Dagblaðið - 07.10.1980, Blaðsíða 16
16
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1980.
fleira ,
FOLK
ASGEIR
TÓMASSON
Kristjana Gunnarsdóttir fyrrum ritstjóri
í Kanada starfar nú hjá Iceland Review:
Skrifar Ijóð
í jrístundum
-— Ijóöabœkur hennar hafa verið gefnar út
í Kanada
Sigríðar Pálsdóttur t afgreiðslu Dagblaðstns I ÞvarhoM.
DB-mynd: Siguröur Þorri.
Dagblaðsdrengirnir styðja hver annan:
Gleraugun kom-
ust til skila
— Þakklút þessum skilvísa dreng, sagði
móðir eigandans
„Ég var á leiðinni í Dagblaðsbíó
þegar ég týndi gleraugunum
mínum,” sagði Gunnar Örn
Hreiðarsson, 11 ára piltur í Fossvogs-
skóla er hann kom með móður sinni
til að vitja gleraugna sem Benedikt
Jón Garðarsson fann og kom til skila
á afgreiðslu DB.
,,Við sáum frásögnina i Dag-
blaðinu á þriðjudaginn” sagði móðir
Gunnars Arnar. Hún sagði að svona
gleraugu kostuðu líklega ekki undir
60 þúsundum króna í dag.
„Ég þarf gleraugu við lestur,”
sagði Gunnar örn, ,,og þaðer ósköp
óþægilegt að hafa ekki gleraugun.
Við biðum eftir að sjá þau auglýst og
ætluðum svo að auglýsa ef ekkert
fréttist.” Hann kvaðst hafa verið
mjög feginn að fá gleraugun sin
aftur.
„Það eru ekki allir eins skilvísir
og Benedikt Jón,” sagði móðir
Gunnars Arnar. Því miður er þetta
satt. Fleiri spurðust fyrir um týnd
gleraugu en sá sem átti þau, sem að
þessu sinni komust til skila.
Þetta atvik sýnir að Dagblaðs-
drengir hjálpast að, enda þótt þeim
hlaupi stundum kapp i kinn við sölu
DB.
-BS.
Hermann
Gunnarsson
á hljóm-
plötu
Hermann Gunnarsson fréttamaður
og íþróttakappi er fjölhæfur piltur.
Hann hefur um dagana lagt gjörvan fót
á margt annað en að sparka bclia og nú
bætist ein skrautfjöðrin enn í hatt
hans. Hann fer nefnilega með
viðamikið hlutverk á einni þeirra
hljómplatna, sem væntanlegar eru á
jólamarkaðinn.
Hermann ætlar ekki að syngja inn á
þessa plötu, — ekki að þessu sinni.
Hann fer með hlutverk sögumanns á
ævintýraplötu, sem inniheldur lög og
texta Gylfa Ægissonar um Rauðhettu
og Hans og Grétu. Að sögn þeirra, sem
heyrt hafa í Hermanni í hlutverki
sögumannsins stendur hann sig
prýðilega, — eins og sannur iþrótta-
fréttamaður á knattspyrnulýsingu.
Leikaraflótti
úr höfuðstað
Norðurlands
Leikarar frá Akureyri stíga nú hver
af öðrum á fjalirnar i Reykjavík.
Helzta leikkona Akureyrar um langt
árabil, Sigurveig Jónsdóttir, ér flutt
suður og æfir nú hlutverk í söng-
leiknum Gúmmi-Gretti, sem senn
verður frumsýndur i Iðnó. Og yngri
leikkona að norðan, Saga Jónsdóttir,
tekur nú við hlutverki í Óvitum í
Þjóðleikhúsinu í stað Guðrúnar
Þórðardóttur, sem er barnshafandi.
Til Þjóðleikhússins er einnig
kominn Þráinn Karlsson, einn af
beztu kröftum Leikfélags Akureyrar.
Hann fer með hlutverk í Smalastúlk-
unni og er að æfa annað í Pólitíska
könnusteypinum. í könnusteypinum
leikur einnig Viðar Eggertsson, sem
kom hingað suður í vor með sýningu
LA á Beðið eftir Godot.
Og loks er Aðalsteinn Bergdal
fluttur suður og farinn að starfa með
Alþýðuleikhúsinu og læra söng.
Meðan á þessum byggðarflótta
stendur er samkomuhúsið gamal-
fræga við Hafnarstræti autt og tómt.
Guðmundur
Vignir hér
Sigurður Baldursson hæstaréttarlög-
maður hringdi i Gjaldheimtuna í
Reykjavík og spurði hvort hann gæti
fengið samband við nafnnúmer 3085-
5442.
Kurteislega spurði símastúlkan hver
það væri sem hann vildi tala við.
