Dagblaðið - 26.04.1980, Blaðsíða 14
Heim
ÞjódleikhúsiA:
SMALASTÚLKAN OG ÚTLAGARNIR
Höfundar: Siguröur Guómundsson og
Þorgeir Þorgeirsson
Lýsing: Kristjnn Daníobson
Loikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson
Leikstjóri: Þórhildur Þorierfsdóttir
Orðstír Sigurðar málara hefur
lengi borið hátt i menningarsögunni.
Og sjálfsagt má halda því fram með
jafngóðum rökum að hann hafi verið
mesti gæfumaður og gildur fulltrúi
sinna tíma eins og hinu að hann hafi
umfram allt verið vanmetinn og mis-
skilinn, ógæfu- og utangarðsmaður i
broddborgaralegu samfélagi. Gæfa
Sigurðar lá þá í hugsjónum hans því
að hann varð hér frumkvöðull og
fyrsti talsmaður fjölmargra hug-
mynda, nývirkja, framkvæmda sem
síðar meir náðu fram að ganga og
hafa alla tíð síöan kastað Ijóma á
nafn hans. Fyrir utan forgöngu hans i
rannsóknum íslenskrar fornfræði og
menningarsögu kemur hann við upp-
haf bæði myndlistar, leiklistar og
leikbókmennta á 19du öldinni,
alkunnur er þáttur hans í fyrstu leik-
ritagerð og leiksýningum, Útilegu-
mönnum séra Matthíasar og Nýárs-
nótt Indriða Hinarssonar. Hann á
sinn stað í langfeðgatali Þjóðleik-
hússins, fyrsti maður að orða hug-
mynd um „þjóðlegt leiksvið” í
Reykjavík.
Þjóðsaga
um snilling
Þorgeir Þorgeirsson vísaði nýskeð
á bug í fróðlegri timaritsgrein rótgró-
inni þjóðsögu um Sigurð málara, að
hann hefði farist úr hungri og ör-
birgð, kröm og kulda, misskilinn og
ofsóttur snillingur. Það var þá bara
helgisögn sem seinni tima borgara-
stétt þurfti á að halda um frum-
kvöðul sinn og forgangsmann. Ekki
veit ég hvort Þorgeiri tekst með leik-
gerð sinni af Smalastúlku Sigurðar að
sýna fram á að hann hafi, auk ann-
ars, verið forgangsmaður í skáld-
skap, heimspeki og pólitískum anark-
isma, ef það vakir þá fyrir Þorgeiri.
En leikgerð Þorgeirs, sýning Þjóð-
leikhússins á Smalastúlkunni og út-
lögunum eykur alveg tvímælalaust
bráðskemmtilegu tilbrigði við okkar
þjóðlega og klassíska leikritaarf og
bendir á nýjar leiðir og aðferðir við
ávöxtun og viðgang hans á leiksviði
okkar daga. Meðal annars þess vegna
er Smalastúlkan og útlagarnir eins vel
viðeigandi hátiðasýning á 30 ára af-
mæli Þjóðleikhússins og á varð
kosið. Umfram allt er hún fjarska
skemmtileg leiksýning sem vel sýnir
hversu sjálfstæð og fullveðja leik-
Breiðholtsprestakall
Ferming I Bústaðakirkju 27. april kl. 10.30.
DRENGIR:
Frosti Gunnarsson, Núpabakka 17.
Gisli Marteinsson, Grýtubakka 16.
Gisli Már Vilhjálmsson, Stuðlaseli 10.
Gisli Fgill Hrafnsson, liléskópum 14.
Guólaugur Guðmundsson, Tunguseli 3.
Gunnlaupur Björkur Þórisson, Tunpuseli 8.
Haraldur Harrýsson, Stifluseli I.
Haraldur Steinar Sveinsson, Eyjabakka 13.
Hinrik Lindal Skarphéðinsson, Stallaseli 4.
Hrafn Margeirsson, Dvergabakka 6.
Ólafur Ólafsson, Teigaseli 11.
Páll Sigurðsson, Eyjabakka 2.
Sigurður Gunnar Markússon, Engjaseli 80.
