Dagblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 13
12
G
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980.
17
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
íþróttir
Vetrarólympíuleikarnir
í Innsbruck 1964
Á 55. þingi Alþjóðaólympíunefndarinn-
ar árið 1959 var Innsbruck i Austurríki
falið að sjá um leikana 1964. Austurríkis-
menn gengu strax rösklega til verks og settu
sér það mark að halda einfalda en óaðfinn-
anlega leika. Við þetta stóðu heir. í Inns-
bruck og nærliggjandi þorpum (Lizum og
Seefeld) var aðstaða til keppni hin bezla.
Gríðarmikil tölva, sem tengd var við alla
keppnisstaðina, sá um að koma upplýsing-
um til áhorfenda jafnóðum og keppni fór
fram. Starfsmenn voru um 2000.
Leikarnir í Innsbruck báru skýran volt
um viðgang vetrarleikanna. Alls sendu 38
hjóðir keppendur eða mun fleiri en nokkru
sinni áður. Áhorfendur voru um l milljón
manns. Forseti Alþjóðaólympíunefndar-
innar, Avery Brundage, gat því stoltur sagt
við opnun þeirra: ,,Hér í Innsbruck höfum
við lifandi dæmi um þrótt hinnar
ólympisku hreyfingar.”
Eins og oft áður þegar vetrarleikar hafa^
veri haldnir leit svo lengi út i lnnsbruck að
snjóleysi myndi valda alvarlegum truflun-
unt við framkvæmd leikanna. Ekki hafði
komið svo mildur febrúarmánuður i tæp
60 ár. En Austurríkismenn voru við öllu
búnir og sóttu í snarheitum snjó yfir landa-
mærin til Ílalíu og flultu hann með bílum
lil Innsbruck.
'Wi
Skautakeppni á leikunum i Garmisch-Partenkirchen 1936. Norðmaðurinn Ivar Bailangrud,
sem vann þrenn gullverðlaun, á innri braut.
Dr. Ingimar Jónsson Saga vetrarólympíuleika
8. grein
Austurrískir ólympíu-
leikar í ítölskum snjó
íslenzkir göngumenn
aftur með
Fimm íslendingar voru sendir til Inns-
bruck en þeir voru: göngumennirnir Birgir
Guðlaugsson og Þórhallur Sveinsson frá
Siglufirði og svigmennirnir Árni Sigurðs-
son frá ísafirði, Jóhann Vilbergsson frá
Siglufirði og Krislinn Benediklsson frá
Hnífsdal. Tveir þeir siðastnefndu voru á
ferð öðru sinni á ólympíuleikum og höfðu
orðið ntargfaldir íslandsmeistarar árin á
undan. Birgir sigraði i 15 km göngu á
, islandsmótinu 1963 og í 30 km 1962—63.
í öllurn greinum skíðagöngunnar var
keppnin ntjög Ivísýn. í 30 km hafði Finn-
inn Ero Mántyranta þó lalsverða yfirburði.
Eftir 10 km hafði hann náð ntiklu forskoii
á Sixten Jernberg, sent sigraði í greininni
1960. Mántyranta héll þessari forustu en
Jernberg varð að hleypa Harald
Grönningen frá Noregi fratn úr sér. Úrslit-
in í 15 km urðu á sömu lund nenta hvað
Sovélmaðurinn Igor Vorontshín varð
þriðji. Mantyranta hlaut svo bronsverð-
laun i boðgöngunni. Hann var minnstur
göngumannanna en þeirra sterkastur.
Margurerknárþótt hannsésmár!
Maraþongreinina, 50 km, vann Jernberg
og lauk siðan sigursælli þátttöku sinni í
velrarleikununt með því að vinna lil gull-
verðlauna i 4 x 10 km boðgöngu. Hann var
þá 34 ára að aldri. Á þrennum leikum,
1956, 1960 og 1964, tókst honum að vinna
fern gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og
tvenn bronsvcrðlaun. Enginn hefur enn
leikið þetta eftir honum.
Birgir og Þórhallur kepplu báðir i 15 km
og 30 km. Þeir voru óheppnir með smurn-
inguna í bæði skiptin en hún var mjög
vandasöm vegna þess hve veðurfar var
breytilegt þá dagana sent göngukeppnin fór
fram. í 15 km varð Þórhallur 55. og Birgir
64. en 71 tóku þátt í göngunni. Tínii Þór-
halls var um 10 mín. lakari en sigurvegar-
ans. í 30 km varð Þórhallur að sætta sig
við 61. sæti og Birgir 64. Keppendur voru
69.
