Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 07.01.1980, Qupperneq 15

Dagblaðið - 07.01.1980, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR7. JANUAR 1980. (í Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Tveir góðir sigrar yf ir írum í Dyflini og Cork — 88-78 í þeim fyrri og 90-84 í þeim síðari. Vel heppnaðri keppnisför lokið „Þetla gekk hreint ágætlega hjá okkur og við unnum báða síðarí leikina gegn írunum næsta örugglega,” sagði Einar Bollason, landsliðsþjálfarí í körfuknattleik, er Dagblaðið sló á þráðinn til hans i Killamin á írlandi i gærdag. Íslendingar léku tvo leiki til viðbótar við íra og var leikið i Dyflinni á föstudagskvöld og síðan i Cork á laugardag. „Við unnum leikinn á föstudags- kvöld mjög örugglega, 88—78. Það var mjög góður leikur hjá okkur og við leiddum allan tímann og lengst höfðum við 18—20 stig yfir í siðari hálfleikn- um. Þegar 5 mín. voru til leiksloka leiddum við með 18 stigum en þá skipti ég þeim sem minnst höfðu leikið inná og írarnir löguðu aðeins stöðuna i lok- 4€ Torfi Magnússon sést hér hirða frá- kast. Hann reyndist drjúgur við þá iðju á írlandi. Fylkir fór með þrjú úr Eyjum — heilladísimar Fylki hliðhollar Fylkir hélt frá Eyjum um helgina með þrjú stig í pokahorninu og var það mál manna að heldur hefðu heilladís- irnar verið þeim hagstæðar í leikjunum við Eyjaliðin Þór og Tý. Á föstudags- kvöld léku Þór og Fylkir saman og sigr- aði Fylkir 22—20 eftir að staðan hafði verið 11—8 Þór i vil i hálfleik. Þegar aðeins 10 mín. voru til leiks- loka leiddu Þórsarar 16—12 og sigurinn virtist i höfn. Lokakaflann hrundi hins vegar allt saman og Fylkir skoraði hvert markið á fætur öðru úr hraðaupphlaupum. Ragnar Hermanns- Sanngjamt jafntefli KA og Ármann gerðu nokkuð sann- gjarnt jafntefli er liðin mæltust á Akur- eyri á laugardag. Lokatölur urðu 22— 22 eftir að Ármann hafði hafl yfir í hálfleik 11—10. Leikurinn var afar jafn og allar tölur jafnar upp í 7—7. Síðan leiddi Ármann með 1—2 mörkum en komst mest í 3 marka mun, 17—14. KA komst síðan yfir 22—20 þegar 5 min. voru til leiksloka en tókst ekki að knýja fram sigur. Beztir hjá KA voru Alfreð og Gauti, sem varði 15 skot — þar af 3 viti. Hjá Ármanni voru Friðrik og Þráinn bcztir. Ragnar Gunnarsson varði tvö vitaköst i leiknum en annars stóð Heimir lengst af i markinu og varði sæmilega — 8 skot. Mörk KA: Þorleifur 7/6, Alfreð 6, Jóhann 3, Gunnar 3, Guðmundur G. 2, Guðmundur L. 1. Mörk Ármanns: Björn 6/4, Smári 5/3, Friðrik 4, Þráinn 4, Jón Viðar, Kristinn og Einar 1 hver. Dómarar voru Guðmundur Skarp- héðinsson og Gunnar Jóhannesson. -St.A. son var þádrjúgur og má segja að hann hafi gert út um leikinn. Annars einkenndist leikurinn mest af frábærri markvörzlu hjá Sigmari Þresti Óskarssyni, en hann varði vel yfir 20 skot i leiknum og átti sinn bezta leik i vetur með Þór. Þá voru nýju mennirnir Gústaf Björnsson og Karl Jónsson góðir og komu vel frá leiknum. Ragnar