Dagblaðið - 07.10.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 07.10.1980, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1980. Hvaö segja stjómmálamenn- imir um skoðanakönnunina? ,,£g hef aldrei verið hrifin af Gunnari Thor en Geir er dreginn niður í svaðið fyrir prúömennsku sina,” sagði kona á Reykjavikur- svæðinu i samtali viö Dagblaðið i skoðanakönnun blaðsins. Þá var spurl: Hvorn stjórnmálamanninn styður þú frekar Geir Hallgrimsson eða Gunnar Thoroddsen? „Gunnar og Geir eru ágætis menn hvor um sig,” sagði karl á landsbyggðinni og kona á Reykjavíkursvæðinu sagði: ,,Vel frekar Gunnar. Geir er of einstrengingslegur." Sínum augum leit hver á silfrið eins og búast má við. Heildarniöurstaða könnunarinnar varð sú að af heiidar- úrtakinu, 600 manns, kváðust 14.3% styðja Geir, 61% Gunnar og 24.7% manna voru óákveðnir. Þeir sem lýstu stuðningi við Sjálfstæðisflokk- inn skiptust þannig: Geir hlaut stuðn- ing 29.4%, Gunnar 50,6% og óákveðnir voru 20%. Dagblaðið leitaði til nokkurra stjórnmálamanna, bæði fylgjandi rikisstjórninni og andvigra henni, og bað um álit þeirra á úrslitum könn- unar á fylgi leiðtoga Sjálfstæðis- flokksins og almennt um niðurstöður annarra kannana blaðsins á fylgi ríkisstjórnarinnar og stjórnmála- flokkanna. -ARH. Sverrir Hermannsson þingmaður Austfirðinga: „FLOKKURINN GETUR EKKI LIÐIÐ ÁFL0G EINSTAKUNGA” „Almennt séð hefur reynslan sýnt að hjá þvi verður ekki komizt að taka Sverrir Hermannsson alþinglsmaður. mark á skoðanakönnunum ykkar Dag- blaðsmanna. Þá skiptir ekki rnáli hvernig úrslitin falla mönnurn i geð,” sagði Sverrir Hermannsson þingmaður Sjálfstæðisflokks í Austurlandskjör- dæmi. „Svörin við spurningunni um þá Gunnar og Geir eru svipuð og viðhorf- in til ríkisstjórnarinnar sem áður hafa komið fram. Og miðað við skoðana- könnun í febrúar sýnir þetta rýrnandi fylgi ríkisstjórnarinnar. Að vísu hélt ég að ríkisstjórnin stæði verr en fram kom í könnuninni, en sú skoðun kann að eiga rætur í því að ég umgengst mest hina hörðu flokksmenn. En mér dettur ekki annað i hug en að ef gerð yrði skoðanakönnun um fylgi ríkisstjórnar- innar um næstu áramót að þá yrði út- koman önnur. ” Aðspurður um forystuvandamál Sjálfstæðisflokksins i Ijósi niðurstöðu könnunarinnar sagði Sverrir: „Þeir sem talað er við standa þarna frammi fyrir því að svara þröngri spurningu um val milli tveggja forystu- manna flokksins sem um leið eru foringjar í stjórn og stjórnarandstöðu. Annað mál er hver afstaða manna er til annarra möguleika til að leysa forystu- vandamál flokksins. Þá þyrfti að kanna. Sjálfstæðisflokkurinn, sá stóri þjóðmálaflokkur, getur ekki liðið átök átti ríkisstjórnin ákaflega litlu fylgi að fagna meðal sjálfstæðismanna. Nú er það fylgi svo til horfið. Fylgi ríkisstjórnarinnar mun almennt minnka þegar líður á veturinn. Mér hrýs hugur við að sjá haft eftir Gunnari Thoroddsen að hann búist við rólegheitaþingi á sama tíma og vanda- mál hrannast upp óleyst.” -ARH. gg áflog einstaklinga. í mínu kjördæmi Jón Baldvin Hannibalsson ritstjóri Alþýðublaðsins: Gtiðmundur G. Þórarinsson þingmaður Framsóknarflokksins. DB-mynd: Ragnar Th. Guðmundur G. Þórarinsson þingmaður Reykvíkinga: „Staða Geirs veikari en Gunnar styrkist” „Ég hygg að fólk meti það meir að menn taki sjálfstæða afstöðu óháð flokkslínunni eins og Gunnar gerði,” sagði Guðmundur G. Þórarinsson (F) er blaðamaður spurði hann álits á niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. „Það er ótvírætt að Gunnar nýtur meira trausts hjá fólki. Þessar niður- stöður veikja stöðu Geirs en styrkja Gunnar en hvaða áhrif þetta kann að hafa á Landsfund Sjálfstæðisflokksins þori ég ekkert að segja um.” -KMU. „Pólitísk fegurðarsamkeppni” „Spurningum um það hvort skoðanakannanir Dagblaðsins séu vísindalega marktækar eða ekki geta ekki aðrir svarað en þeir sem séð hafa úrtakið. 