Höfðu heiður að verja
í skiðagöngunni höfðu sovézku stúlk-
urnar heiður að verja eflir góða'frammi-
stöðu i Squaw Valley. Þær létu sig ekki
rnuna um það og bættu unt betur þvi nú
unnu þær allar greinarnar. Klavdia
Bojarskis vann báðar einstaklingsgrein-
arnar, 5 og 10 km, og boðgönguna unnu
þær sovézku með nokkrum yfirburðum
yfir þær sænsku. Bojarskis var arftaki
Alevtinu Koltsínu, sem hafði verið í
fremstu röð um árabil og orðið m.a. heims-
meistari í 10 km göngu 1958 og 1962, i 5
km 1962. Koltsín keppti reyndar á leikun-
um í Innsbruck og hlaut þar bronsverðlaun
í 5 km og gull í boðgöngu. Tveimur árunt
siðar varð hún heimsmeistari í 5 km og
boðgöngu.
Gull í þriðju tilraun
Sumir íþróttamenn hljóta aldrei það
hnoss sem þeir reyna að hreppa — alltaf
reynist einhver þeim fremri. Norðmaður-
inn Tormod Knutsen virtist vera einn þess-
ara „ógæfusömu” íþróttamanna. í tvö
skipti mistókst honum að vinna norrænu
tvíkeppnina á vetrarleikum. í Cortina 1956
varð hann 6 og í Squaw Valley annar á eftir
Þjóðverjanum Georg Thoma. Þeir
■mættust nú aflur í Innsbruck. Nú tapaði
Tormod ekki i stökkinu og gangan var
hans sterka hlið.
Í Innsbruck var í fyrsta sinn keppl í
tveintur stökkbrautum i skiðaslökki, i
ntinni og stærri braut. Sigurvegararnir
urðu því tveir. Keppnin var mjög tvísýn,
einkunt ntilli stökkvara frá Noregi óg Finn-
landi. Í minni brautinni hreppti Veikko
Kankonen frá Finnlandi sigurinn en næslir
urðu Toralf Engan og Torgeir Brandtzag
frá Noregi. í stærri brautinni á Bergisel
urðu sömu í tveimur fyrstu sætunum en
röð þeirra öfug, þ.e. Engan fyrslur og
Kankonen annar. Engan varði þar nteð
heimsmeistaratitilinn í skíðastökki sem
hann hafði unnið árið 1962.
Johannesen sigrar enn
i skautahlaupinu kom ekkert eins á óvart
og sigur Bandaríkjamannsins Richard
MacDerntotl í 500 m. Flestir áttu von á því
að Sovétmaðurinn Jewgeni Grishín myndi
sigra í þriðja sinn en hann mátti láta sér
silfurverðlaunin nægja. Knut Johannesen
frá Noregi vann 5000 m á nýju ólympíu-
meti en Sviinn Johnny Nilsson, heims-
meistarinn í skautahlaupi 1963, sigraði í
10000 m. Norðmaðurinn Fred Anton
Maier varð annar á eftir Nilsson og vann
auk þess bronsverðlaun i 5000 m.
í skautahlaupi kvenna sópuðu sovézku
stúlkurnar til sin verðlaununum eins og
fjórum árum áður í Squaw Valley. Lydia.
Skoblikova vann öll hlaupin með einstök-
um yfirburðum og bætti ólympíumetið í
þremur þeirra. Landi hennar, Tatjana
Sidorova, hlaut silfurverðlaunin í 500 og
1000 m.
Sjoukja Dijkstra
í listskautahlaupi kvenna urðu úrslit eins
og við var búizt. Hollenzka stúlkan
Sjoukje Dijkslra tók strax forustuna í
skylduæftngunum og jók svo við forskot
sitt í frjálsæfingunni. Hún var á þessum
árum sú langbezta i heiminum. Sjötta varð
ung og upprennandi stjarna frá Bandaríkj-
unum, Peggy Fleming. í karlaflokki var
keppnin hins vegar hörð á milli Alain Cal-
tnat frá Frakklandi, Karol Divin frá
Tékkóslóvakíu og Manfred Schnelldorfer
frá Þýzkalandi. Á úrslitastundu hafði Cal-
mat, sem þótti sigurstranglegastur, ekki
nægilegt vald á sér og varð þess vegna af
sigrinum sem féll Þjóðverjanum í skaut.
Einnig i parakeppninni var keppnin
spennandi þvi þar mættust tvö snjöll pör.
Sovézku hjónin Ludmilla og Oleg Protopo-
pov höfðu betur gegn þýzka parinu Marika
Kilius og Hans-Júrgen Baumler, sem tví-
vegis höfðu unnið heimsmeistaratignina
(1963 og 1964).
