Dagblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980. 5 Gunnarsmenn vildu síður tjá hug sinn: STUDNINGUR VIÐ GEIR ÁBERANM — í samtölum DB við áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum Andstaða við stjórnarmyndun dr. Gunnars Thoroddsens er áberandiísamtölum DB við forystufólk úr Sjálfstœðisflokknum víðs vegar um land í gær. Þó ber þess að geta að margir sem leitað var til fœrðust undan að svara, sérstaklega þeir sem höfðu ekki mótað sér afstöðu til málsins eða höfðu samúð með stjórnarmyndun dr. Gunnars. Fram kom í flestum samtölum að skoðanir sjálfstœðis- manna eru mjög skiptar almennt. Sumir spáðu því að illindin œttu eftir að verða flokknum dýr- keypt, aðrir töldu að hann kæmi sterkari út úr slagnum. -A RH/-JH. Guðmundur B. Jónsson bæjarfulltrúi, Bolungarvík: „Ekki gott ef háset- amir vilja fara í aðra átt en skipstjórinn” „Það er ekki rétt að farið við þessa stjórnarmyndun,” sagði Guðmundur B. Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins á Bolungarvík. „Flokkurinn hefði átt að standa að stjórninni og síðan hefði átt að ráðast hvort Gunnar Thoroddsen hefði átt sæti í þeirri stjórn. Framsóknar- og alþýðubandalags- menn hér eru ánægðir með þessa þróun mála. En ég hef spurt þá hvort þeir hefðu viljað að þeirra flokkar hefðu lánað Sjálfstæðisflokknum 3—4 menn. Þeir eru ekki reiðubúnir í það. En þeim finnst allt í lagi að Sjálfstæðisflokkurinn lánimenn. Ég hefði viljað að þessir þrír flokkar hefðu strax myndað stjórn en Steingrímur Hermannsson útilokaði þann möguleika með yfirlýsingumt um að hann vildi ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum. Ég veit ekki hvort þessi stjórnar- myndun Gunnars veldur klofningi í flokknum. Það er mín trú að Gunnar hefði náð hærra í flokknum ef hann hefði ekki hætt i pólitik á sínum tíma. Enginn dregur i efa hæfileika hans. En það er ekki gott ef hásetarnir vilja fara i aðra átt en skipstjórinn. Það er mín skoðun að þarna sé um persónulegt uppgjör þessara tveggja manna að ræða.” -JH. Óli M. Lúðvíksson bæjarfulltrúi, ísafirði: Allir hljóta að fagna ríkisstjóm sem getur tekizt á við „Það hljóta allir íslendingar að fagna því ef hægt er að mynda rikis- stjórn sem getur tekizt á við þann vanda sem við blasir,” sagði Óli M. Lúðvíksson bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins á ísafirði. „Það má síðan deila um þær aðferðir sem notaðar eru við þessa stjórnarmynd- un. Maður verður að vona að Sjálf- stæðisflokkurinn allur fari inn í vandann þessa stjórn. Það yrði farsælast fyrir þjóðina. Menn verða að láta deilu- mál kyrr liggja. Ég á ekki von á því að þessi stjórnarmyndun valdi klofningi. Þarna er líklega að hluta til um persónulegt uppgjör að ræða. En eins og ástandið er nú verða menn að leggja persónulegar deilur til hliðar. Þá verða þeir menn að meiri.” -JH. Ólína G. Ragnarsdóttir bæjarfulltrúi, Grindavík: Þessi stjórn- armyndun kemur manni spánskt fyrir sjónir „Óneitanlega kemur manni stjórnarmyndun sem þessi nokkuð spánskt fyrir sjónir,” sagði Ólína G. Ragnarsdóttir, annar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Grindavík. „Annars er bezt að segja sem minnst