Dagblaðið - 08.07.1980, Page 14

Dagblaðið - 08.07.1980, Page 14
14 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLL1980. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir i Shouse til liðs við Niarðvíkinga Danny Shouse, lágvaxni blökku- maöurinn sem lék með Ármanni i körfuknallleik sl. leiktimabil gengur að öllum likindum i raðir Njarðvikinga á næslunni. Verið er að semja við Shouse um þessar mundir og kemur hann hingað lil lands um miðjan ágúst, ef Anderlecht- njósnararnirlétu ekkisjásig Ofl hafa verið uppi raddir um það að miðherjinn ungi í IBK-liðinu, Ragnar Margeirsson, sé mjög til athugunar hjá hinum ýmsu liðum erlendis og það ekki af lakara taginu. Seinasl frétlisl að fulllrúar frá Anderlechl hafi ællað að fylgjast með honum í leik ÍBK og Vals á taugardaginn en þeir munu ekki hafa lálið sjá sig, að minnsta kosli ekki eftir leikinn, — og enginn hefur orðið var við þá ennþá, hvað sem seinna verður. -emm. Leiknismenn til Danmerkur Nú fyrir nokkrum dögum héll 65 manna hópur úr Leikni i Breiðholti áleiðis til Danmerkur til þátltöku í Dania Cup. Voru þetta piltar úr 3., 4. og 5. flokki Leiknis en Breiðholtsliðið er nú að ná upp sterkum yngri flokkum. Mörg lið hafa eða munu senda yngri flokka sfna utan i sumar og eins og er eru Eyjamenn með húp f Danmörku. allt fer eftlr áætlun. Shouse verður mikill fengur fyrir UMFN, hann er frá- bær leikmaður og skoraðl mest 100 stig i leik með Ármanni, en oft á milli 50 og 70. Hins vegar getur svo farið að Guðsteinn Ingimarsson leiki ekki með UMFN f vetur og leggi jafnvel körfu- knattleikinn á hilluna. Hann er i hjónabandshugleiðingum og hyggst flytja i Kópavog á komandi hausti. -emm. ► Danny Shouse næsta vetur. leikur með Njarðvik Steini Bjama á ný í áhugamennskuna Þorsteinn Bjarnason markvörður sem leikið hefur með La Louviere í Belgíu, kemur væntanlega heim um aðra helgi án samnings, að því að frétt- ir herma. Vonir stóðu til að Þorsteinn færi til annars félags og var sami milli- göngumaður og þegar Þorsteinn réðst til La Louviere, en tilboðið var ekki svo gott að Þorsteinn tæki þvi. Eins og málin standa I dag mun Þorsteinn aftur koma i hóp félaga sinna i ÍBK i knatt- spyrnunni og að sjálfsögðu ganga til liðs við félaga sína i UMFN í körfu- knattleiknum. -emm. Dagsbrúnarmenn fengu 70 þúsund króna sekt Fyrir nokkru var leik Eflingar og Dagsbrúnar i E-riðli 3. deildar frestað. Var i sjálfu sér ekki neitt ýkja merkilegt við það en nú hifa Dagsbrúnarmenn fengið i hausinn 70.000 króna sekt og leikurinn dæmdur þeim tapaður. Þannig var mái með vexti að Dags- brúnarmenn mættu á völl Eflingar og hugðust leika kl. 16 eins og til stóð. Á síðustu stundu varð það óhapp að dómari leiksins forfallaðist og varð því nokkur töf fyrirsjáanleg. Var haft samband við Rafn Hjaltalin og brást hann vel við og kvaðst myndu geta dæmt kl. 18. Það var siðar en nokkrir leikmanna Dagsbrúnar máttu við því tveir þeirra gegna störfum barþjóna í Sjálfstæðis- . beztur í opna öldungamótinu um Hornið, hjá Golfklúbbi Ness, sem fram fór 3. júlí urðu úrslit þessi i forkeppninni: nettó 1. Óli B. Jónsson, NK 69 2. Hjalti Þórarinsson, GR 70 3. I.