Þjálfari íslenzkra
svigmanna vann
í alpagreinunum voru skiðagarpar frá
Mið-Evrópulöndunum i sérflokki. Í bruni
sigraði Austurrikismaðurinn Egon Zimni-
ermann, sá sem þjálfaði íslenzku svig-
tttennina fyrir vetrarleikana í Squaw
Valley. Landi hans, Josef Stiegler, vann
svigið og Frakkinn Francois Bonlieu
hreppti sigurinn í stórsviginu en Karl
Schranz frá Austurríki annað sætið.
Fyrsta keppnisgrein íslendinganna var
slórsvigið. Þeir höfðu allir há rásnúmer og
þegar röðin kont að þeim var brautin orðin
grafin og slænt. Jóhann datt illa neðst i
brautinni og varð að hætla. Kristinn stóð.
brautina en fékk lakan tíma og varð 63.
Árna gekk bezt og hlaut hann 57. sæli.
í forkeppni svigsins voru.farnar tvær
ferðir og 25 beztu úr hvorri þeirra teknir i
úrslitin. Árna tókst einunt Íslendinganna
að komast í úrslitin og þar varð hann 39.
af 50 keppendum.
í fyrri umferð forkeppninnar missti
Kristinn úr hlið og var dæmdur úr leik. En
hvernig sem á því stóð var timi hans birtur
aðfinnslulaust. Tinii hans var sá sjötti bezti
og betri en nokkur Austurrikismannanna
hafði náð. Blaðamennirnir gleyptu við
þessu og þótti Kristinn hafa unnið mikið
afrek því rásnúmer hans var 64. Salzburger
Nachrichten skrifaði: „Beztum árangri
náði íslendingurinn Benediktsson sent með
rásnúmer 64 fékk tímann 53.30 og komst
þar með i 6. sæti, fram fyrir alla Austiir-
rikismennina.”
Goitschel-systur
Á leikunum vöktu athygli systurnar
Marielle og Christine Goitschel frá Frakk-
landi. Christine vann svigið og Marielle
varð önnur. j stórsviginu varð Marielle
hins vegar á undan þannig að báðar unnu
ein gull- og ein silfurverðlaun. Brunið vann
Christel Haas frá Austurríki.
Keppt var i sleðabruni í fyrsta skipti á
vetrarleikunum. Keppendur frá Austurríki
og þýzka.Alþýðulýðveldinu áttust þar aðal-
lega við og fóru leikar þannig að A-
Þjóðverjar unnu einstaklingsgreinarnart
(karla og kvenna) en Austurríkismenn á
tveggja manna sleða.
í biathlon bar Sovétmaðurinn Vladimir
Melanín sigur úr býtum. Hann var marg-
faldur heimsmeistari í greininni, hafði
unnið heimsmeistaratitilinn 1959, 1962 og
1963. Göngugarpurinn frægi, Veikko
Hakulinen, reyndi sig í þessari keppni, en í
skotfiminni brást honum bogalistin.
Í íshokkí unnu Sovétmenn gullið.öðru
sinni og höfðu nú nokkra yfirburði. í
sovézka liðinu voru leikmenn sem voru af-
burðamenn á sinu sviði og unnu marga
fræga sigra fyrir Sovétríkin. Þeirra á meðal
voru Viktor Konovalenko, Alexander
Ragulin, Anatoli Firsov og Vjatislav
Starshinov.
Svíar kræktu sér i annað sætið og
Tékkar það þriðja. Kanadamenn urðu
fjórðu.
ÍR af mesta hættu-
svæðinu í 1. deild
— eftir sigur á KR í Laugardalshöll í gærkvöld
Eftir daufa leiki að undanförnu kom
ÍR-liðið verulega á óvart i I. deild
íslandsmótsins í handknattleik í
Laugardalshöllinni í gærkvöld. Vann
öruggan sigur á hinu óútreiknanlega
liði KR, 24—21, og lék sinn bezta leik í
vetur í fyrri hálfleiknum. Náði þá fimm
marka forskoti — og við sigurinn
komst ÍR af mesta hættusvæðinu í
deildinni. hefur sjö stig eftir 9 leiki.
Einu stigi minna en KR — en Haukar,
HK og Fram hafa færri stig en ÍR. Það
var stórgóður leikur Þóris Flosasonar í
marki ÍR, sem var þyngstur á metunum
i sigri liðsins á KR. Hann varði stórvel
meðan báðir KR-markverðirnir voru
hcldur daprir i leik sínum.
