Dagblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 24
Seydisf jördur:
Koníaksflaska úr stríð
inu ígrjótgaröinum?
— bragðaðist mjög vel, segir Magnús Sigurðsson a Seyðisfirði
,,Við vorum að gera við grindverk
rétt hjá húsinu héma heima hjá mér.
Það er hlaðinrt grjótveggur þarna og
þegar við séttumst niður fórum við
eitthvað að'hrumla við vegginn og þá
sáy^í við í flöskustút. Við fórum að
áthuga þetta betur og kom þá í ljós 5
lítra glerflaska með eyrum. Þetta er
ævagömul flaska og hún var falin
þarna í hleðslunni,” sagði Magnús
Sigurðsson á Seyðisfirði í samtali við
DB i gær.
Magnús og nokkrir aðrir fundu
þessa gömlu flösku sem inniheldur
mjög sterkt áfengi, að þeirra sögn.
„Við brögðuðum aðeins á þessu,
drukkum nú eiginlega ekki neitt, en
mér fannst þetta minna mig á koníak.
Ég er búinn að búa hér í þrettán ár og
allan þann tíma hefur þessi veggur
verið hérna. Hann er miklu eldri. Við
höldum helzt að þetta áfengi hafi
verið falið þarnaástríðsárunum. Það
var mjög gott á bragðið.
Ég er að hugsa um að láta rann-
saka þetta, annars veit ég það ekki.
Ætli ég eigi þetta bara ekki í gamni.
Þessi flaska er mjög skringileg og ég
tími eiginlega ekki að láta taka af
henni,” sagði Magnús Sigurðsson.
- ELA
Þetta er hann Haraldur Sigurðsson sem var hjá henni ömmu á öxl, næsta húsi við
Sumir kvarta sáran yfir svefnleysi vegna hávaðans frá dælunni.
Borað í Breiðholti eftir heitu vaíni:
— segir Gunnar Kristinsson yfirverkf ræðingur
,,Það má vera að hún hressist þegar
búið er að víkka æðar og gera fleiri
aðgerðir,” sagði Gunnar Kristinsson
yfirverkfræðingur hjá Hitaveitu
Reykjavíkur um holu þá sem Hita-
veitan hefur látið bora nýlega í holtinu
nálægt Vatnsveituveginum i
Breiðholtinu, rétt þar hjá sem hin
umdeilda Höfðabakkabrú áað koma.
Gunnar sagði að holan gæfi ekki
nema 10—15 lítra af 90—100 gráða
heitu vatni. Til þess að hola gæti talizt
góð þyrfti hún að gefa 40—50 lítra af'
lOOgráða heitu vatni á þessum slóðum.
Nú hefur borinn verið færður til og
byrjað er að bora neðar í holtinu.
Gunnar fræddi okkur á þvi að skola
þyrfti holurnar út vegna mylsnu afi
grjóti og öðru sem myndaðist i þeim
við borun. í þessu augnamiði var sl.
föstudag komið fyrir öflugri dælu í
lóninu fyrir ofan Árbæjarstifluna og
gengur hún bæði dag og nótt enda dýrt
tæki.
Hávaðinn sem þessu fylgir hefur
verið til nokkurs ama i næsta umhverfi.
Jafnvel hefur verið kvartað yfir þvi að
fólk hefði ekki svefnfrið.
Við Dagblaðsmenn fórum á vett-
vang og gengum yfir stífluna frá Árbæ
og yfir. Mikill vatnsniður er þarna, að
sjálfsögðu, og dælan hávær. Við
ræddum við Jóhönnu Heigadóttur,
sem á heima á Öxl, húsinu sem næst
stendur dælunni. Sagði hún að
vissulega væri hávaði vegna fram-
kvæmdanna. Hann vendist hins vegar
fljótt. Vonandi yrði þessum fram-
kvæmdum fljótlega lokið og nóg vatn
fengist. Þá fengju hún o. fl. hitaveitu.
Gunnar sagði að sennilega myndi
borun þessarar holu taka 20—25 daga.
-EVI.
tilraun til þess að fá nóg heitt
vatn úr borholu f Breiðholti.
Fatnaður horfinn úr
skipbrotsmannaskýli
— ill umgengni í heimsókn manna f björgunarskýli í Almenningum
við Mánárskríður
Björgunarskýli slysavarnadeild-
arinnar Stráka á Siglufirði hefur nú
nýlega verið heimsótt af mönnum
sem illa hafa gengið þar um og
sennilega farið um ruplandi og
rænandi. Úr skýlinu hefur horfið
ullarfatnaður, m.a. fjórar peysur,
sokkar og tvö ullarteppi. Öðru hefur
ekki verið stolið eða haft á braut, en
umgengnin er sóðaleg.
