Dagblaðið - 08.02.1980, Síða 24
Ólafur ióhannesson utanríkisráðherra:
„Ég var ekki hættur”
— þétt ég léti af fomtennsku í Framséknarfiokknum
„Brýnasta verkefni þessarar ríkis- stjórn dr. Gunnars Thoroddsen. nýi ráðherradómur hans væri ekki stjórn geti orðið langlíf.
stjórnar og kjarninn i þvi sem hún ,,Það að ég hætti formennsku i óvænt hliðarspor á leið hans' út úr , Unt Jan Mayen sagði Ólafur
verður að gera er að koma verðbólg- Framsóknarflokknum þarf auðvitað stjórnmálum. Jóhannesson að hann hefði auðvitað,
unni eitthvað niðun.en jafnframt að ekki að tákna það að ég hætli í — Verður þessi rikisstjórn langlif? mikinn áhuga á þvi að það mál
halda fulki atvinnu,” sagði Ólafur stjórnmálum enda fór ég í framboð „Það verður reynslan auðvilað að leystisl farsællega eins og raunar allir
Jóhannesson, sem gegna mun til Alþingis nú í haust,” svaraði skera úr um en ég held ekki að nein aðrir íslendingar hlytu að hafa.
embætti utanrikisráðherra í ríkis- Ólafur spurningunni um hvort hinn ástæða sé til að halda annað en þessi. • -ÓC.
„Hóflega
bjartsýnn”
— segir Hjörleifur
Guttormsson
idnaðar- og
orkumálaráðherra
„Ég er hóflega bjartsýnn á hennar
framtið. Hún mætir ýmsum vanda og
mun eflaust glíma við hann. Það er þó
ekki allt á valdi stjórnvalda, hvernig til
tekst,” sagði Hjörleifur Guttormsson
er hann var inntur álits á nýju stjórn-
inni. Hjörleifur verður iðnaðar- og
orkumálaráðherra í stjórn Gunnars
Thoroddsen eins og hann var í vinstri
stjórninni.
„Við unum því alveg þokkalega þó
að sjálfsögðu sé enginn 100%
ánægður,” sagði hann aðspurður
hvort alþýðubandalagsmcnn væru
ánægðir með sinn hlut. Hjörleifur
sagði að á þessari stundu væri ekkert
sem útilokaði að stjórnin gæti orðið
langlíf og setið út kjörtímabilið. Hún
hefði tryggan meirihluta á Alþingi.
-GAJ
Ólafur fer
ekki í for-
setaframboð
„Það kemur auðvitað af sjálfu sér,
þegar ég lek við þessu ráðherra-
embælti, þá eru allar hugleiðingar um
framboð mitt til forsetaembættis ekki
lengur límabærar,” sagði Ólafur
Jóhannesson alþingismaður i viðtali
við DB i morgun. Áður hafði hann lýst
yfir að hann mundi taka ákvörðun um
forsetaframboð fyrir 1. april næstkom-
andi.
,,Enda virðist það ekki munu koma
að sök þar sem ekki er annað að sjá en
nógir séu um boðiö,” sagði hinn nýi
utanríkisráðherra.
-ÓG.
Pálmi Jónsson (f miðið) spjallar við Geir Hallgrimsson og Guðmund Karlsson: „Taki flokkurinn afstöðu gegn okkur gliðnar
á milli manna ...” DB-mynd: Bj.Bj.
Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra:
ÉG ER í STJÓRN SEM
SJÁLFSTÆÐISMAÐUR
— hef leitað allra sáttaleiða innan flokksms
„Þetta var mikil ákvörðun og tekin
að vel hugsuðu máli,” sagði Pálmi
Jónsson landbúnaðarráðherra í
viðtali við DB í morgun.
„Ég mun byrja á að móta laríd-
búnaðarstefnu sem ég vonast til að
ríkisstjórnin öll geti staðið að, og
síðan framfylgja henni. Hún bvggist
m.a. á tillögum sem ég og fleiri sjálf-
stæðismenn hafa lagt fram, svo og á
tillögum Steingrims Hermannssonar,
fyrrverandi landbúnaðarráðherra.”
Pálmi sagði of snemmt að tíunda
einslök atriði stefnunnar nú. Er
Pálmi var spurður hvort hann liti svo
á að hann væri að kljúfa Sjálfslæðis-
flokkinn svaraði hann: „Við höfum
leitað allra sáttaleiða og formlega
hefur flokkurinn ekki tekið afstöðu
enn. Taki hann afstöðu gegn okkur
gliðnar á milli manna og þá veltur á
vilja flokksmanna hvort aftur gengur
saman. Ég er og verð sjálfstæðis-
maður í þessari ríkisstjórn." sagði
Pálmi.
-GS.
NYR FIMM MANNA
- ekki annað
verjandi en
veita bessí
NNGFLOKKUR?
Friðjðn og Pálmi kynna fréttamönnum stuðningsyfirlýsingu sína við stjðrn dr.
Gunnars. Siðar í gærkvöld var ákveðið að þeir tækju báðir ráðherraembætti í
ftjórninni. DB-mynd: Hörður.
Sennilega stefnir í að sjálfstæðis-
mennirnir, sem standa að sljórnar-
myndun Gunnars Thoroddsen,
myndi brátt nýjan þingflokk sem i
yrðu fimm menn.
Miðað við ummæli Ólafs G.