ÍR-ingar með aðeins tvo skiplimenn
léku oft skemmtilegan handknattleik i
Blikar enn í
efsta sætinu
Lítið hefur heyrzt af högum 3.
deildarinnar i handknattleik að undan-
förnu en frá því við sögðum síðast frá
hafa 4 leikir farið fram. Úrslit, sem hér
segir:
Stjarnan — Selfoss 43—20
í A — Dalvík 24—19
Óðinn — Grótta 22—24
Keflavík — Breiðablik 16—18
Blikarnir eru því enn í efsta sætinu
en heldur virðist þeim hafa daprazt
flugið frá í haust. Staðan i 3. deildinni
er nú þannig:
Breiðablik 9 7 1 1 235—175 15
Akranes 9 6 2 1 199—172 14
Stjarnan 8 5 2 1 213—155 12
Óðinn 9 4 3 2 214—193 11
Keflavík 8 3 1 4 161—158 7
Grótta 9 3 1 5 203—222 7
Dalvik 8 1 0 7 164—214 2
Selfoss 8 0 0 8 143—246 0
- SSv.
fyrri hálfleiknum — og það var meir en
KR réð við. Jafnræði var framan af
eða upp í 4—4 en svo seig ÍR hægt og
bilandi fram úr. Komsl um miðjan
hálfleikinn í 10—6 — síðan 12—7 og
staðan í hálfleik var 14—10 fyrir KR.
Mikið skorað.
hallur
SÍMONARSON.
í síðari hálfleiknum héldu ÍR-ingar
lengi vel fimm til sex marka forskoti,
20—14 um miðjan hálfleikinn. KR-
ingar gripu þá lil þess ráðs að taka
Bjarna Bessason úr umferð. Við það
riðlaðisl leikur ÍR um tíma og KR
minnkaði muninn niður í’þrjú mörk,
21 —18, þegar rúmar fimm mínútur
voru til leiksloka. En það var það
lengsta, sem KR-ingar komust. IR-.
ingar bitu vel frá sér lokakaflann og
unnu verðskuldaðan sigur.
Þórir og Ársæll Kjartansson voru
heljur ÍR en í heild var barátta leik-
manna liðsins góð. Greinilegt að þeir
ætluðu sér að hefna fyrir tapið i fyrri
umferðinni. Töpuðu þá með eins
marks mun fyrir KR, 19—20. KR-liðið
náði sér ekki á strik i leiknum — leikur
liðsins ákaflega köflónur og mark-
varzlan lítil sem engin. Baráttuviljinn,
sem ofl er aðall KR-liðsins, nú víðs
fjarri.
Mörk KR i leiknum skoruðu Konráð
5, Ólafur 4, Símon 3, Björn 3/1, Frið-
rik 2, Haukur Geirmundsson 2 og
Haukur Ottesen 2/1. Mörk ÍR skoruðu
Ársæll 7, Sigurður 4, Bjarni Hákonar-
KR-IR 21-24 (7-12)
Utandamótið i handknattleik, 1. deild karia. KR-iR 21-24 (10-14) i Laugardalshöll 7.
fobrúar.
Beztu leikmann, Þórir Hosason, ÍR, 8, Ársœll Hafsteinsson, ÍR, 8 Sigurflur Svavarsson, ÍR, 7,
Ólafur Lárusson, KR, 6, Bjami Bessason, ÍR, 6.
KR. Pétur Hjálmarsson, Gisli Felix Bjamason, Símon Unndórsson, Friflrik Þorbjömsson,
Einar Vilhjálmsson, Konráfl Jónsson, Bjöm Péturséon, Haukur Geirmundsson,' Haukur Ott/er
sen, Kristinn Ingason, Ólafur Lámsson, Jóhannes Stefánsson* •.
ÍR. Þórir Hosason, Ásmundur Friflriksson, Bjami Hákona'rson, Sigurflur Svavarsson, Bjami
Bessason, Guflm. Þórðarson, Pétur Valdimarssoý, Ársœll Kjartansson, Bjami Bjamason,
Ólafur Tómasson. ,
Dómarar Ámi Tómasson og Rögnvakfur Eriingsen. KR fékk 3 vfti. Þórir varfli eltt frá Hauk
Ottesen. ÍR fékk einnig 3 vftL Nýtti tvö — Bjami Hákonarson misnotafli eitt. Skaut framhjá.
Tveimur KR-ingum var vikffl af velii. Jóhannesi og Einari — og Bjama Bessasyni tvivegis hjé
ÍR.
son 4/2, Guðmundur 3, Bjarni Bessa-
son 3, Péiur 2 og Bjarni Bjarnason l.
- hsím.
