Dagblaðið - 07.10.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 07.10.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1980. 7 Erlendar fréttir Bretland: Járnf rúin í kröppum dansi Margaret Thatcher leiðtogi íhalds- flokksins brezka og forsætisráðherra mun sæta gagnrýni bæði frá hægri og vinstri á þingi flokks hennar sem hefst í Brighton í dag. Vinstri sinnar í flokknum vilja að hún láti af svo ein- strengingslegri efnahagsstefnu, en hægri menn vilja að hún framfvlgi stefnunni af jafnvel meiri hörku. Kanada: Trudeau skammaður Trudeau forsætisráðherra í Kanada var skammaður af stjórnarand- stöðunni í gær og sakaður um að snið- ganga stjórnarskrána. Hafði hann beðið þingið um að samþykkja tillögu um breytingar á stjórnarskránni sem seti var í Kanda árið 1867. Bonn: Stjómarmynd- unarviðræður hefjast Helmut Schmidt kanslari Veslur- Þýzkalands hefur i dag viðræður við frjálslvnda sem sigruðu i þing- kosningunum um helgina. Hans- Dietrich Genscher leiðtogi frjálslyndra, sem jafnframt er varakanslari og utan- ríkisr'áðherra, sagðist gera kröfu' til þess fyrir hönd flokks síns, að málefna- samningur sem áframhaldandi ríkis- stjórnarsamvinna við jafnaðarmenn byggði á bæri þess glögg rnerki að áhrifa frjálslyndra gætti þar. Þunnig er það í Abadun, þar sem eru meslu nliuhreinsiinarslnðvar heims. Oliuvinnsla er nákvæmnisverk sem ekki þnlir að pipurnar ruglisl ng alll fari á ringulreið. Að sngn kunnugra munii í það minnsla mánuðir liða þar lil nliuhreinsiin helsl aflur í Abadan. Auk þess sendu fréttamenn vest- rænna fréttamiðla þær fregnir frá hinni miklu hafnarborg Khorramshahr að fullvíst væri að íraskir hermenn væru við stjórn við höfnina. Jafnframt væri Ijóst að miklir bardagar væru annars staðar i borginni. Miklir bardagar eru einnig i Shatt-AI-arab skipaskurðinum sem er við upptök Persaflóans á landa- mærum landanna. Þar segjast frakar hafa sökkt tveim herskipum írana síðastliðinn sólarhring. Skurður þessi er nijög mikilvægur báðum löndun- um, írak og íran, og að sögn kunnugra er hann ein helz.ta ástæða stvrjaldarinnar. Stjórnin á frak lilkynnti einhliða vopnahlé um síðustu helgi. Það fór þá algjörlega út um þúfur um leið og það byrjaði þar sem franir höfnuðu því algjörlega. Bæði Bani Sadr for- seli landsins og Khomeiní helzli trúarleiðtogi og byltingarforinginn hafa marglýst því yfir að ekki komi til greina að ræða við Íraka um vopnahlé fyrr en allt herlið þeirra sé komið af írönsku landi. Írakar hafa þegar lýst því yfir að þeir niuni ekki lála af hendi neilt af þeim þrjú hundruð ferkílómelrum lands á mörkum likjanna, setn þcn lóku þcgai við upphaf styrjald arinnat lyrir tveimur vikum. LOFTI0G LEGI — lof tárásir á Teheran og margar verksmiðjur landsins irakar virðasl hafa lagt á hilluna allar hugmyndir um frið og vopnahlé í styrjöldinni við iran. Samkvæmt fregnum frá Bagdad hafa þeir hafið nýja sókn í Íran. í gær gerði iraski • flugherinn miklar loftárásir á Teheran, þær mestu síðan styrjöld landanna hófst fyrir rúmlega hálfum mánuði. Þotur Íraks köstuðu í gær sprengjum á ratsjárnetið umhverfis