Dagblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980. KJÖTKATLAR 0G HUGSJÓNIR Kjallarinn Dómurinn hcfur líklega fylgt manninum allt frá upphafi vega. Sí- felldir dómar yfir mönnum og mál- efnum, í nútíð og þátíð, klingja í eyr- um okkar dag hvern. En sjaldan eru tveir menn sammála í dómum sinum. Þannig hefur menn greint á um það hvernig dæma skuli þá sem í blindni fylgdu Sovétríkjunum á timum Stalíns og jafnvel lengur. Hér skal enginn dæmdur en hins vegar skal mönnum bent á hversu hættulegt það er að setja sig í dómarasæti. Dómari í dag getur verið sakborningur á morg- un. Enginn skal þó taka orð min svo að ekki megi segja skoðun sina á mönnum og málefnum þessa tíma- bils, sem annarra, heldur að þó það virðist auðvelt að dæma, ekki síst löngu liðna atburði, þá skal það á herðar dómarans lagt að verða að meta hvert það atriði er skapar þá heildarsýn sem sagan hefur fært honum í hendur. Þá ber mönnum að muna að þá dæmir sagan ekki þung- lega sem hefur í barnalegri trú sinni orðið á i messunni og engum gerðu meira mein en sjálfum þeim Ýkjur og blekkingar þeirri ómerkilegu blekkingu inn hjá fólki að úr þvi að Kommúnistaflokk- urinn hafði ákveðin tengsl við Moskvu, þá sé nú ekkert líklegra en að Alþýðubandalagið sé þvi sama marki brennt. Hér tel ég hann skrifa meira af kappi en forsjá. Þér, Gunn- laugur Sævar, er það nefnilega vel kunnugt að Alþýðubandalagið hefur engin tengsl við erlend samtök, hvergi nokkurs staðar í heiminum. Þér er einnig kunnugt að Alþýðu- bandalagið telur sinar fyrirmyndir ekki vera að finnaaustan járntjalds. Þú veist að það fordæmir hernaðar- bandalög og vígbúnað jafnt i austri sem vestri. Þelta þarf engum að segja en samt reyna sumir menn í sífellu að bera fram þessa blekkingu hvenær sem tækifæri gefst. Það veit ég vel að að er siðferðileg skylda þeirra, sem með stjórnmál fara, að benda fólki á það sem þeir telja varasamt í stefnu andstæðings- ins. En sú list er vandasöm og oftlega lenda menn í villu sem erfitt er að rata úr og þá vill brenna við að gripið sé til blekkinga eða þvi um líkra Gróusagna. Dostoéfski mun hafa sagt að öll list væri fólgin í ýkjum (tekið einhvers staðar úr bók Árna Bergmanns, Miðvikudagar í Moskvu) en galdurinn er þá að gera greinar- mun á ýkjum og blekkingum. Gunnlaugi Sævari til upprifjunar og til itrekunar á orðum mínum um vitneskju hans ætla ég að láta eftir- farandi umsögn Árna Bergmanns fylgjat „Innrásin í Tékkóslóvakíu opnaði breiða gjá milli Sovétrikjanna og sósíalista að vestan, gjá sem hafði lengi verið að myndast cn sást ekki alltaf á yfirborðinu. Þau höfðu fallið á öllum prófum, eytt því sem eftir var af innistæðum frá fyrri tið, héðan af gátu þau ekki orðið annað en ríki meðal rikja. Var hægt að búast við einhverju af þeint upp frá þessu? Það var hæpið, þótt allir hafi sem fyrr rétt til að vona hið besta — vegna þess fólks sem landið byggir og á betra hlutskipti skilið.” (Miðvikudagar i Moskvu, bls. 200—201). Jú, þið segið kannski sem svo að þetta séu nú bara orð og ekkert sé lík- legra en að þau séu lygavefur, spunn- inn til að blekkja fólk og skýla þann- ig hinu sanna. En