100 keppend-
ur í badminton
— á unglingameistara-
mótinu á Selfossi
• Laugardaginn 9. febrúar verður
haldið unglingameistaramót íslands í
Íþróttahúsinu á Selfossi.
Rafn Viggósson formaður BSÍ setur
mótið kl. 11 f.h.
Kependur verða um 100 frá Reykja-
vík: TBR, KR, Valur, Hafnarfirði, Sel-
fossi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri,
Siglufirði og Vestmannaeyjum.
A laugardaginn verður spilað fram í
undanúrslit og verða örugglega mjög
margir spennandi leikir.
Á sunnudaginn kl. 10 f.h. verða
spiluð undanúrslit og kl. 13:30 verða
svg spiluð úrslitin.
Sími íþróttahússins á Selfossi er 99-
1449.
Meistaramót
í Hafnarfirði
Meistaramól yngstu aldursflokkanna
innanhúss fer fram í íþróttahúsinu í
Hafnarfirði sunnudaginn 17. febrúar
nk. og hefst kl. 13.30. Keppnisgreinar
eru háslökk og langstökk án atrennu.
Laugardaginn 16. febrúar fer fram í
Baldurshaga kl. 14.00 keppni í 50 m
hlaupi og langstökki. Keppnisflokkar
eru: piltar, telpur, strákar, stelpur.
Þátttökutilkynningum skal skila í
siðasta lagi þriðjudaginn 12. febrúar til
Haraldar Magnússonar Hverfisgötu 23
c Hafnarfirði. sími 52403, ásamt þátl-
tökugjaldi, kr. 150 fyrir hverja grein.
Frjálsíþróttasamand íslands.
MÍ innanhúss fer fram i Laugardals-
höll og Baldurshaga 23. og 24. febrúar,
nánar auglýsl síðar.
FRÍ.
Sigurður
Sverrisson
IR-SIGUR A ELLEFTU STUNDU
— minnstu munaði að ÍR glopraði sigrinum niður gegn
Stúdentum. ÍS — ÍR 90-91
Það var Stefán Kristjánsson sem
tryggði ÍR-ingum sigur á elleftu stundu
gegn ÍS í úrvalsdeildinni í körfuknatt-
leik i Kennaraháskólanum i gærkvöld,
er hann skoraði sigurkörfuna þegar
aðeins 7 sek. voru til leiksloka. ÍS tókst
ekki að svara fyrir sig og lokatölur
urðu því 91—90 ÍR í hag. í raun hefði
það ekki verið sanngjarnt ef ÍS hefði
farið með sigur af hólmi því ÍR leiddi
nærallan leikinn.
Leikurinn varð ekkert spennandi fyrr
en um 3 min. voru til loka hans. Þá var
staðan 85—82 ÍR í hag. Hvorki gekk né
rak hjá liðunum og þegar 95 sek. voru
enn eftir var munurinn kominn niður í
2 stig, 88—86 fyrir ÍR. Kolbeinn
Kristinsson skoraði úr einu vítaskoti en
næstu tvær körfur komu frá
Stúdentum og þeir komust skyndilega
yfir, 90—89 og 17 sek. eftir. ÍR-ingar
léku yfirvegað og eins og hendi væri
veifað myndaðist glufa i vörninni og
Stefán skoraði af öryggi. ÍS fékk knött-
inn sem sendur var rakleiðis fram
völlinn. Skotmarkið var Atli Arason en
knötturinn náði aldrei til hans.
Naumur sigur ÍR, en sanngjarn, var í
liöfn. Þetta var þriðji sigur ÍR í þremur
viðureignum við Stúdenta í vetur og
annar eins stigs sigur þeirra á þeim. Um
leið var þetta þriðji leikurinn i vetur,
sent ÍS tapar með einu stigi. Heppnin
svo sannarlega ekki nieð botnliðunum.
Leikurinn í gærkvöld var jafn
framan af og eftir 5 min. var staðan
10—10. ÍR náði síðan 6 stiga forskoti,
20—14 og hélt því nær óbreyttu til hálf-
leiks. ÍS tókst að vísu að jafna og
komast yfir en ÍR jók muninn strax
aftur. Munurinn í síðari hálfleiknum
var lengi 10 stig í R í vil og ekki fyrr en
undir lokin að það breyttist eins og að
framan er lýst.
Leikmenn beggja liða voru afar
jafnir. Þó var Smock nokkuð sér á báli
hjá ÍS. Fyrri hálfleikur hans var mjög
góður en sá siðari ekki nema miðlungs-
frammistaða hjá honum. Atli Arason
náði sér vel á strik og þá var Jón
Héðinsson sterkur. Steinn Sveinsson
lék nú aftur með eftir hvild og komst
vel frá leiknum. Annars urðu liðinu á
allt of margar byrjendaskyssur —
einkum undir lokin þegar mest reið á
að halda haus. Trent Smock var þar
ekki barnanna beztur.
