Dagblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. - LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980. - 95. TBLT RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. Bátsskaóinn við Vestmannaeyjar: Lík eins sjómannanna rekið austan Holtsóss —Ólíklegt talið að nokkurhafi komizt af Lik eins sjómannanna þriggja sem voru á Jökultindi S1 200, sem síðast sást á miðvikudagskvöld á miðum um 3 milur frá Vestmannaeyjum, fannst i gær á fjöru skammt austan við Holtsós undir EyjafjöUum. Það var flugvél sem fann líkið en það var bundið við lóðabelg. Óliklegt þykir nú að nokkur úr þriggja manna áhöfn bátsins hafi komizt af. Ákafri leit er þó haldið áfram. Voru leitarskilyrði mjögslæm i gær, 8—9 vindstig af SSV. I dag verða fjörur gengnar frá Affalli i Landeyjum til Víkur i Mýrdal. Þrir menn voru á bátnum sem fyrr segir. Voru það þeir Guðmundur E. Guðjónsson, kafari og sjómælinga- maður, 49 ára, til heimilis að Boga- hlíö 18 i Reykjavík. Guðmundur var skipstjóri og eigandi bátsins. Magnús Rafn Guðmundsson, sonur Guðmundar skipstjóra, 20 ára, til heimilis á sama stað, Bogahlíð 18. Kári Valur Pálmason, 20 ára, Brekkugerði 12 Reykjavík. Auk þess sem likið fannst austan Holtsóss var talið að stól úr bátnum hefði rekið á Bakkafjöru. Var það ókannaðþegar DB fór í|prentun. A.Sl Breiðhyltingar sprella á dimmissjón Þessi klnverska snót var meðal margra furðufugla er sáust á ferli i miðbœnum i gœri Þar voru sótarar, kjólklæddir menn og jafhvel dauðir menn risu úr kistum. Þegar betur var að gáð voru yfirnáttúrulcgir Hlutir ekki að gerast, heldur nemendur úr Fjölbrautaskóla Breiðholts að sprella i tilejhi dimmissjónar. Klnverska stúlkan er a/ð hœttiþarlendra mikið fyrir sterkan mat og reyndiþví pylsu með öllu hjá Ásgeiri pylsusala Hannesi I Austurstrætinu og llkaði mœtavel. DB-myndin Bjamleifur. Rolf selur 7 af hverjum 10 sígarettum —sjá b/s. 6. Mismunandi verðá barnamaf í krukkum — sjáNeytendasíðu b/s. 4. öryggismálin í byggingu Fram- kvæmda- stofnunar —sjá b/s. 5. Guðlaugur og Björn gulli betri —sjá bridgeþátt Símonar Símonar- sonar b/s. 8. Eflum neyt- endasamtök —sjá /eiðara b/s. 10.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.