Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 13
12 DAGBLAÐIÐ. FOSTUDAGUR 31. OKTÖBER 1980. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1980. 21 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Dörmann, Koch, Holz, Theis, Lattek, frama Atla Eövaldssonar 1 Miðröð: Bock, Neðsta röð: Banik íbasli Góður árangur Eyjamanna gegn tékknesku meisturunum Banik Ostrava vakti að vonum verðskuldaða athygli hér heima því samanlagt sigruðu Tékkarnir aðeins 2—1. Flestum fannst þó styrkleiki Tékkanna ekki vera mikill með tilliti til meistaranafnbótarinnar og þess að i liðinu voru 5 ÓL-meistarar frá í Moskvu. Enn hefur gengi Banik verið skrykkjótt i heimalandinu og fyrir stuttu varð Banik að gera sér að góðu að tapa fyrir áhuga- mannaliðinu Hlinska i tékknesku bikarkeppninni. Þykir sýnt að ekki sé allt i góðu lagi hjá Banik. Benficavann stórbikarinn Benfica sigraði i stórbikar þeirra i Portúgal, er liðið vann Sporting Lissabon 2-1 á heimavelli i vikunni. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli, 2—2, og vann Benfica því samanlagt, 4—3. Stórbikarinn er leikinn árlega milli bikarmeistara og deilda- meistara Portúgals og i þetta sinn urðu bikar- meistararnir ofan á, en Benfica vann bikarinn sl. vor. Liverpool bauð íRódesíumann Eitthvað gengur Liverpool erflðlega að ná sér i varamarkmann, i stað Steve Ogrizovic, sem ekki hefur reynzt vanda sínum vaxin. Á dögunum bauð félagið 250.000 pund i Ródesíumanninn Bruce Grobbelaar, sem leikur með kanadíska félaginu Vancouver Whitecaps, en Vancouver hafnaði boði Liverpool, fannst ensku meistararnir bjóða of lágt. Liverpool hefur haft augastað á Grobbelmaar i rúmt ár, en liðið kom auga á markmanninn þegar hann lék með Crewe Alexandra i ensku 4. deildinni i fyrra. Heimsbikar- inníhættu Hamborg SV sem komst í úrslit Evrópukeppni meistaraliða i vor hefur lýst því yfir, að liðiö hafi engan áhuga á að leika við Suður-Ameríkumeistar- ana Nacional frá Uruguay um heimsbikar félagsliða í knattspyrnu. Á hverju ári leika Evrópumeistararnir i knattspyrnu og Suður-Ameríku-meistararnir um bikarinn og er leikiö heima og heiman. En nú getur svo farið að ekkert verði af þessari keppni, nema Nottingham Forest ákveði að leika við Nacional. Forest tók ekki bátt i þessari keppni i fyrra. Læknaneminn sigurstranglegur —Ágúst Kárason ein helzta von íslands á NM unglinga íkraftlyftingum, Þorkell Þórisson Viðar Eðvarðsson sem fram fer í Höllinni á morgun Haraldur Ólafsson Gylfl Gislason Norðurlandamót unglinga i lyftingum fer fram í Laugardals- höllinni á morgun og af hálfu íslands taka þar þátt 10 unglingar, 20 ára og yngri. íslendingar hafa löngum átt kröftuga unglinga og á síðasta Norður-j landamóti, sem fram fór f Finnlandi,| fékk ísland fern verðlaun, þar af ein gullverðlaun. Nú eru þrir verðlauna- hafanna með á ný og má búast við góðum árangri þeirra. Hér á eftir fer stutt kynning á islenzku keppendunum sem eiga að halda merkinu á lofti á morgun. 