Steingrimur Gautur Pétursson, Seljabraut 38.
Unnar Sigurður Hansen, Bleikargróf 27.
Valdimar Aðalsteinsson, Flfuseli 33.
Vilhjálmur Þór Grétarsson, Seljabraut 64.
STlJLKUR:
Guðbjörg Bjarnadóttir, Staðarbakka 24.
Brynhildur Magnúsdóttir,Tunguseli 10.
Brynja Þórarinsdóttir, Réttarbakka 19.
Inga Elin Guðmundsdóttir, Grýtubakka 28.
Jónina Guðrún Skaftadóttir, Hjaltabakka 28.
Margrét Helgadóttir, Hjaltabakka 18.
Margrét Lilja Hansen, Bleikargróf 27.
Olga Sigurðardóttir, Irabakka 26.
Sif Sigurðardóttir, Blöndubakka I.
Breiðholtsprestakall
Ferming i Bústaðakirkju 27. april kl. 13.30.
DRENGIR:
Aksel Jansen, Ósabakka 1.
Eggert Helgi Ólafsson, Bakkaseli 12.
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980.
úr útlegð?
kýs undan rótgrónum bókmenntaleg-
um hefðum leikhússins.
Það er vitað um Sigurð málara að
hann átti einhvern mikinn þátt að
undirbúningi og fyrstu sviðsetningu
Útilegumannanna og starfaði náið
með Indriða Einarssyni að hans
fyrstu leikritum, Nýársnóttinni og
Hellismönnum. Fróðlegt gæti verið
að lesa Smalastúlkuna saman við Úti-
legumennina og kannski umfram allt
Hellismenn, ef menn vilja kynnast
nánara hugmyndaheimi hans. Á því
gefst nú kostur því að hvortveggja
hefur verið gefið út i tilefni af sýning-
unni, leikgerð Þorgeirs Þorgeirssonar
og frumgerð Smalastúlkunnar sjálfr-
ar.
Sigurður, Matthías,
Indriði...
Lárus Sigurbjörnsson segir, ef ég
man rétt, í bók sinni um Sigurð mál-
ara, að þeir hafi samið leikrit sín í
köpp, Indriði og Sigurður, lærisveinn
og meistari, og lærisveinninn orðið
meistaranum yfirsterkari. Hellis-
menn voru leiknir og gefnir út i bók
og ruddu sér þar með til rúms i bók-
menntasögunni, en Smalastúlkan lá
týnd og tröllum sýnd i hundrað ár.
Nú er það að vísu ósýnt að Hellis-
menn séu endilega „betra leikrit” en
Smalastúlkan, og öldungis finnst mér
ótrúlegt að nokkurn tíma eigi eftir að
vekja það upp á sviðinu. En það
breýtir ekki því að ókunnugum les-
anda eftir hundrað ár sýnist líka
Smalastúlkan alveg ófullveðja verk,
mannlýsingar, atburðarás og hug-
myndaefni þess allt óútkljáð þótt
leikritið sé varðveitt í nokkurnveginn
heillegri mynd.
Að stofni til virðist það við fljót-
lega yfirsýn geyma einhvers konar til-
brigði við klassisk frásagnarefni Úti-
legumannanna og síðan Skugga-
Sveins. Og það er satt að segja vand-
séð að leikritið hefði getað komist á
legg þótt það hefði í upphafi sínu i
komist á leiksvið. Af því að leikurinn
er ófullgerður, ólokið í sinni upp-
runalegu mynd, standa líka höfundur
leikgerðar og áhöfn leiksins miklu
frjálsari að því en ella væri. Af þessu
frjálsræði i meðferð frásagnarefna
og hugmynda í leiknum held ég að
gildi sýningarinnar endanlega stafi.