Hjá ÍR var Mark Christensen beztur.
Stefán Kristjánsson álti einn af sinum
beztu leikjum i vetur og óskandi væri
að hann léki hvern leik eins og þennan.
Hann hefur boltameðferðina og stað-
setningarnar en skapið er ekki alltaf i
lagi. Kolbeinn Kristinsson og Kristinn
Jörundsson áttu báðir góðan ISik en
Sigurður Bjarnason, sem sló í gegn
fyrir skömmu, sýndi lítið af sinni getu
og var snarlega kippt útaf. Jón
Jörundsson kom vel frá leiknum en
mætti að ósekju skjóta meira.
Stig ÍS: Trent Smock 34, Alli Arason
16, Jón Héðinsson 14, Gísli Gislason 8,
Gunnar Thors, 6, Ingi Stefánsson,
Bjarni Gunnar Sveinsson og Steinn
Sveinsson — gömlu mennirnir — voru
allir með4 stig hver.
Hjá ÍR skoraði Mark Christensen
mest eða 21 stig, Kristinn Jörundsson
19, Stefán Kristjánsson og Kolbeinn
Kristinsson 17, Jón Jörundsson 7, Jón
Indriðason 6 og Sigmar Karlsson 4.
-SSv.
Tony Knapp náfli frábærum árangri
hjá Viking 1 Stafangri sl. ár — þre-
faldur sigur félagsins á knaltspyrnu-
sviðinu. Hann verflur áfram í Stafangri
næstu tvö árin.
Knapp áf ram
íStafangri
— Stóðst freistandi tilbod um
landsliðsþjálfarastöðu á íslandi
Kappinn kunni, Tony Knapp, sem
náfli frábærum árangri afl mörgu leyti
mefl íslenzka landsliðifl i knattspyrn-
unni hér á árum áður, var sæil og
glaflur, þegar enska knatlspyrnu-tima-
ritifl Shoot átti nýlega viðtal vifl hann.
Tony er í frii frá Viking í Stafangri og
hefur verið i Norwich á Englandi, þar
sem hann á heimili.
Knapp náði hreint ótrúlegum árangri
með Stafangurs-liðið á sl. leiktímabili.
Það sigraði bæði í deild og bikar og
auk þess verða piltalið Víkings í bikar-
keppni 2. aldursflokks. Þrefalt. Knapp
verður áfram hjá Víking — gerði samn-
ing til tveggja ára í viðböt eftir tveggja
ára dvöl þar. í grein Shoot segir að
Knapp hafi staðizt frcistandi tilboð um
að taka á ný við slöðu landsliðsþjálfara
á íslandi
Greinin i Shoot r til hliðar og lokin
eru mcrkileg þvi þar segi:, að á síðasta
leiktímabili hafi Stafangursliðið greitt
3000 sterlingspund fyrir nýjan Ieik-
mann, sem sé met í Noregi. Af þvi má
ráða að atvinnumennskan hefur að ein-
hverju leyti haldið innreið sína í norska
knattspyrnu.
Happy Knapp
ENGLISH exile Tony Knapp has been
helping to set Scandinavia on fire in
the season that has just finished.
Tony, former Southampton, Leicester,
Coventry and Tranmere centre-half, has
just arrived back at his home in Norwich
after an unprecedented hat-trick of
successes in the Norwegian League.
Tony, 42, has won the First Division
Championship, the Norwegian Cup and
the Youth Cup as coach to the
Stavanger club, Viking.
Now Knapp faces his sixth year out of
the last seven playing in major
European competition when he starts
next season in the European Cup with
Viking.
He has coached lceland in the World
Cup and European Championship,
earned a memorable draw with East
Germany w.th his team of amateurs,
and in the U.E.F.A. Cup last season also
earned a draw with Borussia
Mönchengladbach.
He has signed anothertwo year
contract with Viking after turning down
a tempting offer to go back to lceland as
national team manager.
Says Tony: "We have a great set up in
Stavanger. But we have to produce our
own players. Last seaáon we paid a
record transfer fee of £3,000 for one new
player."
FH SIGRAÐIÞROTT
— I
FH tryggfli sér rétt í 8-liða úrslit i
bikarkeppni Handknattleiksambands
Islands, þegar liðið sigraði Þrótt i
spennandi leik i íþróttahúsinu í
Hafnarfirði í gærkvöld, 30—26 eftir
17—141 leikhléi.
