Dagblaðið - 07.10.1980, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1980.
Bretland: —
KRATAR SIGLAINNI
VINSTRISÁLARKREPPU
— Callaghan sagði fátt á f lokksþinginu enda hafði hann lítið að bjóða—stjórnmálasérf ræðingar
spá íhaldsflokknum langri setu í ríkisst jóm—Verkamannaf lokkurinn heldur fast við stef nu
flokksþingsins
Öngþveitið í Verkamannaflokkn-
um brezka ógnar verulega möguleik-
um flokksins til að vinna sigur í
næstu þingkosningum sem halda á i
Bretlandi einhverntímann fyrir maí
árið 1984. Flokkurinn er klofinn i
tvær fylkingar. 1 annarri eru þeir sem
dreymir um og vilja stefna að sósíal-
ískri byltingu en hinum megin standa
hinir raunsæju og reyndu stjórnmála-
menn flokksins sem stjórnuðu Bret-
landi í tíu ár á síðustu tveim áratug-
um. Þetta er siður en svo í fyrsta
skiptið sem Verkamannaflokkurinn
er klofinn vegna innri deilna. í þetta
skiptið er málið hins vegar öðruvisi
vaxið en fyrr.
Aldrei fyrr hefur vinstri armur
flokksins gengið lengra í tilraunum
sínum til að ná algjörum völdum í
flokknum heldur en á nýliðnu flokks-
Tony Benn helzti lciðtogi vinstri
manna í Verkamannaflokknnm hafði
sig mjög í frammi á flokksþinginu i
Blackpool.
þingi sem haldið var í Blackpool í síð-
ustu viku. Þar urðu núverandi for-
maður flokksins James Callaghan og
nánustu aðstoðarmenn hans hvað
eftir annað fyrir alvarlegum átásum
og niðurlægingu.
Tony Benn hinn 54 ára gamli leið-
togi vinstri armsins gerði á þinginu í
Blackpool fyrstu alvarlegu tilraunina
til að komast í sæti æðsta leiðtoga
flokksins. Benn sem áður fyrr var
orkuráðherra í stjórn Verkamanna-
flokksins er mjög vinstrisinnaður.
Margir fylgismenn hans, einkum þó í
röðum verkalýðsleiðtoga, trúa á
hann. Flestir þingmenn Verkamanna-
flokksins telja Benn hins vegar hinn
mesta trumbuslagara.
Benn gerir sér Ijóst að hann á ekki
nokkra möguleika á‘ að ná forustu i
flokknum ef áfram verður haldið að
velja formann þannig að þingmenn
flokksins velji hann. Þess vegna
lögðu fylgismenn hans það til á
flokksþinginu að kjör formanns yrði
hér eftir í höndum almennra flokks-
manna, starfsmanna hans og foringja
i verkalýðsfélögunum ásamt þing-
mönnum flokksins sem nú eru 267.
Þessi tillaga var samþykkt með litl-
um atkvæðamun. Hins vegar tókst
flokksþinginu ekki að ná samkomu-
lagi eða gildum meirihluta fyrir
neinni tillögu sem kvæði á um eftir
hvaða aðferðum ætti að velja næsta
flokksleiðtoga. Varð þetta svo þrátt
fyrir þrjár atkvæðagreiðslur á tveim
dögum þar sem miklar deilur stóðu
um málið.
Að lokum var ákveðið að fresta
málinu og afgreiða það á sérstöku
aukaþingi sem halda skal í janúar
næstkomandi. Áður en að því kemur
er vel hugsanlegt að James Callaghan
núverandi formaður, sem orðinn er
68 ára að aldri, ákveði að draga af-
sögn sína til baka. Ætlun hans var að
segja af sér á flokksþinginu í síðustu
viku þó svo að hann hafi aldrei form-
lega tilkynnt það og síðan látið það
vera í Ijósi hinna hörðu deilna sem nú
standa innan Verkamannaflokksins.