... og Þorgeir
Að visu vlrðist mér að Þorgeir Þor-
geirsson hafi unnið sitt verk af mikilli
trúmennsku við texta Sigurðar mál-
ara. Hann styttir leikinn nokkuð,
dregur úr mælsku og málalengingum,
en frásagnarefnum og hugmyndafari
Smalastúlkunnar sjálfrar hygg ég að
sé skilmerkilega til skila haldið í leik-
gerð hans. Umfram allt leysir hann
upp reglufasta þáttaskipan frum-
gerðarinnar og eykur þar með nýjum
ramma um atburði og mannlýsingar
leiksins sem sóttur er í fimmta þátt
Smalastúlkunnar, yfirheyrslu sýslu-
manns yfir útlögunum. Með þessum
hætti er skýrt dregin fram og itrekuð
umræða leiksins um frelsi og ófrelsi,
uppreisn og undirokun manhlegs til-
finningalífs sem sjálfsagt má, ef vill,
kalla kjarnann i hugmyndafari leiks-
ins.
Aftur á móti ræður Þorgeir ekki
með neinum nýjum hætti fram úr því
sem óráðið er i frumgerð leiksins. í
lokin kalla bændur og sakamenn lög-
mann niður á svið til sín (sem þangað
til hefur talað af segulbandi) að
skoða manneskjurnar sem mann-
eskja sjálfur. i mannlegum breysk-
leik býr frelsið, ástin sigrar um síðir
ófrelsið og harðneskjuna. Þetta er
raunar, aðég held, leiklausn Sigurðar
sjálfs, en bágt að eygja röklegt sam-
hengi hennar við mannlýsingar, at-
burði og mælsku leiksins sem á und-
an er gengin í nýju gerðinni eins og
hinni upprunalegu.
í meginatriðum virðist mér Þorgeir
fylgja atriðaskipan og atburðarás
frumgerðarinnar þótt einstökum
efnisatriðum og orðsvörum sé hnikað
til, en hann leggur engin ný röktengsl
til atburðarásar né mannlýsinga.
Þannig er þáttur Jóns Guddusonar
undarlega laus við atburðarás leiks-
ins, rétt eins og i frumgerðinni, og
Björn útlagi verður að kalla viðskila
við efnið eftir fyrsta þátt og allt fram
í ræðuhöld sakamannanna í fjórða
þætti, hápunkt mælsku í leiknum.
Leikgerðin miðast við og tekst far-
sællega að halda fram til' sýnis og
gera sviðsleg skil efnivið Smalastúlk-
unnar eins og hún kemur fyrir. Nýj-
ungargildi hennar liggur í því hversu
vel tekst með þessu móti að hagnýta
frumstæðan þokka frásagnarefnisins
án þess að hlaupa upp á hefð róman-
tískrar þjóðlífslýsingar og þjóðræki-
legrar mælskulistar. Og af þessari að-
ferð má eflaust draga lærdóm við
meðferð annarra þjóðlegra yrkisefna
á sviðinu, nýrra og gamalla.
Lausn úr viðjum
Sagan í leiknum gengur út á úli-
legumenn á fjöllum uppi og skipti
þeirra við byggðarmenn, sakarefni og
lausn úr sekt um síðir. Segja má að
hún sé hér leyst úr viðjum hefðbund-
ins leikforms og sviðsetningar með
nýstárlegri sviðstækni og stílfærðum
leik, og er þó í prenluðu gerð leiksins
gert ráð fyrir að enn lengra ségengið i
þá átt með notkun myndefnis og
hljóðbanda en úr varð á sýningunni.
Vegna þess hve vel þetta tekst —
Marardalur í þoku, draumur Eld-
járns í hellinum, bónorð Gríms við
Helgu i lokin — er ætlandi að ýms at-
riði í fyrri hlutanum — viðureign við
munka, flótti elskendanna, barns-
fæðing á fjöllum — hefðu einnig
unnið viðsambærilega úrvinnslu eftir
forsögn leikgerðarinnar. Vera má að
i sumum atriðum sé i mesta lagi lagt
upp úr hreyfingu, einkum við fundi
elskendanna Grims og Helgu, og eins
held ég að eintölum og beinum ræð-
um í leiknum mætti beina gagngerar
til áhorfenda en gert er. Það er ein-
asti vegur að lífga upp á mælsku Sig-
urðar málara og þar með hið beina
hugmyndaefni i leiknum. En þessar
athugasemdir breyta engu um það að
í heild er sviðsetning Þórhildar Þor-
leifsdóttur bráðhaganlegt verk sem
ágætlega tekst það sem mestu skiptir,
að fylgja fram á sviðinu hinni greiðu
frásögn sem leikgerðin stefnir að,
leysa úr læðingi frumstætt lífsmagn
frásagnarefnisins' sjálfs. Ætli þessi
sýning feli ekki í sér ávöxt af starfi
Þórhildar í Alþýðuleikhúsinu á und-
anförnum árum?
