Dagblaðið - 08.02.1980, Page 10

Dagblaðið - 08.02.1980, Page 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980. í IBIAÐIÐ Útgefandi: Dagblaflið hf. . Framkvœmdastjóri: Svainn R. EyjóKsson. Ritstjóri: Jónas KHstjánsson. Ritstjórnarfulitrúi: Haukur Helgason. Fróttastjóri: ómar Valdknarsson. 1 Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: Hallur Sfmonarson. Menning: AAalsteinn IngóHsson. Aflstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Póisson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaflamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómassott, Bragi Sigurðsson, Dóra Stafánsdóttir, Elín Afcertsdóttir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamlaifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Sveinn Þormóflsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. SkrífstofustjÖri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkari: Práinn Þorlaifsson. Sölustjóri: Ingvar Svainsson. DreHing- arstjórí: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Siflumú!a 12. Afgraiflsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aflalsimi blaðsins ar 27022 (10 línur). Satning og umbrot: Dagblaflifl hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugarfl: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun Árvakur hf., SkaHunni 10. Áskriftarvarfl á máoufli kr. 4500. Varfl í lausasöiu kr. 230 eintakifl. Spilamennska lormanns Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, heldur því fram, að hann hafi síðustu vikur verið tilbúinn til viðræðna við Framsóknarflokk og Al- þýðubandalag um samstjórn þessara þriggja flokka. Þetta fæst hvergi stað- fest. Þvert á móti má telja sýnt, að for- ystumenn Framsóknar og Alþýðubandalags höfðu fyllstu ástæðu til að lita svo á, að Geir hafnaði þessum möguleika. /W-J Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins, var trúverðugur, þegar hann lýstifsjonvarpi í fyrradag því, sem farið hafði milli hans ogCíeirs, með nákvæmum tímasetningum. Steingrímur taldi, að Geir væri ekki til viðtals um þennan mQgúlsJka. ,,Mér hefur aldrei verið tilkynnt um, að Sjálfstæéisflokkurinn væri tilbúinn til viðræðna við okkur og Alþýðubandalagið um stjórnarmyndun,” er haft þftir Steingrími í Morgunblaðinu. / Lúðvík Jósepsson, formaður Álþýðubandalagsins, kannast heldur ekki við að hafa fengið neitt tilboð frá formanni Sjálfstæðisflokksins um viðræður um stjórnarmyndun þessara þriggja flokka. Þegar Geir Hallgrímsson hafði umboð forseta íslands til að reyna að mynda meirihlutastjórn, ein- beitti hann sér að tilraunum til myndunar þjóðstjórnar allra flokka. Að þeirri tilraun lokinni kvartaði Geir á blaðamannafundi yfir því, að þingmenn hefðu haft hugann við aðra möguleika og því ekki getað rætt myndun þjóðstjórnar með þeirri alvöru, sem hann vildi. Viðræður forystumanna flokkanna snerust um þjóðstjórn í síðustu viku, eftir að Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, gafst upp við sína tilraun. Helztu ráðamenn Sjálfstæðisflokksins voru í leiðinni á kafi í viðræðum um hugsanlega stofnun „Stefaníu”, stjórnar Sjálfstæðis-, Framsóknar- og Alþýðuflokks. Þegar Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, bað þingflokk hans að samþykkja viðræður við Framsókn og Alþýðubandalag fyrir réttri viku, var sú tillaga ekki tekin til atkvæða. Það verður ekki túlkað öðruvísi en svo, að