Dagblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980.
JÓN L. ÁRNASON
SKRIFAR UM SKÁK
auga leiö, að aðalatriðið er auðvitað
að enda skákirnar vel.
Byrjanafraeðin er stöðugt
breytingum undirorpin. Nýr leikur í
þekktri stöðu getur orðið til þess, að
mat manna á stöðunni breytist (sbr.
Alatorskev afbrigðið). Hins vegar eru
endatöflin stöðugri, enda yfirleitt
köld rökhyggjan sem raeður ferðinni.
Einnig getur komið sér vel að þekkja
vissar grunnstöður, sem hjálpa
mönnum til að skipta upp í „rétt’
endatafl. Ófá dæmi eru um það i
skáksögunni, að menn hafi misst
niður vinninga vegna kunnáttuleysis.
Til aö mynda gafst sá er þetta ritar
upp í jafnteflisstöðu gegn Byrne á
Reykjavíkurskákmótinu, eins og
frægt er orðið um gjörvallan heim.
Karpov heimsmeistari er einn
þeirra, sem rætt hefur um kosti þess
að rannsaka endatöfl. Að hans áliti
kemur það sér ávallt vel að fræðast
um endatöfl, því það sem lært er í
dag verður í fullu gildi eftir 20 ár.
Það bæri þó merki um stöðnun, ef
ekkert nýtt kæmi fram. Rannsóknir
gömlu meistaranna eru ávallt undir
smásjánni og fyrir kemur að sökin
sannast upp á þá. Hér kemur eitt
dæmi:
Þessa peðastöðu kannast islenskir
skákunnendur mætavel við. Á
kandídatamótinu 1959sigraði Friðrik
Ólafsson Petrosjan í svipuðu enda-
tafli, en var staða Friðriks þó mun
óhagstæðari en staða svarts hér.
Kóngur Petrosjan var ekki skorinn af
á 1. línunni. Sú skák var fræðilegt
jafntefli, en Petrosjan tefldi veikt og
Friðrik sneri á hann.
Þessi staða er hagstæðari
'svörtum, en engu að síður var hún
lengi talin „steindautt jafntefli”. í
bók Smyslov og Levenfish um hróks-
endatöfl er gefið upp framhaldið 1.
— Kh5 2. Hf6! sem heftir framrás
svörtu peðanna og heldur jafntefli.
Eða 1. —f4 2. Ha4 og svartur kemst
ékkert áleiðis. í skákinni Schmidt-
Plachetka, Decin 1976, kom svartur
hins vegar fram með athyglisverða
áætlun sem virðist leiða til vinnings.
Stuðst er við athugasemdir eftir
Minev, sem birtust í búlgarska skák-
timaritinu.
1. —f4! 2. Ha4 Kf5 3. Kgl
Ef 3. Ha5+ Ke4 4. Hg5, þá 4. —
Hd6 og hvítur heldur tæpast
jafntefli. Td. 5. Kg2 f3+ 6. Kg3
Hd2! og vinnur.
3. — He2 4. Hb4.
Hvitur hyggst biða þess sem verða
vill. Ef 4. Ha5 + He5 5. Ha2 f3 6.
Kf2 Kf4 og 7. — He2 + fylgir 1
kjölfarið með unnu peðsendatafli.
4. —f3!
Ótrúlegur leikur, því ekki er nú
sjáanlegt hvernig svarti kóngurinn
ætlar að komast inn fyrir víglínuna.
5. Ha4.
Ef 5. Hg4, þá5. —g5 og hvitur er í
leikþröng. Ef 6. Hg3 Kf4 7. Hg4 +
Ke3! og vinnur; ef 6. Kfl Hb2 og
vinnur og ef 6. Khl, þá 6. — Hel +
7. Kh2 f2 ogvinnur.
5. — Hg2 + 6. Khl.
6. Kfl er svarað með 6. —g5 og
síðan 7. — Hh2.
6. —g5 7. Hb4 g4!
Eina leiðin til að brjótast í gegn.
Svartur hefur unnið peðsendatafl
eftir 8. Hxg4 Hxg4.
8. hxg4 Kg5!
Þekkt jafntefiisþema kemur upp
eftir 8. — Hxg4: 9. Hb2 Kf4 10. Kh2
Hh4+ 11. Kgl Kg3 12. Hg2 + !
9. Hbl
Ekki stoðar 9. Ha4 He2! 10. Hb4
Kh4 ásamt 11. — Kg3.
Nú lék svartur 9. — Kh4? og eftir
10. Hfl! Hg3 11. g5! Kxg5 12. Hal
Kg4 13. Ha4 Kg5 14. Ha5 Kg4 15.