Nýtt og gamalt
Sviðsetningin, leikmátinn, felur í
sér umsköpun og endurnýjun ýmissa
klassískra yrkis- og úrlausnarefna
sem leikurinn á sinn hátt geymir og
sama má segja um leikmynd Sigur-
jóns Jóhannssonar, fágætlega fallegt
og sérkennilegt verk. Frelsi hans
undan hefð og vana er fjörefni leiks
og sýningar. Sama gegnir um fólkið,
manngerðirnar i leiknum, nýstárleg
tilbrigði ýmiskonar þjóðlegra og
skopfærðra manngervinga. Af þeim
langar mig að nefna elskendurna
ungu: Grím og Helgu, ígildi sakleysis
og hreinleika og þar með frelsis og
ástar í heimi leiksins: Árni Blandon
og Tinna Gunnlaugsdóttir gerðu
bæði hlutverkufn sinum fjarska
falleg skil. Ennfremur tvö tilbrigði
rammþjóðlegra mannlýsinga: Arnar
Jónsson sem hinn raupsama lausa-
mann og flysjung, Jón Gudduson, og
Kristbjörgu Kjeld: Möngu vergjörnu
griðkonu.
Ekki hef ég, þrátt fyrir þessa góðu
skemmtun i leikhúsinu, trú á því að
Smalastúlkan og útlagarnir breyti til
frambúðar fyrri hugmyndum manna
um Sigurð málara Guðmundsson né
skipi honum neinn nýjan stað í bók-
mennta- og leiklistarsögunni. En það
á mætavel við að halda á loft nafni
og minningu hans á tyllidegi i Þjóð-
leikhúsinu. Og það gerir þessi sýning
svo sannarlega. Umfram allt er hún
þó til marks um að því starfi sem
hófst um daga Sigurðar er ekki né
verður lokið, að bókmenntaarfur
leikhússins er ekki gefinn og þekktur
i eitt skipti fyrir öll heldur geymir
hann, þegar rétt er á haldið, ný yrkis-
efni til nýrra úrlausna.
Fermingar um helgina
\
Gí.sli örn Kærnested, Bakkaseli 10.
Rafn Kristjánsson, l.eifsgötu 5.
Símon Jósefssnn, Seljabraut 18.
STÚLKUR:
Arna Sif Kærnested, Bakkaseli 10.
Bercdis Lilja Kristjánsdóttir, Jörfabakka 10.
Erla Sesselja Jensdóttir, Jörfabakka 30.
Ilelena Drifa Þorleifsdóttir, Stifluseli 9.
Sigurborc Rúnarsdóttir, Strandaseli 8.
Valgeróur Hjördis Rúnarsdóttir, Strandaseli 8.
Digranesprestakall
Ferminu i Kópavogskirkju sunnudaginn 27. april kl.
14. Prestur: séra Þorbergur Kristjánsson.
DRENGIR:
Birgir Haraldsson, l.undarbrekku 4.
F.inar Gunnarsson, Nýbýlavegi 90.
Haukur Viðar Hauksson, Löngubrekku 41.
Hlöðver Hlöðversson, Hjallabrekku 35.
Jóhann Reynisson, FuruRrund 56.
Ólafur Kristinn Ólafsson, FifuhvammsveRÍ 25.
Ómar Þór Ágústsson, Efstahjalla 7.
Pétur Már Halldórsson, l.yngbrekku 18.
Reynir Sýrusson, Álfhólsvegi 117.
Sigurður Björn Gislason, Hvannhólma 28.
Sigurjón Valmundsson, Lyngheiði 18.
Sveinn Hilmarsson, Hliðarvegi 5A.
