Dagblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980. 7 50 kr. af hverjum bíó- miða í kvikmyndasjoð —f rumvarp Vilmundar í skoðun hjá menntamálanef nd ef ri deildar „Það var haldinn félagsfundur hjá félagi kvikmyndagerðarmanna nú fyrir stuttu þar sem ég einmitt las upp bréf um þetta mál. Þar kom fram að menntamálanefnd efri deildar Al- þingis fjallar nú um þetta frum- varp,” sagði Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður í samtali við DB, aðspurður um frumvarp til laga um kvikmyndasafn og kvikmynda- sjóð. Frumvarpið gerði Vilmundur Gylfason í sinni ráðherratíð og hljóðar það þannig: Sérstakt gjald að fjárhæð 50 krónur skai lagt á alla seida aðgöngumiða að kvikmynda- sýningum og rennur í kvikmynda- sjóð. Undanþegnar gjaldinu eru sýn- ingar á íslenzkum kvikmyndum og myndum fyrir börn. „Við erum mjög jákvæðir gagn- vart þessu gjaldi þar sem þarna er um að ræða fastan tekjustofn fyrir kvik- myndasjóð. Hingað til hefur hann aðeins farið eftir fjárveitingu hverju sinni. Hins vegar hefðum við heldur kosið að sjá prósentutölu þarna í stað krónutölu og óskað að talan væri hærri,” sagði Ágúst. „Við styðjum þetta mál því mjög.” I annarri málsgrein frumvarpsins er óvenjulegt ákvæði — um að lögin gildi aðeins til 1. janúar 1983. Hér er því aðeins um að ræða fastan tekju- stofn fyrir kvikmyndasjóðinn í þrjú ár. Nú þegar er farið að greiða sölu- 'skatt af íslenzkum kvikmyndum sem nemur um fimmtungi af hverjum seldum bíómiða. Ágúst var spurður um þá hlið mála. „ísfilm er þegar farin að greiða söluskatt. Hins vegar fer söluskattur- inn að öllum líkindum í kvikmynda- sjóð. Við vonumst þó til að söluskatt- ur verði ekki tekinn af íslenzkum kvikmyndum í framtíðinni þar sem ekki er víst að þær verði alltaf jafn- vinsælar,” sagði Ágúst. - F.LA Mikill sportbátaáhugi á Isafirði: Félögum og bátum Sæfara fjölgar ört — Sæf araf élagar taka m.a. þátt f Sjóralli 1980 -Mikill áhugi er á sportbátaútgerð á ísafirði og kraftur i félagi sportbátaeig- enda þar, Sæfara. Félagar eru nú 90 og hefur þeim fjölgað um 65 frá síðasta aðalfundi. Félagið hélt aðalfund hinn 13. apríl sl. og voru þar mættir 40 félagar. Jónas Eýjólfsson var endur- kjörinn formaður. Starfsemi hefur verið mikil og má nefna hópferðir um íafjarðardjúp, skemmtidagskrá á sjómannadaginn og fjölskylduferð að Hesteyri í Jökulfjörðum. 'I Forráðamenn Sæfara hafa að und- anförnu rætt við bæjaryfirvöld á ísa- flrði um fyrirhugaða aðstöðu fyrir báta félagsmanna, Félagið hefur sótt um athafnasvæði við Úlfsá, en þar er fyrirhugað að reisa sportbátahöfn fljótlega, samkvæmt nýju skipulagi. Á aðalfundinum kom fram, að menn eru uggandi vegna aðstöðunnar nú i sumar, þar sem bátaeign félagsmanna hefur aukizt um helming. Nú munu félagsmenn eiga um 50—60 báta og fjölgar þeim ört. Félagið hefur því farið þess á leit við hafnarnefnd að félagið fái aukin afnot af flotbryggjum og lögð verði fleiri bólfæri í Sunda- höfninni. Þá hafa og staðið yfir viðræður við olíufélögin varðandi aðstöðu til elds- neytistöku frá bensínstöðinni við Hafnarstræti. f ráði er að fá aðstöðu, þar sem hægt verður að dæla eldsneyti beint á bátana. Sæfaramenn hafa og endurnýjað samning sinn við Samvinnutryggingar um tryggingu bátanna og verður hann með sama sniði og síðastliðið ár. Þetta munu vera hagstæðustu tryggingar á sportbátum á landinu. I sumar er margt á prjónunum, m.a. fijótandi bátasýning eftir að dagskrá hópferðir, fiskveiðikeppni og áform sjómannadags lýkur. Þess má svo að um sjórall um Djúpið. Þá verður og lokum geta, aó fyrirhugað er, að félgar skemmtidagskrá á vegum Sæfara á í Sæfara taki þátt í Sjóralli 1980 á sjómannadaginn og fyrirhuguð vegum Dagblaðsins og Snarfara. -JH. Jónas Eyjólfsson, formaður Sæfara. ; í :: DB-myndir JH. Þétting