Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 24.01.1980, Qupperneq 6

Dagblaðið - 24.01.1980, Qupperneq 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 1980. Carter Bandaríkjaforseti: Frekari ögrunum í Miðaustur- löndum svarað með hervaldi Bandaríkin nuinu ekki liða Sovél- mönnum frekari aðgerðir i útþenslu- ált i Miðausturlöndum eða umhverfis Persaflóann og munu beita hervaldi til að koma i veg fyrir slíkt, sagði Jimmy Carter Bandaríkjaforseti í gærkvöldi. Hann ávarpaði jiingið i Washington og er ræða hans þar sögð sú harðorðasta síðan hann tók við völdum. Yfirlýsing hans um þetta el'ni er studd af þingmönnum beggja flokka, demókrata og repúblikana. Þar segir meðal annars að allar tilraunir sem gerðar verði af utanaðkomandi valdaaðila til að ná frekari tökum á hinum mikilvæga heimshluta við Persaflóann verði mætt af fullri ein- beilni óg hörku af Bandarikja hálfu. Verði beitt hervaldi ef þörf verði talin á sliku. Þrátt fyrir stuðning manna við þessa yfirlýsingu forsetans hefur hann verið gagnrýndur harðlega af ýmsum leiðtogum stjórnarandstöðu- flokksins, repúblikönum. Segja þeir að nú feli forsetinn sig bak við ein- tómar háværar munnlegar yfirlýs- ingar eftir að hafa liðið það að áhrif Bandaríkjanna hafi farið hraðminnk- andi i þessum heimshluta á þeim undanförnum þrem árum sem hann hefur setið í stóli forseta Bandaríkj- anna. Ford fyrrum forseti og sá sem tapaði í kosningunum um það emb- ætti fyrir Carter árið 1976 hefur tekið undir þessa gagnrýni. i gær sakaði Ford Carter um að eiga sök á íhlutun Sovétríkjanna í Afganistan. Sagði Ford að minnkandi Tramlög til hernaðarmála í Bandarikjunum og tregða Carters til að mæta sovézkri ógnun í öðrum heimshlutum hefði liklega orðið þess valdandi að ráðamenn í Moskvu haft talið sér óhætt að gripa til beinnar íhlutunar um innanlandsmál i Afganistan. Repúblikanar segjast þó viður- kenna að Carter forseti sýnist hafa hug á að taka upp nýja stefnu og þvi sé rétt aðgefa honum tækifæri. Að gefnu tilefni skal framleiðendum, dreifingar- og söluaðilum alifuglakjöts bent á að framfylgja ákvæðum reglugerðar nr. 286/1973, um meðferð og merkingu sláturafurða af alifuglum. Sérstök athygli er vakin á, að óheimilt er að bjóða til sölu eða hafa á boðstólum sláturafurðir alifugla, sem ekki eru í umbúðum og merktar skv. ákvæðum reglugerðarinnar, t.d. varðandi nafn eða auðkenni framleiðenda og slátrunar- mánuð. í samráði við yfirdýralækni mun heilbrigðiseftir- litið í Reykjavík stöðva sölu á alifuglakjöti í Reykjavík, frá og með 1. apríl n.k. sem ekki er merkt í samræmi við ákvæði ofangreindrar reglu- gerðar. Reykjavik, 23. janúar 1980. Heilbrigðisráð Reykjavíkur. OPID KL. 9—9 Allar skreytingar unnar af fag- , mönnum. Nasg bllastiaSI o.m.k. ó kvöldln itioMíAMxnn HAFNARSTRÆTI Slmi 12717 Smurbrauðstofan BJORNINN NjáUgötu 49 — Sími 15105 Norsku kvenkulda stígvéfín nýkomin Litur: Miiiibrúnt Stærðir 37 til 411/2 Verð kr. 29.800.- ■jmtÞQsz', Litur: Ljósbrúnt Stærðir 37 til 411/2 Verðkr. 27.800.