600 manna úrtak getur út af fyrir sig gefið réttmætar niðurstöður ef samsetning þess er rétt. Það er að aldursdreifing, kynjaskipting, skipting eftir starfsstéttum, búsetu o.fl. sé rétt,” sagði 3ón Baldvin Hannibalsson ritstjóri Alþýðublaðsins. „Ef litið er á úrslitin í könnunum þá hef ég hreint enga trú á þeirri niður- stöðu að ríkisstjórnin hal'i notið fylgi 90% kjósenda eins og fram hefur komið, en segi að 90% hafa hugsanlega verið fylgjandi stjórnarmynduninni á sínum tíma. Það er fráleitt að allir kjós- cndur Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- bandalags, Framsóknarflokks auk 40% kjósenda Alþýðuflokks hafi verið fylgjandi ríkisstjórn Gunnars Thorodd- sens.. Varðandi könnunina um flokkafylg- ið minni ég á að i marz 1978, 2 mánuðum fyrir kosningar, spáði Dag- blaðið Alþýðuflokknum 10—12% fylgi og 7—8 þingmönnum. í kosningunum hlaut hann 22% og 14 þingmenn. i október 1979, eftir stjórnarslit og 2 mánuðum fyrir kosningar spáði DB Alþýðuflokknum 12% fylgi og 7—8 þingmönnum. Reyndin varð 17.6% og 10 menn. Lítið fylgi Alþýðuflokksins í könnun nú endurspeglar það að skipulegt starf hans hefur verið í lægð og mál- flutningur hans lítt náð eyrum kjós- enda. Ég vísa til þeirrar reynslu að þegar flokkurinn hristir af sér slyðru- orðið hefur hann bætt sig verulega. Klofningur Sjálfstæðisflokksins er forsenda núverandi ríkisstjórnar og lik- lega merkilegasti viðburður hérlendis á síðari árum. Það liggur þó engan veginn fyrir með hvaða hætti hann er klofinn. Er hann tviklofinn, þríklofinn eða enn meira klofinn? Það er alveg Ijóst að fylkingar Sjálfstæðisflokksins eiga sér harða fylgismenn og geta ekki starfað saman. Flokknum sem slíkum kemur því ekki að gagni að fá mælda fylgisaukningu i skoðanakönnun. Um niðurstöðu könnunarinnar urn Gunnar og Geir vil ég ekkert segja. Þar er á ferðinni pólitísk fegurðarsam- Jón Baldvin Hannibalsson rilstjóri. keppni sem ég ték ekki afstöðu til. Sjálfstæðismenn verða sjálfir að fram- kvæma sína andlitslyftingu,” sagði Jón Baldvin Hannibalsson. -ARH. Kjartan Ólafsson ritstjóri Þjóðviljans: „TEKST EKKIAÐ K0MA LIÐ- HLAUPASHMPLIÁ GUNNAR” „Mér finnst þetta satt að segja gela allt saman passað við aðrar skoðana- kannanir Dagblaðsins um stjórnina og flokkana,” sagði Kjartan Ólafsson rit- Kjartan Ólafsson ritstjóri Þjóðviljans. stjóri Þjóðviljans. „Allt leggst á eitt við að staðfesta stuðning við þann arm Sjálfstæðisflokksins sem er í ríkis- stjórn. Það er athyglisvert að stuðningurinn skuli vera þetta mikill nú þegar hveiti- brauðsdagarnir eru löngu liðnir og stjórnin búin að starfa I 8 mánuði. Skiptingin í Sjálfstæðisflokknum ætti því að vera farin að festast. Ég gerði mér þær hugmyndir að forystumennirnir i kringum Geir hafi haldið að þeir gætu afgreitt og stimplað Gunnar sem hvern annan liðhlaupa og það hafa þeir vissulega reynt að gera en greinilega ekki tekizt.” -KMU. Fríðrik Sophusson þingmaður Reykvíkinga: „Margir telja Gunn- ar uppreisnarmann gegn kerfinu” „Ég lýsi ánægju yfir því að fylgi Sjálfstæðisflokksins fari vaxandi sam- kvæmt skoðanakönnun Dagblaðsins. Sigur í skoðanakönnun er út af fyrir sig góður en það eru kosningarnar sem gilda að sjálfsögðu,” sagði Friðrik Sophusson þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. „Ég álít að skoðanakannanir Dag- blaðsins sýni tilhneigingar til breytinga frá einum tíma til annars. En slíkar kannanir eru ekki kosningaspár í sjálfu sér. Skoðanakönnun um vinsældir Geirs og Gunnars sýnir fyrst og fremst þá breytingu að vinsældir Gunnars Thor- oddsens hafa dvínað og Geirs vaxið frá því í febrúar. Skoðanakönnunin stað- festir jafnframt það sem allir vissu að styrkur Gunnars og vinsældir eru meiri hjá jaðarfylgi Sjálfstæðisflokksins og mestar hjá andstæðingum flokksins. Það er stór galli á þessari könnun að ekki skyldu vera nefnd til leiksins fleiri nöfn úr forystuliði Sjálfstæðisflokks- ins. Vinsældir Gunnars eru vel skýranleg- ar út frá neikvæðri afstöðu fólks til stjórnmála- og þingflokka. margir telja Gunnar vera uppreisnarmanninn gegn kerfinu og hann nýtur þess ásamt ótvi- ræðum kostum sinum. Þegar hins vegar það er skoðað að flokksreglur Sjálfstæðisflokksins og starfshættir þingflokksins eru sett til að ná betri árangri fyrir sjálfa grund- vallarstefnuna breytast viðhorf þeirra sem leggja meira upp úr málefnum en einstökum forystumönnum. Mitt starf I Sjálfstæðisflokknum byggist á málefnum og þess vegna hafa vinsældakosningar Gunnars og Geirs lítil áhrif ástörf mín í þágu flokksins,” sagði Friðrik Sophusson. -ARH. Friðrik Sophusson alþingismaður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.