Dagblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980 - 33. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022. FRAISTTAD KENNAHANN SÉRSTAKLEGA VDVINSTRl — segir dr. Gunnar Thoroddsen um málefnasamning nýju stjómarinnar „Ég vil engu spá um langlífi þess- arar stjórnar, en ég vona að hún sitji úl kjörtimabilið,” sagði Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra hinnar nýju ríkissljórnar í morgun. Gunnar var að því spurður hvort málefna- samningur ríkisstjórnarinnar væri dæmigerður loforða og óskalisii vinstri stjórnar eins og Geir Hall- grímsson formaður Sjálfstæðis- flokksins heldur fram: „Mörg atriði málefnasamningsins hafa verið samþykkt á landsfundum Sjálfstæðisflokksins,” sagði Gunnar. „Hins vegar ber hann minni keim af leiftursókninni heldu en sumir kynnu að óska. En eilt af því sem einkennir þennan málefnasamning er að í honum er mikið af umbóta- og félagsmálum, sem ég hef mikinn áhuga á og ég tel fráleitt að kenna sérstaklega við vinstri stefnu.” Áltu von á harðri stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokksins? „Það er þeirra mál sem hafa neitað viðræðum um þtnnan stjórnarmögu- leika. En náltúrlega vantar grundvöll fyrir harðri stjórnarandstöðu þeirra, þar sem ekkert er í málefnasamningn- um sem brýtur gegn stefnu Sjálf- stæðisflokksins.” Áttu von á að reynt verði að meina þér, Friðjóni, Pálma og Albert setu á þingflokksfundum Sjálfstæðis- flokksins? „Það væri ákaflega óhyggilegt af þeim sem slíkt vilja reyna.” Hvað með brottvísun úr félögum Sjálfstæðisflokksins? „Bezt er að spyrja þá sem hafa slíkar hugrenningar, en menn geta reynt að sýna fávíslega tilburði ef áhugi er á að sundra sem allra mest i stað þess að brúa bilið. ” Komi til klofnings i Sjálfstæðis- flokknum er þá hugsanleg myndun nýs flokks með þér og þínum stuðn- ingsmönnum úr Sjálfslæðisflokkn- um? „Ég vil alls ekki hugsa þá hugsun að til klofnings komi,” sagði Gunnar Thoroddsen. - JH Forsætisráðherrahjónin dr. Gunnar Thoroddsen og Vala Thoroddsen á heimili þeirra I morgun. DB-mynd Bjarnleifur. sjá viðtöl nð nýju ráðhemma á baksíðu og bls. 24 Gunnar Thorodd- Friðjón Þórðar- sen forsœtísróð- son dómsmála- horra. ráðherra. Pálmi Jónsson Staingrimur Her- landbúnaðarráð- mannsson sjáv- herra. arútvegs- og samgönguráð- herra- Ingvar Gíslason Ólafur Jóhann- menntamálaráð- esson utanrikis- herra. ráðherra. Tómas Árnason HjörieHur Gutt- viðskiptaráðherra. ormsson iðn- aðar- og orku málaráðherra. Ragnar AmakJs fjármálaráðherra. Svavar Gestsson fólagsmála-, heil- brigðis- og tryggingamála- ráðherra. Alþýðubandalagið samþykkti ráðherraskiptingu með semingi Framsókn fær fjóra rábherra Ráðherrar verða tíu Ráðherrar í nýju stjórninni verða tíu. Framsókn fær fjóra, Alþýðu- bandalagið þrjá og sjálfstæðismenn þrjá. Það slóð talsvert í Alþýðubanda- laginu að samþykkja þessa skiptingu. Þingflokkur Alþýðubandalagsins og framkvæmdastjórn voru á fundum fram á.nótt. Loks var þessi skipan mála þó samþykkt. Nýja ráðuneytið mun eftir hádegið ganga á fund forseta Islands. Ráðherrar verða: Framsóknarmenn: Ólafur Jóhannesson utanríkisráð- herra, Steingrímur Hermannsson sjávarútvegs- og samgönguráðherra, Tómas Árnason viðskiptaráðherra, Ingvar Gíslason menntamálaráð- herra. Alþýðubandalagsmenn: Ragnar Arnalds fjármálaráðherra, Svavar Gestsson félagsmála-, heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra. Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- og orkumálaráðherra.’ Sjálfstæðismenn: Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra. Pálmi Jónsson landbúnaðar- ráðherra. Friðjón Þórðarson dóms- málaráðherra. -HH. A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.