Ljóst er að Denis Healey fyrrum fjár-
málaráðherra Verkamannaflokksins,
sem talinn er öruggur sigurvegari í
kosningum um formannssætið ef
þingmenn flokksins velja hann einir,
verður að berjast harðri baráttu eigi
hann að eiga möguleika á embættinu.
Healey er einmitt þekktur fyrir
mikinn baráttuvilja og ekki er talinn
neinn vafi á að hann muni nota vel þá
þrjá mánuði sem til stefnu eru fram
að aukaþinginu.
Þó svo færi að hægri og ntiðju-
mönnum VerkamannaHokksins
takist að koma t veg fyrir að Tony
Benn verði formaður þá situr næsti
formaður hans uppi nteð alls kyns
samþykktir frá llokksþinginu í
Blackpool sem mörgum verður erfitt
að kyngja. Hvað eftir annað unnu
vinstriíncnr. sigur í atkvæðagreiðsl-
um á þinginu.
Þar var samþykkt að Bretíand ætti .
að segja sig úr Efnahagsbandalagi
Evrópu þegar Verkamannaflokkur-
inn kæmist til válda. Flokksþingið
samþykkti einhliða kjarnorkuaf-
vopnunaráætlun fyrir Breta, að loka
skyldi öllum herstöðvum á Bretlandi
þar sem kjarnorkuvopn væru. Var
þá sama hvort um væri að ræða
brezkar eða bandarískar herstöðvar á
brezku landi eða hafsvæði. Einnig var
samþykkt að ríkið skyldi yfirtaka
stór iðnfyrirtæki og banka. Tekið
væri fyrir rekstur á einkasjúkrahús-
um og læknastofum. Einnig að allar
skólastofnanir yrðu þjóðnýttar.
Loka ætti þekktum brezkum skólum
eins og Eton og Winchester en þar
hafa um langt skeið menntasl ýmsir
af forustumönnum ríkjandi stétta í
Bretlandi. Þar á meðal eru nokkrir af
leiðtogum brezka Verkamanna-
flokksins.
Denis Healey má vafalaust hafa sig
allan við ef hann ætlar að ná for-
mannssæti í Verkamannaflokknum á
aukaþinginu i janúar nk.
Þing Verkamannaflokksins hafa
áður samþykkt tillögur í þessa átt en
þær hafa ekki komizt lil fram-
kvæmda. Almennt hefur verið viður-
kennt að flokkurinn geti aðeins unnið
kosningar með tiltölulega frjálslynda
stefnuskrá, sem höfðaði til kjósenda
við miðjuna. Þegar flokkurinn hefur
komizt í stjórnaraðstöðu hefur hann
aðeins haldizt þar við með því að
halda fram þeirri stefnu.
í framtíðinni er þó erfitt að sjá
hvernig rikisstjórnir Verkamanna-
flokksins geta algjörlega sniðgengið
hugsjónir ráðandi afla í flokknum.
Þar verður að telja ráðandi flokks-
menn i kjördæmunum, verkalýðs-
leiðtoga og menntamenn úr miðstétt-
unum. Þetta eru taldir helztu aðil-
arnir sem standa undir starfi Verka-
mannaflokksins.
Það verða þessir aðilar sem munu
vafalítið hafa mikið að segja um val á
formanni flokksins í framtíðinni ef
og þegar náð hefur verið samkomu-
lagi um hvernig hann skuli valinn á
aukaþinginu í janúar næstkomandi.
Auk þess hefur önnur samþykkt
flokksþingsins i Blttckpool breytt
stöðu þingmanna Verkamanna-
flokksins verulega. Eru þeir nú skyld-
ugir að standa fyrir máli sínu í heima-
kjördæminu einu sinni á hverjum
þrem árum.
Verið gelur afl James Callaghan
hælli vifl afl hælta formennsktt í
flokknum áflur en aukaþingið verflur
haldifl í janúar næslkomandi.
