Dagblaðið - 08.07.1980, Qupperneq 12
12
íþróttir
íþróttir
.
Iþróttir
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1980.
Myndin til vinstri sýnir annað mark KR i uppsiglingu. Júl
af fastri yfirgjöf Eliasar Guðmundssonar. Á myndinni
myndinni) sent knöttinn i netið or þeir F.lías (t.v.) og Ágúsl
®
REYNIST
BETUR!
Mesta úrva/ bílhljómtækja.
Mestu gæði—Roadstar gæði.
Hvergi betra verð.
Sendum um alftlandl
ísetning á staðnum.
BÚÐIN SkiPho,ti19
BUÐIN s|m| 298oo.
Fram i kennsli
h já KR í gærfc
—Vesturbæingarnir möluðu toppliðið 4-1 og Hal
KR-ingar sýndu og sönnuðu fyrir landslýð
i gærkvöld að þeir geta leikið knattspyrnu
eins og hún gerist bezt hér á landi. Þeir tóku
topplið deildarinnar, Fram, i algera kennslu-
stund i sfðari hálfleiknum i gærkvöld og
sigruðu með yfirburðum, 4—1. Var sá sigur
fyllilega sanngjarn og með honum hafa KR-
ingar opnað 1. deildina upp á gátt. Vestur-
bæingamir geta heldur betur vel við unað því
þeir hafa krækt sé f 7 stig i sfðustu 4 leikjum
eftir afleita byrjun i mótinu. Það er óhætt að
segja að KR-ingar hafi loks f gær sýnt sitt
rétta andlit i sumar en Framarar voru að .
sama skapi dauflr. Virtust þeir alls ekki vilja
trúa því að þeir gætu tapað fyrir KR.
Bæði liðin léku af mikilli varfærni í byrjun
og var leikurinn lítt spennandi á að horfa
framan af. Kristinn Jörundsson fékk mjög
gott færi á 16. mínútu en var allt of seinn og
KR-ingar náðu að bjarga. Síðan tók að
færast fjör í leikinn.
Á 28. mín. átti Trausti Haraldsson, hinn
sókndjarfi bakvörður Framara, hörkuskot
að marki en Stefán Jóhannsson, ungur, efni-
legur en dálítið gloppóttur markvörður
ennþá, varði mjög vel. Tveimur mínútum
síðar gerðist afar umdeilt atvik. Jón Odds-
son sneri þá á vörn Fram og skoraði faiiegt
Staðan í 1. deild
Eftir hinn gifurlega óvænta en sanngjarna
4—1 sigur KR á Fram í 1. deildinni í gær-
kvöld er staðan nú þannig:
Valur 8 6 0 2 21- -9 12
Fram 8 5 2 1 10- -6 12
Akranes 8 4 2 2 12- -9 10
KR 8 4 1 3 9- -8 9
Víkingur 8 2 4 2 8- -8 8
ÍBV 8 3 2 3 14- -15 8
Keflavik 8 2 3 3 7- -11 7
Breiðablik 8 3 0 5 13- -13 6
Þróllur 8 1 2 5 5- -10 4
FH 8 1 2 5 12- -22 4
Markahæstu menn:
Matthias Hallgrfmsson, Val 9
Sigurlás Þorleifsson, ÍBV 5
Ingólfur Ingólfsson, Breiðabliki 5
Sigþór Ómarsson, Akranesi 4
SigurðurGrétarsson, Breiðabliki 4
Helgi Ragnarsson, FH 4
mark af vítateig en það var dæmt af vegna
rangstöðu. Þótti mönnum sem þarna hefði
línuvörðurinn verið og fljótur á sér. Fljótt
skipast veður í lofti og á 32. mínútu tóku
Framarar forystu. Trausti óð þá inn í vítateig
KR og tókst að skora með miklu harðfylgi.
Með því að vera betur vakandi átti KR-
vörnin að koma i veg fyrir þetta mark. Hafi
einhver búizt við því að KR-ingarnir gæfust
upp var það helber misskilningur. Markið
gerði hreinlega ekki annaðen að koma þeim í
gang og svo um munaði. Frá þeirri mínútu er
Fram komst yfir lék aldrei neinn vafi á því
hvorum megin sigurínn lenti. Vesturbæing-
arnir gáfu aldrei þumlung eftir og börðust
eins ogijón útígegn.
Strax á næstu minútu munaði ekki miklu
að Sigurður Pétursson jafnaði metin en
skalli hans eftir fyrirgjöf Jóns Oddsonar
hafnaði í þverslá. Framarar rönkuðu aðeins
við sér og ekki munaði nema hársbreidd að
Sigurður Indriðason sendi knöttinn í eigið
net af markteig. Á lokaminútu fyrri hálfieiks
gerðist margt í senn. Fyrst skaltaði Marteinn
svo naumlega framhjá að fiestir voru farnir
að fagna marki og síðan jöfnuðu KR-ingar.
Elias Guðmundsson átti allan heiður af því
marki. Hann lék eldsnöggt upp vinstri væng-
inn og dró til sín tvo varnarmenn. Renndi
síðan knettinum út á Hálfdán sem gaf vel
fyrir. Júlíus missti boltann langt yfir sig og
þar var Sæbjöm Guðmundsson réttur maður
á réttum stað og skoraði af markteig.
Frá upphafi síðari hálfieiks var það aug-
Ijóst að KR-ingarnir ætluðu sér ekkert nema
sigurinn. Sóttu þeir látlaust fyrstu 15 mínút-
urnar en Framarar áttu næstu 5 og fengu þá
tvö færi. Fyrst gaf Guðmundur Steinsson vel
fyrir eftir glæfralegt úthlaup Stefáns og
síðan greip Stefán snaggaralega inn í er
Kristinn Jörundsson skallaði af markteig. En
þar með var þætti Fram lokið.
Á 67. mínútu tóku KR-ingarnir verðskuld-
aða forystu. Elías Guðmundsson gaf þá
hörkufast fyrir markið og Jón Oddsson
skoraði af markteig. Rétt áður hafði Magnús
Jónatansson skipt þeim Ágústi Jónssyni og
Sverri Herbertssyni inn á fyrir Sæbjörn
Guðmundsson, sem var orðinn þreyttur, og
Hálfdán Örlygsson. Snjöll ráðstöfun atarna
hjá Magnúsi því bitið í sókn KR jókst til
muna.
Tvívegis skapaðist hætta við mark Fram
áður en KR bætti sínu þriðja marki við á 77.
mínútu og þvílíkt glæsimark! Ágúst renndi