ég segi þáaðsásem svo hugsar (hvað þá ef hann skrifar Minn ágæti vin, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, reynir i grein, sem birtist hér í blaðinu 14. janúar sl., að færa-söguna til i rúminu. í raun held ég að einn aðaltilgangur greinar hans hafi verið að koma „Æskan á að vera svipa á þá, sem taka kjötkatlana fram yfir hugsjónirnar.” Rúnar Geir Sigurðsson það) getur varla vænst þess að nokk- ur trúi sjálfum honum og dreg reyndar mjög í efa að hann trúi sjálf- ur-nokkru því orði sem frá honum sjálfum er komið. Einstefna og lágkúra Víðsýni er hverjum manni holl og öllum samfélögum nauðsyn. Víðsýni i umræðum, jafnt um stjórnmál sem önnur mál, gefur þeim ferskara yfir- bragð og um leið meira gildi i nútíð og framtíð. Okkar kynslóð, sem nú er rétt að komast til manns, má ekki falla i gryfju einstefnunnar og lág- kúrunnar. Hún verður að sjá lengra neft sínu og má aldrei gera þá Brand og Berta að fyrirmyndum sínum. En Berti sagði: ,,Það er helst að þeir vilji koma mótorunum i gang sem vilja taka allt af öllum. Já, er það ekki sem ég segi, ætla að koma mótor i alla báta. Fyrr ligg ég dauður en ég læt setja mótor i skektuna mína. Henni hef ég róið i 40 ár og fáir verið fisknari en ég. Það er hverju orði sannara, sagði Baldur.” (Drífa Viðar, Dagar við vatnið, bls. 134) í gegnum tíðina hefur margur lofað og sett von sína á æskuna og svo er raunar énri í dag. Guðmundur á Sandi Friðjónsson sagði: „Æskan á að vera alveg laus við eigingjarnar hvatir, hún á að vera svipa á þá, sem taka kjötkatlana fram yfir hugsjón- irnar.” (Úr bókinni „Skáidskapur og stjórnmál eftir Þorstein Gislason, bls. 209) Og i framhaldi af hugleiðingu Guðmundar spretta fram lokaorð þessarar greinar. Við skulunt ekki elta einhver stórveldi i blindni þvi þá hefur hugur okkar tapað sjálfstæði sinu. Byggjum land okkar á gæðum þess og kostum. Höfnum þeirri stefnu sem lætur okkur styðja við skriðdreka og önnur morðvopn. Fyrirbrigði, sem stórveldi nota tií kúgunar og viðhalds þvi ástandi, sem þeim er fyrir bestu hverju sinni. Þannig getum við hætt núverandi þátt- töku okkar i að sluðla að auknum vígbúnaði i heiminum. Samviska okkar verður þá hrein ef harmleikur stórveldaleiksins skellur á. Og kannski hugsar einhver af inörgum deyjandi mönnum i Kalkútta vel til okkar, rétt áður en hann gefur upp öndina, þvi heimurinn ntátti ekki vera að því að gefa honum að borða, m.a. vegna tilbúins vígbúnaðarkapp- hlaups. Sú hugsun gæti orðið hinum deyjandi ofurlitil huggun i dauða- stríðinu en hinum góðu áhrifum hennar á okkur fá engin orð lýst. En þp þú, Gunnlaugur Sævar, getir kannski ekki skrifað undir alll af ofansögðu þá ættum við að geta tekið undir þá von að eftirfarandi orð Jóhannesar úr Kötlum muni einhvern tima verða sannreynd, i eitt skipti fyrir öll: Ég hylli hiklausa sporið. Ég hylli æskuna og vorið — þvi þar er öll von minnar þjökuðu jarðar og þar er öll framtið mins lands, ástin, trúin, eldurinn, krafturinn og — andi sannleikans. Rúnar Geir Sigurðssun læknanemi. BJ0RL0GGJ0F TIL B0TA Það á ekki af alþingismönnum að ganga, þegar finna þarf lausn á ein- hverjum vandamálum. Áratugum