Dagblaðið - 07.10.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 07.10.1980, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1980. MMBIAÐIB frjálst, úháð dagblað Útgofandi: Dagblaöiö hf. Framkvœmdastjóri: Svoinn R. Eyjótfsson. RKstjóri: Jónas KHstjánsson. Aöstoðarritstjóri: Haukur Halgason. Fróttastjóri: úmar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Manning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aöstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Asgrlmur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaöamann: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgoir Tómasson, Bragi Sig- urösson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnloifur Bjarnleifsson, Einar ólason, Ragnar Th. Slgurösson, Siguröur Þorri Sigurösson og Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorlelfsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Haildórs- son. Dreifingarstjóri: Valgeröur H. Sveinsdóttir. Ritstjórn: Siðumúla 12. AfgraiÖsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aöalslmi blaösins er 27022 (10 linur). Sotning og umbrot: Dagblaöið hf., Síöumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Siöumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skeifunni 10. Askriftarverð á mánuði kr. 5.500. Verð i lausasölu 300 kr. ointakiö. Þeir túlka sundur og saman Bráðskemmtilegt er að fylgjast með viðbrögðum flokkspólitísku blaðanna við síðustu skoðanakönnunum Dag- blaðsins. Nokkrir lengdarmetrar í leið- urum endurspegla þau gamanmál, sem hér á landi eru kölluð stjórnmál. Leiðarahöfundar hafa sýnt undra- verða leikni við að túlka niðurstöðurnar þeirra flokki í hag. Þar sannast enn einu sinni, að ekki er til sú tala, sem ekki megi túlka á minnst tvo gagnstæða vegu, ef óskhyggjan er takmarkalaus. Barnalegast er Morgunblaðið eins og venjulega. Á fimmtudaginn kvartar blaðið um, að Þjóðviljinn sleppi hinum óákveðnu úr dæminu, þegar hann segi 61,4% þjóðarinnar styðja ríkisstjórnina. Rétt tala sé raunar 41,2%. Daginn eftir hafði dæmið heldur betur snúizt við hjá Morgunblaðinu. Þá kippti blaðið hinum óákveðnu út aftur til að sýna fram á, að fylgi Sjálfstæðisflokksins með þjóðinni væri ekki 27% heldur 46%. Gaman, gaman! Það sem Morgunblaðið kallaði „furðulega bíræfni” á fimmtudegi var orðið að sjálfsagðri reikningsaðferð í blaðinu á föstudegi. Þetta heljarstökk sýnir í hnot- skurn markleysi flokkspólitískra leiðaraskrifa. Formúla Morgunblaðsins er þessi: Við teljum hina óákveðnu með, þegar tölurnar fjalla um illu öflin í þjóðfélaginu, það er ríkisstjórnina, hina stjórnmála- flokkana og Gunnar Thoroddsen. Þá verða þær ekki eins óþægilega háar. Þegar tölurnar fjalla svo um allt hið góða í tilver- unni, það er Sjálfstæðisflokkinn og Geir Hallgríms- son, þá eru hinir óákveðnu hins vegar allt í einu ekki nothæfir lengur. Og þá verða tölurnar skemmtilega háar. Að óskhyggju slepptri er augljóst, að hvorug reikn- ingsaðferðin dugir ein út af fyrir sig. Enda voru báðar aðferðirnar notaðar í niðurstöðum Dagblaðsins til að sýna sæmilega heillega mynd af viðhorfum þjóðarinn- ar. En fleiri fjölmiðlar hafa stundað heljarstökk út af skoðanakönnunum Dagblaðsins. Þjóðviljinn reiknaði út fvrirfram, hversu mikill hluti Sjálfstæðisflokksins styddi Gunnar Thoroddsen og ríkisstjórnina. Þetta gerði blaðið með handahlaupum á forsendum, sem ekki standast. Nær hefði verið fyrir Þjóðviljann að bíða með óskhyggjuna eftir réttum tölum Dagblaðs- ins, sem birtust sumpart í gær og birtast sumpart á morgun. Þjóðviljinn gerði ranglega ráð fyrir, að allir fylgj- endur Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins styddu ríkisstjórnina og að allir fylgjendur Alþýðu- flokksins væru henni andvígir. Ef lífið væri svo ein- falt! Tíminn hefur forðazt heljarstökk systurblaðanna og er raunar dálítið úti að aka eins og stundum áður. í öðrum leiðara blaðsins um kannanir Dagblaðsins er nöldrað um, að þær fjalli ekki um klofning Sjálf- stæðisflokksins. Nú eru það einmitt tvenn af markmiðum kannana Dagblaðsins að