byggðar á þrem stöðum samþykkt: Við Borgarspítala, Öskju- hjíðankóla og í Laugarási Borgarráð Reykjavikur hefur samþykkt að byggð í Reykjavík verði þétt á þrepi af þeim fimm stöðum sem Þróunarstofnun gerði úttekt á á sínum tíma. Þeir staðir voru Laugarás, svæði við Borgarspítalann, svæði við Skeiðarvog, við Öskjuhlíðarskóla og svæði við Suðurlandsbraut vestan Glæsibæjar. Samþykkt hefur verið að við Borg- arspítalann rísi 150 íbúðir á 1—3 hæðum og lögð áherzla á margar litlar ibúðir. Við Öskuhliðarskólann eiga að rísa 100 íbúðir á einni til tveim hæðum og í Laugarásnum eiga að rísa 35 íbúðir á einni til einni og hálfri hæð. Þar er vandinn mestur þvi taka verður tillit til samþykkta náttúruvætta, eins og jökulsorfinna klappa og útsýnis. Bæði Umhverfismálaráð og Náttúruverndar- ráð eiga að hafa eftirlit með að þar verði engu spillt. Deilur urðu í borgarráði um svæðið við Skeiðarvog (við hestinn). Albert Guðmundsson og Birgir ísleifur Gunnarsson lögðu fram bókun, þar sem þeir sögðust vera á móti byggð þarna og greiddu atkvæði gegn henpi. Þrír fulltrúar meirihlutans samþykktu hins vegar að efnt yrði til hugmynda- samkeppni um byggð þarna, án nokkurra bindandi skuldbindinga um magn byggðarinnar. Vegna þessarar deilu hefur málið verið sent borgar- stjórn sem ætti venju samkvæmt að funda 1. og 3. fimmtudag í maí. Báðir ) þeir dagar eru hins vegar frídagar þannig að óvíst er hvenær málið verður tekið fyrir. Það svæði sem umdeildast hefur verið í fjölmiðlum er svo alveg eftir, svæðið við Suðurlandsbraut vestan Glæsibæjar. Samþykkt var að láta það bí$a borgarráðsfundar næsta þricjudag. Mjög margir eru á móti byggð þarna vegna þess að þeir telja hana spilla Laugardalnum. Öðrum finnst það hins vegar vitleysa, þarna hafi samkvæmt eldra skipulagi átt að byggja verksmiðjuhverft og sé íbúða- byggð miklu betri kostur. Þvi sé beinlínis verið að bjarga svæðinu. -DS. istækni hf. Armúla 22. Sími 34060. • Kjölbátur með uppdraganlegan kjöl. • Hraöskreiður fjölskyldubátur sem einfalt er að stjórna. • Hraðskreiður í léttum vindi og planar i 4 vindstigum. • Mikiö flot sem gerir bátinn nánast ósökkvanlegan. • Einfaldur að setja á flot og taka upp aftur. • Mikið káeturými, þar sem stærstu menn geta setiö uppréttir. !• Svefnpláss fyrir þrjá og möguleiki fyrir : fjóra. • Þarfnast litils viðhalds. • Kostar aðeins helming á við Mini Tonner. • Talinn vera einn af heppilegustu seglbátum fyrir Islcnskar aðstæður. „GEM vann 79 Micro-cup keppnina”. I keppninni á La Grande i Frakklandi varðGEM i fyrsta, öðru og fimmta sæti. I opna mótinu, Solent Circuit Servies, 78, sem haldið var i Lymington haustið 78, kom GEM inn fimmti af 80 bátum. LENGD: 5,50 m Breidd: 2,41 m Rista: 1,00 (kjölur niðri) Rista: 0,23 (kjölur uppi) SegMlötur: 18,5 m2. Nú er takifærið að tryggja sér einn af 5 bátum, sem hægt er að fá afgreidda ffyrir sumarið. SkemmtikvöU Framsóknar- félaganna ífíeykjavík Framsóknarfélögin í Reykjavík gangast fyrir skemmtikvöldi laugardaginn 26. april. Hefst það með borðhaldi kl. 19.30 í Hótel Heklu. Veizlustjóri verður Hrólfur Halldórsson, for- maður Framsóknarfélags Reykavíkur. Karon sýningarflokkurinn heldur tízkusýningu. Töfra- maðurinn Baldur Brjánsson sýnir listir sínar nýkominn frá London. Hljómsveitin Ásar leikur gömlu og nýju dansana. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Upplýsingar í síma 24480. Nokkrar óseldar pantanir seldar í dag frá kl. 10.00—14.00 á skrifstofu Framsóknarflokksins, sími 24480. TOSSABEKKURINN Glenda Jackson — Oliver Reed i Hörkulegur skólastjóri — heimtufrek kennslukona — óstýrilátir nemendur. Þvílík samsuða. Bráðskemmtileg gamanmynd íslenzkur texti | Sýndkl. 5,7,9 og 11. Leikstjóri: Silvio Narrizzano

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.