Yfirlögregluþjónn á Siglufirði
tjáði DB að ekki væri vitað hvenær
skýlið hefði fengið umrædda
heimsókn. Skýlið stendur i
svokölluðum Almenningum rétt
innan við Mánárskriður. Er skýlið
20—30 metra frá þjóðveginum og
fær iðulega heimsóknir fólks af þeim
sökum.
Ýmsir skrá nöfn sín í gestabók
skýlisins. 1 bókinhi er nú klausa án
nafná' 1 henni segir.að þar séu fjórir
pienn í slagviðri. Hvort þeir hafa
fatað sig upp sér til skjóls er ekki
vitáð, en þeir hafa þá hvorki látið
vita um ferðir sinar síðar, né heldur
komið fatnaðinum aftur til skila í
skýlið. Eru það vinsamleg tilmæli að
svo verði gert.
Skip hafa oft strandað undan
Mánárskriðum. Af þvi og erfiðri
umferð um þjóðveg þarna er
nauðsynlegt að skýlið sé til taks fyrir
þá er á þvi þurfa að halda. Gripdeild
úr húsinu getur haft afdrifaríkar af-
leiðingar og þurfa menn að láta SVFÍ
vita ef þeir nota húsið og fækka þar
birgðum skjólfatnaðar eða nýta sér
annað.
Ekkert var brotið í húsinu nú,
talsstöðin fékk að vera í friði, en
umgengni slæm auk hvarfs
skjólfatnaðarins.
-A.St.
fijálst, úháð dagblað
LAIJGARDAGUR 26. APRÍL 1980.
Togbátar úr
þorskinum
1. til 7. maí
— veiðibann togaranna
í maí og júní ákveðið
um mánaðamótin
Þorskveiðar þeirra skipa sem veiða.
með botnvörpu en ná ekki þeirri stærð
að vera kölluð togarar i daglegu tali
verða bannaðar 1. til 7. maí næstkom-
andi, samkvæmt reglugerð sem gefin
var út af sjávarútvegsráðuneytinu í
gær.
Á þessu tímabili og að báðum dögum
meðtöldum mega þessi skip stunda
veiðar á öðrum fisktegundum en hlut-
fall þorsks í afla má ekki fara yfir 15%
af heildarafla hverrar veiðiferðar. Fari
þorskafli yfir það verður það gert upp-
tækt.
Áður hefur komið fram að togarar
verða að taka út tuttugu og sjö daga
þorskveiðibann á tímabilinu 1. janúar
til 30. apríl næstkomandi. Ákvörðun
um fjölda daga, sem þorskveiðibann
togara á að gilda í maí og júní, verður
tekin á grundvelli þorskafla fyrstu
fjóra mánuði ársins.
Einnig hefur verið ákveðið að þorsk-
veiðar í net verði bannaðar sunnan-
lands og vestan frá og með miðnætti
30. apríl næstkomandi. Allar líkur eru
á því að netabátar norðan og austan fái
veiðiheimildir eitthvað fram í maí-
mánuð vegna lélegra aflabragða fyrr í
vetur. - ÓG
ísafjörður:
Samkomulag-
ið samþykkt
— fyrstu skipin fóru út
fgærkvöld
Sjómenn á ísafirði samþykktu í gær
samkomulag það sem undirritað var í
fyrradag og DB greindi frá í gær. Á
fundi sjómannafélagsins var leynileg
atkvæðagreiðsla og að sögn Péturs
Sigurðssonar, formanns Alþýðusam-
bands Vestfjarða, greiddu 38 atkvæði
með samkomulaginu en 11 voru á móti.
Tveir seðlar voru auðir.
Útvegsmenn samþykktu samkomu-
lagið einnig á fundi sínum í gær og að
sögn Guðmundar Guðmundssonar,
formanns útvegsmannaféiagsins, var
það gert samhljóða. Guðmundur sagði
að fyrstu skipin hefðu farið út i gær og
.önnur færu í dag. _jh
Benni DB-bíói
í Dagblaðsbíói klukkan þrjú á morg-
un verður sýnd mynd um hundinn
Benna, sem bjargar krökkum úr klóm
hættulegra ræningja. Myndin er í litum
og með islenzkum texta. Sýningar-
staðurer Hafnarbíó.