Dagblaðið - 07.10.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 07.10.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1980. 200 þúsund fyrir þriggja vikna námskeið: Fjárkúgun Fiskvinnsluskólans? Björn Gúslafsson, Akranesi, hringdi: Fiskvinnsluskólinn ællar aö halda námskeið í skreiðar- og saltfiskmati. Námskeiðið á að standa i þrjár vikur og fyrir það eiga nemendur að greiða 200 þúsund. Þessi skóli kennir það fag sem flestir iandsmanna lifa á en það verð sem sett er upp fyrir þátl- töku í námskeiðinu finnst mér vera fjárk úgun. DB leilaði til Sigurðar Haraldssonar skólastjóra Fiskvinnsluskólans. Sagði hann þetta námskeið vera utan fjárlagaliðs skólans og því yrðu þátt- takendur sjálfir að standa straum af öllum kostnaði. Skólinn hefði verið í fjárhagslegu svelti og þvi ekki treyst sér til að kosta svona námskeið. Hins vegar væri mikil aðsókn á nám- skeiðið, þeir hefðu búizt við 20—25 manns en yfir 100 umsóknir bárust og þörfin því greinilega mikil. Sigurður sagði að mjög væri vandað til námskeiðsins, einn kennari væri á hverja 7—8 nemendur en engu að siður væri reynt að stilla öllum kostnaði mjög í hóf. < m Skreiðar- og saltfiskvinnslan hefur löngum verið mikil búbót fyrir þjóðarbúið. Fiskvinnsluskólinn hyggst halda námskeið i mati á þess- ari framleiðslu en nemendur verða sjálflr að standa straum af öllum námskostaði. DB-mynd: HV. FjárhagserfiðleikarSjálfstæðisflokksins: VÆRINÆR AÐ SEGJA UPP STARFSFÓLKINU — ogfela sjálfboðaliðum reksturinn H.Kj. skrifar: Á sama tima og Sjálfstæðisflokk- urinn ræður tvo nýja framkvæmda- stjóra í stað eins sem hættir gefur að lita þessa auglýsingu um nauðungar uppboð á húseign flokksins vegna ógoldinna gjalda. Væri ekki nær að segja öllu starfsfólki Sjálfstæðis- flokksins upp störfum að hætti Flug- leiða hf. en fela sjálfboðaliðum rekstur hans eins og tiðkast hjá vinstra liðinu? Líklega eru þó flokks- broddarnir ekki þær manngerðir sem fást til sjálfboðaliðastarfa eins og að selja áróðursrit á götuhornum eins og Stéttarbaráttumenn. En óneitanlega verður fróðlegt að fylgjast með hvert flokkurinn leitar nú eftir peningum, líklega til stuðningsmanna Gunnars Thoroddsen. Alla vega er engin hætta á að hann hrófli við öllu starfs- fólkinu sem enginn veit hvað gerir allan daginn á fullum launum. Þessi auglýsing um nauðungaruppboð birtist i Lögbirtingablaðinu. Þessi mynd var tekin I Hafnarfirði kringum 1926. Eins og sést hefur mikið verið fyllt upp I Qörðinn síðan. Fremst á myndinni er gamla Flensborg. DRULLUSVAÐ ÍHAFNARFIRÐI Húsmóðir i Hafnarfirði hringdi: Fyrir framan Músíkbúðina í Hafn- arfirði er gangstígur sem er svo mikið svað að óþolandi er. Þarna eru margar stofnanir, s.s. banki, rakara- stofa og bókabúð. Þetta svað er búið að vera þarna í þrjú ár og ég hef reynt að láta bæjarstjórann vita en aldrei náð í hann. Fók verður drullugt upp fyrir haus af því að ganga þarna yfir. Ég vil beina því til þeirra aðila sem bera ábyrgð á þessu að lagfæra þetta sem fyrst þvi að við Hafnfirðingar viljum hafa bæinn okkar hreinan. Vitni vantar að árekstri Miðvikudaginn 27. ágúst sl., um kl. 15, varð harður árekstur á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbraut- ar. Þar lentu saman rauð Toyota fólksbifreið og hvítur Mercedes Benz. Báðir bílarnir skemmdust mikið. Vitni vantar að þessum árekstri og eru vinsamlegast beðin að hafa sam- band við slysarannsóknadeild lög- reglunnar i Reykjavík. Simi: 10200. Hluthafi i Flugleiðum telur ekki grundvöll fyrir rekstri bxði Arnarflugs og Flug- leiða og telur að Flugleiðir eigi að innlima Arnarflug. FLUGLEIÐIRINN- LIMIARNARFLUG — Amarf lug er líka á hvínandi kúpunni Hluthafi í Flugleiöum hringdi: Ég var að lesa grein frá hluthafa í Arnarflugi þar sem hann stingur upp á þvi að Flugleiðir selji hlut sinn i Arnarflugi. Mér finnst að þetta ætti að vera þveröfugt. Flugleiðir ættu að innlima Arnarflug og nota sitt starfs- fólk i verkefnum þess en segja upp starfsfólki Arnarflugs þvi það hefur miklu minni starfsaldur en starfs- menn Flugleiða. Einnig ætti að selja húseign Arnarflugs og færa starfsem- ina alla til Flugleiða. Ég get ekki séð forsenduna fyrir rekstri Arnarflugs, að hafa svona tvöfalt kerfi bæði í innanlandsflugi og leiguflugi. Auk þess er Arnarflug líka á hvínandi kúpunni þó að það hafi hvergi komið fram opinberlega. Raddir lesenda Ljósmyndari DB, Einar Ólason, þurfti ekki að fara langt til að finna dæmi um eina veggauglýsingu. Þessi er á húsi rítstjórnar blaðsins við Siðumúla. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.