Dagblaðið - 07.01.1980, Page 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1980.
'7
„Niðurgreiðslu-
keðjan” í
Þykkvabænum
komin til
sýslumanns:
Kartöflumálið í Þykkvabæ, eða
fjársvikin út úr niðurgreiðslukerfinu
á kartöflum, er enn við lýði í kerfinu
og mun nú væntanlega á næstunni
ganga til sýslumannsins í Rangár-
vallasýslu til frekari upplýsingaöfl-
unar og rannsóknar.
Eins og DB skýrði frá í ágúst-
mánuði varð það altalað í Þykkva-
bænum að þar stæðu nokkrir menn
Frekari rannsókn
kartöflusvikanna
— Ríkisendurskoðun taldi þörf dómsrannsóknar
að því sem gefið var nafnið „niður-
greiðslukeðjan”. Var altalað að þeir
verzluðu með kartöflur með eins
konar millifærsluleið, þ.e. að
kartöflur gengju „kaupum og
sölum” milli bænda og kæmust
þannig inn á skýrslur til niður-
greiðslu, en I raun væri enginn
kartöflupoki fluttur úr stað. Talað
var við fjölda manna áður en fréttin
var birt, en allir þeir ráðamenn töldu
útilokað að nokkur svik gætu verið i
tafli.
Daginn sem fyrsta fréttin um málið
birtist i DB komst Framleiðsluráð
landbúnaðarins að því að um tví-
skráningu kartaflna hafði verið að
ræða til að ná fé úr niðurgreiðslu-
kerfinu. Svavar Gestsson þáverandi
viðskiptaráðherra sendi málið um-
svifalaust til nánari endurskoðunar
hjá Ríkisendurskoðuninni.
Þar tók rannsókn málsins margar
vikur en skriflegu áliti mun hafa
verið skilað i öktóberlok, að því er
DB veit bezt. í þeirri niðurstöðu-
skýrslu mun Ríkisendurskoðunin
hafa talið þörf á frekari rannsókn
málsins á öðrum vettvangi t.d. í
Sakadómi Rangárvallasýslu.
Yngvi Ólafsson deildarstjóri i
viðskiptaráðuneytinu staðfesti fyrir
helgi að mál þetta yrði nú sent sýslu-
manni Rangárvallasýslu til með-
ferðar. Yrði hann bcðinn að „afla
nánari vitneskju um ákveðin atriði.”
Yngvi staðfesti að nokkrir aðilar í
Þykkvabæ ættu þátt í þessu máli, en
taldi ólíklegt að nokkur endalok
fengjust á því „fyrr en undir vorið.”
-A.St.
Unnið við nýbyggingu lækna- og tannlæknadeildar neðan við Landspftalann f vetur.
DB-mynd: Sv. Þorm.
1900 milljónir af
happdrættisfénu
til nýbygginga HÍ
Fjöldi innritaðra nemenda i Háskóla
íslands fór á yfirstandandi skólaári i
fyrsta sinn yfir 3000 og eru nú á fjórða
hundrað fleiri i skólanum en i fyrra.
Þetta aukna aðstreymi gerir úrbætur í
húsnæðismálum háskólans enn brýnni,
sagði Guðmundur Magnússon háskóla-
rektor á fundi með fréttamönnum fyrir
helgi, þegar stjórn Happdrættis
Háskólans kynnti nýtt happdrættisár
og greint var frá framkvæmdum á
vegum HÍ á næstu árum.
Á næstu þremur árum eru fyrirhug-
aðar nýbyggingar bæði á Landspítala-
lóð og Háskólalóð. Meiri hluti bygg-
ingafjár er af rekstri Happdrættis
Háskóla Íslands eða um 1900 milljónir
á verðlagi dagsins. Á móti kemur fram-
lag úr rikissjóði — í fjárlagafrumvarpi
er gert ráð fyrir að það verði um 3.6
milljarðar.
Á Landspítalalóðinni var unnið fyrir
um 175 milljónir á síðasta ári. Þar rís
nýbygging fyrir lækna- og tannlækna-
deild. Á háskólalóðinni er gert ráð fyrir
tveimur húsum, öðru austan Suðurgötu
i þágu viðskipta-, félagsvísinda- og
heimspekideildar. Vestan Suðurgötu
verður byggt hús fyrir verkfræði- og
raunvísindadeild.
Happdrætti Háskólans verður með
sama sniði i ár og undanfarin ár — heil-
miði hækkar nú í 1400 krónur á
mánuði og verð trompmiða hækkar í
7000 krónur á mánuði í takt við verð-
bólguna.
Lægsti vinningur hækkar nú úr
25000 krónum i 35 þúsund og aðrir
vinningar hækka lika, en hæsti
vinningurinn verður áfram 5 milljónir,
sem yrði 25 milljónir með trompmið-
anum og 45 milljónir fyrir þann sem á
alla miðana af vinningsnúmerinu, eins
og ungu hjónin í Stykkishólmi á
dögunum.