Teheran. Auk þess bárust fregnir af því að sprengjur hefðu lent á olíurannsóknarstöð og miklu flug- skýli þar sem viðgerðir á flugvélum fóru fram. Einnig var barizt í Khuzestan, helzta oliuhéraði íran. Samkvæmt útvarpsfregnum frá Bagdad komust tuttugu og fimm iranskir skriðdrekar í hendur hers iraks á þeim slóðum. Styrjöld Irans og Iraks: BARIZT A LANDI Gert ráð fyrir fjölmennri mótmælagöngu í París vegna hryðjuverksins við bænahús gyðinga Búizt er við þvi að Parisarbúar flykk- ist i mótmælagöngu i austurhluta Parísarborgar i dag til þess að mót- mæla hryðjuverkinu sem varð fjórum mönnum að bana utan við bænahús gyðinga á dögunum. Helztu forsvars- REUTER menn gyðinga munu þó ekki taka þátt í göngunni. Gengið verður frá Þjóðartorginu að Lýðveldistorginu og farin hefðbundin leið, líkt og 1. mai. Ganga þessi hefur verið skipulögð af sósíalistum, komm- únistum og róttækum vinstri flokkum og einnig verkalýðsfélögum og mann- réttindahópum. Samtök gyðinga sögðu, i gærkvöldi að þau myndu ekki taka þált i göngunni, þar sem hún væri póli- lisk. Margrir fréttaskýrendur hafa lýst göngunni sem aðgerð stjórnarandstöð- unnar, vegna þátttöku sósíalista og kommúnista. Forystumenn þeirra hafa deilt harkalega undanfarin tvö ár og franska rikisstjörnin er það eina sem flokkarnir geta sameinazt um i and- stöðu sinni. Helzti stjórnarflokkur Frakklands tekur ekki beinan þátt i göngunni, en sendir þó sendinefnd. Talið er að lögreglan muni hafa hægt um sig, en hún hefur verið sökuð um að taka vægt á nýnasistum, sem hafa lýst ábyrgðá tilræðinu., Góðir Hafnfirðingar og nágrannar! Frá og með 6. október hefi ég tekið við rekstri Hjólbarða- verkstæðisins að Reykjavíkurvegi 56, af Guðnýju Baldurs- dóttur. Kappkosta að veita fljóta og góða þjónustu. Hefi til sölu bæði nýja og sólaða hjólbarða. Jafnvægisstilli og negli dekk. Verið velkominn. Búi Eiríksson. HOTEL HOTEL HOTEL HOTELSK HOTEL HOTEL HOTEL HOTEL XX Sa HEKIAHEKIAHEKLftHEKLAQO SaHEKLftHEKLAHEKLAHEKLAnO <H Ow Rh OM gn xx Salur til f unda og || «§ skemmtanahalds Iq í húsakynnum Hótel Heklu leigjum við út glæsileg- an sal til fundahalda, árshátíða og annars mann- fagnaðar. Bjóðum upp á heitan og kaldan veizlumat, brauð, snittur, kökur, kaffi o.fl. eftir því sem óskað er. Sendum einnig pantanir heim. Hringið eða komið og _ fáið upplýsingar. Skemmtið ykkur í fögru og vistlegu umhverfi. ■w Om fcwSSS SgöS RH 5" XX SS XX no hotelp HEKIA HEKLA hekla hekla Sb hekla hekla HEKIA £ ** nLnLft ntnLn JrlJulftLÉn HLnljn nLnlit HLnlit RauSarársiia is. t2-88-66- FALLEGAR GJAFAVÖRUR sleinstYttur Hollenskar steinstyttur úr muldu grjóti veita varanlega ánægju Yfir 100 geróir og rnargar ólikar stiltegundir. krydd & ilmkerti Jurtakrydd Irá Frakklandi. þrjár kryddblöndui sem gela mikla möguleika á tiibreytni viö matargerð. Heibs Irom Pro- vinde. Herbs lor tísh. Tarrgon blend. Ósvikið hunang úr vllli- blómum Suöur-Frakklands. Ilmkerti sem eyða matarlykt og bæta andrúmsloltió. brennslutimi 20 klst. um 26 ilm gerðir KIRKJUFELL KLAPPARSTÍG 27 SÍMI: 21090.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.