saman hefur staðið í stappi, innan Alþingis og utan, um það, hvernig hinir einstöku þættir í islenzku áfengislöggjöfinni skuli fram- kvæmdir, en þeir hafa verið til hinnar mestu vansæmdar og athlægis, eins og öllum landslýð er kunnugt. Nú hefur það skeð í tvígang, og í bæði skiptin við afbrigðilegar að- stæður, ef svo má segja, að ráðherrar hafa með einu pennastriki breytt óviðunandi reglum í áfengislöggjöf- inni í það horf, að þær eru a.m.k. ekki til vansæmdar lengur. En betur má ef duga skal, og ráð- herrar munu nú sennilega fara að dæmi þeirra hugrökku og endur- skoða fleiri reglur, sem lúta að þessari fáránlegu áfengislöggjöf. Og fyrir slíkt munu þeir uppskera virðingu alls þorra fólks. Fært nær nútímanum Síðasta utanlandsferð Davíðs Scheving Thorsteinssonar hefur nú borið meiri árangur en hann sjálfur átti ef til vill von á við brottför héðan. Hann tók sannarlega réttan pól i hæðina, þegar hann ákvað að láta á það reyna, er heim kom, hvort það væri sérislenzkt lögmál, að hið opinbera dragi viðskiptavini sina i dilka, þegar um er að ræða sölu á tollfrjálsum varningi. Nú hefur sigur unnizt á þvi órétt- læti, en það var ekki að þakka þeim sextiu-menningum, sem kjörnir eru til þess'að fara með umboð þjóðar- innar á Alþingi. Þetta var einkafram- tak ráðherra, eins hinna yngri manna, sem líta á málin frá allt öðru sjónarhorni en flestir samstarfs- manna hans, sem ekki hafa haft kjark til að fjalla um áfengislöggjöf- ina nema undir rós. Svo langt gekk vitleysan, að allt til hins siðasta dags, sem mismunun landsmanna í þessum efnum var við lýði, var vita vonlaust að toga upp úr opinberum embættismönnum ein- hverjar heillegar yfirlýsingar eða ummæli um það, hverjar afleiðingar uppátækis Davíðs Schevings yrðu. Næsta skref í beinu framhaldi af ákvörðun ráð- herra, sem heimilar ferðamönnum að velja milli hins áfenga öls og léttra vína, er þeir koma til landsins, hlýtur næsta skrefið að vera samhliða heim- ild framleiðslu og neyzlu áfengs öls i landinu. En hér er við ramman reip að draga. Alþingismenn, sem vissulega hafa sinar persónulegu skoðanir á þessu máli og eru þvi meðmæltir margir hverjir, verða, þegar þeir koma saman í sölum Alþingis, allt í einu svo rígbundnir í báða skó, að þeir geta sig hvergi hrært! Þegar til atkvæðagreiðslu kemur, hefur það margsýnt sig, að þeir þora hvorki að kjósa opinberlega með bjórnum eða gegn honum af ótta við væntanlega kjósendur sína. Dæmi eru um það, að þingmenn hafa þvi fremur kosið að vera ekki viðstaddir atkvæðagreiðslu um bjórfrumvarp, til þess að ekki spyrðist út, hvernig þeir kysu! Slik afstaða er ekki trausts verð. Engin eftirköst Á sama hátt og framtak Steingríms Hermannssonar um reglugerðar- breytingu, sem afnam hina víðfrægu miðvikudagslokun áfengisafgreiðslu á veitingahúsum, sætti engum eftir- köstum, verður varla annað ætlað en framtak Sighvats fjármálaráðherra mælist vel fyrir hjá þorra fólks. Kjallarinn Geir Andersen Reglugerðir, sem miða í frjálsræðis- átt, eru fólki að skapi. Fátt sýnir betur einstrengingshátt þeirra, sem eru á móti afnámi úreltr- ar áfengislöggjafar, að þeir láta hjá liða