Dagblaðið - 08.02.1980, Síða 23

Dagblaðið - 08.02.1980, Síða 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980. I LOVEY — sjónvarp kl. 22.10: Barátta kennslukonu við þroskaheft böm „Myndin segir frá kennslukonu. Hún er nýskilin eftir 20 ára hjóna- band. í upphafi skólaárs biður skóla- stjóri skólans, sem hún vinnur við og er fyrir þroskaheft börn, hana að taka að sér unga stúlku. Stúlkan hefur verið í mörgum skólum en eng- inn getað átt við hana vegna skapofsa hennar,” sagði Kristmann Eiðsson í samtali við DB. Kristmann er þýðandi banda- rískrar sjónvarpsmyndar frá árinu 1978 sem sjónvarpið sýnir í kvöld kl. 22.10. Myndin er byggð á ævisögu Mary MacCracken sem starfað hefur að kennslu þroskaheftra barna. „Kennslukonan hefur annazt þrjá pilta sem tekið hafa miklum fram- förum og er hún þvi óhress með að fá óhemju í þann hóp. Það verður þó ekki hjá því komizt. Þegar í upphafi gengur allt með ósköpum. Stúlkan er þver og lætur öllum illum látum þannig að dreng- irnir þrír vorða hálfskelkaðir. Með þrautseigju tekst kennslukonunni að draga úr mesta ofsanum hjá stúlk- unni og smátl og smátt róast hún og samlagast umhverfinu. Inn i myndina fléttast siðan einka- mál kennslukonunnar. Starfsfélagar hennar vilja koma henni á framfæri við herra. Hún tekur þó öllum boðum um stefnumót fálega,” sagði Kristmann Eiðsson ennfremur. Með hlutverk kennslukonunnar í mynd- inni fer Jane Alexander. -KLA Kennslukonan í mynd kvöldsins ásamt drengjunum þremur og stúlk- unni erfiðu. KASTUÓS — sjónvarp kl. 21,10: Gils Guðmundsson, fyrrum ritstjórí, heldur áfram að lesa söguna Llr fylgsnum fyrri aldar f útvarpi i kvöld. DB-mynd Bjarnleifur.' Hver er staðaníís- lenzkum stiómmálum? „Kastljósi í kvöld verður beint að stöðunni í stjórnmálum hér á landi og þá væntanlega nýrri ríkisstjórn,” sagði Guðjón Einarsson fréttamaður i samtali við DB. Stjórnmálin verða því aðalefni þáttarins enda margt og mikið að gerast í þeim málum þessa dagana. Ekki gat Guðjón tjáð sig nákvæm- lega um efni þáttarins né hverjir yrðu þeir sem sætu fyrir svörum, þar sem staðan er fljót að breytast. Þó sagði Guðjón að væntanlega yrðu umræður í beinni útsendingu úr sjónvarpssal. Munu þeir menn sem hlut eiga að máli þá ræða saman. Kastljós verður því án efa spenn- andi í kvöld en það er á dagskrá kl. 21.10 og er um klukkustundar langt. - ELA Frá Alþingi; dr. Gunnar Thorodd- sen, Ólafur Jóhannesson og Geir Hallgrímsson. KVOLDSAGAN — útvarp kl. 22.40: Róstur og deilur nítjándu aldar Séra Friðrik Eggerz. í kvöld kl. 22.40 heldur Gils Guð- mundsson, fyrrum ritstjóri, áfram að lesa söguna Úr fylgsnum fyrri aldar eftir Friðrik Eggerz i samantekt Jóns Guðnasonar skjalavarðar. Úr fylgsnum fyrri aldar er i tveimur bindum. Gils mun hins vegar aðeins lesa um þriðjung bókanna. Fyrri bókin segir frá föður séra Friðriks Eggerz en sú seinni frá honum sjálfum. Friðrik Eggérz var uppi á 19. öld. Hann upplifði mikla róstu- og deilu- (íma og et þeini linia vel lýsl i bókum hans. Friðrik lézt árið 1894, þá 92 ára að aldri. Gils Guðnnindsson les í kvöld fjórða lestur sögunnar en alls verða þeir þrjá- tíu. - KLA „Postular tónlistardeildar” „Komið hafa fram hugmyndir um allverulegar breytingará útvarpsefni i vetur og þá með sérstakri hliðsjón af hlustendakönnun Hagvangs.” Þetta kom fram i samtali DB í ágúst sl. við formarin Útvarpsráðs. Ennfremur sagði formaðurinn:: „Ákveðið hefur verið að halda sérstakan fund með starfsfólki lónlistardeildar og verða þar ræddar hugsaniegar breytingar á tónlistarflutningi Hljóðvarps.” Við hlustun á dagskrá Hljóðvarpsins í gærkvöldi var ekki hægt að merkja að neinar breytingar hefðu orðið á dagskrárefni þvi sem boðið er upp á á fimmtudagskvöldum. Þar svífa postular tónlistardeildar yfir vötnun- um. Hvort sem mörlandinn nú vill eða ekki skal hann hlusta á sígilda tónlist, i hvaða formi sem hún nú kannað vera. Fimmtudagskvöld hljóta að vera þau kvöld sem flestir hlusta á dagskrá hljóðvarps, þannig að búast mætti við að dagskráin væri vandaðri þetta kvöld heldur en önnur kvöld vikunnar. En það var nú ekki svo í gærkvöldi. Notað var auðunnið tónlistarefni, s.s. bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands og gamlar upptökur með kórum og einsöngvurum og þaö á bezta útsendingartíma. Ef það skal vera sigild tónlist, hvers vegna þá ekki að hafa þætti eins og Jón örn Marinósson hefur umsjón með á laugardagskvöldum, þar scm hann spjallar um tónlistina og höfunda hennar. Auðsætt er að fundursá sem halda átti með starfsfólki tónlistar- deildar hefur annaðhvort aldrei verið haldinn eða tónlistardcild hefur hugsað sér að hafa að engu hiust- endakönnun þá sem Hagvangur gerði. Sveitarfélög — Verktakar Til sölu er veghefill, NORD WERK, í mjög góðu lagi. VÉLTÆKIMI HF. SÍMI 84911 OG 40530 VElTINGAHÚS Lokað.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.