um þessi mál þar til þau skýrast frekar. Ég er á móti þessari stjórnarmynd- un. Ég hefði talið það eðlilegra að formaður flokksins hefði myndað stjórn í stað Gunnars Thoroddsens. Ég reikna með því að þessi stjórnar- myndun valdi klofningi í Sjálfstæðis- flokknum.” -JH. Sigurgeir Sigurdsson bæjarstjórí: TVBRDGASÖK ÞEGAR DEILT ER „Við sjálfstæðismenn vitum al- mennt litið um hvað verið er að semja um í stjórnarmyndunarumræðunum. Við höfum okkar vitneskju að mestu úr fjölmiðlunum,” sagði Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri á Seltjarnar- nesi. „Tveir eiga venjulega sök þegar deilt er. Ég geri ráð fyrir að það eigi við deilurnar í Sjálfstæðisflokknum líka. Ég vona aðsættir náist. Það er í sjálfu sér eðlilegt að skoðanir geti verið skiptar i stórum og viðum flokki eins og Sjálfstæðis- flokknum. Og flokkar hafa eins og menn gott af uppstokkun annað slagið.” Aðspurður um beiná afstöðu til stjórnarmyndunar dr. Gunnars sagði Sigurgeir Sigurðsson. „Það er bezt að halda sig við vilja meirihlutans. Ég er andvígur að skrifaðséuppá blankó víxla.” -ARH. Guðmundur Heíðar, formaður Varðar á Akureyrí: Líklegt að Sjálfstæð- isflokkurinn klofni „Ég er andvígur stjómarmynd- unartilraunum Gunnars. Öllu lengra er ekki hægt að ganga en að skeyta ekki um meirihiutaákvarðanir. Ég :veit hins vegar ekkert um málefna- samning stjórnarinnar og dómur um hann og verk stjórnarinnar bíða betri tima,” sagði Guðmundur Heiðar Frímannsson formaður Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri. „Síðustu atburðir eru auðvitað mjög óæskilegir fyrir flokkinn. Ágreiningurinn núna snýst meira um menn en málefni. Óþarft er þó að draga fjöður yfir að sjálfstæðismenn greinir á um ntálefni. Sumir fram- bjóðendur voru andvígir leiftur- sóknarstefnunni fyrir síðustu kosningar. Og ágreiningur er líka um hlutverk rikisins í þjóðarbúskapnum. Átökin eiga sér langan aðdrag- anda og ég tel líklegt að dragi til veru- legra tiðinda. Ég á von á klofningi i Sjálfstæðisflokknum.” -ARH. Hörður Stefánsson bæjarfulftrúi Neskaupstað: FIKT ÚT í LOFTIÐ „Það er afar slæmt hljóð i mér vegna þessarar stjórnarmyndunar,” sagði Hörður Stefánsson flugvallar- vörður á Neskaupstað. Hann situr i bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokk-. inn. , I yrst og fremst er með eindæmum hvernig að málum er staðið hjá Gunnari og hans mönnum. Ég hef ekki trú á þvi að stjórnin verði lang- líf. Það sem ég hef heyrt um málefna- grundvöll hennar er fikt út i loftið.” | Þú styður þá við bák formanns- ins? „Já, ég styð Geir svo lengi sem hann er formaður Sjálfstæðisflokks- ins. Ágreiningur hefur lengi verið Ifyrir hendi innan flokksins. Eftir þessa atburði ættu þeir að verða úr sögunni. Ég á von á að átökin verði flokknum til góðs þegar litið er til lengri tíma.” Hörður sagði að lokum að sjálfur hefði hann helzt kosið sér vinstri stjórn í hálft annað ár i viðbót. „Það ætti að nægja til að sýna mönnum hvert slíkt leiðir. Við hefðum von- andi fengið frið fyrir vinstri stjórnum í minnst áratug á eftir.” -ARH. Vilmundur Gylfason hefur ekki gleymt Jóni Sólnes: SÍMGJALDAMÁL JÓNS SÓL- NESS SEND SAKSÓKNARA — því