- Póstsendum Stigah/íð 45 — Sími83225. & SKIPAUTGCRB RIKISINSj Ms. Coaster Emmy fer frá Reykjavik þriðjudaginn 29. þ.m. vcstur um land til Akureyrar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Þingeyri, ísafjörð, (Flateyri, Súg- andafjörð og Bolungarvik um ísa- fjörð), Akureyri, Siglufjörð og Sauðárkrók. Vörumóttaka alla virka daga til 28. þ.m. Ms. Baldur fer frá Reykjavik þriðjudaginn 29. þ.m. og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Patreksfjörð, (Tálknafjörð og Bildudal um Patreksfjörð) og Breiðafjarðarhafnir. Vörumóttaka alla virka daga til 28. þ.m. TUDOR rafgeymar —já þessir meö 9líf SKORRIHF Skipholti 35 - S. 37033 RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG 29 MYLETO gefur gráum hárum sinn upprunalega lit. MYLETO gegn gráum hárum. PÓSTSENDUM RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG 29 SÍM112725. KHOMEINI HJARTVEIKUR Khomeini, valdamesti trúarleiðtogi irans, er nú á sjúkrahúsi i Teheran vegna hjartasjúkdóms. Læknar segja hann ekki á alvarlegu stigi. Khomeini kom til Teheran í gær frá aðsetri sínu i hinni heilögu borg Qom i fylgd með mönnurn úr byltingarráðinu. i opi'nberri tilkynningu frá frétta- stofunni í Teheran segir, að hinum 79 ára gamla trúarleiðtoga líði vel og ekki sé nein ástæða til aðóttast um lif hans. Áður hafði verið tilkynnt að læknar Khomeinis hefðu ráðlagt honum að framlengja hvíldarleyfi sitt um hálfan mánuð í viðbót við þá fjórtán daga sem hann hefur verið frá opinberum störfum. Hópur lækna og starfsmanna írönsku heilbrigðisstjórnarinnar korrtu til Qom i gær og gekkst trúar- leiðtoginn þá undir nákvæma læknis- aðstoð, þar á meðal hjartaskoðun. Þetta er i fyrsta skipti sem Kho- meini fer frá hinni heilögu borg siðan i byltingunni, sem hann hafði forustu um gegn keisaranum fyrrverandi i febrúar siðastliðnum. Hann kom ein- mitt til írans I. febrúar eftir sextán ára útlegð í irak og Frakklandi. Skákmótið í Hollandi: GUÐMUNDUR SIGR- AÐILIGTERINK Guðmundur Sigurjónsson vann skák sina gegn Ligterink frá Hollandi i sjö- undu umferð skákmótsins i Hoogovens i Hollandi í gær. Seirawan, hcims- meistari unglinga í skák, sem er frá Bandarikjunum hcfur enn forustu á mótinu með 5,5 vinninga. Hann gerði jafntefli við landa sinn Robert Byrne. Qnnur úrslit í sjöundu umferð voru þessi: Timntan frá Hollandi sigraði landa sinn John Van Der Wiel, Böhm frá Hollandi og Kanadantaðurinn Biyiasis eiga biðskák. Ree sem er heimamaður gerði jalntefli við stór- meistarann Kortsnoj, Alburt Irá Bandarikjunum gerði jafntefli við Jaime Sunie frá Brasilíu, Kovacevic frá Júgóslavíu tapaði fyrir Bandaríkja- manninum Browne. Biðskak þeirra Browne og Alburt úr sjöttu umferð lauk þannig að hinn fyrrnefndi sigraði. Staðan á mótinu í Hollandi er þá þessi: I. Seirawan 5,5, 2 . Browne 5, 3.—6. Alburt, Byrne, Ree og Kortsnoj, 7. Biyiasis 3,5 og biðskák, 8. Kovacevic 3,5, 9/Sunie 3, 10. Böhm 2,5 og bið- skák, I 1.—12. Timman og Guðmundur Sigurjónsson 2,5 og lestina reka þeir I igterink og Van der Wiel með 2 vinn- inga. Kórea: Takaaftur uppsamein■ ingarfundi Stjórn Suður-Kóreu féllst i gær á tillögu stjórnar Norður-Kóreu um að aflitr væru teknar upp viðræður um samciningu landshlutanna. Eiga þar að mætast forsætisráðherrar landsins og stingur stjórn suðurhlutans upp á þvi að viðræðurnar fari fram i borg- inni Panmunjom, sem er rétt við landamæri rikjanna. Verði fyrsti fundurinn hinn 6. febrúar næstkom- andi. í bréfi forsætisráðherra Suður- Kóreu til starfsbróður sins segir hann að hann trúi því að það sé heilagt skylduverk þeirra að sjá svo um að ekki komi til styrjaldar aftur þjóðar- brola þeirra á milli og að koma á endursameiningu. Það tók suður-kóranska forsætis- ráðherran tólf dága að semja svar við tillögunni frá Norður-Kóreu. Landið hefur verið skipt í tvo hluta síðan við lok siðari heimsstyrjaldarinnar. Áður var það löngum nýlenda japanska kcisaraveldisins.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.