Einarssonar formanns þingflokks
sjálfstæðismanna verður þessum
þingmönnum ekki sætt í þingflokki
sjálfstæðisman na.
í nýja þingflokknum yrðu þá:
Gunnar Thoroddsen, Albert
Guðmundsson, Friðjón Þórðarson,
Pálmi Jónsson og Eggert Haukdal.
Gunnarsmenn i þingliði sjálf-
stæðismanna lýsa því þó yftr að þeir
vilji áfram vera í þingflokki sjálf-
stæðismanna.
Þingmennirnir Friðjón Þórðarson
og Pálmi Jónsson lýstu yfir á þing-
fiokksfundi sjálfstæðismanna i gær
að þeir styddu sljórn Gunnars Thor-
oddsen. Þeir verða báðir. ráðherrar i
stjórninni.
í yfirlýsingu þeirra segir: „Öllum
er ljóst það ástand sem hér hefur ríkt
undanfarna mánuði, að landið hefur
nánast verið stjórnlaust. ítrekaðar
lilraunir formanna allra stjórnmála-
flokkanna til myndunar ríkis-
sljórnar, allt frá síðustu alþingis-
kosningum, hafa mistekizt. Nú hefur
það gerzt, undir forystu dr. Gunnars
Thoroddsen varaformanns Sjálf-
stæðisflokksins, að tekizt hefur að
finna álitlegan grundvöll fyrir meiri-
- ekki annað
verjandi en að
veita þessari
stjórn fulltingi,
sögðu Pálmi og
Friðjón í gær
hlutastjórn. Sjálfstæðisflokknum
hefur staðið til boða að taka þátt í
þessari stjórnarmyndunarlilraun eða
slanda að henni, en samstaða um það
hefur ekki náðst i þingflokknum
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í þá átt.
Meginatriði málefnasamnings milli
aðila i væntanlegri ríkisstjórn liggja
nú fyrir og við höfum fengið tíma og
aðstöðu til að kynna okkur þau og
lagfæra að nokkru. Er það mat
okkar beggja, að málefnagrund-
völlurinn sé viðunandi fyrir okkar
flokk, og annað ekki verjandi en að
veila fulltingi til myndunar sljórnar á
þessum grundvelli. Því munum við
nú þegar ganga til liðs við dr. Gunnar
Thoroddsen i viðleitni hans til að
binda enda á núverandi stjórnleysi í
landinu.”
Gunnar Thoroddsen lagði mál-
efnasamninginn fram á þingflokks-
fundinum, til synjunar eða sam-
þykktar. Meirihluti þingfiokksins
taldi það vera „úrslitakosti”. Þing-
fiokkurinn mun í dag ræða stöðu
þeirra þingmanna flokksins sem taka
þátt í sljórnarmyndun Gunnars. -HH.
frjálstyáháð dagblað
FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980.
Ingvar Gíslason
menntamálaráðherra:
Fræðsla fulí-
orðinna og
menningarmál
— aðaláhugamálin
„Mér hefur áður boðizl ráðherra-
staða og ekki þegið hana, en nú hlakka
ég beinlínis til að taka við þessu emb-
ætti, mikilvægasta, stærsta og um-
fangsmesta ráðuneytinu,” sagði Ingvar
Gislason menntamálaráðherra í viðtali
við DB í morgun.
„Ég mun halda áfram framkvæmd
grunnskólalaga, leggja enn einu sinni
fram frumvarpið um framhaldsskóla,
ef til vill eitthvað breytt, og taka
fræðslumál fullorðinna til rækilegrar
athugunar. Sá málaflokkur hefur lengi
verið áhugamál milt og ég vona að mér
endist ráðherraævi til að setja löggjöf
þar um.
Mitt mat er að við höfum ekki lagt
menningarmálum nægilegt lið og mun
ég reyna að bæta þar úr eftir föngum.
Er Ingvar var spurður hvorl hann
áliti að stjórn þessi yrði langlíf, svaraði
hann: „Ég álít hana vel skipaða og mér
finnst að henni fylgi góðar óskir al-
mennings.”
______________________-GS
Friðjón Þórðarson
dómsmálaráðherra:
Dómsmálin
standa
mér næst
— held áfram
sáttastarfi innan
Sjálfstæðisflokksins
„Ég er lítið farinn að hugsa út í
hverju ég vil helzl koma í framkvæmd í
þessu embætti, þvi fram á síðustu
stundu var óljóst hvort af þessari stjórn
yrði,” sagði Friðjón Þórðarson dóms-
málaráðherra i viðtali við DB í morg-
un.
„Ég gerði mér grein fyrir að ef ég
tæki að mér ráðherraembætti þá stæði
þelta ráðuneyti mér næst þar sem ég er
lögfræðingur og hóf störf fyrir ríkið
1947 og hef m.a. verið sýslumaður i 20
ár. Ég geri ráð fyrir að hilta gamla'
kunningja og vini i þessu starfi og rifja
upp gömul kynni.
Þessi ákvörðun þýðir ekki að ég
leggi niður sáltastarfið innan Sjálf-
stæðisflokksins þótt misjafnlega gangi
og ég vona að góðar sættir takist með
mönnum sem fyrst, ég er áfram jafn-
mikill sjálfslæðismaður og fyrr,” sagði
Friðjón.
- GS
LUKKUDAGAR:
8. FEBRÚAR 5859
Kodak Pocket A1 myndavél.
Vinningshafar hringi
í síma 33622.