Dagblaðið - 07.10.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 07.10.1980, Blaðsíða 3
|'4^ DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1980. Ráðning fram kvæmdastjór ans undrunar — hann er óvanur f ésýslu ogfjáröflun Á að selja Valhöll til að leysa fjárhagsvanda Sjálfstæðisflokksins? „Flokksbundinn sjálfstæðismaður’' skrifar: Umræðurnar vegna ráðningar nýs framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins hafa leitt hug margra að innri skipulagsmáium flokksins og daglegum rekstri. Því hefur heyrzt haldið á lofti að lausaskuldir flokks- ins séu hátt á annað hundrað millj- ónir króna og jiví eigi flokkurinn í verulegum greiðsluerfiðleikum. Stórhættuleg brú yf ir Norðurá Bílstjóri sem var að koma af Norður- landi hafði samband við blaðið: Á brú yfir Norðurá efst í Norður- árdal er handriðið -fallið af öðrum Haf a verka- menn ef ni á láni úr eigin lifeyris- sjóði? — 4-5 mánaða kaup feríað greiða afborganir ogvexti fyrstaárið Ágúst Ágústsson (0120-0615) hringdi: Ég fékk lán út á föður minn úr Líf- eyrissjóði Dagsbrúnar 11. apríl sl. upp á 4,6 milljónir. Greiðslurnar eftir 1/2 ár eru 956.426 kr., sem þýðir að greiðslurnar samtals á I. ári eru um 1800 þúsund. Mér finnast það vera hálfléleg ián frá lífeyrissjóði verka- manna ef það tekur þá 4—5 mánuði af árinu með sínum 400 þúsund króna mánaðartekjum að greiða af- borganir og vexti. Enginn verka- maður getur leyft sér að taka svona lán. megin og liggur það í ánni. Ég vil benda Vegagerðinni á þetta því þarna gæti orðið stórhættulegt að fara yfir þegar fer að frysta og hálka fer að myndast. Einnig er varasöm Iausa- möl við báða endana á brúnni. Þessi fjárhagsstaða gerir ráðningu nýja framkvæmdastjórans að undr- unarefni því þar fer fullkomlega óvanur maður í fésýslu og fjáröflun. Ekki virðast forystumenn flokksins hafa nein ráð á takteinum hvernig leysa eigi fjárhagsvandann sem steðjar að flokknum. Eða á að selja hluta af nýja glæsilega Sjálfstæðis- húsinu Valhöll við Háaleitisbraut sem Jóhann heitinn Hafstein beitti sér fyrir að reist var? Það væri þess- um mönnum vissulega likt núna á dánarári þessa stórhuga og dreng- lynda foringja. Raddir lesenda Fjar- lægiö auglýs- ingarnar Borgari í austurbænum hringdi: Sá siður hefur tíðkazt i borginni að líma upp auglýsingar á húsveggi og grindverk ááberandi stöðum. Eru oft auglýst sveitaböll, fundir og ýmsar samkomur með þessum hætti. í flest- um tilvikum eru þessar auglýsingar mjög snyrtilegar en eitt við þær hefur farið í taugarnar á mér. Oft gleymist nefnilega að taka þær aftur niður. Getur þetta orðið anzi Ijótt að sjá þegar auglýsingaspjaldið fer að veðrast og rifna. Viðkomandi aðilar verða að sjá sóma sinn í því að taka auglýsingarnar aftur niður. Gripið simann geriðgóð kaup Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholtitl sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld Spurning Geturðu stoppað í sokka? Pétur Pétursson gjaldkeri: Það er aldrei að vita. Jú, það hlýtur að vera, þetta er enginn vandi. Gunnar Friðriksson heildsali: Já, já, já. Ég kann það, gerði mikið að því fyrir nokkrum árum. Sveinn Ingólfsson framkvæmdastjóri: Ég kunni það fyrir 20 árum, búinn að gleyma því núna. 'm Ottó Þorvaldsson fró Svalvogum: Já, ég var einu sinni bóndi í sveit. Ég rippaði í sokkana mina þegar konan var ekki við. Sveinbjörn Dagfinnsson róðuneytis- stjóri: Ég hef ekki gert það frá því að ég var drengur en þá kenndi móðir mín mér það. Ég vona að ég geti gert það aftur. Atli Hilmarsson gjaldkeri: Nei, það kann ég ekki. Mamma gerir allt slíkt fyrir mig. <

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.