Dagblaðið - 07.10.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 07.10.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1980 Bang&Olufeen U-70 HEYRNARTÆKIN / Skiphotti19 TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR Type No. 6401 Application Stereo Principle Orthodynamic Sensitivity 94 dB 8 mW Continuous load 2 watts Frequency range 16-20,000 Hz Impedance 140"ohms Distortion < 1 % Length of cord and plug type 3 m,Jack Weight 300 g FLUGÁHUGAMENN SUÐURNESJUM Haldið verður bóklegt einkaflugmannsnámskeið. Þátttaka tilkynnist í síma 3335 eða 2934. Suðurflug hf. TÖLVUNÁMSKEIÐ Byrjenda- og framhaldsnámskeið • Örtölvan er án efa byltingarkenndasta uppfinning þessarar aldar. • Með tilkomu hennar hafa tölvur með sambærilega afkastagetu lækkað í verði úr l.000.000dollara í 2.000dollaraá síðastliðnum lOáruni. • Bein afleiðing þessarar þróunar er m.a. sú að nú geta lítil fyrirtæki með 3—10 menn i vinnu loks eignazt og rekiðsínar eigin tölvur. • Læknastofur, fasteigna- og bilasölur, endurskoðunarskrifstofur, lög- fræðiskrifstofur, útgerðarfyrirtæki, verktakar og jafnvel einstaklingar geta nú tekið tölvutæknina í sína þjónustu. Verkefnin eru óþrjótandi. • Því miður hafa fæst okkar fengið nokkra kennslu í meðferð tölva, því skólakerfið hefur ekki séð fyrir þessa merkilegu þróun. • Langflestar litlar tölvur nota forritunarmálið BASIC sem er byggt upp úr auðveldum enskum orðum sem flestir kannast við. • Tölvuskólinn býður yður nú upp á tækifæri til að kynnast hinum fjöl- breyttu notkunarmöguleikum smátölva af eigin raun um leið að læra forritun í BASIC máli. • Námskeiðin eru byrjendanámskeið í meðferð tölva og henta hverjum þeim sem vill læra að hagnýta sér þá margvíslegu möguleika sem smá tölvur (microcomputers) hafa upp á að bjóða. • Kennsla fer að miklu leyti fram undir leiðsögn tölva. Tveir nemendur vinna við hverja tölvu og námsefniðer aðsjálfsögðu allt á íslenzku. Sími Tölvuskólans er QPOQA Innritun stendur yfir faVfaOv Námskeiöskynning _____Innritun / síma 25400_________ Pólland: Gierek skamnb aður, öllu lofað —átta f lokksf oringjar reknir og sakaðir um að afvegaleiða alþýðuna á leið hennar til sósíalismans Forysta pólska kommúnista- flokksins hefur þegar viðurkennt að umbæturnar sem lofað var að gera á tveggja daga miðstjórnarfundi í flokknum um síðustu helgi hafi valdið alþýðu manna vonbrigðum og sumir hafi látið í Ijós óánægju með þær. Stanislaw Kania flokksleiðtogi var fremstur i flokki þeirra sem settu fram gagnrýni á Edward Gierek og ríkisstjórn hans, manninn sem settur var út i kuldann 6. september „af heilsufarsástæðum”, eins og það var orðað. 8 valdamiklir flokksforingjar voru hreinsaðir út úr flokks- forystunni, sakaðir um að afvega- leiða Pólverja á leiðinni til hins fyrirheitna lands sósíalisma. Ályktanir miðstjórnarfundarins eru almennt orðaðar, en í þeim er lofað kauphækkunum til að freista þess að lægja ófriðaröldur meðal verkalýðsins. Þá er og lofað aukningu á neyzluvarningi á markaði, aðallega aukinni matvöru. Kania sagði í ræðu á miðstjórnar- fundinum að pólitisk kreppa sem skekur efnahagslif Pólverja sé „fyrst og fremst sök okkar sjálfra”. Einnig að „félagar sem bæru ábyrgð á mis- (ökunum væru farnir ásamt þeim sem væru ótrúir settum mark- miðum.” Pólskir verkamenn fylgdust með fréttum af fundinum í flokks- forystunni og létu i Ijós vantrú á yfir- lýsingum foringjanna um „umbæt- ur” og hreinsanir. Einn sagði i sjón- varpsviðtali að það væri svo sem sama hverju lofað væri, ekkert breyttist. Ólympíumótið íbridge í Hollandi: ______________ HEIMAMENN OG FRAKKARÍ EFSTU SÆTUNUM þjóða i riðlunum er nú þessi. I A- riðli. I. Holland 352 stig. 2. Dan- mörk 348. 3. Brasilía 338. 4. Taiwan 3I9. 5. Bretland 307. 6. Kanada 304. 7. Argentina 301.8. Tyrkland300. B-riðill: 1. Frakkíand 347. 2. Noregur 345. 3. Indónesía 332. 4. Bandarikin 329. 5. Ástralía 323. Pól- land 312. 7. Þýzkaland 306. 8. italía 304. 9. Pakistan og írland 289. Ekki hefur verið minnzt á Island í fréttaskeytum Reuters undanfarna daga. Frakkar og Hollendingar tóku i gær forystu í sínum riðlum í heims- meistaramótinu í bridge, sem nú er háð í Valkenburg i Hollandi. í A-riðli sigraði Holland Finnland með 12—8 og komst þannig fram fyrir lið Dan- merkur, sem á sama tima tapaði 17— 3 fyrir Argentínu. Brasilíumenn skut- ust í þriðja sætið með 19—1 sigri á Uruguay. Taiwan héll fjórða sætinu þrátt fyrir9—11 ósigur gegn Kanada. í B-riðli náði Frakkland forystunni af Noregi. Frakkar sigruðu Hollenzku Antilleseyjarnar 13—7 en Norðmenn töpuðu 7—13 fyrir ítölum. i harðri baráttu á eftir þessum þjóðum eru Bandaríkin, Ástralía og Indónesía. Fjórar efstu þjóðirnar í hvorum riðli komast i úrslitakeppnina, sem hefst á fimmludaginn. Staða efstu Ástraliumaðurinn Alan Jones sigraði I Grand Prix kappaksturskeppninni I ár. Þar með verður að kalla Jones heimsmeistara að verðugu þvi Grand Prix keppnina vinna engir smákappar. 1 fyrri viku bókaði hann sigur sinn I Montreal I Kanada með þvi að sigra I akstrinum þar. I fyrradag — sunnudag — bætti Alan Jones enn um betur og sigraði í lokakeppninni sem fram fór i Bandarikjunum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.