56 kg flokkur: Þorkell Þórisson er 19 ára gamall Ármenningur og hefur stundað iyftingar í 4 ár. Setti fljótlega nokkur met í 52 kg flokki en hefur síðap flutzt upp um flokk. Hann hóf lyftingar að nýju fyrir nokkru eftir nokkurt hlé. 67.5 kg flokkur: Viðar Eðvarðsson er 19 ára Akureyringur og hlaut brons- verðlaun í þessum fiokki á NM í Finnlandi í fyrra. Hann stundar nám við Menntaskólann á Akureyri. Hann er að sjáifsögðu ísiandsmeistari í sinum flokki og nái hann sér á strik ætti hann að eiga möguleika á silfrinu. 82.5 kg flokkur: Þorsteinn Leifsson ^er 19 ára KR-ingur og hefur verið lengi |í bransanum. Hann var aðeins 14 ára er hann hóf að æfa lyftingar. Hann varð |íslandsmeistari í 75 kg flokki i fyrra log í 82,5 fl. i ár og var einn keppenda íslands á ÓL í Moskvu. Gylfi Gíslason, f BA. Hann er aðeins 17 ára gamall og í gifurlegri framför. 'Hann hefur bætt sig verulega frá því á síðasta NM móti og ætti að eiga góða jmöguleika á verðlaunasæti ef þannig Jblæs. j 90 kg flokkur: Fyrir ísiands hönd keppir Guðmundur Helgason, KR- ingur, í þessum flokki. Hann er 19 ára gamall nemandi í MR. Guðmundur er enginn nýgræðingur og keppir nú í 4. sinn á NM unglinga og þykir nú sigur- stranglegur í sínum flokki. 100 kg flokkur: Garðar Gíslason ALMATTUGUR, EN SU MÆÐA — hörmungarleikur er ÍR vann ÍS 75—65 í gærkvöld Þorstelnn Guömundur ÍR-ingar unnu átakalitinn sigur á Leifsson Helgason Stúdentum í úrvalsdeildinni i körfu- knattleik i íþróttahúsi Kennaraháskól- ans í gærkvöld. Lokatölur urðu 75-65 fyrir ÍR eftir að þeir höfðu leitt 43-41 i leikhléi. Leikurinn var vægast sagt slakur og mistökin, sem sumum leik- mönnum urðu á, voru hreint með ólík- indum. Nokkuð á óvart kom útlending- ur þeirra ÍS manna, Mark Coleman, þar fremstur i flokki og skotgræðgi hans og hörmuleg hittni áttu hvað stærstan þátt i hruni ÍS i siðari hálf- leiknum. Það er skrýtið að sjá leik- Baldur Garðar mann sem ætlað er að vera burðarás i Borgþórsson Gislason liði sinu gera jafn hrikalegar vitleysur. Tvivegis a.m.k. var hann einn undir körfunni og ekki nokkur maður nálægt en tókst samt ekki að skora. Kátbros- legt var að sjá hann reyna að ,,troða” í s.h. en hann náði ekki upp í körfu- hringinn og fyrirhuguð glæsitilþrif snerust upp i broslega tilburði. Annars er í sjálfu sér óþarfi að vera að elta ólar við Coleman en bráðlæti hans er samt ótrúlega mikið oft á tíðum. ÍR hóf leikinn af krafti í gær og komst i 7-0 eftir rúmar 2 mín. Hafði þá Ágúst JónPáll Andy Fleming skorað öll stigin þrátt Kárason Sigmarsson fyrir að hann líti ekki beint körfubolta- -v * ^ tjí | mannslega út jafn silálegur og hann er. Hann er þó hittinn vel og ÍR-ingar flutu á honum framan af eða þar til Stefán Kristjánsson tók til sinna ráða. Stefán hefur ekki fengið mikið að vera með í vetur en sýndi stórgóð tilþrif í þessum leik. Um miðjan fyrri hálfleikinn var for- ysta ÍR komin í 1 stig, 21-20 og út allan hálfleikinn var geysilega vel barizt hjá ■liöinu þótt oftast væri meira um kapp en forsjá. Misheppnaðar sendingar voru í öllum regnbogans litum en þrátt fyrir takmörkuð gæði var leikurinn vel spennandi fyrir þá fáu áhorfendur, sem, leið sína lögðu i Kennaraháskólahúsið. , ÍS hóf síðari háifleikinn með miklum látum og hafði áður en varði komizt yfir. Eftir 6 mín. var staðan orðin 53-49, en þá skildu leiðir. Óheppnin elti Stúd- entana á röndum jafnframt því sem