Dagblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980. Óf remdarástand á bækl- unardeild landspítala? —Sjúklingar sagðir bíða mánuðum saman eftir úrbótum, þóþeir séu „alveg úr leik” I.esandi hringdi og kvaðsl vilja vekja athygli á hv> ófremdárástandi sem rikli á bæklunardeild Landspíl- alans. „Mörg hundruð sjúklingar biða eftir að fá bót meina sinna mán- uðunr og jafnvel árum saman og geta ekkert annað gert en bíða. Til dæmis er stór hópur fólks sem þarf liðamót í mjaðmir eða hné og það er látið biða mánuðum saman, þó vitað sé að það sé alveg úr leik a meðan. Þessi liðamót eru ekki til, segja læknarnir. Þau eru á hafnarbakkan- um og fást ekki leyst út. En meðan hægt er að halda búnaðarþing fyrir 18 milljónir króna finnst mér að ekki ætti að þurfa að gefa þessu óham- ingjusama fólki slík svör. Það er þó ekki eingöngu pláss- leysið og peningaleysið sem hægt er að gagnrýna varðandi bæklunar- deildina. Sjúklingum er oft sýnd litil tillitssemi þegar þeinr er margsinnis lofað einhverju sem svo er ekki hægt að standa við þegar til á að taka. Mín skoðun er sú, að ekkert nema stórátak dugi’ til að koma þessunt málum i viðunandi horf. Við getum ekki endalaust lokað augunum fyrir þvi, hvernig búið er að bæklunar- sjúklingunt hér á landi.” Frá endurhæfingardeild I.andspilal- Rót ef nahagsvandans liggur í of vexti kerfisins: Ekkert lát á útjþenslu báknsins — Nú á að fjölga borgarfulltrúum. Ráðherrum fjölgar stöðugt, svo ogaðstoðarráðherrum og þingmönnum Gantall sjómaður hringdi: Alveg blöskrar mér hvað þessi svo- nefnda yfirbygging þjóðfélagsins, eða báknið eins og það er stundunt ^ líka kallað, er alltaf aðaukast. Ekki verður heldur sagt, að þing- menn og ráðherrar gangi á undan nteð góðu fordæmi varðandi niður- skurð á þessu sviði. Ráðherrastól- arnir eru nú orðnir tiu og þingntenn á launum ekki færri en sjötíu. Ekki duga þó ráðherrastólarnir tíu til heldur þurfa flestir ráðherrarnir að ráða sér aðstoðarmenn. Allt virðist þarna á sömu bókina lært, og við höldum áfrant að mennta lög- fræðinga og sálfræðinga í grið og erg. Þeir þurfa að sjáifsögðu að fá eitthvað að gera þegar þeir ljúka nánti og því fjölgar stöðunum hjá hinu opinbera látlaust þrátt fyrir allt hjal um niðurskurð og vilja til að vinna bug á verðbólgunni. Forsmekkinn að þvi sem koma skal boðar svo Sigurjón Pétursson, alveg, ófeiminn á sjónvarpsskermin- um, þegar hann heldur þvi frant að borgarfulltrúum þurfi að fjölga úr 15 i 21. Birgir ísleifur gagnrýndi þetta og vonandi er það ekki bara vegna þess að hann er ekki lengur borgarstjóri. Ég held að allur almenningur geri sér grein fyrir því, að rót vandans liggur ekki sízt í þessunt gífurlega vexti kerfisins. Hér þarf að láta staðar numið og hefja niðurskurð á kerfinu i slað þess að þenja það enn nteira út. Spurning dagsins Hefur þú farið í sólarlandaferð? Svanhildur Arnadóttir klinikdama: Já, ég hef farið til ftalíu og Júgóslaviu. Gunnlaugur ión Rósarssnn, 10 ára: Nei, ég hef aldrei farið i sólar- landaferð. Sigurjón Pétursson, forseti borgar- stjórnar, vill fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 21. ORLOFSHÚS VR DVALARLEYFI Frá 26. apríl næstkomandi verða afgreidd dvalarleyfi í orlofshúsum Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sem eru á eftirtöldum stöðum: 2 hús að Ölfusborgum í Hveragerði 7 hús að Húsafelli í Borgarfirði 1 hús að Svignaskarði í Borgarfirði 4 hús að Illugastöðum í Fnjóskadal og 1 hús í Vatnsfirði, Barðaströnd. Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofshúsun- um á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, sitja fyrir dvalarleyfum til 10. maí nk. Leiga verður kr. 25.000 á viku og greiðist við úthlutun. Byrjað verður að afgreiða dvalarleyfi á skrifstofu VR að Hagamel 4 laugardaginn 26. apríl nk. frá kl. 15.00—19.00. Úthíutað verður eftir þeirri röð, sem umsóknir berast. Ekki verður tekið á móti umsóknum bréflega eða símleiðis. Sérstök athygli er vakin á því aö dvalarleyfi verða afgreidd frá kl. 15.00—19.00 nk. laugardag. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Aðalbjörn Sverrisson vélstjóri: Nei, en mig mundi . langa til að fara til Júgóslaviu. Ásthildur Kjartansdóttir, kennari og húsmóðir: Já, ég hef farið til Spánar, italíu, Portúgal ogGrikklands. Magnús Valdimarsson nemi: Nei, ég hef aldrei farið til sólarlanda og ég mundi frekar vilja fara eitthvað annað. Maria Gísladóttir húsmóðir: Já, einu sinni til Mailorka. Það var indælt en ég mundi ekki vilja fara aftur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.