Aðilar sem kalla sig marxista og
trotskista hafa í vaxandi mæli orðið
áhrifameiri i flokksfélögunum í kjör-
dæmununt ef marka má athugun sem
gerð var á vegum flokksins sjálfs. Að
ntinnsta kosti þrír þingmenn sem
taldir voru til hægri í flokknum hafa
verið hraktir úr framboði af vinstri
sinnuðum flokksfélögum á síðustu
árum. Eftir að hin nýja samþykkt
sem áður var nefnd gengur i gildi
hlýtur þessi þróun að verða örari.
Verkamannaflokknum tókst ekki
að verða flokkur sem setið gat lengi
við völd i Bretlandi fyrr en við lok
siðari heimsstyrjaldarinnar. Sér-
fræðingar í sagnfræði og stjórn-
málum segja að flokkurinn hafi
aldrei í raun gert upp við sig hvernig
hann vilji vera. Deilurnar um hvort
stefna skuli að því að vera hugsjóna-
ríkir andstæðingar ríkjandi stjórnar í
einum flokki eða að þar ráði rikjum
raunsæir stjórnmálamenn sem stefni
að því að komast í ríkisstjórn sem
framkvæmi hið mögulega hafa aldrei
fallið niður.
Verkamannaflokkurinn komst
fyrst til valda árið 1945 (fyrir utan
stutt valdaskeið rétt um 1930 sem
endaði með klofningi flokksins). Þeir
nutu þar breytinganna sem orðið
höfðu á afstöðu fólks á árum heims-
styrjaldarinnar síðari og almennra
óska um breytt þjóðfélagsskipulag.
Flokkurinn kom á velferðarþjóð-
félagi, ókeypis heilbrigðis- og
menntakerfi fyrir alla. Ýmis
fyrirtæki sem önnuðust opinbera
þjónustu voru þjóðnýtt eins og járn-
brautir, kolanámur, rafveitur, gas-
stöðvar og vatnsveitur.
Dýrðin stóð þó ekki lengi að þessu
sinni, árið 1951 vann íhaldsflokkur-
inn mikinn sigur og sat að völdum
næstu þrettán árin. Voru það mikil
erfiðleikaár fyrir Verkamannaflokk-
inn. Samþykktir flokksþinga um
skilyrðislausa einhliða kjarnorkuaf-
vopnun Breta og áætlanir um aukna
þjóðnýtingu hröktu kjósendur frá
flokknum.
Formaður Verkamannaflokksins
mestallan þennan tíma sem flokkur-
inn var utan ríkisstjórnar var Hugh
Gaitskell. Hann barðist hart gegn
samþykktum flokksþingsins í þessum
anda. ,,Ég mun berjast, berjast og
berjast áfram” urðu þekkt orð hjá
Gaitskell á sjötta áratugnum og fram
á þann sjöunda. Hann var þá að
ræða við vinstrimennina í flokknum
sem einnig þá réðu miklu á flokks-
þingunum.
Loksins árið 1964 bar barátta
Hugh Gaitskell árangur. Þá var hann
sjálfur látinn. Rikisstjórnir þeirra
Harold Wilsons og James Callaghans
á árunum 1964 til 1970 og 1974 til
1979 nutu góðs af baráttu Gaitskells.
Kjósendur fengust í nægilega miklum
mæli til að trúa því að stefna Verka-
mannaflokksins væri lýðræðislegur
sósíalismi þar sem blandað hagkerli
ætti að ríkja.
Á flokksþinginu i Blackpool var
hins vegar enginn Hugh Gaitskell til
að berjast við vinstrimennina í
Verkamannaflokknum. Jantes
Callaghan skorti allan eldmóð og þeir
sem sýndu vinstri meirihlutanum
mestan mótþróa voru tiltölulega
ungir stjórnmálamenn en þó úr hópi
fyrrverandi ráðherra í stjórn Verka-
mannaflokksins. Þar voru þremenn-
ingarnir þau Shirley Williams,
William Rogers og David Owens,
stundum kölluð „þremenningaklík-
an”, fremst i fiokki. En þó mátlu
þau sín ekki mikils gegn meirihlutan-
um og voru hvað eftir annað hrópuð
niður af þingheimi í Blackpool.