að minnasl á það, að bruggun öls er þegar leyfð og er fyrir hendi í land- inu. Deilan snýst því einungis um það, hvorl leyfa eigi sölu á þvi áfenga öli, sem þegar er framleitt. Einnig er vert að minna á, að þegar málssvarar áfengs öls leggja til, að málið verði lagt undir þjóðarat- kvæði, þá umturnast andstæðingar bjórsins og segja, að fráleitt sé, að „slikt smámál” verði lagt undir þjóðaratkvæði, málið sé ekki þess virði. Það eru því andstæðingar bjórsins, sem gera málið að „stór- máli” hvaðeftir annað. Hverjir reka smiðshöggið? Auðvitað er bjórmálið svokallaða stórmál, hvernig sem á það er litið og það vita andstæðingar þess mætavel. Það vita alþingismenn einnig. Þess vegna er það þeim þyrnir t augum að sjá þetta mál koma fyrir Alþingi hvað eftir annað. Vegamálin eru líka stórmál. Jafn- vel lokun Keflavíkursjónvarpsins er stórmál. Þessi mál eru líka sjaldan rædd á Alþingi af neinu viti, svo stór sem þau eru þó. Og kannski verða þessi mál aldrei rædd af neinu viti, fyrr en sú kynslóð, sem þykist hafa átt mestan þátt í uppbyggingu landsins, þótt hún hafi ein og óstudd eytt þeim stærsta gjaldeyrisforða, sem skapazt hefur í landinu, losar fingur sína af þeim þjóðþrifamálum, sem sjá dagsins Ijós hverju sinni. Og þá er komið að spurningunni um það, hverjum sé treystandi til þess að stuðia að endanlegu afnámi þeirra ömurlegu og frumstæðu áfengislaga, sem hafa verið lögfest hérlendis og hafa leitt til neyzluvenja, sem eru þær sömu, hvort sem þær eiga sér stað á löggiltum veitingahús- um, kvikmyndahúsum, að húsabaki eða í hentugum skúmaskotum og á götum borgarinnar og afskekktum kaupstöðum og þorpum lands- byggðarinnar — þrátl fyrir þá stað- reynd, að áfengt öl er ekki leyft til sölu i landinu. Verða það stjórnmálámennirnir, sem sitja á Alþingi og þora ekki að fjalla um þessi mál af hreinskilni af ótta við kjósendur, ofstækisfullir bindindismenn, sem ala á hatri gegn áfengi, SÁÁ-ntenn, sem iiafa reynsl- una sjálfir fyrir því að verða áfengi að bráð — þrátt fyrir ölbannið — eða þjóðaratkvæðagreiðsla um rýmri og endurbætla áfengislöggjöf, sem m.a. leyfir sölu áfengs öls? Bindindismenn vilja auðvitað láta banna alla áfenga drykki í landinu, og þótt það sjónarmið sé andstætt þeim er þetta ritar, er þó hægt að virða afstöðu bindindismanna, því hún er afgerandi og ein þeirra leiða sem til eru til þess að losa þjóðina undan áfengisneyzlu — að mestu — þvi annað vandamál myndi skapast í staðinn, sntyglið, sent leiðir til enn annars siðgæðis. Sú leið að semja sig að venjum sið- aðra þjóða, er þó miklu liklegri ti! þess að lækna það ástand, sem hér ríkir — og er sannkallað vandræða- ástand. Allar tilraunir til þess að reyna að ógilda síðustu leiðréttingu, sem gerð hefur verið í þessum mál- um, verða til þess eins, að al- menningsálitið þrýstir á gildistöku þeirra mannréttinda, sem i þvi fclast að lcyfa sölu þess áfenga öls, sem þegar er framleitt i landinu, sam- kvæml þeim reglum, sem gilda um aðra áfenga drykki. ^ „Tvisvar hafa ráöherrar með einu pennastriki breytt óviöunandi reglum í áfengislöggjöfinni...”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.