Dagblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980. 5' Grétar Þorseinsson, formaður Trésmíðafélagsins: „Skrff sem þessi dæma sig sjálf” „Ég harma þann ágreining sem upp er kominn við þessa félaga mína og sem fram kemur í Dagblaðinu 23. apríl sl. um ágreining sem þeir leituðu með til félagsins fyrir nokkrum vik- um,” sagði Grétar Þorsteinsson, for- maði|r Trésmíðafélagsins, i samtali við blaðamann DB vegna skrifa fjög- urra smiða um hús Framkvæmda- stofnunar ríkisins við Rauðarárstíg. Það var í síðustu viku að fjórir smiðir leituðu til DB og sögðu frá að- búnaði við byggingu Framkvæmda- stornunarhússins. Sögðu þeir m.a. frá því að öryggisbúnaður væri allur í lágmarki við þetta hús, auk þess sem menn væru reknir þaðan fyrirvara- laust. Einnig sögðu smiðir þessir að öryggiseftirlit hefði komið þegar fyrsta hæð hússins var í smíðum og sett út á ýmislegt. Það væri hins vegar enn ekkert farið að bæta úr því sem sett var út á. Siðastliðinn sunnu- dag varð síðan slys á þessum vinnu- stað þegar smiður datt niður af efstu hæð hússins og slasaðist mjög alvar- lega. Eftir það lokaði öryggiseftirlit ríkisins staðnum og bannaði alla vinnu þar til úrbætur hefðu verið gerðar. „Hvað varðar aðdróttanir þær sem koma fram í niðurlagi fréttarinn- ar hafna ég þeim alfarið og tel þær raunar ekki svara verðar og svo hitt að slík skrif dæma sig sjálf. Ég mun ekki svara þessu nánar nú en ef ein- hver frekari skrif verða út af máli þessu getur farið svo að ég þurfi heila síðu til að svara,” sagði Grétar Þor- steinsson formaður Trésmíðafélags Reykjavíkur. - ELA Þórir Haraldsson hjá Byggingaf éjaginu Reyni: Stjórn félagsins mun ákveða hvort ejnhverju verður svarað „Það hefur verið ákveðið að gert ennþá og því verð ég að bíða og kvæmdastofnunar ríkisins við stjórn Byggingafélagsins Reynis taki sjá hvaða ákvörðun stjórnin tekur” Rauðarárstíg. ákvörðun um hvort einhverju verður sagði Þórir Haraldsson, einn yfír- ,,Það mun koma fram þegar svarað í sambandi við skrif þau sem manna hjá Byggingafélaginu Reyni, i stjórnin hefur fjallað um málið hvort orðið hafa um hús Framkvæmda- samtali við DB — en það bygginga- (þessum skrifum verður svarað,” stofnunarinnar. Það hefur ekki verið félag er verktaki við hús Fram- .sagði Þórir Haraldsson. -ELA. Eyjólfur Sæmundsson öryggismálastjóri: Verkamenn eiga að snúa sér beint til öryggiseffirjitsins — nái þeir ekki f ram úrbótum á öryggismálum við vinnuveitendur „Ég er mjög hissa á málflutningi þessara manna og lýsi furðu minni á honum,” sagði Eyjólfur Sæmunds- son öryggismálastjóri í samtali við DB. „öryggiseftirlitið kaupir ekki nein blöð en starfsmennirnir reyna að líta í þau heima hjá sér á kvöldin. í þessu tilfelli hafði enginn starfs- maður rekizt á greinina um Fram- kvæmdastofnun ríkisins i DB fimmtudaginn 17. apríl. Þar sem menn þessir hins vegar höfðu gert sér grein fyrir öryggismálum þessa vinnustaðar bar þeim að snúa sér beint til Öryggiseftirlitsins áður en þeir kvörtuðu í blöðin. Hér er alltaf maður á vakt sem tekur á móti kvörtunum. Hefðu þeir kvartað strax við öryggiseftirlitið hefði það þegar farið á staðinn. Það hefði jafnvel orðið til þess að þetta slys hefði aldrei orðið. í þessu sam- bandi vísa ég til laga um öryggisráð- stafanir á vinnustöðum. Þar segir m.a. að verkamann eigi að tala við sína vinnuveitendur þegar þeir verða varir við ágalla í öryggisráðstöfunum og síðan hafa samband við trúnaðar- mann. Ef engar úrbætur eru gerðar þrátt fyrir það eiga þeir að leita til Öryggiseftirlitsins. Öryggiseftirlitið þarf að huga að vinnustöðum um allt land og það segir sig sjálft að það getur ekki passað einstaka vinnustaði frá degi til dags. Þær athugasemdir sem gerðar voru þegar fyrsta hæðin var í smíðum voru ekki alvarlegar, enda var þá ekki orðin ljós sú hætta sem var á efri hæðunum og sem varð til þess að ?inrt smiðurinn slasaðist,” sagði Eyjólfur Sæmundsson. -ELA Hæpið nábýli Þaö er eins gott aö ekki kemur upp raunverulegur eldur i A Iþingishúsinu, þótt oft sé þar heitt í kolunum. Á það hefur veriö bent áður I þessu blaði, að hœpið sé þetta ná- 'býli stöðumœlisins og brunahanans austan megin við Alþingishúsið en enginn hluti borgarapparatsins hefur sýnt viðbrögð. En þegar þessi mynd var tekin í vÍKunni heyrðum við ekki betur en að brunahaninn vœri að öfundast út í stöðumælinn fyrir ríkidœmið. Þér ferst, sagði stöðumælirinn, ég veit ekki betur en að þú sért málaður reglulega á hverju vori. - DB-mynd: Bj.Bj. Lokahelgi sýningarinnar í Norræna húsinu: Picasso, Matisse ogaðrir stórkaliar 20. aldarinnar „Aðsókn að sýningunni hefur verið góð en henni lýkur á sunnudagskvöld,” sagði Jón Guðlaugur Magnússon einn forráðamanna myndlistarsýningarinn- ar í J>Iorræna húsinu, sem nú stendur yfir. Þar eru verk eftir flesta stórkalla myndlistar í heiminum á þessari öld. Má þar nefna Picasso; Matisse, Miro, Munk, Bonnard, Ernst, Jorn, Appel, Villon, Dubuffet og Gris. Olíuverk þessara manna hafa aldrei áður verið sýnd hér á iandi og er því um einstakt tækifæri að ræða til að skoða meistaraverkin. Sýningin í Norræna húsinu er opin frá klukkan tvö til tiu í dag og á 'morgun sunnudag lokadag hennar. - ÓG 20 herbergi. Góð aðstaða fyrír fundi, minni ráðstefnur og veizlur. Bjóðum gistingu, kvöld- verð og morgunverð á kr. 9.500. Góð þjónusta. h&£e& A KÁLDA BORÐIÐ VERÐ KR. 1000 Sölubörn! Komið og seljid happ- drættismiða Blaksambandsins. Miðarnir verða afhentir í dag, laug- ardag, kl. 10—12 við eftirtalda staði: Vesturbæjarsundlaugina, Sund- höllina, Laugardalssundlaugina, Arbæjarskóla, Fellaskóla, Digra- nesskóla og Kópavogsskóla. Góð sölulaun. Blaksambandið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.