Dagblaðið - 08.02.1980, Síða 8

Dagblaðið - 08.02.1980, Síða 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980. Byggingameistarar Höfum til sölu lóð undir fjölbýlishús við miðbæ- inn, samþykktar teikningar fylgja. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. EIGNAUMBOÐIE LAUGAVEGI87. SlMAR 13837 0G 16688. Ásgeir Thoroddsen hdl. og Ingólfur Hjartarson hdl. SÍMI28611 SÍMI28611 HRAUNBÆR Til sölu 3 herb. 96 ferm ibúð, mjög falleg, á 1. hæð. Allar innréttingar í sérflokki. Bein sala. Verð 27—28 millj., útborgun 22—23 millj. Fasteignasalan Hús og Eignir Bankastræti 6. LÚÐVÍK GIZURARSON HRL. KVÖLDSÍMI17677. EFNALAUG TIL SÖLU Til sölu er Util efnalaug á góðum stað I Reykjavík. Góð greiðslukjör. Einnig eru möguleikar á þvi að fá aðeins vélarnar keyptar til flutnings. Gæti veríð gott tækifærí fyrír fjölskyldu úti á landi sem vill koma sér upp þægilegri starfsemi. Tilboð sendist augld. blaðsins merkt „242”. Aug/ýsing um aða/skoðun bifreiða í iögsagnarumdæmi Reykjavíkur í febrúarmánuði 1980. Þriðjudagur 12. febrúar R-1 til R-400 Miðvikudagur 13. febrúar R-401 tii R-800 Fimmtudagur 14. febrúar R-801 til R-1200 Föstudagur 15. febrúar R-1201 til R-1600 Mánudagur 18. febrúar R-1601 til R-2000 Þriðjudagur 19.febrúar R-2001 til R-2400 Miðvikudagur 20. febrúar R-2401 til R-2800 Fimmtudagur 21. febrúar R-2801 til R-3200 Föstudagur 22. febrúar R-3201 til R-3600 Mánudagur 25. febrúar R-3601 til R-4000 Þriðjudagur 26. febrúar R-4001 til R-4400 Miðvikudagur 27. febrúar R-4401 til R-4800 Fimmtudagur 28. febrúar R-4801 til R-5200 Föstudagur 29. febrúar R-5201 til R-5600 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til Bifreiðaeftirlits ríkisins, Bíldshöfða 8, og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 til 16:00. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiðaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjaldmælir í leigubifreiðum sem sýnir rétt ökugjald á hverj- um tíma. Á leigubifreiðum til mannflutninga, allt að 8 farþegum, skal vera sérstakt merki með bók- stafnum L. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bif- reiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Lögreglustjórínn í Reykjavík, S. febrúar 1980. Sigurjón Sigurðsson. Yndislega fagurt var I ViAidalnum er DB-menn lögðu þangað leið sina. Fáir voru þá þar að sinna hestum sinum en á kvöldin og um helgar er þar múgur og margmenni sem hvergi getur sinnt kalli náttúrunnar. DB-myndir Hörður. Við hesthúsin í Víðidal er HVORKIGERT RÁÐ FYRIR ÚRGANGIAF MÖNNUM EÐA DÝRUM — og líklegast að □liðaámar taki við öllu saman „Við borgum fulll fasteignagjald af þessum húsum. Ætli það sé ekjci alls einar 14—15 milljónir af þeim í heild. En samt þurfum við að búa við það að hér sé ekki einu sinni skolp- lögn,” sagði Andrés Guðnason hestaeigandi, einn af aðilum Víði- dalsfélagsins. Félagið sendi í fyrri viku borgarstjórn Reykjavíkur bréf þar sem farið er fram á að Víðidalur- inn gleymist ekki. Þar segir meðal annars: „Mér telst til að í Víðidal séu um 37—38 hesthús og er líklegt að i þessum húsum séu allt að 1200 hross, kannski meira. . Og trúir því nokkur sem ekki þekkir til að á öllu þessu svæði er engin lögleg hrein- lætisaðstaða? Engin skólplögn er í hverfinu. Og hefur því verið þrauta- lending þeirra sem ekki vilja ganga örna sinna undir húsvegg eða á ber- angri að útbúa rotþrær við hús sín. Þetta er í sjálfu sér engin frágangssök ef það bryti ekki algjörlega í bága við reglur um heilbrigðishætti í fjölbýli.” „Þjónusta borgarinnar við hesta- eigendur er fólgin í gatnagerð og viðhaldi gatna. Þarna er líka rafmagn og hiti. Klósettaðstaða er i húsi Fáks þarna rétt hjá en ekki er gert ráð fyrir slíkri aðstöðu í hverju hesthúsi.Hesta- eigendum var þó bent á, er þeir byggðu húsin, að gott gæti verið fyrir þá að leggja lagnir fyrir slíkt i gólfin upp á það að tengjast skólpræsa- kerfinu seinna meir. Ekkert liggur fyrir um það hvert hlandið úr hestun- um fer, ekkert hefur verið rannsakað hvort það gæti einhverju spillt. Er við skruppum með Andrési upp í Víðidal í blíðunni í vikunni sáum við að ekki var aðeins gert ráð fyrir að menn sem koma að sinna hestum sínum sinntu kalli náttúrunnar annars staðar en þarna heldur var ekki gert ráð fyrir neinum úrgangi frá hestunum. Andrés benti á að hest- húsin hefðu verið færð frá svonefndum Kardemommubæ við Elliðaár inn í Víðidal m.a. til þess að hindra mengun ánna. En með því að allt hland frá hestunum sígur niður í jarðveginn er mengunin enn mikil. Þarna allt í kring er hraun og getur þvi hlandið borizt hvert sem er. Þessi vegur sem liggur inn I Vfðidal lokast I fyrstu snjóum undir barðinu hægra megin á myndinni. Með þvi að leggja afleggjara á Vatnsveituveginn mætti koma f veg fyrir þetta. Sá afleggjarí yrði mjög stuttur og varla dýr i framkvæmd. Miklu ódýrara yrði að halda honum opnum en núverandi vegi. En málið snýst i rauninni um það að við hérna í borginni reynum að raða framkvæmdum eftir þvi hversu brýnar þær eru því ekki getum við gert allt. Skólplögn í Víðidalinn hefur ekki komizt á þann lista enn.” -DS. Andrés Guðnason i smákaffistofu sem hann og félagar hans hafa gert sér við hest- hús sitt. Þeirvildu gjarnan koma sér upp klósetti lika en geta ekki. meðal annars niður í Elliðaár. Andrés taldi góðar likur á að svo væri. Margt brýnna Viðidalurinn hefur oft komið til umræðu i borgarstjórn, nú síðast í siðustu viku. Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri sagði:

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.