árus Arnórsson, GR 71 Næstur holu á 3. braut var Hjalti Þórarinsson 139 cm. Næstur holu á 6. braut var Lárus Arnórsson, 75 cm. Fæst pútt, Bjami Konráðsson, GR, 30. Lægsta skor án forgjafar: 1. Krislinn Bergþórsson, NK 84 2. Óli B. Jónsson, NK 85 3. Hjalti Þórarinsson, GR 86 16 beztu halda áfram i holukeppni. 1 húsinu og var þvi útséð um að þeir gætu mætt til vinnu á réttum tima. Héldu þeir þvi á brott, svo og megnið af leikmönnum Dagsbrúnar. Fyrir skömmu barst þeim svo sú fregn að leikurinn hefði verið dæmdur tapaður og félagið dæmt til að greiða 70.000 króna sekt að auki. -GS/SSv. Úr leik Keflvikinga og Grænlendinga i gærkvöld. DB-mynd - emm. Miklar sveif lur er Kefl- víkingar unnu Grænland — heimamenn komust í 6-0 en gestimir svöruðu þrívegis fyrir sigísíöari hálfleik ÍBK—Grænland 6:3 (6:0) Grænlenzka landsliðið gerði hvort tveggja í gærkvöld, suður i Keflavík, að valda vonbrigðum og koma svo á óvart í leiknum við 1. deildarlið ÍBK. Fyrri hálfleikurinn var eins og svartasta nótt á norðurskautinu, fyrir Grænlend- ingana, sem sex sinnum máttu sækja knöttinn i netið, án þess að geta svarað fyrir sig. í seinni hálfleik birti fljótt til, — á stundarfjórðungi skoruðu þeir þrjú mörk og sóttu af miklum krafti að marki ÍBK. Var engu likara en að um nýtt lið væri að ræða sem kom inn á eftir hlé. Kcflvíkingar áttu alls kostar við Grænlendingana fyrri hálfleikinn, sér- staklega eftir að Steinar Jóhannsson hafði brotið ísinn og skorað með föstu skoti út við marksúlu, reyndar skömmu eftir að Grænlendingur, miðherjinn knái Karl Iversen, hafði misnotað herftlega gott færi. Hilmar Hjálmars- son skoraöi síðan annað mark ÍBK og reyndar fjórða og fimmta þar af eitt með kollspyrnu. Steinar Jóhannsson, læddi inn þriðja markinu. Fallegasta mark leiksins skoraði hins vegar Ólafur Júlíusson, með skáskoti utan frá víta- teigslínu, 6:0. Grænlenzka liðið heldur hikandi í sem hafði verið sóknaraðgerðum sínum í fyrri hálfleik þrátt fyrir, gott úthald og leikni, kom nú ákveðið til leiks. Karl Iversen fyrirliði skoraði fyrsta markið eftir aukaspyrnu þegar í upphafi seinni hálfleiks. Martin, Jeremíasen.braust skömmusíðarí gegn um ÍBK-vörnina og renndi knettinum í netið, 6:2 Kristoffer Ludvigsen skoraði svo þriðja markiö úr víta- spyrnu 6:3. Nokkur hrollur fór um áhorfendur, sem voru þó nokkuð margir i bliðviðrinu, ætluðu Grænlend- ingarnir að jafna i þessum markaregns- leik? Heimamenn tóku sig á og leikur- inn jafnaðist aftur. Undir lokin þjörm- uðu Keflvikingar mjög að grænlenzka markinu en sóknarmenn þeirra voru um of eigingjarnir með knöttinn svo grænlenzka vörnin sá við þeim áður en í óefni var komið eða þá að þeir mis- notuðu marktækifærin með himin- háum skotum. Auk þeirra Grænlendinga sem skor- uðu vöktu athygli varnarleikmennirnir Lars Olsen og Simon Iuebea. Sterk- byggðir og sparkvissir. Grænlending- arnir eiga ýmislegt ólært, sérstaklega hvað skipulag snertir, en þeir kunna líka sitt af hverju I þeirri eðlu íþrótt knattspyrnunni og ættu með sama áframhaldi að verða vel gjaldgengir í keppni meðal nágrannaþjóða sinna á næstu árum, þótt þeir búi við erfiðar aðstæður. Dómari í leiknum var Halldór Gunnlaugsson og dæmdi vel. Sigurður Sverrisson Vel heppnuð utan- landsferð hjá ÍBK Fjórði flokkur ÍBK, undir leiðsögn Ástráðs Gunnarssonar, sigraði í alþjóðlegri keppni i Hjörring i Dan- Skagamenn hefja söfnun — ÍA hefur gefið 500 þúsund sem upphafsf ramlag í