-ÓV.
Minna atvinnuleysi
núenfyrirári ThSi
Húsavík sker sig úr af kaupstöðun-
um með mikið atvinnuleysi nú um ára-
mótin. Annars er mun minna um
atvinnuleysi á landinu en var fyrir einu
ári, um áramótin 1978—79.
Á Húsavík fjölgaði atvinnuleysingj-
um úr 17 í hvorki meira né minna en
156 í síðasta mánuði. Rúmlega lOOfóru
á atvinnuleysisskrá við lokun hjá fisk-
iðjusamlaginu, og atvinnuleysi varð í
rækjuvinnslunni.
564 voru atvinnulausir samtals I
kaupstöðunum nú um áramótin en 750
á sama tíma fyrir einu ári. Atvinnu-
lausum fjölgaði þó um 157 í kaupstöð-
unum nú í desember frá því sem var í
nóvemberlok.
Atvinnuleysisdagar voru samtals
7180 nú I desember en 9024 í desember
fyrir ári.
Félagsmálaráðuneytið hafði fyrir
helgi ekki fengið tölur úr öllum
þorpunum. Ljóst var að mikið atvinnu-
leysi var sums staðar, til dæmis á
Vopnafirði. Útkoman á landinu í heild
verður þó vafalaust betri en var fyrir
einu ári.
í fimm kaupstöðum var alls enginn
skráður atvinnulaus nú um áramótin,
Seltjarnarnesi, Bolungavik, ísafirði,
Grindavík ög Garðabæ.
156 voru atvinnulausir i Reykjavik
og hafði fækkað um 28 i desember. í
Hafnarfirði voru 52 á skrá, sem var
fækkun um 47 i desember. í Keflavík
varð hins vegar fjölgun um 33, og voru
46 skráðir atvinnulausir. Atvinnu-
leysingjum á Akureyri fjölgaði úr 23 í
35, á Siglufirði úr 3 í 28 og á Sauðár-
króki úr 26 i 27.
i öðrum bæjum voru innan við 20 á
skrá.
-HH.
„ Við byrjuðum árið 1980 með
Ayds og þannig ætlum
við að halda ájram ”
Hvernig Ayds verkar
Ayds hjálpar til að hafa
hemil á matarlystinni. Það
hjálpar til að borða hita-
einingasnauða fœðu og
forðast fitandi mat. Það er
eina leiðin til að grennast
og halda áfram að vera
grannur. Og — vegna þess
að það tekur tima að venj-
ast nýjum matarsiðum —
fœst Ayds í pökkum sem
innihalda fjögurra vikna
birgðir. Hver skammtur
inniheldur 25 hitaeiningar.
Liz or Joanna Lawrence eru mæðgur. Hvoru(rþéirra var feit en báðar
máttu við því að missa fáein kiló. Þær voru báðar ákveðnar i því að byrja árií
1980 fallcga grannar. Svo að þær tóku að fækka við sig hilaeiningum i byrjun
desember og héldu matarlystinni í skefjum nteð aðstoð Ayds — líka um jólin!
Og þær nutu máltiðanna með hinum í fjölsky Idunni. Hvernig fóru þær að
þessu?
Liz: „Kg þurfti að losa mig við 3—4 kíló. Þessi fáu aukakíló voru nóg til
þess að ég var svolitið feitabolluleg i bikinibaðfötunum mínum þegar ég heim-
sótti systur mína í Kaliforníu siðasta sumar. Kg ákvað því að prófa Avds.
Ástæðan til pess að mér geðjast svo vel að Ayds er sú að mér finnst gaman að
borða og ég vil njóta máltíðanna með fjölskyldunni. Ayds hjálpar mér að borða
minni skammta og forðast fitandi fæðu."
Joanna: „Ég er nýbyrjuð að vinna sem Ijósmyndafyrirsæta
ég varð að losa mig við 7—8 kiló til þess að passa í nr. 10,
sem er það númer sem fyrirsætur nota. Það krefst
heilmikillar orku að þjóta um á milli Ijósmyndara og maður
verður að borða almennilega-
Og það er cinmitt það sem Ayds
gerir —
það hjálpar mér að borða
almennilega.”
Það er álit margra visindamanna að þegar
hlóðsykurinn minnkar. segi heilinn: „Kg er svangur!"
Augljóslega gerisl þelta oftasl skömmu Ivrir venjulegan
inaliiiálslinia en það gelur lika ger/t á milli inala. I I þú
borðar eill eða Ivo Avds (giarnan nieð heiluni drvkk
sem hjálpar þér að mclta þaðl hálllima Ivrir mallið.
evksl hlóðsvkurinn og matarlvstin minnkar.
Hvers vegna
Ayds verkar