Þorri Þorvaldsson, Lundarbrekku 6.
Þorsteinn Sigurmundason, Reynihvammi 20.
STÚLKUR:
Arnheiður Skæringsdóttir, Bræðatungu 24.
Árdis Gunnur Árnadóttir, Þverbrekku 4.
Ásdis Inga Jónsdóttir, Viðihvammi 24.
Elin Margrét Jónsdóttir, Víðihvammi 24.
Birgitta Guðmundsdóttir, Digranesvegi 63.
Elin Deborah Wyzomysky Guðmundsdóttir, Digra-
nesvegi 61.
Frigg Þorvaldsdóttir, Lundarbrekku 6.
Guðbjörg Karlsdóttir, Grenigrund 18.
Hanna Þóra Hauksdóttir, Hlaðbrekku 10.
Hulda Rós Hilmarsdóttir, Digranesvegi 34.
Jónborg Sigurðardóttir, Álfhólsvegi 40.
Llney Björk tvarsdóttir, Nýbýlavegi 64.
Sigrún Jóhannsdóttir, Nýbýlavegi 48.
Þórdis Snjólaug Ólafsdóttir, Fifuhvammsvegi 25.
Þórunn Arnardóttir, Löngubrekku 19.
Kópavogskirkja
Ferming i Kópavogskirkju sunnudaginn 27. april kl.
10.30. Prestur: séra Árni Pálsson.
STÚLKUR:
Andrea Baldursdóttir, lllégarði 33.
Ásta Hjálmtýsdóttir, Kópavogsbraut 99.
Elin Birna Kristjánsdóttir, Melgerði 29.
Guðlaug Auður Hafsteinsdóttir, Holtagerði 47.
Halldóra Matthildur Matthíasdóttir, Ásbraut 19.
Heiðrún Lára Kristjánsdóttir, Skólagerði 50.
Helga Eiriksdóttir, Kársnesbraut 127.
Ingibjörg Hrönn Jónsdóttir, Þinghólsbraut 4.
Katrin Friðriksdóttir, Asbraut 11.
Katrin Nielsdóttir, Borgarholtsbraut 29.
Nina Maria Morávek, Kópavogsbraut 94.
Ólöf Vr Atladóttir, Mánabraut 3.
Silva Þórisdóttir, Mánabraut 2.
PILTAR:
Guðmundur Jónas Sverrisson, Kópavogsbraut 82.
Guðmundur Þorsteinn Ásgeirsson, Borgarholtsbraut
72.
Hermann Meldal Arnórsson, Þinghólsbraut 39.
Jón Ásgeir Ríkharðsson (Kópavogsbraut 94),
Nýlenda, Hafnir.
Kristján Bragi Þorsteinsson, Borgarholtsbraut 56.
Sigurðar Ásgeirsson, Hlégerði 21.
Sveinbjörn Kristjánsson, Kársnesbraut 45.
Fella- og Hólasókn
Ferming í safnaöarheimilinu aö Keilufelli I 27. april
kl. 11. Prestur: sr. Hreinn Hjartarson.
Birgitta Harðardóttir, Unufelli 35.
Jóhanna Sigrún Guðmundsdóttir, Kötlufelli 3.
Fella- og Hólasókn
Ferming i Dómkirkjunni 27. april kl. 14. Prestur: sr.
Hreinn Hjartarson.
DRENGIR:
Arnoddur Guðmannsson, Æsufelli 4.
Einar Viðar Gunnlaugsson, Kötlufelli 9.
Guðbjartur Kristján Kristjánsson, Keilufelli 12.
Gunnar Þór Pálmason, Yrsufelli 14.
Hans Andes Þorsteinsson, Vesturbergi 8.
Hlynur Baldursson, Keilufelli 28.
Ingi Þór Elliðason, Kötlufelli 9.
Jón Briem Steindórsson, Unufelli 27.
Kristján Guðni Sigurðsson, Rjúpufelli 31.
Markús Hallgrimsson, Iðufelli 8.
Úlafur Gylfason, Æsufelli 2.
Rúnar Hafsteinsson, Yrsufelli 15.
Sigurður Guðmundsson, Yrsufelli 9.