Hilmarsson var einnig mjög sterkur en hjá Fylki skaraði enginn neitt verulega fram úr. Mörk Þórs: Ragnar 11/5, Herbert 2, Gústaf 2 og Ásmundur 2. Mörk Fylkis: Ásmundur 4, Gunnar 3, Einar 3, Ragnar 3 og Kristinn 3. í gær léku svo Týr og Fylkir saman. Leiknum lauk með jafntefli, 18—18 og enn voru lukkudisirnar i liði með Fylki. Þegar aðeins 6 sek. voru til leiks- loka og staðan var jöfn, 18—18, lét Snorri Jóhannesson Jón Gunnarsson, markvörð Fylkis, verja frá sér vitakast. Það reyndist örlagaríkt því skömmu siðargall flautan. Annars má segja að þetta hafi svo sannarlega verið leikur markvarðanna. 1 marki Týs varði Egill Steinþórsson af snilld og i marki Fylkis stóð Jón Gunnarsson honum litið að baki. Fylkir leiddi lengst af og komst mest 3 mörkum yfir í fyrri hálfleik. Týrarar gáfust ekki upp og tókst að jafna metin áður en yfir lauk og komast meira að segja yfir. Það dugði þó ekki til og leiknum lauk með jafntefli. Hjá Tý átti Sigurlás góðan síðari hálfleik og Egill varði geysivel. Hjá Fylki var Jón langbeztur i markinu og enginn stóð verulega upp úr af úti- spilurunum. Markhæstir Týr: Snorri 7/5, Sigurlás 5. Fylkir: Ásmundur 4/3, Einar 3, Gunnar 3, Sigurður 3 og Ragnar 3. Dómarar í báðum leikjunum voru þeir Ingimar Haraldsson og Ólafur Guðjónsson. Komust þeir mjög vel frá verkefni sinu. -FÓV. FYRIRTÆKI Firmakeppni fyrirtækja I knattspyrnu fer fram í Iþróttahúsinu i Njarðvík 13. og 20. janúar. Tilkynnið þátttöku sem allra fyrst, og í sfðasta lagi 10. janúar I síma 92—7290. Knattspymufélagið Víðir Garói. in án þess þó að ógna sigrinum nokk- urn tíma. Jón Sigurðsson varð stigahæstur i þessum leik og skoraði 17 stig og sýndi mjög góðan leik þrátt fyrir að ökkla- meiðslin háðu honum greinilega. Jónas Jóhannesson s koraði 13 stig og átti frá- bæran leik i einu orði sagt. Kristján skoraði 11 stig og þeir Birgir Guð- björnsson og Gunnar Þorvarðarson 10 stig hvor. Torfi Magnússon skoraði 7 stig og átti sennilega sinn bezta leik fram til þessa. Hann hirti 10 fráköst og blokkeraði 8 skot i Ieiknum og var í geysilegum ham í vörninni en skoraði minna en oft áður. Siðari leikurinn, sem háður var í Cork, var ekki alveg eins góður. Það voru dálitil kaflaskipti i leiknum og t.d. komust Irarnir i 10—2 í byrjun leiksins. Ég skipti þá öllu byrjunarliðinu út af og þeir sem komu inn á breyttu stöðunni fljótlega okkur i hag. Munur- inn jókst síðan smám saman og mest komumst við 17 stigum yfir i síðari hálfleiknum. Undir lokin hægðum við aðeins á og iokatölur urðu 90—84 okkuri hag. Kristján Ágústsson skoraði 22 stig og var sterkur í vörninni en hann hefur ekki náð sér vel á strik í ferðinni þar til i þessum leik. Torfi skoraði 14 stig og var geysilega atkvæðamikill í vörninni. Þorvaldur Geirsson skoraði 10 stig og kom mjög vel frá leiknum. Kolbeinn Kristinsson skoraði 12 stig og átti stór- leik að mínu mati. Ég er i heildina mjög ánægður með þessa ferð okkar og allt annað er að sjá til