,,Ég hélt að þið notuðuð ekkert ann-
að en nafnnúmer,” sagði Sigurður.
,,Að minnsta kosti kemst ég ekkert
áfram í þessari stofnun nema sem nafn-
númer.”
„Andartak,” sagði símastúlkan,
ekkert nema alúðin og kurteisin.
Drykklanga stund mátti nú lögmaður-
inn bíða í simanum. Umbeðið viðtal
fékk hann þó að lokum. „Guðmundur
Vignir Jósefsson hér, hvað vantar
yður?” sagði röddin sem svaraði.
Úr þorskastríðum við
ísland — í baráttu við
hungursneyðina í Uganda
innií miðri Ajríku
Pálmi Hlöðversson, fyrrum stýri-
maður í landhelgisgæzlunni, er nú
farinn áleiðis til Uganda í Afríku á
vegum Rauða krossins til starfa við
skipulagningu matvæladreifingar og
hjálpargagna. Mcðal annars fylgist
hann með því að það fé sem safnast á
íslandi til hjálpar við hungrað og
snautt fólk komist til skila.
Þarna í Uganda hefur ekki komið
deigur dropi úr lofti svo mánuðum
skiptir. Landið er víðáttumikið og illt
yfirferðar. Gífurlegur hiti er á daginn
en kuldi og myrkur á nóttunni. íbúar
landsins, bæði menn og dýr, hrynja
niður úr hungri og þorsta.
Pálmi á langan starfsferil í
þjónustu landhelgisgæzlunnar í þrem
þorskastríðum. Hann var meðal
annars sæmdur brezku heiðursmerki,
Sea Gallantry Medal, úr gulli, fyrir
frábært björgunarafrek við erfiðar
aðstæður í ísafjarðardjúpi, þegar
togarinn Notts. County strandaði
þar.
Áður en Pálmi fer til Uganda
verður hann á námskeiði í Genf á
vegum Rauða krossins. Vænta menn
góðs af starfi Pálma á nýjum vett-
vangi. -BS.
Pálmi Hlöðversson iður en hann fór til Ugande.
I
því sem ég er í núna. Það er allt miklu
stærra hérna. Hér eru gefin út tvö
mikil timarit, mánaðarlegt fréttablað
og bækur á ensku,” sagði Kristjana.
Kristjana hefur gert margt fleira þó
henni finnist það ekki merkilegt að
eigin sögn. Hún hefur skrifað talsvert
af Ijóðum á ensku og hafa tvær
ljóðabækur þegar verið gefnar út
eftir hana í Kanada. Þá munu tvær í
viðbót vera á leiðinni hjá útgefanda.
Ekki sagðist hún hafa skrifað á
íslenzku ennþá. „Ég er ekkert farin
að hugsa um hvort ég gef út íslenzkar
Ijóðabækur,” segir hún. Kristjana er
aðeins 32 ára svo engum ætti að
koma á óvart þó hún eigi eftir að
koma Ijóðum sínum á íslenzkan
markað.
„Starfið hér finnst mér alveg
Ijómandi skemmtilegt. Það er alltaf
eitthvað að gerast spennandi og svo
er líka skemmtilegt til þess að vita að
yfir 30 þúsund manns víðs vegar um
allan heim lesa blaðið og það er
kannski það eina sem þetta fólk les
um ísland,” sagði Kristjana Gunn-
arsdóttir rithöfundur og þýðandi hjá
Iceland Review. - ELA
wl’t> Olrúu'íkníoatnn l.ííia ln-.tmr vta.
Að þýða íslenzkt menningar- og
fréttaefni yfir á ensku er ákaflega
skemmtilegt starf, það segir hún
Kristjana Gunnarsdóttir að minnsta
kosti. Kristjana hóf störf hjá fyrir-
tækinu Iceland Review í byrjun sept-
ember, þá alkominn heim eftir að
hafa dvalizt á íslendingaslóðum i
Kanada síðan 1969.
„Ég fór fyrst út til að stunda nám
og bjóst þá aldrei við að verða svona
lengi,” sagði Kristjana þegar Fólk-
síðan ræddi við hana á skrifstofu lce-
land Review. „Ég hef nú samt yfir-
leitt komið heim á sumrin. Ég var í
meistaranámi í enskum bókmennt-
um. Síðan starfaði ég sem ritstjóri
hjá tímariti rithöfundafélags í
Kanada. Það tímarit kom út sex sinn-
um á ári. Auk þess skrifaði ég
nokkuð fyrir önnur tímarit „free
lance”. Nei þetta starf var ekkert líkt
Kristjana Gunnarsdóttir stundaði
meis taranám / enskum bókmennt-
um I Kanada og starfaði síðan sem
ritstjóri hjá timariti rithöfunda-
fálags. DB-mynd Einar Ólason.
FÓLK