Dagblaðið - 07.10.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 07.10.1980, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1980. Saltkjötssala með skilyrðum í Hólminum? „ÞRIÐJIHVER BITIVERÐ- UR AÐ VERA FEITUR BITI” — Útilokað að hægt sé að neyða neytendur til þess að kaupa eitthvað annað en það sem þeir sjálfir kjósa „Við erum hérna lva:r reiðar húsmæður i Stykkishólmi sem langar til að fá upplýsingar um saltkjðtssölu i verzlunum. Þannig er að ein verzlun hér i bæ, það er að segja kaupfélagið, selur sallkjötsbita með því skilyrði að einn af hverjum hremur bitum er þú kaupir sé fitubitar. Ef þú vill sjálf velja saltkjötið er þvert nei við því. Er það rétt að þessi skilyrði séu i öllum verzlunum í landinu? Hvernig er hægt að spara ef þriðji hver biti fer beint í ruslið? Viljið þið gjöra svo vel að svara þessu fyrir okkur, svo við vitum rétt okkar.” Þannig hljóðar bréf frá tveiniur reiðuni húsmæðrum i Stykkishólmi. séu ekki sjálfir að „gramsa” I kjötinu. En ekkert mælir á móti þvi að neytendurnir geti bent á ákveðna bita i afgreiðsluborðinu og þannig valið sjálfir sitt kjöt. DB-mynd Ragnar Th. framhryggir, væri saltað væri verðið á saltkjötinu hærra heldur en þegar notaðir væru ódýrari og þá jafnframt feitari verðflokkar. Vel má vera að þar sem meira fjölmenni er, eins og i höfuðstaðnum, séu þeir fleiri sem vilja feitt kjöt heldur en á fámennum stað eins og i Stykkishólmi. Ekki hægt að setja neytendum skilyrði Bréfinu frá reiðum húsmæðrum í Stykkishólmi verður þvi að svara á þann hátt, að það er ekki hægt að skylda neytendur til þess að kaupa vöru sem þeir vilja ekki, eins og t.d. feitt saltkjöt þegar neytandinn vill fá magurt kjöt. -A. Bj. UpplýsingaseðiU til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? I Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak andi I upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðai fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis I tæki. ! Nafn áskrifanda Heimili I i i i Sími l------ I i Fjöldi heimilisfólks. 1 Kostnaður í septembermánuði 1980. i Matur og hreinlætisvörur kr. lAnnaó kr. Alls kr. m » ikw Hvað á að gera við feita kjötið? „Við reynum að sjálfsögðu að verða við óskum viðskiptavina okkar, en ef allir velja sér magurt saltkjöl yrði allt feita kjötið eftir og hvað á þá að gera við það,” sagði kaupfélagsstjórinn i Stykkishólmi, Halldór Magnússon, er við bárum undir hann hvorl viðskiptavinir kaupfélagsins væru skyldaðir til þess að kaupa þriðja hvern bita feitan. Hann kannaðisl ekki við að það væri viðtekin regla en hins vega v;v>u fólki ekki seldir magrir bitai eingöngu. „Verð á saltkjöti er miðað við verð á frampörtum eins og er, þá cr aðeins eilt verð á sallkjöti,” sagði kaupfélagsstjórinn. Fólk fær það sem það vill „Við förum ævinlega eftir þvi sem Þcssi mynd var tekin fyrir tæpum tveimur árum i einni af stærri matvöruverzlun- um höfuðstaðarins. Þarna eru húsmæðurnar sjálfar að velja sér saltkjötsbitana. Þetta er ekki lengur leyfilegt. Heilbrigðiseftirlitið hefur farið fram á að neytendur fólk biður um, ef það vill eingöngu magra bita verðum við við þeim óskum,” sagði Páll Guðmundsson, kjötafgreiðslumaður hjá Sláturfélagi Suðurlandsí Austurveri. ,,Það er alltaf talsvert um að ein- hverjir vilji feita bita með er þeir kaupa sér saltkjöt í matinn,” sagði Páll. Páll sagði einnig aðþegar kjöt úr dýrari verðflokkum, eins og t.d. Gíf urlegar greiðslur í sam- bandi við húsbygginguna Langar ífleiri mataruppskriftir „Kæra Neytendasíða! Ég sendi ykkur hér í fyrsta skipti upplýsingaseðil yfir heimilis- kostnaðinn. Það er skömm að segja frá þvi að ég hef verið löt við að halda bókhald yfir heimiliskostnað, en það er ekki nema rúmt ár síðan við fluttum inn og afborganir af lánum og fleiru er það sem við höfum eyli peningunum í seinustu mánuði og upphæðirnar stundum verið ein., tvær og jafnvel þrjár milljónir l'yi ir einn mánuð,” segir m.a. í bréfi frá ungri húsmóðurí Hafnarfirði. „Núna er ég ákveðin i að halda reglulegt heimilisbókhald. I. ágúst var lika frekar lílið að borga (upphæðin annað var 268.500). Við erum komin yfir verstu lánin. I liðnum „annað” er t.d. rafmagn, trygging á bílnum, efni i baðskápinn, tveir vixlar, bensin og ýmislegt fyrir bílinn, myndir úr framköllun og að lokum ein bíóferð. Mér finnst Neytendasíðan ein af betri síðum í DB. En samt fyndist mér að þar ætti að vera svolítið meira af mataruppskriftum og svo hvernig á að gera slátur. Ég ætla mér að taka tvö til þrjú slátur en ég kann ekki að I mörg horn að líta „Kæra DB og Vika! Við erum sjö í heimili en einn hefur verið í sveit í sumar. Liðurinn annað hjá mér er nokkuð há upphæð en það var margt sem þurfti að greiða. M.a. festum við kaup á lit- sjónvarpi, við þurftum að greiða yfir 400 þús. kr. lán. Það þurl'ti að kaupa skófatnað, föt, bensin, tóbak og margt fleira. Ég þakka fyrir gott og skemmtileg blað, eða blöð, þvi dóttir mín kaupir Vikuna. Kveðja, húsmóðir í Rcykjavik.” Þessi húsmóðir er með sex manna fjölskyldu í ágúst og með tæplega 35 þús. kr. á niann að meðatali í mat og hreinlætisvörur. Liðurinn „annað" hjá henni er upp á rúnil. 900 þús. kr. hlanda blóð, lifur og nijöl og þætti þvi vænt um að þið birtuð uppskrifl., Kær kveðja, Margrét, Hafnarfirði". Við bjóðum Margréti velkomna i hóp þeirra skynsömu sem halda heimilisbókhald reglulega. Hún á áreiðanlega eftir að komast að þvi að það margborgarsig. Við þökkum einnig hólið, sem okkur þykir rnjög vænt um. Slátur- uppskriftina fékk hún i blaðinu i gær, þegar við sögðum frá sláturgerð i tilraunaeldhúsinu okkar. Vona bara að það gangi allt vel hjá henni. Ef hún verður i einhverjum vafa er henni velkomið að hringja í okkur. Ef við erum ekki stödd á DB erum við heima i sima 66142 og velkomið að hringja þangað lil að fá góð og holl ráð. -A.Bj. Raddir neytehda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.