Dagblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980. BIAÐIB Utgafandi: DagblaflKJ hf. FramkvnmdastjflH: Svoinn R. EyjóHvion. RHstjórí: Jónas KrUljinsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Halgason. Frittastjórí: Ómar Valdimarsson. SkrifstofuStjóri ritstjómar Jóhannas Reykdal. Ijrróttir Hallgs Símonarson. Monning: Aflalstainn IngóHsson. Aflstoflarfrittastjóri: Jónas Haraldsson Handrít: Ásgrimur Pilsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaflamann: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Adi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Brogi Sigurflsson, Dóra Stafinsdóttir, Elln Albertsdóttir, Erna V. IngóHsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson,. Ólafur Geirsson, Sigurflur Svorrisson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjarnloifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurös son, Sveinn Þormóösson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrífstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing ystjóri: Már E.M. Halldórsson.____________ Eflum neytendasamtök Neytendasamtökin íslenzku hafa ekki/í alltaf staðið undir nafni. Þau hafa verið of févana til að sinna nægilega því mikla verki, sem þau ættu að.vinna. Nú hefur orðið nokkur breyting á. Fyrir framtak nokkurra áhugasamra forystu- manna hafa Neytendasamtökin vaxið að virðingu. Samstarf Neytendasamtakanna við fjölmiðla, og þá einkum Dagblaðið og Vikuna, hefur átt einna mestan þátt í þessari ánægjulegu þróun. Formaður Neytendasamtakanna, Reynir Ármanns- son, segir um þetta: ,,Ég hygg, að ekki sé ofmælt að segja, að Neytendasamtökunum hafi á undanförnum misserum tekizt að snúa snældunni sér ögn í vil. Félagsmönnum hefur fjölgað, og styrkur hins opinbera hefur aukizt meira en sem nemur verðbólgunni. Þetta er árangur af þrotlausu starfí fjölmargra, ekki einungis innan vébanda samtakanna heldur einnig til dæmis ýmissa fréttamanna dagblaða og ríkisfjölmiðla. Já- kvæð umfjöllun þeirra hefur orðið okkur ómetanleg lyftistöng.” Sífellt fleiri leita aðstoðar hjá kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna. Upphringingar á síðasta ári munu hafa verið nálægt tveimur þúsundum. ,,Með að- stoð fjölmiðla höfum við gert seljendum ljóst, að við látum ekki algjörlega hundsa okkur, ef við teljum neyt- endum misboðið,” segir Reynir Ármannsson. Neytendasamtökin hafa tekið upp þá nýbreytni að fylgjast að eigin frumkvæði með viðskiptum opinberra stofnana við hinn almenna borgara. Gísli Jónsson prófessor, einn forystumanna í Neytendasamtökunum, gerði nokkra grein fyrir þessum þætti í kjallaragrein í Dagblaðinu nú í vikunni. Hann vék þar að viðskiptum við Póst og síma, rafveitur og Ríkisútvarpið. Reynslan af þessu starfi hefur sýnt, að miklu tíðara er en fyrir- fram var talið, að opinberar stofnanir virði ekki reglur í viðskiptum við almenning. Einnig má nefna lagmetismálið, sem flestir munu kannast við. Neytendasamtökin létu Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins á síðasta ári rannsaka íslenzkt lag- meti. í ljós kom, að mikið af lagmetisvörunum var gallað og eftirlit með þeim í handaskolum. Verðkannanir Neytendasamtakanna eru gagnlegar, en slíkar kannanir þyrftu að verða mun ítarlegri, ef