sundlaugarsjóð Það hefur lengi verið draumur manna á Akranesi að eignast almenni- lega sundlaug. Sú, sem nú er í notkun, er orðin ærið gömul, byggð í kringum strið. Hún er aðeins 12,5 metrar á lengd, en engu að siður hafa Akur- nesingar átt einhverju harðskeyttasta sundfólki landsins á að skipa um langt árabil. Má þar fyrst og fremst þakka frábærum þjálfurum, Ævari Sigurðssyni, Helga Hannessyni og nú í seinni tið Snorra Magnússyni. Nú sem stendur eru allar götur bæjarins sundurgrafnar þar sem verið er að koma hitaveitu fyrir i bænum. íþróttabandalag Akraness stofnaði fyr- ir stuttu sundlaugarsjóð með 500 þús. króna framlagi og nú geta allir þeir er áhuga hafa á að styrkja þessa byggingu lagt fé i sjóðinn. Er takmarkið að nægt fé verði til að hefja framkvæmdir er hitaveitan verður komin á Akranesi. Holmes vann auðveldlega Larry Holmes varði meistaratitil sinn í þungavigt i hnefaleikum í gær- kvöldi er hann rotaði mótherja sinn, Scott Ledoux, i 6. lotu. Ledoux var þó ekki á þeim buxunum að gefast upp en varð að hætta strax i 7. lotu þar sem heiftarlega blæddi úr skurði ofan við vinstri augabrún hans. Þetta er sjöundi sigur Holmes i röð þar sem hann afgreiðir andstæðinginn með rothöggi og aðeins hinn ódauðlegi Joe Louis hefur afrekað slikt. Er bar- daginn var stöðvaður lýstu hinir 8.000 áhorfendur, sem flestir voru á bandi Ledoux, yfir vanþóknun sinni með því að baula. Hér er um brýnt verkefni að ræða og ekki er að efa að fjölmargir bæjarbúa hafa áhuga á að leggja þessu málefni lið. Steinunn hætt á skíðunum Steinunn Sæmundsdóttir lýsti þvi yfir um helgina að hún væri endanlega hætt keppni á skiðum. Þessi ákvörðun hefur legið nokkuð lengi í loftinu þar sem Steinunn hefur orðið að fresta námi vegna skiðaiðkana. Mun hún (aka til á fullu við golfið en hún er nú ein af þremur snjöllustu golfkonum landsins. Vissulega er mikil eftirsjá að Steinunni úr skíðabrekkunum, en hún hefur um nokkurt árabil verið allra kvenna fremst í iþróttinni. mörku sem haldin var dagana 3.—6. júlí sl. Þátt tóku lið frá Danmörku, Noregi, Vestur-Þýzkalandi, Frakklandi Svíþjóð, Finnlandi. ÍBK lenti i riðli með Þjóðverjum, Svíum og Finnum. Unnu þeir alla sína leiki, Finna með 3:1, Þjóðverjana 3:0 og Sviana 1:0. Urslitaleikurinn var svo á milli Frem sem er frá vinabæ Keflavíkur, Hjörring. Hefndu nú Keflvíkingar harma sinna frá þvi i hittifyrra og sigruðu með 3:0, eftir skemmtilegan og góðan leik. Flest mörk i ferðinni skoraði Sigurður Ingimundarson en Ragnar örn Jönsson stóð sig jafnbezt leikmanna ÍBK. Liðið byrjaði ekki vel, að sögn Ástráðs þjálfara, en sótti sig méð hverjum leik. Móttökur voru frá- bærar i alla staði. Hvert lið hafði sér- stakan leiðsögumann frá Hjörring og sá sem nú gegndi þvi starfi þekkir orðið ÍBK eftir fjögur skipti. Aðstaða öll er til fyrirmyndar, þrír vellir og von á þeim fjórða, þar af tveir flóðlýstir. Félagsheimili og búningsherbergi, þvottavélar og þurrkara fyrir iþrótta- fötin og fleira mætti upp telja, sagði Ástráður. Hvað hin liðin snerti sagði hann þau kannski öllu leiknari með knöttinn en ÍBK. Skipulagiö væri hins vegar ekki eins gott og það gerði gæfu- muninn i leikjunum. Auk Ástráðs voru i fararstjórninni þeir Elías Jóhannsson og lngólfur Falsson.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.