varnarleiksins hjá liðinu núna heldur en i haust. Aftur á móti gengur dálitið erfiðlega með sóknina enn sem komið er. Þetta er allt á réttri leiö og menn eru kotnnir í ágætis úthald en allt of mikið vantaði á það að leikmenn væru í nógu góðri úthaldsæfingu i landsleikjunum i haust," sagði Einar i lokin. -SSv. Sex víti fóru í vaskinn — þegar Þór hlaut sín fyrstu stig í 2. deildinni Þórsarar nældu sér i sín fyrstu stig er þeir sigruðu Ármann á Akureyri á föstudagskvöldið með 25 mörkum gegn 23. í hálfleik leiddu Ármenningar 12— II. Liðin voru mjög jöfn en það sem gerði útslagið var að hinn nýi liðsslyrk- ur Þórsara, Pálmi Pálmason, skoraði 11 mörk í leiknum og átti margar gul!- fallegar linusendingar auk þess sem hann hélt spilinu vel gangandi. Hjá Ármanni skaraði enginn verulega fram úr. Þór leiddi framan af og komst í 8—5 um tima. Ármenningarnir voru hins vegar ekki á þeim buxunum að gefast upp og skoruðu næstu 5 mörk og komust i 10—8. Þórsurum tókst að jafna metin en Ármann hélt forystunni i hálfleik. Ármenningar komu mjög ákveðnir til leiks eftir hlé og komust i 15—13. Þór jafnaði metin, 15—15, og varð siðan alltaf fyrri til að skora. Ármenn- ingum tókst aðeins þrisvar að jafna, 18—18, 20—20 og 22—22. Þór leiddi 24—23 þegar 40 sek. voru til leiksloka. Ármenningar fengu þá vitakast en Davið gerði sér litið fyrir og varði skot Björns Jóhannssonar. Pálmi Pálmason náði knettinum, sá hvar markvör’ður Ármanns stóð allt of framarlega og kastaði yfir endilangan völlinn og i mannlaust markið, 25—23. Ármenn- ingar nýttu ekki 6 vitaköst i leiknum. Ragnar og Davíð vörðu tvö hvor og tvö fóru framhjá. Markverðir Ármanns voru fremur slakir og oft hefur Ragnar Gunnarsson varið betur. Pálmi var be/.ti maður vallarins. Mörk Þórs: Pálmi 11 /5, Valur 4, Benedikt 3, Arnór 2. Siglryggur 2, Árni 2, Gunnar 1. Mörk Ármanns: Friðrik 7/1, Björn 7/3, Þráinn 3, Smári 3, Jón Viðar 2 og Kristinn 1. Dómarar voru Stefán Arn- aldsson og Guðmundur Lárusson og dæmdu sæmilega. . (;s Staðan í 2. deildinni eftir leiki helgar- innar er nú þannig: Fylkir 7 5 1 1 145—128 II Þróllur 6 4 0 2 131 — 123 8 Ármann 6 2 2 2 142—125 6 Afturelding 4 2 11 83—76 5 KA 5 2 1 2 96—109 5 Týr 3 1 1 1 63—56 3 Þór, Ak. 5 1 0 4 97—107 2 Þór, Vm. 4 0 0 4 72—104 0 innritunardagur BmSSNÉil Innritun og upplýsingar kl. 13-19. STVMDSSnn ATH. Konur, munið „beat" tfmana vinsœlu! Símar: 20345,38126,24959, 74444,39551 KENNSLUSTAÐIR REYKJAVÍK Brautarholt 4 Drafnarfell 4 Félagsh. Fylkis (Arbæ) Kópavogur Hamraborg 1 Þinghólsskóli Seltjarnarnes Félagsheimilið Hafnarfjörður Gúttó Nýjustu disco-dansarnir Barnadansar, samkvæmisdansar, gömlu dansarnir Keflavík — Njarðvík INNRITUN í Tjamariundi, sími 1690, fimmtudaginn 10. janúar frá kl. 3-8. Akranes INNRITUN í Félagsh. Röst mánudaginn 7. jan. frá kl. 12-17. Selfoss INNRITUNI Tryggvaskála, sími 1408, þriöjudaginn 15. janúar kl. 3—8.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.