vel ætti að vera. Hér hefur aðeins verið drepið á fáeina þætti í starfi NeytendaSamtakanna. En samtökin búa sem fyrr við skarðan hlut, Með elju nokkurra manna hefur tekizt að efla samtökin, en þau njóta hvergi nærri nægs skiln- ings stjórnvald^. Stefnt hefur verið að því, að verðlagning verði frjáls- ari en verið hefur. Lög voru samþykkt, sem veitti stjórnvöldum heimild til að gefa verðlagningu frjálsa í greinum, þar sem samkeppni yrði talin nægileg. Ástæða er til að ætla, að frjálsari verðlagning gæti orðið bæði neytendum og seljendum til hagsbóta, ef rétt yrði að staðið. Núgildandi prósenturegla við verð- lagningu leiðir til hærra verðs en vera þyrfti, af því að seljandinn hefur oft beinan hag af því að kaupa dýrt inn. Framkvæmd þessara laga hefur nú frestazt nokkuð. Á þeim var sá mikli ljóður, að ekki var gert ráð fyrir, að neytendasamtök yrðu efld nægilega til að fylgjast með því, að rétt yrði að staðið. Það hlýtur ein- mitt að vera eitt grundvallaratriðið, eigi að gefa verð- lagningu frjálsari, að neytendur eigi sér sterkan mál- svara í neytendasamtökum. Núverandi forystumenn Neytendasamtakanna hafa sýnt, hversu mikið má gera af litlum efnum, sé áhuginn nógur. Þetta ætti að verða stjórnvöldum og almenningi hvatning til að veita samtökunum þann byr, sem þau verðskulda. Samvizkufangar Amnesty Intemational fapríl eru frá Tékkóslóvakíu, Marokkó og Suöur- Kóreu: SKIPULAGÐI TÓNLEIKA í TÉKKÓSLÓVAKÍU —og hlaut fangelsisdóm fyrir Petr Cibulka frá Tékkóslóvakíu er 29 ára verkamaður, sem hand- tekinn var í april 1978 ásamt tveimur mönnum öðrum fyrir að skipuleggja samkomur þar sem flutt var tónlist og lesin ljóð listamanna sem ekki vildu una viðurkenndum stefnum í þessunt listgreinum, — og fyrir að hafa dreift rituðum texta með meintri gagnrýni á pjóðfélags kerfið i Tékkóslóvakiu. Samkvæmt dómi, sem upp var kveðinn yfir Petr Cifiúlka i nóvember 1978 hefði hann átt að losna úr fangelsinu nú í april V r Vöruflutningar: en nýlega hlaut hann nyjan dóm fyrir agabrot í fangelsinu, (hungur- verkfall) og á samkvæmt honum að afplána heilt ár til viðbótar við strangari reglur en fyrr. í réttar- höldunum vegna hungurverkfallsins sagðist Petr Cibulka hafa gripið til þess ráðs til að mótmæla að- búnaðinum i fangelsinu, vinnu- skilyrðum þar og barsmíðum sam- fanga sinna, sem hann hafði orðið fyrir ítrekað. Samkvæmt upplýsingunr Amnesty International hafði hann verið settur tvívegis í einangrun í 15 daga í senn, i klefa þar sem hann var látinn sofa á gólfinu og fékk nauman matar- skammt; siðar var hann hafður i neðanjarðarklefa á hálfum matar- skammti. Heilsa hans er mjög slæni orðin og hefur farið hraðversnandi síðustu vikurnar. Hann hefur ekki getað náð þeim vinnuafköstum, sent honum eru ætluð og þvi aftur sætt vist í neðanjarðarklefanum. Islands- deild hafa borizt tilmæli frá læknum, sem starfa fyrir Antnesly International i Danmörku, unt að hvetja sem flesta islenzka lækna til að taka þátt í að biðja Petr Cibulka frelsis. Skrifa ber til: Dr. Gustav Husak Lífæðar þjóðfélagsins Þessi grein er skrifuð vegna þess að undirritaður gat ekki lengur orða bundist vegna untræðna fjölntiðla undanfarið, þar sent nt.a. hefur verið vegið nokkuð að slarfsbræðrum minunt, og