Dagblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. FLBRÚAR 1980. Erlendar fréttir REUTER Giap stríðshetja settur til hliðar Giap hershöfðingi varð stríðshetja í Vietnam er hann stjórnaði bardögum gegn franska nýlenduhernum þar um miðjan sjötta áratuginn. Hann var einnig einn aðalherstjórnarmanna Vietnam þegar Bandaríkjamenn voru reknir þaðan tuttugu árum síðar. Giap hefur nú misst eitthvað af vegtyllum sínum í einhverskonar endurskipulagn- ingu rikisstjórnarinnar í Vietnam. Castro gefur upp hermannafjöldann í Afríku Kúbumenn voru á tímabili með þrjátiu og sex þúsund hermenn i Angóla og tólf þúsund í Eþíópíu að sögn Fidels Castro forseta Kúbu. Þetta er í fyrsta skipti sem Castro eða annar ráðamaður í Kúbu upplýsir nokkuð um fjölda Kúbumanna sem sendir voru þangað til aðstoðar vinstri sinnuðum skæruliðum. Kuwait segir upp olíusamningi Kuwait hefur rift samningi um að selja olíu til ítalska fyrirtækisins Pontoii. Ástæðan er sögð sú að grunur leikur á að einn skipsfarmur af olíunni hafi verið seldur Suður-Afríku. SAS dregur saman á Atlantshafsleiðinni — olíukreppan kemur fyrst og fremst fram I fækkun ódýrra sæta fyrir almenna ferðamenn Sífellt hækkandi eldsneytisverð veldur því að skandinaviska flug- félagið sér sig tilneytt að draga úr ferðum yfir Atlantshafið. Samkvæmt tilkynningu Carl-Olof Munkberg, aðalforstjóra fyrirtækisins, verður samdrátturinn átta af hundraði næsta sumar. Er þá miðað við fram- boð SAS á þessari leið síðastliðið sumar. Munkberg forstjóri sagði í viðtali við dönsk blöð að þegar í vetur hefði mátt merkja samdrátt á seldum flug- farmiðum yfir Atlantshafið á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Sé þessi samdráttur hjá SAS um það bil einn af hundraði miðað við fyrri vetur. í tekjum er þetta einhvers staðar nærri því að vera jafnvirði tuttugu og fjögurra milljarða íslenzkra króna. Þá mun að vísu vera átl við eins pró- sent samdrátt í farmiðasölu yfir allt árið. Að sögn ráðamanna hjá SAS eru fyrirtæki þegar farin að horfa meira í aurinn áður en starfsmenn fara í við- skiptaferðalög sem krefjast flug- ferða. Sagt er að búast megi við enn meiri íhugun í þeim efnum eftir að hækkanir á verði flugfarmiða hefur gengið í gildi. Munkberg forstjóri SAS sagði að minnkandi framboð sæta á Atlantshafsflugleiðinni mundi fyrst og fremst koma niður á ódýrum Krfiðleikar í Ameríkuflugi eru sam- eiginlegir öllum evrópskum flug- félögum segir Munkberg, aöalfor- sljóri SAS. ^ ^ ferðum sem ætluð hafa verið til að hvetja hinn almenna____ferðamann. Einkum verður lögð áherzla á að selja farmiða til kaupsýslufólks og annarra sem þurfa að ferðast atvinnu sinnar vegna og greiða mun hærra verð en venjulegir sumarleyfisferða- menn. Að sögn Munkbergs, aðalforstjóra SAS, eru erfiðleikar á flugi ntilli Evrópu og Bandaríkjanna sameigin- legir öllum evrópskum flugfélögum. Nýja Sjáland: Fækka sendiráðs- mönnum í 8 úr 31 Robert Muldoon forsætisráðherra Nýja-Sjálands sagði í gærkvöldi að hann mundi skipa Sovétmönnum að fækka sendiráðsmönnum sínum i Wellington úr þrjátíu og einum í átta ef ekki yrði hætt að senda kommúnista- flokki landsins fjárstyrki. Sendiherra Sovétríkjanna í Welling- ton, Vsevolod Sofinsky, var vísað úr landi fyrir tólf dögum fyrir að hafa i eigin persónu afhent forráðamönnum kommúnistaflokksins „Rússagull”. Flokkur þessi er mjög lítill en hefur verið dyggur fylgjandi Moskvulín- unnar. Sendiherrann neitaði algjörlega þessum ákærum og sagði þær fremur eiga heima i glæpasögu en raunveru- leikanum. Forráðamenn kommúnistaflokksins i Nýja-Sjálandi hafa einnig neitað að hafa fengið nokkra peninga frá Moskvu. í kjölfar brottvísunar sovézka sendi- herrans ráku Sovétmenn nýsjálenzka sendiherrann í Moskvu úr landi. Auk þess hafa þeir að sögn nýsjálenzkra yfirvalda dregið úr hömlu að sam- þykkja formlega þann mann sem átti að taka við af þeim brottrekna. 'ungur Kúmenl taldi sig l gámi, sem siðan var settur um borð i bandarfskt flutningaskip. Gerðist þetta i Svartahafshöfninni Costanta i Rúmeniu. Hann siapp úr prisundinni eftir viku en þá var skipið komið til Genúa á ítalfu. Myndin sýnir hvar flóttamaðurinn gægist út úr gáminum rétt áður en hann komst út i frelsið. Hjálparstofnun kirkjunnar þakkar eftirtöldum aðilum veittan stuðning: Listamönnunum sem fram koma, Tónkvísl, Litmyndum Þórhildi Jónsdóttur, eigendum og starfsfólki Austurbæjarbíós. Forsala aögöngumiöa í Fálkanum Hiálparstofnun-^ kirkjunnar J 0

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.