Hf5 Hh3 16. Kgl Kg3 17. Hf8 Hh4
18. Hg8 var samið um jafntefli. Eftir
skákina kom hinsvegar í ljós að
svartur átti vinning í fórum sinum:
9. — Kf4!! 10. g5.
Aðrir möguleikar:
a) 10. Hfl He2! 11. g5 Kg3 12. Hgl +
Kh3 13. Hfl f2 og vinnur.
i b) 10. Hgl He2 ásamt — f2 og — Kg3
og vinnur.
10. — Kg3 11. Hgl Kf2 12. Hal
Hg4M
Náðarstuðið. Hvítur er nú
bjargarlaus, t.d.: 13. Ha2+ Kg3 14.
Kgl Hb4 15. Hal Hb2 16. g6 Hg2 +
17. Khl Hh2+ 18. Kgl f2 og vinnur.
Eða 14. g6 Hb4 15. Hal Hh4+ 16.
Kgl f2+ og vinnur. Stórkostleg tafl-
lok.
Okkur minni spámönnunum yljar
oft um hjartaræturnar er við sjáum
að stærstu stjörnunum getur líka
orðið á í messunni. Þessi staða kom
upp i 9. skákinni í einvígi HUbners og
Adorjan á dögunum. Adorjan hefur
svart og á leik:
Sennilega mun Adorjan aldrei
gleyma þessari stöðu og heldur ekki
Hilbner. Staðan í einvíginu er 4 1 /2—
3 1/2 HUbner í vil og nú hefur
Adorjan möguleika á að jafna metin.
Eftir 1. — Hxh3 vinnur hann
auðveldlega. Hvítur getur ekki
hindrað að hann fái frelsingja á
drottningarvæng, sem gerir út um
taflið. Ádorjan kaus að fara aðra
leið . . .
1. —Hc5??
því eftir 2. Hxc5 bxc5 verður
frelsinginn á c-línunni banvænn.
Svar HUbners er óvænt.
2. Kxh4! Hxg5
og hvítur er patt! Endatöflin eru
svo sannarlega varhugaverð.
örn Arnþórsson lengst til vinstri, þá Guðmundur Pétursson, Guðlaugur R. Jóhannsson og Karl Sigurhjartarson.
Frá Brjdgefélagi
Reykjav^þr ,,
Lokaumferðin i Bnllerékeppni
félagsins var spiluð sl. þriðjudag. Úrslit
urðu þessi.
I. Skafti Jónsson —
Vlöar Jónsson 2. Guðmundur P. Arnarson — 491 stig
Sverrlr Ármannsson 3. Guðmundur Pétursson — 447
Karl Sigurhjartarson 4. Gestur Jónsson — 404
Páil Valdimarsson 5. Ásgeir Ásgeirsson — 402
Aðalsteinn Jörgensen 6. Sigurður Sverrisson —. 390
Valur Sigurðsson 7. Óli Már Guömundsson — 381
Þórarínn Sigþórsson 8. Georg Sverrisson — 377
Krístján Blöndal 366
Aðalfundur Bridgefélags Reykja-
víkur verður haldinn 21. maí. Fréttir
um aðalfund verða nánar seinna i
blaðinu.
Barðstrendinga-
félagið í Rvík
Árangur úr fyrri umferðinni í ein-
menningskeppninni var þessi:
Stig
1. Krístinn Óskarsson 112
2. Eggert Kjartansson 108
3. Helgi Einarsson 107
4. Þorsteinn Þorsteinsson 106
5. Guðrún Jónsdóttir 101
6. Þorvaldur Lúðviksson 99
7. Þórir Bjamason 99
Siðari umferð verður 28. apríl og
þar með lýkur vetrarstarfseminni. Þau
leiðu mistök urðu síðast að formaður
Taflfélags Patreksfjarðar var sagður
Ágústsson en hið rétta er að hann
heitir Birgir Pétursson.
Bridgefélag
Kópavogs
Fimmtudaginn 17. apríl lauk
barómeter-tvímenningskeppni Bridge-
félags Kópavogs. Sigurvegarar urðu
Guðmundur Arnarson og Sverrir
Ármannsson.