Það var byrjunarkaflinn, sem
reyndist FH haldgóður í leiknum. Liðið
bikarkeppninni í handknattleik
komsl í 7—2 í byrjun og þann mun
tókst Þrótti ekki að brúa. Mikið var
skorað í leiknum enda heldur slök
markvarzla hjá báðum liðum. FH
hafði þrjú mörk yfir í hálfleik og
spenna var talsverð, þegar Þróttur
minnkaði muninn í eitt mark, 22—21.
Það nægði Reykjavíkurliðinu ekki
Ákveðið hefur verið að bikarleikur
Vals og ÍR verði í Laugardalshöll 14.
febrúar kl. 19.00. Hinn 12. febrúar
leika Fram og Haukar i 1. deild karla
— Valur og HK 18. febrúar kl. 19.30
og leikur Vals og Fram í 1. deild
kvenna verður, 7. ntarz kl. 18.30. Allir
þessir leikir verða í Laugardalshöll.
Handboltapunktar
frá V-Þýzkalandi
Axel '
Axelsson
Hellgren átti stærstan þátt í
sigri Heim á GW Dankersen
— Grambke þýtur upp töfluna í Bundeslígunni
Minden 4. febrúar 1980.
Leikir í Evrópukeppni meistaralifla
og bikarmeistara voru í mifldeplinum
sl. tvær helgar. GW Dankersen lék
gegn sænsku bikarmeislurunum Heim
frá Gautaborg. í leiknum í Gautaborg
varð GWD að sætta sig við fimm
marka tap, 18—23. Heim hafði forustu
allan síflari hálfleikinn, tvö til þrjú
mörk. 21—18 var staflan, þegar tæpar
tvær mín. voru til leiksloka en mikill
klaufaskapur og fljótfærni varfl
Dankersen afl falli. Heim náfli tveimur
hraflaupphlaupum og jók bilifl i þær
lokatölur, sem fyrr er gctið.
Það var því ljóst að síðari leikurinn
yrði geysierfiður. Leikið var hér i
Minden frammi fyrir 2000 áhorfend-
um. Sænska liðið byrjaði af miklum
krafti og lék hraðan handknattleik.
Vörn GWD átti i miklum erfiðleikum
með að hemja Iangskyttur Heim og Svi-
arnir náðu strax forustu. Við það bætt-
ist svo, að markvörður GWD átti ekki
sinn bezta dag. 11—9 leiddi Heim í
hálfleik.
Um miðjan siðari hálfleikinn hafði
GWD tekizt að jafna og komst 19—18
yfir, þegar um tíu mín. voru til leiks-
loka. Síðustu mín. tók GWD upp á
því að leika maður gegn manni og
það virtist koma Heim í opna skjöldu.
Mikið óöryggi varð hjá leikmönnum
liðsins og þeir misstu knöttinn hvað
eftir annað. GWD gekk á lagið og náði
fjögurra marka forustu einni mínútu
fyrir leikslok og var óheppið að ná ekki
fimrn marka forustu. Lokatölur urðu
23—19 fyrir GWD og þegar á heildina
er litið átti Heint skilið að komast
áfram. Liðið lék lengst af betur en
GWD þó ekki sé hægl að ganga fram-
hjá þeirri staðreynd.að tnark-
vörður liðsins, Cales Hellgren, átti
stærstan þátt i árangri liðsins.
VFL Gummersbach lék einnig i
keppni bikarmeistara. Mótherji var
Slavia Prag. Fyrri leikur liðanna var
leikinn í Dortmund. Þar sigraði
Gummersbach með 19—15. Síðan
fylgdu 500 stuðningsmenn Gummers-
bach til Prag sl. sunnudag en leikið var
i Slavia-höllinni. Leiknum var
sjónvarpað beint bæði í Tékkóslóvakiu
og Vestur-Þýzkalandi. Gummersbaeh
hefur átt i nokkrum erfiðleikunt að
undanförnu i Bundeslígunni og á nú
enga möguleika á meistaralitlinum.
Liðið virðist þó vera að finna sitt gamla
form, alla vega var þessi síðari leikur
liðsins gegn Tékkunum hreint frábær.
Sérstaklega var varnarleikurinn stór-
kostlegur, stjórnað af bezta varnar-
manni i hcimi, Heiner Brand. Athyglis-
vert var að Rudi Rauer, einn af mark-
vörðum heimsmeislaraliðs Veslur-
Þjóðverja, stóð ekki í markinu að
þessu sinni heldur komungur piltur,
Thiel að nafni. Hann komst mjög vel
frá hlutverki sínu.