meirihluti þingflokksins hafi hafnað þessari leið, enda litu forystumenn hinna flokkanna svo á. Þeir héldu áfram viðræðum við Gunnar Thoroddsen, sem var reiðubúinn til þeirra í trássi við meirihluta þingflokksins. Það gerist svo í þessari viku, þegar tekur að stefna í stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsen, að Geir Hall- grímsson birtist í ríkisfjölmiðlum með þá yfirlýsingu, að hann hefði verið reiðubúinn til viðræðna um mögu- leika á stjórnarmyndun með Framsókn og Alþýðu- bandalagi. Yfirlýsingin var gefin til þess, að Gunnar Thoroddsen virtist enn sekari en ella um klofningsiðju í Sjálfstæðisflokknum. Fyrir Framsókn og Alþýðu- bandalagi hefði einungis vakað að kljúfa Sjálfstæðis- flokkinn. Þess vegna ræddu þeir við Gunnar en ekki Geir. Yfirlýsingin var ennfremur til þess gerð að veita for- manninum nokkra andlitslyftingu. Margir voru þá farnir að segja, að Geir hefði getað haldið einingu í flokknum, ef hann hefði strax tekið jákvætt möguleik- anum á stjórnarmyndun með Framsókn og Alþýðu- bandalagi. Hann hefði þá getað ,,hirt málið” af Gunn- ari. Þessi villa bættist ofan á fyrri villu formannsins, þegar hann lét ekki taka Eggert Haukdal rakleiðis í þingflokk Sjálfstæðismanna, til að stuðla að einingu. Þegar Geir Hallgrímsson kveðst hafa verið reiðubú- inn til viðræðna við Framsókn og Alþýðubandalag, skyldu menn ekki endilega ætla honum ósannsögli. En eitt er víst, hann talaði ekki þannig við forystumenn þessara flokka, að þeir hefðu ástæðu til að halda ann- að en að formaðurinn væri að segja nei en ekki já. Brasilía: IIIja endurvekja alþjóðlegt traust á efnahag sínum Antonio Delfim Netto, efnahags- og áætlanamálaráðherra Brasiliu, hefur ákveðið að hrinda af stað mik- illi herferð þar sem stefnt verði að endurreisn þess trausts sem efnahags- líf í Brasilíu naut fyrr á árum á al- þjóðlegum vettvangi. Delfim Netto, sem er einnig prófessor, er 51 árs að aldri og mun nú ráða mestu um efna- hagsstefnu Brasilíu þar sem fjármála- ráðherrann Karlos Rischbieter hefur sagt af sér. Talið er ólíklegt að nokkur annar ráðherra muni reyna að hafa áhrif á efnahagsstefnuna. Delfim Netto vakti alþjóðaathygli er hann var fjármálaráðherra Brasilíu á árunum 1968 til 1973. Þá tókst honum að koma verðbólgunni niður fyrir 20% á ári jafnframt því sem hagvöxtur var mikill og jafnvel var talað um efnahagsundur. Brasilía var það þfóunarland þar sem hagvöxtur var örastur. Olíukreppan árið 1973 kom hins vegar illa við Brasilíu eins og margar fleiri þjóðir. Þá dró úr vextinum og verðbólga i landinu jókst aftur og hefur síðan verið stöðug. Ekki hafa síðustu oliuhækk- anir bætt þar úr. . Delfim Netto, efnahagsráðherra landsins, er þó hvergi banginn. Hann segist sannfærður um að mikil aukn- ing i útflutningsgreinum landsins muni bæta úr því sem tapazt hefur á undanförnum árum. Fyrsta verkefnið hlýtur að vera að ná niður verðbólgunni, segir ráðherr- ann. Hún var komin á 77,2% hraða við lok ársins sem var að líða. Til að koma henni niður vill Delfim Netto auka framleiðslu í Iandbúnaði, auka útflutning og draga úr innflutningi. Þegar hefur verið búið í haginn fyrir auknum útflutningi með 30% gengis- fellingu brasilíska gjaldmiðilsins „cruzeiro”. Var hún gerð í ársbyrj- un. Ætlunin er að jafna þann halla sem verið hefur á viðskiptajöfnuði lands- ins. Nam hann jafnvirði 2,7 milljarða dollara á síðsta