Úrslit urðu þessi:
Stig
• 1. Guðm. Arnarson-Sverrir Ármannss. 402
2. Ragnar Bjömss.-Sævin Bjamason 323
3. Karl Stefánsson-Birgir tsleifss. 213
4. Sigrún Pétursd-Valdimar Ásmundss. 193
5. Jón Andréss.-Valdimar Þórðars. 188
6. Guðbr. Sigurbergss.-Jón P. Sigurjónss. 132
Bezta árangri yfir kvöldið náðu
þessi pör:
Stig
Guðjón Sigurðsson-Friðjón Margeirsson 112
Guðmundur Arnarson-Sverrir Ármannsson 90
Júlíus Snorrason-Barði Þorkelsson 65
Jón Andrésson-Valdimar Þóröarson 58
Karl Stefánsson-Birgir tsleifsson 40
Ekki verður spilað næsta
fimmtudag, en þaðer 1. mai.
Bridgef élag
Breiðhoíts
Þriðjudaginn 22. april var spilaður
eins kvölds tvímenningur og var spilað í
einum tíu para riðli.
Úrslit urðu þessi:
1. Trausti-Albert 127
2. Ólafur-Július 122
3. Bergur-Sigfús 119
Þriðjudaginn 29. apríl verður
síðasta spilakvöldið og verða þá veitt
verðlaun fyrir aðalkeppnir vetrarins.
Spilað er í húsi Kjöts og Fisks, Selja-
braut 54, kl. 7.30.
Frá Bridgefélagi
Hafnarfjarðar
Nú er lokið barómetertvímenningi
félagsins og varð staða efstu para sem
hér segir:
Stig
1. Magnús Jóhanns.-Bjami Jóhanns. 434
2. Krístófer Magnúss.-Bjöm Eysteinss. 227
3. Stefán Pálss. og Ægir Magnúss. 214
4. Aðalsteinn Jörgensen og Ásgeir Ásbjömss. 195
5. Dröfn Guðmundsd.-Erla Sigurjónsd. 131
6. -7. Þórarínn Sófuss. og Bjarmar Ingimarss. 118
6.-7. Einar Sigurðss.-Gisli Hafliðas. 118
8. Hörður Þórarínss.-Halldór Einarss. 111
9. Sævar Magnúss.-Ámi Þorvaldsson 104
10. Jón GLslas.-Þórir Sigursteinss. 100
Mánudaginn 21. apríl var spiluð
fyrri umferðin í hraðsveitarkeppni hjá
okkur göflurum og verður það jafn-
framt síðasta keppnin á þessum vetri.
Staða efstu sveita í hraðsveita-
keppninni er þessi: S1|g
1. Krístófer Magnússon 565
2. Sigurður Lárusson 561
3. Magnús Jóhannsson 544
4. Ólafur Torfason 532
5. Aðalsteinn Jörgensen 531
Meðalskor 504.
í dag, laugardaginn 26. apríl, verður
uppskeruhátíð B.H. haldin i Gaflinum
við Reykjanesbraut kl. 17.30 stund-
víslega. Verður þar haldinn aðalfur.dur
og verðlaunaafhending fer fram. Síðar
um kvöldið verður borðhald og dans-
leikur. Félagsmenn eru hvattir til að
mæta á aðalfundinn og svo taka þeir
betri helminginn með sér á dansleikinn
(með trompi).
BfLAMÁLARAR
Óskum eftir aö ráöa bílamálara og vana
aðstoðarmenn. Upplýsingar veittar milli kl. 5
og 7 næstu daga.
Upplýsingar ekki veittar í síma.
Varmi
Bilasprautun
Auóbrekku 53. Sími 44250.
Box180. Kopavogi.
Laser. Laser.M
Kjörinn bátur fyrir alla aldurshópa:
einfaldur, sterkbyggður, léttur, öruggur,
auðvelt að rétta við eftir veltu, auðveldur 1
flutningi. Lengd 4,23 m. Bátsþyngd 59 kg.
Seglflötur LASER 7,06 m1
Seglflötur LASER M 5,76 m1
istækni hff.
Ármúla 22 - Sími 34060-34066.
GANGLERI
1 53 ár hefur tímaritið Gangleri birt greinar um andleg og
heimspekileg efni og ekkert í greinum sem birtust fyrir 10
til 20 árum hefur misst gildi sitt. Það er einmitt einkenni
,þess efnis sem fjallar um eðli mannsins og möguleika.
Gangleri spyr hverjir séu möguleikar mannsins í þroska.
Hann spyr um vitund mannsins og samþand hennar við'
hinn ytri heim. Gangleri kemur inn á aðferðir sem
;maðurinn getur beitt til þess að breytast. Gangleri segir frá
fólki sem ber af sökum manngöfgi og hæfileika.
Kemur út tvisvar á ári, samtals 192 síður.
Áskriftar- og upplýsingasími er 39573.