Tékkarnir gripu strax til þess ráðs að
konta vel út á móti Erhard Wunderlich,
stórskyttu Gummersbach. Þetta
opnaði þó glufur i várnarleikinn en
áberandi var hversu líkantlegur styrk-
leiki leikmanna Gummersbach var
ntiklu meiri. Lokatölur leiksins urðu
22—15 Gummersbach í vil. Gumm-
ersbaeh er óneitanlega sigurstrangleg-
ast í keppni þessari, þegar lekið er tillil
til þess, að lið frá austur-blokkinni eru
ekki með vegna undirbúnings landslið-
anna fyrir ólympiuleikana.
Sigurstranglegast í keppni meistara-
,liða er annað vestur-þýzkt lið, nefnilega
Evrópu- og Þýzkalandsmeistarar TV
Jiirgen Franke, linumaður Dankersen, var bezti maður liðsins gegn Heim. Sex urðu
mörkin hans i leiknum.
Grosswallstadt. l.iðið lék gegn Partizan
Bjclovar í 8-liða úrslitunt. Fyrir leik lið-
anna i Júgóslaviu lauk rneð sigri Slav-
anna 14—12 eftir að Bjelovar hafði náð
14—7 forustu.
Leikur liðanna hér í Þýzkalandi var
hreini út sagt Ijótur. Hvað eftir annað
urðu danskir dómarar að slöðva leik-
inn eftir að einhver leikmaður lá í valn-
ttm cftir andlilshögg. Bæði liðin léku af
gifurlegfi hörku enda til mikils að,
vinna. 11 —10 leiddu Júgóslavarnir i
hálfleik og þeir höfðu komið á óvarl
fyrir rnjög hraðan og skemmtilegan
handbolta. Um miðjan síðari hálfleik-
inn var eitts og klippt væri á þráð i leik
Bjelovar — svipað og i .lúgóslavíu en
þá skoraði liðið ekki mark síðustu 20
mínúlurnar. Grosswallstadt seig hægl
og rólega frant úr. 19—14 varð mesti
munurinn en 21 —17 vann Grosswall-
sladt og er því koniið í fjögurra liða úr-
slit. Enn einu sinni var markvörður
Grosswallstadl, Manlred Hoffntann, í
hörku formi og bjargaði liði sinu á
mikilvægum augnablikum.
Vegna þessara Evrópuleikja var lílið
unt að vera i bundeslígunni. Urslil i
þgim leikjunt, sent leiknir voru um síð-
usm helgi, urðu þessi:
Grambke — Kiel 16—14
Flensburg—Birkenau 15—12
Hofweier — Göppingen 15—12
Húlienberg — Dielzenbach 16—10
I eikjum Dankcrsen
Gumniersbach, Grosswallsladl —
Tussem Essen var frestað.
TV Grantbke hefur lekið slóri siökk
fram á við. Hefur sigrað í 6 af siðustu
7 leikjunum. Hefur þar með unnið sig
upp úr 13. sæti í það sjöunda. I mikltim
baráltuleik frammi fyrir 5000 áltórf-
endunt i Bremen vann Grambke Kiel
16—14.
Flensbttrg sigraði i þriðja sinn i
bundesligunni, nú 15—12 gegn llirke-
nau. Bæði þessi lið léku i 2. deild sl.
vetur og munu að öllum líkindum leika
þar næsta vetnr. Hvað falllið sneriir er
mikil barálla um þriðja lallsælið. Hof-
weier náði i Ivö mikilvæg slig gegn
Göppingen. Hér var unt slagsmálalcik
að ræða og margir fengu að kæla sig.
Stærsta sigur vann Húttenberg, 16—
10, á Dietzenbach. Dielzenbach á
erfiða leiki framundan og það verður
örugglega ekkeri gefið efiir lil að forð-
asi fallsætið. Staðan er nú þessi:
Grosswallst. 15 II 3 1 276—208 25
Milbertsh. 15 9 2 4 238—224 20
Hiitlenberg 16 9 2 5 279—276 20
Gummersb. 15 8 2 5 277—233 18
Essen 15 7 3 5 258—229 17
Netlelstedl 15 8 1 6 240—241 17
Grambke 16 8 1 7 263—258 17
Göppingen 16 7 1 8 266—261 15
Dankersen 14 6 2 6 21 1—228 14
Dielzenbach 15 6 1 8 200—237 13
Hofweier 16 6 1 9 290—284 13
Kiel 16 6 0 10 277—281 12
Birkenau 16 3 2 II 247—291 8
Flensburg 16 3 1 12 236—307 7
Kærkveðja, Axel Axelsson.