ári. Ætlar Delfim Netto að vera búinn að ná jöfnuði á þeim vígstöðvum fyrir lok ársins sem er að líða. Talið er að helmingur af verðmæti innflutningsins verði olía og olíuvörur. Til að ná jöfnuði á við- skiptin við útlönd verður útflutning- urinn að aukast um þriðjung frá því í fyrra. Ýmsir þeirer gagnrýna Delfim Netto telja hann ætla sér um of að áætla aukninguna svo mikla það sem eftireraf þessuári. í hópi gagnrýnendanna er fráfar- andi fjármálaráðherra Brasilíu. Rischbieter hafði einmitt gefið út yfirlýsingar fyrir afsögn sína þar sem hann 'aldi Delfim Netto alltof bjart- sýnan í áætlunum sínum. Rischbieter er algjörlega á öndverðri skoðun við efnahagsráðherrann hvað varðar þróun jafnaðar í viðskiptum við út- lönd. Eins og áður sagði ætlar Delfim Netto að vera búinn að ná niður ttt/7 óhagstæðum jöfnuði fyrir lok ársins. Rischbieter segir hins vegar að ef fari sem horfir varðandi innflutning og útflutning Brasilíu þá verði viðskipta- jöfnuðurinn óhagstæður um eitthvað á milli þriggja og fjögurra milljarða dollara á árinu. Hann reiknar sem- sagt með því að hann versni nokkuð frá fyrra ári. Fjármálaráðherrann fyrrverandi hefur einnig lýst yfir andstöðu sinni gegn þeirri hugmynd Delfim Netto að stofna sérstakt innflutningsfyrirtæki í eigu ríkisins. Hlutverk þess á að vera að gera viðskipti á alþjóðlegum hráefnismörkuðum. Með stofnun þessa fyrirtækis hyggst efnahagsráð- herrann koma í veg fyrir verðhækk- anir á alþjóðamörkuðum þegar frétt- ist að Brasiliumenn ætli að gera þar stór kaup. Helzta mótbára Rischbieter fjár- málaráðherra gegn þessu var sú að hann telur að brasilíska ríkið fái með þessu of mikil völd í viðskiptalífinu. Þar vill hann láta einkaframtakið ráða ferðinni. Skoðanaágreiningur Delfim Netto efnahagsráðherra og Rischbieter fjár- málaráðherra kom glögglega í Ijós um síðustu áramót. Engum bland- aðist þó hugur um að sá fyrrnefndi mundi sigra. Enda fór svo. Risch- bieter sagði af sér 15. janúar síðast- liðinn og lét þá þau orð falla að áframhaldandi seta hans í stóli fjár- málaráðherra mundi aðeins verða til trafala og raunar fáránleg þegar ljóst væri hvaða stefnu ætti að fylgja i efnahagsmálum. Eftirmaður hans i embætti varð Ernane Galveas seðlabankastjóri. Hann hefur verið samherji Delfim Netto um margra ára skeið en hefur litla reynslu sem stjórnmálamaður. Galveas var skjótur til að gera ráð- stafanir í þá átt að gengið væri út frá áætlunum Delfim Netto um jöfnuð í viðskiptum við útlönd. Delfim Netto var skipaður land- búnaðarráðherra í marz siðastliðn- um. Það er mikilsverð staða í landi eins og Brasiliu, sem er höfuðfram- leiðandi í heiminum á vörum eins og kaffi, kakói, sykri og sojabaunum. Hann varð efnahags- og áætlana- málaráðherra í ágúst síðastliðnum Frá kjötkveðjuhátið i Rio de Janeiro þegar forveri hans í starfi sagði af sér vegna mikillar gagnrýni fyrir að hafa ekki ráðið við verðbólguna. Gengisfellingin um síðustu áramót, sem var 33%, vakti að sjálfsögðu enn meiri ótta um að verðbólgan tæki enn meira stökk fram á við. Delfim Netto er þó hvergi banginn í þeim efnum. Hann segir að verð- hækkanir á ýmsum innfluttum vör- um og reyndar innlendri framleiðslu líka séu óhjákvæmilegar. Hann segist þess fullviss að síðan muni komast meiri ró á markaðinn og draga úr verðhækkunum á síðari helmingi þessa árs.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.