staðreynt er að misfellur áttu sér stað Vilmundur Gylfason dómsmálaráð- herra hefur skotið símareikningamáli Jóns Sólness til ríkissaksóknara. Í bréfi ráðherrans til saksóknara segir að yfir- skoðunarmenn ríkisreikninga hafi á sl. ári óskað athugunar ríkisendurskoð- unar á misfellum í sambandi við fylgi- skjöl með tilteknum reikningum sem Jón G. Sólnes hafði fengið greidda hjá Alþingi og eða Kröflunefnd. Segir ráð- herrann að umræddu rannsóknarefni hafi ekki verið lokið þrátt fyrir að stað- reynt hafi verið að umræddar mis- fellur hafi átt sér stað. Er þess farið á leit við saksóknara að hann hlutist til um, eftir því sem við verður komið, að umrætt rannsóknarefni verði tæmt þannig að það geti fengið lögmælta meðferð sem efni standa til. Að fróðra manna sögn verður opin- ber rannsókn á þessu máli Jóns Sólness ekki afturkölluð úr þessu því jafnvel þótt kærandi drægi kæruna til baka ber ríkissaksóknara að rannsaka þau • mál sem athygli hans hefur verið vakin á. Þrjár leiðir liggja þá fyrir i málinu. Ein er sú að saksóknara finnist málið ekki þurfa frekari rannsóknar, önnur að hann hlutist til um að lögreglurann- sókn fari fram í þvi og hin þriðja að saksóknari fyrirskipi beina dómsrann- sókn málsins. Það voru yfirskoðunarmenn rikis- reikninga, þeir Baldur Óskarsson, starfsmaður Alþýðubandalags, Bjarni P. Magnússon, starfsmaður Alþýðu- flokksins, og Halldór Blöndal, nú alþingismaður, sem skrifuðu forseta sameinaðs þings bréf um að Jón Sólnes alþingismaður hefði fengið greidda símareikninga af heimilissíma sínum hjá Kröflunefnd. Hluta þessa sama símakostnaðar hafði Jón Sólnes svo einnig innheimt hjá Alþingi gegn fram- vísun ljósritaaf reikningunum. Símareikningar Jóns náðu til þriggja ára: 1976, 1977 og 1978. Upphæðin sem Kröflunefnd greiddi honum nam um einni milljón króna. Hluta upp- hæðarinnar fékk hann svo einnig greiddan hjá Alþingi á grundvelli þess' að Alþingi greiðir gjöld af heimasímum þingmanna, þau sem umfram eru venjulegt fastagjald af síma. Skrifstofa Alþingis gaf Jóni tæki- færi til að endurgreiða símgjöldin sem hann hafði fengið greidd þar eftir Ijós- ritum reikninga. Gerði hann það með tveimur greiðslum í seplember og október. Yfirskoðunarmenn tortryggðu einnig á sínuni tiina eftirvinnugreiðslur lil Jóns Sólness sem formanns Kröflu- nefndar. Vitni voru leidd fram sem vottuðu að þær greiðslur bæri Jóni samkvæmt ráðningarsamningi sem Kröflunefndarformanni. Varnir Jón G. Sólness voru þær helztar i símareikningamálinu að Kröflunefnd hefði lagt út fyrir þessum símareikningum vegna ógreiddra reikn- inga fyrir bifreiðakostnað. Sagði Jón að enn hefði ekki verið skorið úr um þær greiðslur en taldi sig eiga rétt á þeim samkvæmt reglum um greiðslu bifreiðakostnaðar forslöðumanna opinberra stofnana vegna nola á eigin bifreið. Hafi með þessum hætti myndazt skuld hans við Kröflunefnd sem hann hafi geymt að gera upp þar til skorið yrði úr bilakostnaðarmálinu. Hefði bilakostnaðarmálið verið gert upp á réttan hátt og á réltum tíma hefði Jón átt rétt til greiðslu símagjalda frá Alþingi eftir föstum reglum. -A.Sl.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.