra bók, um Ágúst Strindberg, og Einar Bragi. fjallar hún ekki um ósvipað efni. Háfinn var mikill málatilbúnaður gegn honum, sem endaði með því að stjórnvöld fóru á rassinn. Ég hef ekki nein áform um að skrifa um jvessa reynslu mína, en slíka reynslu geyma menn i huga sér. Ég mun ekki hafa samband við Vilmund að fyrra bragði vegna þessa máls. Ég hef skrifað honum opinbert bréf og hann veit að ég er tilbúinn til þess aðsitja af mér sektina.” -JH. fifálst, nháð dagblað FÖSTUDAGUR4. JAN. 1980. Fjórir ungir þjófar eltir uppi á hlaupum í nótt hlupu lögreglumenn uppi þrjá 15áraogeinn 16ára pilt, sem voru að koma út úr Breiðholtsskóla að af- lokinni innbrotsferð þangað. Lögreglunni barst tilkynning um að ekki væri allt með felldu í eða við skólann. Er bíll kom á vettvang voru piltarnir að koma út. Tókti þeir þegar til fótanna er þeir sáu lögregluna og hljóp hver í sína áttina. Lög- reglumenn voru fljótir af stað á eftir þeim og tókst að hlaupa þá alla uppi, þó aldursmunur væri nokkur á þeint sem flúðu og þeim sem eltu. Á hlaupunum vörpuðu piltarnir frá sér peningakassa og umslagi með peningum. Hvort tveggja fannst. Reyndust í fórum þeirra tæpl. 40 þúsund kr. í peningum og strætis- vagnamiðar fyrir hátt á annað hundrað þúsund. Mál þeirra beið rannsóknarjög- reglumanna i morgun. -A.Sl. Af fjölmiölafólki: Jón Helgason aftur í slaginn — og Stefán Jón fullgildur fréttamaður Stefán Jón Hafstein sem i sumar hefur leyst af á fréttastofu útvarpsins varð ofan á þegar Andrés Björnsson úl- varpsstjóri ákvað hver skyldi fá þá fréttamannsstöðu • sem nýlega var lauglýst. Vekur ákvörðun Andrésar talsverða athygli þar eð útvarpsráð, sem er ráðgefandi í málinu, hafði mælt með Hildi Bjarnadóttur félagsfræðingi i starfið og Stefáni til afleysinga. Andrés ákvað hins vegar að Stefán skyldi gerður að fréttamanni en Hildur koma inn sem afleysingamaður. Þá hefur þaðgerzt í fjölmiðlaheimin- um að gamla kempan Jón Helgason hefur aftur hafið störf á Tímanum. jHann mun starfa sem ritstjóri, eins og ihann gerði, ásamt þeim Jóni ISigurðssyni og Þórarni Þórarinssyni. 'Ritstjórar Tímans hafa flestir verið fjórir í einu. Hjá blaðaútgáfunni Frjálsu framtaki eru einnig nokkur tíðindi í uppsiglingu. Hildur Einarsdóttir sem verið hefur rit- stjóri Tiskublaðsins Lífs hætti um ára- mótin. Jóhann Briem forstjóri fyrir- tækisins sagði í morgun að ekki væri enn ljóst hver tæki við en viðræður hefðu verið í gangi við nokkra aðila sem til greina kæmu. Ljóst yrði alveg á næstunni hver hreppti hnossið. Að sögn Helgarpóstsins í morgun mun Katrín Pálsdóttir, blaðamaður á Vísi og fyrrverandi blaðamaður á DB, koma sterklega til greina en Jóhann vildi hvorki játa því né neita. Jóhann var einnig spurður út i blaðið Fólk sem kom út rétt fyrir jól í fyrsta sinn. Blaðið á að koma út vikulega en hefur ekki komið út síðan þá. Jóhann sagði ástæðuna þá að fyrsta eintakið var dagsett fram i tímann, nánar til tekið 8. janúar. Næsta eintak, sem kemur út í nætu viku, verður svo dag- sett 15. janúar. Jóhann sagði að endan- legt form væri ekki komið á Fólk ennþá og dreifing ekki komin í fullan gang þar eð ákveðið hefði verið að leyfa fólki að venjast blaðinu í róleg- heitum. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.