Sigurður Þorvaldsson, Torfufelli 44.
Sturla Pétursson, Völvufelli 26.
Valgeir Ægir Ingólfsson, Vesturbergi 50.
Valgeir Sigurður Rögnvaldsson, Vesturbergi 43.
Þorvaldur Ingi Birgisson, Rjúpufelli 27.
Þröstur Jónsson, Yrsufelli 5.
STÚLKUR:
Agnes Hauksdóttir, Torfufelli 27.
Ágústa Ragnarsdóttir, Rjúpufelli 44.
Brynja Sigurðardóttir, Torfufelli 32.
Ester Guðmundsdóttir, Þórufelli 14.
Guðný Kristín Rúnarsdóttir, Yrsufelli 7.
Gunnhildur Grétarsdóttir, Torfufelli 10.
Linda Björk Gunnlaugsdóttir, Iðufelli 12.
Margrét Sólveig Hrafnsdóttir, Asparfelli 12.
Ragna Huldrún Þorsteinsdóttir, lðufelli 4.
Una Kristfn Jónsdóttir, Völvufelli 44.
Valgerður Karlsdóttir, Vesturbergi 83.
Vigdis Sigurbjörnsdóttir, Yrsufelli 40.
Þórunn Eyvindsdóttir, Fitjaseli 23.
Hafnarfjarðarkirkja
Fermingarbörn 27. april 1980 kl. 10.30 f.h. Prestur:
séra Gunnþór Ingason.
Ágúst Harðarson, Hringbraut 68.
Anna Marie Arnold, Ásgarði 4, Garðabæ.
Anna Maria Guðmundsdóttir, Móabarði 14B.
Bjarki Árnason, Álfaskeiði 80.
Guðrún Valdis Árnadóttir, Suðurgötu 64.
Gunnar Ágúst Beinteinsson, Arnarhrauni 32.
Halldór Ingibergsson, Erluhrauni 1.
Ingimar Ólafsson Waage, Bröttukinn 4.
Jóhann Ólafsson, Köldukinn 1.
Jón Levl Friðriksson, Háukinn 9.
Katrín Sigriður Jónsdóttir, Melholti 4.
Kristján Gislason, Hraunbergi.
Kristjana Sigurbjörnsdóttir, Háukinn 3.
Margeir Sveinsson, Smyrlahrauni 35.
Rögnvaljdur Guðbjörn Einarsson, Öldugötu 46.
Sigurður Þór Harðarson, Arnarhrauni 22.
Soffia Guðrún Guðmundsdóttir, Hólabraut 12.
Sveinn Ragnarsson, Stekkjarkinn 9.
Þráinn Lindal Brynjólfsson, Holtsgötu 14.
Fermingarbörn 27. apríl kl. 2 e.h. Prestur: séra Gunn-
þórIngason.
Andrea Kristin Jónsdóttir, Álfaskeiði 89.
Anna Margrét Þórsdóttir, Lindarhvammi 8.
Arnar Hannes Halldórsson, Gunnarssundi 10.
Dagur Hilmarsson, Álfaskeiði 99.
F.lin Björk Gisladóttir, Svöluhrauni 12.
Garðar Þór Hilmarsson, Álfaskeiði 92.
Guðný Ósk Ólafsdóttir, Furugrund, Kópavogi.
Guðriður Stefania Sigurðardóttir, Háabarði 7.
Guðrún Björk Kristinsdóttir, Ólduslóð.
Helena Helma Markan, Móabarði 26.
Hildur Kristinsdóttir, ölduslóð 13.
Hörður Magnússon, Sléttahrauni 34.
Jón Þór Kvaran, Álfaskeiði 94.
Kolbrún Kristjánsdóttir, Alfaskeiði 125.
Kolbrún Kristjánsdóttir, ölduslóð 15.
Kristjón Jónsson, Öldugötu 4.
Margrét Sigurðardóttir, Smyrlahrauni 54.
Pálmar Magnússon, Álfaskeiði 97.
Þorgeir Ibsen Þorgeirsson, öldutúni 3.
Örn Jónsson, Fagrahvammi 6.