þeir taldir nokkurs konar sökudólgar fyrir háu verðlagi á lands- byggðinni.Vöruflutningabilstjórar hafa yfirleitt þurft að eyða tíman- unt i annað en að stunda skriftir, þeint hefur ekki verið greitt fyrir það af hinu opinbera að verma þægilega skrifstofustóla. Frá upphafi bilaaldar á íslandi hafa þeir fengið að greiða stórar upphæðir i hinn sameiginlega sjóð fyrir að éta rykið af vegum og veg- leysunt þessa lands. Vegum, sem margir hverjir eru lagðir í slóðir, sem þessir menn ruddu með höndunum til að koma björg til innilokaðra byggðarlaga. Þegar borgarbúinn þeysir á einka- bil sinum hringveginn i sumarleyfinu og mætir eða lendir á eftir hægfara vöruflutningabil sem þokast áfram i rykmekki, þá er fyrstá hugsunin oft sú; það ælti nú að banna þessa stóru bila, sem spæna upp vegina og borga svo litið sem ekkert fyrir það. Það er von að þessi skoðun skjóti upp kollinum, þessu er haldið að almenningi, bæði af forráðamönnum Félags isl. bifreiðaeigenda, forustu- sauðum Skipaútgerðar rikisins, og jafnvel ábyrgum opinberum aðilum. Má ekki loka fyrir blóðrásina Það gleymist nefnilega alltaf i þessari umræðu, að vegakerfi þessa lands er ekki orðið svo viðtækt sem raun ber vitni, vegna þess að Jón Kjallarinn Björn Ólafsson Jónsson þurfti að komast á nýja fólksbílnum sinum frá A til B, heldur vegna þess, að aukin framleiðsla þjóðarbúsins hefur kallað á örari samgöngur. Það er t.d. til litils fyrir frystihús úti á landi, sem fær óvænt úr einni veiðiferð togara 100 tonn af ufsa og á ekki til nema þorskumbúðir, að vita af skipsferð eftir viku eða svo. Nei, hætt er við að framleiðslan gengi skrykkjött ef treysta ætti eingöngu á skip. Eins og ég sagði áður krefsl aukin framleiðsla aukinnar afsetningar, og einnig aukinna aðfanga, og í þjóðar- líkamanum eru flutningarnir sama og æðarnar i mannslikamanum. Ef þú lokar fyrir blóðrásina unt einhverja þeirra, þá veldur það vanalega skaða á einhverjum hluta líkamans. Hin mikla þörf landsbyggðarinnar á greiðum vöruflutningum hefur gert það að verkum, að vegir hafa smátt og sntátt verið byggðir um landið, bæði almenningi og fyrirlækjum til hagsbóta. Hætt er við að t.d. hring- vegurinn um Skeiðarársand hefði ekki verið byggður, ef nauðsynin á öruggum flutningum lil Austurlands og framleiðsluslöðvanna þar hefði ekki þrýst á. Og einnig hefði það dregist, ef fáeinir harðduglegir vöru- flutningabilstjórar hefðu ekki verið búnir að brjótast þessa leið á ýmsum árstímum yfir ófær vötn, rneð nauðsynjavörur; sem ekki var treyst á að flytja sjóleiðis. Þessum hltttum gleyma menn fljótt þegar þeir spretta úr spori fram hjá þessum sömu mönnum og vilja þá burt al' vegunum. Hverjir eyðileggja vegina? Nú er rétt að koma að atriði sem nrikið er haldið á lofti, að stórir flutningabílar eyðileggi vegina. Víst má færa rök fyrir þvi, að vegir eru misjafnlega i stakk búnir fyrir þungaumferð, en með skynsamlegum reglum og aukinni samvinnu vegagerðarmanna og Hutningsaðila hefur þessari hættu verið bægt frá, og vegir fara fyrst að versna þegar sumarumferð smábila hefst. Þá koma þvottabrettin og slit- lagið brotnar upp úr vegunum og rýkur og rennur burt, öfugt við það sem gerist þegar hin stóru hjól

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.