finna, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn skiptist í afstöðunni til Gunnars Thoroddsen og ríkis- stjórnarinnar. Á þessu hefur Tíminn verið lengi að átta sig. Viðbrögð systurblaðanna í heild sýna ekki áhuga á að koma staðreyndum á framfæri, heldur að túlka þær sundur og saman, unz þær verða óþekkjanlegar, til matreiðslu ofan í fólk, sem leiðarahöfundar virðast telja fávita. Frettir frettatulkun Fyrir skömmu fluttu ríkisfjöl- miðlar (og fleiri reyndar) þær fregnir vestan frá Chile, að efnt yrði þar til stjórnlagakosninga, eftir að hers- höfðinginn Pinochet hafði stjórnað einráður og setið yfir hlut manna þar í sjö ár. Á sínum tíma hrifsaði hann völdin og gekk þar yfir lik löglega kjörins forseta. Síðan hefur hann oft komizt í fréttir hér og víðar og yfir- leitt verið illa ræmdur i orði, kallaður, sem rétt er, valdaræningi og framferði hans valdarán. Ef rétt er munað, mun nefndur Pinochet hafa framið valdarán sitt, að eigin sögn, til þess að forða löndum sínum frá kommúnisma og undir öllum kringumstæðum til að styrkja lýðræði, sem hvort tveggja er auðvitað lofsvert! Um síðustu helgi bárust svo þær fregnir frá Tyrklandi, að tyrkneski herinn hefði hrifsað öll völd þar í landi, fangelsað löglega stjórnendur og ekki nóg með það, heidur og for- sprakka stjórnarandstöðu, sem til náðist, auk annarra ráðamanna eitt- hvað um 200 talsins, en setzt í sæti þeirra. Það fylgdi raunar sögunni, að enginn hefði verið drepinn —ekki ennþá — af hinum fyrri valdhöfum, en hinir nýju valdhafar hugsuðu ýmsum þegjandi þörfina við tækifæri! Auðvitað ætti að vera þarflaust að geta þess, að þeir telja sig hafa rænt völdunum til þess að styrkja lýðræðið! Liggja má milli hlula um kveikjuna að stjórnlagarofi beggja þessara dela. Vist má vera að hinn chileanski Pino- chet sé „skúrkur” af slæmri gerð og eitthvað lakari en hinn tyrkneski sporgöngumaður hans. Annars er hætt við að við hér úti á íslandi höfum ekki reizlu til að vega þau pund. Við komumst þvi lítið lengra en að framferðinu eins og það birtist. Hins vegar er athyglisvert. að i okkar hlutlausa (?) rikisútvarpi er framferði Tyrkjans kallað valdataka, sem auðvitað er miklu kurteislegra orðbragð en valdarán. Það má vera fólki ráðgáta, hvað við eigum Tyrkjum upp að unna, svo að við þurfum að sýna þeim sérstaka kurteisi öðrum fremur, þegar rætt er um sambærilega hluti. Valdataka er €€ „Víst má vera, að hinn chileanski Pinochct sé skúrkur af slæmri gerð og eitthvað lakari en hinn tyrkneski spor- göngumaður hans... ” Þeir eru að klúðra líf eyrismálunum Allt bendir til þess að verkalýðs- hreyfingin séað klúðra lífeyrismálun- um í samningunum. Kannski verða þeir búnir að þvi þegar þessar linur komast í prentun. Þá verða þær jarðarfararræða yfir stærsta tæki- færi sem launafólk hefur fengið til að höggva frumskóga lífeyrismál- anna. Samkvæmishjal Hafið þið, lesendur góðir, tekið eftir því, hve lítið verkalýðs- foringjarnir hafa sagt um lífeyrismál- ið? Flestir þeirra þegja þunnu hljóði. Er ekki augljóst, að erfiðisfólkið á að fá sambærileg lífeyrisréttindi og opinberir starfsmenn? Ekki hef ég heyrt mörg slík orð og þau fáu sem fallið hafa, eru máttlaust sam- kvæmishjal. Enginn opinber þrýstingur. Engar opinberar kröfur. Þó er þarna um grundvallarmann- réttindi að ræða og framtíð Iauna- fólksins öðru fremur. Efnahagsdæmi á 21. öld Forustumaður lífeyrissjóðs lét svo ummælt i blaði nýlega, að erfiðis- fólkið í landinu gæti aldrei fengið þau lífeyrisréttindi sem opinberir starfsmenn hafa samið um. Sanii maður heldur því statt og stöðugt fram að lífeyrissjóðirnir séu á hausn- um og geti ekki staðið við skuldbind- ingar sínar I framtíðinni. Þetta efna- hagsdæmi er jafnvel sett upp fram á 21. öld eftir Krist. Fáránleg vitleysa Allt þetta er fáránleg vitleysa, jafn- vel þó að hægt sé að sanna að svona yrðu hlutirnir i framkvæmd miðað við óbreytta þróun i efnahagslifi landsins. Óbreytt þróun i efnahagsmálum íslendinga stendur hins vegar ekki til. „Ég efast um, aö verkalýðshreyfingin rísi undir þeirri ábyrgö.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.