James Callaghan formaður flokks-
ins bað menn um að sýna samstöðu,
,,í guðanna bænum hættið að deila.”
David Owen fyrrum utanríkisráfl-
herra I stjórn Verkamannaflokksins
var einna helzt i forsvari þeirra
flokksmanna á þinginu í Blackpool
sem mæltu á móti stefnu vinstri-
manna.
Hann forðaðist hins vegar að lenda í
beinni andstöðu við Tony Benn
helzta leiðtoga vinstrimanna. Benn
var hins vegar ákaft fagnað í ræðu-
stól, þegar hann í fyrsta skipti á
flokksþingi lýsti framtíðarstefnuskrá
sinni ef hann kæmist í sæti flokksfor-
manns.
Hingað til hefur hann verið tiltölu-
lega hófsamur í orðum og ekki tekið
mjög djúpt í árinni á opinberum vett-
vangi um róttækar hugmyndir sínar
ef hann verður formaður Verka-
mannaflokksins. í Blackpool sá Benn
hins vegar enga ástæðu til að sleppa
stóru orðunum og lýsti yfir að helztu
stefnuskráratriði sem samþykkt
Itöfðu verið á flokksþinginu yrðu
framkvæmd ef hann kæmist i stól
forsætisráðherra. Þau hafa verið
nefnd hér áð framan. Allt átti þetta
að komast í verk á fyrsta mánuði
ríkisstjórnar Verkamannaflokksins.
Benn þótti ganga svo langl í yfir-
lýsingum sinum að margir þingmenn
fiokksins lýstu því yfir bæði í einka-
viðræðum og opinberlega að maður-
inn hlyti að vera eitthvað ruglaður
eða þaðan af verra.
Á flokksþinginu voru þeir hins
vegar færri sem ræddu um ástæð-
urnar fyrir því að James Callaghan
formaður flokksins var svo hæglátur
og lítt áberandi á meðan á því stóð.
Hann er engan veginn búinn að jafna
sig i pólitískum skilningi eftir ósigur
Verkamannaflokksins í þingkosning-
unum í maí í fyrra. Þá vann íhalds-
flokkurinn undir forustu Margaret
Thatcher. Almennt er viðurkennt að
ósigur Callaghans þá hafi stafað af
óánægju launþega með stefnu stjórn-
ar hans i launamálum, sem endur-
speglaðist í miklum verkföllum vetur-
inn áður.
Á flokksþinginu réðs; C allaghan
harðlega á efnahagsstefnu stjórnar
Thatcher. Hún hefur meðal annars
leitt til þess að í Bretlandi eru nú yfir
tvær milljónir verkfærra manna at-
vinnulausar. Hafa atvinnuleysingjar
ekki verið fleiri í Bretlandi síðan í
kreppunni á fjórða áratugnum.
í raun var alveg sama hvað
Callaghan sagði á flokksþinginu í lið-
inni viku. Verkalýðsleiðtogarnir sem
þar voru staddir vissu það og vita enn
að hann hafði ekkert að bjóða annað
en hina gömlu stefnu sína þar sem
reynt var að halda jafnvægi á milli
verðlagshækkana og launahækkana.
Þeirri stefnu höfnuðu brezk verka-
lýðsfélög á meðan hann var við völd
fyrir kosningarnar vorið 1979.
Þeir eru margir i Bretlandi sem
óttast þá tíð þegar Verkamanna-
flokkurinn kemur til valda ákveðinn í'
að efna þá stefnu sem samþykkt var á
flokksþinginu í Blackpool. Þar á
meðal eru ýmsir valdamenn í banka-
og fjármálakerfi landsins auk ráða-
manna í stóriðjunni.
Þeim til huggunar getur þó verið
það að sérfræðingar í stjórnmálum
eru i vaxandi mæli að hallast að
þeirri skoðun að ef deilurnar innan
Verkamannaflokksins halda áfram
þá muni ihaldsmenn halda áfram í
valdastólunum undir forustu
Thatchers í það minnsta til loka þessa
áratugar.
(Reuier)