Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1980.
5
íbúar Gamla Garðs óánægðir:
Hass- og áfengisneytendur
raska ró íbúa Gamla Garðs
— „gramsa í vistarverum okkar,” segja Gamlgerðingar
„í kjallara Gamla Garðs er
vínveitingahús. Það er eina hús sinnar
tegundar sem ég veit um, sem er
staðsett inni á miöju heimili manna.
Þennan stað sækir margt fólk sem
hagar sér vel en innan um er fólk sem
kann hvorki með áfengi né fíkniefni að
fara, og það er þaö fólk, sem við Gaml-
gerðingar erum í vandræðum með, er
það gramsar í vistarverum okkar.”
Þannig segir meðal annars grein er einn
ibúa á Gamla Garði, Guðvarður Már
Gunnlaugsson, ritar i nýútkomið
Stúdentablað. Greinina ritar
Guðvarður í tilefni deilna sem komu
upp nýverið er stjórn Félagsstofnunar
stúdenta hugðist hækka leigu her-
bergja á Gamla og Nýja Garði upp í
45.000 kr. ámánuði.
„Þetta lið vill sækja 1 eldhúsin,”
segir ennfremur í grein Guðvarðar,
„þegar þau eru til og ekki finnst því
verra að geta setzt niður og reykt hass
inn í Garðbúð eða uppi á háalofti. Við
Gamlgerðingar verðum ekki til viðtals
um háa leigu fyrr en fundinn hefur
verið annar inngangur í Stúdenta-
Sfldarfólkið á Eskrfirði fær vænar fúlgur í launaumslðgum sínum í dag:
72 MILUÓNIR í VIKUKAUP
— á þremur söltunarstöðvum
Síldarsöltunarstöðvamar þrjár á
Esklfirði borga starfsfólki slnu kaup f
dag fyrir vikuna 20.-26. okt. sem
nemur samtals 72 mllljónum króna.
Auðbjörg borgar ót 40 milljónir,
Friðþjófur 17 milljónlr og Sæberg 15
milljónir. Fá þá margir óvenju vænar
fúlgur fjár upp úr launaumslögunum
'fyrir söltunarpúlið undanfarna daga.
Á næstu dögum fer fyrsta saltaða
sildin frá Esldfirði. Hafa matsmenn
teldð út sildina og fékk hún góða
skoðun. Enda kunna Austfirðingar
vel til verka I sildarvinnu og búa að
langri reynslu i þeim efnum.
Regina, Eskifirði.
ísafjarðardjúp:
RÆKJUVEIÐIN BYRJAR VEL
Rækjuveiðin, sem hófst í ísa-
fjarðardjúpi siðastliöinn föstudag,
hefur byrjað vel að sögn Péturs
Bjarnasonar, eftirlitsmanns sjávarút-
vegsráðuneytisins á ísfirði. „Það
hefur verið verulega góður afli það
sem af er og veiöiútlitið er þokka-
legt,” sagði Pétur. „Rækjan er
blönduð. Töluvert er af smárækju,
og ekkert gefur til kynna að um of-
veiði sé að ræða,” sagöi Pétur.
Heildarkvótinn er 2400 tonn og
leyfilegur afli á bát er 5 tonn á viku.
36 bátar stunda rækjuveiðar, 24 frá
ísafirði, 8 frá Bolungarvík og 4 frá
Súðavík.
„Það er greinilegt, að útlitið er
þokkalegt, bæði hvað snertir afla-
brögð og ástand,” sagði Pétur
Bjarnason.
-GAJ.
kjallarann.” verur. Krafa okkar er að búa í þokka-
Einnig segir I grein Guðvarðs: „Við legu húsnæði og fyrir það erum við.
Garðbúar förum fram á þá sjálfsögðu tilbúin aögreiða sanngjarna leigu.”
kurteisi að við séum álitin mennskar -GAJ.
Gamli Garóur. I kjallara hússins er Stúdentakjallarinn svonefndi til húsa, „eina
vinveitingahúsió, sem staósett er inni á miðju heimili manna”.
í Reykjavík og á Akureyri laugardag og sunnudag frá kl. 1—6.
Nú kynnum viö hinn nýja MAZDA 323 árgerö 1981. Þetta er bíllinn sem sýnir
þaö og sannar aö bíll þarf ekki aö vera lítill og þröngur til aö vera
sparneytinn. Komiö og skoöið og reynsluakiö nýja MAZDA 323.
BÍLABORG HF.
Smióshöföa 23.
umboðið AkureyrifKaldbaksgötu