Coleman skaut og skaut án sýnilegs ár- angurs. Á 7 minútna kafia skoraði ÍS ekki nema 2 stig á meðan ÍR læddi 18 stigum í sarpinn. Staðan var því orðin 67-55 er 7 mín. voru til leiksloka og það bil tókst ÍS aldrei að brúa. Minnst varð bilið 61-67, en síðan sigu ÍR-ingar fram úr á nýjan leik og sigruðu örugglega 75- 65. Andy Fleming var bezti maður ÍR í1 leiknum þó svo hann ætti sínar vit- leysur eins og flestir. Stefán Kristjáns- son var hins vegar sá leikmaður sem mest kom á óvart og var sterkur í vörn, auk þess að skora 14 stig. Uruðu honum ekki oft á mistök. Sigmar Karlsson var nokkuð friskur og Krist- inn Jörundsson barðist vel í vörninni þann skamma tíma, sem hann var með. Koibeinn var einnig þokkalegur en aðrir beinlínsi slakir og Jón Jörundsson vinur minn var heldur betur úr fókus. Hjá ÍS er breiddin hrikalega lítil. Coleman skoraði reyndar bróðurpart- inn af stigunum en það segir ekki alia söguna. Fyrrum KR-ingarnir Gísli Gíslason og Árni Guðmundsson voru beztu menn liðsins. Aðrir voru ekki með á nótunum og ÍS-liðið á harðan og erfiðan vetur fyrir höndum. Stigin: ÍR: Fleming 29, Stefán Krist- jánsson 14, Kolbeinn Kristinsson 8, Sigmar Karlsson 6, Jón Jörundsson 6, Guðmundur Guðmundsson 4, Jón Ind- riðason 6, Kristinn Jörundsson 2. ÍS: Mark Coleman 29, Árni Guðmundsson j 14, Gísli Gíslason 10, Bjarni Gunnar Sveinsson 8, Albert Guðmundsson 4. - SSv. birzt af pilti ásamt félögum slnum I Borussia Dortmund. Hér leíka með liöi Dortmund I vetur. Efsta röð frá vinstri: Tengg, er þvi bætt úr þeirri brýnu þörf, en eftirtaldir leikmenn nuddari, W. Schneider, Hartl, Atli Eðvaldsson, Keser, Burgsmiiller, sem nú er markahæstur i Bundesligunni með 11 mörk, Huber, Hein, Bertram, Freund, Th. Schneider, Wagner og Abramczik, nýi maðurinn frá Schalke 04. keppir þarna, en hann er tvíburabróðir Gylfa. Garðar keppir nú í annað sinn á NM og hann er eins og bróðir hans í mikilli framför. Baldur Borgþórsson er 17 ára KR- ingur, bróðir Birgis Þórs, sem gert hefur garðinn frægan með lóðalyftum. Hann keppir nú einnig í annað sinn á NM. 110 kg flokkur: Ágúst Kárason hlaut einu gullverðlaun íslands á síðasta NM móti og hann er einnig afar sigurstranglegur í ár. Ágúst er aðeins 19 ára gamall en hefur þegar hafið nám í læknisfræði. Hann náði ÖL-lágmarki í sumar, en komst ekki á leikana vegna meiðsla. 110+ kgflokkur: Þarnakeppir Jón Páll Sigmarsson, dyravörður á Borginni með meiru, fyrir íslands hönd. Hann er 20 ára gamall en hefur aðallega reynt fyrir sér á kraftlyftinga- sviðinu með góðum árangri. 75 kg flokkur: Haraldur Ólafsson, 19 ára menntaskólanemi frá Akureyri, er einn efnilegasti lyftinga- maður landsins. Haraldur hefur sett fjöldann allan af metum á undanförn- um árum og er í stöðugri framför. íslandhafnaði í 4. sæti (af 5) í stiga- keppninni á síðasta móti en nú er ætl- unin að verða ofar. -SSv. Engu likara eren að Páll Ólafsson sitji á öxlum Stefáns Halldórssonar, þegar Vikingurlnn brýzt lnn af Ununnl og sendlr boltann framhjá marldnu. Með heppni skal mót vinna —Víkingur vann sinn þriðja eins marks sigur í 1. deildinni, nú 19—18 yf ir Þrótti DB-mynd S. Vikingur varð fyrst félaga til að taka stig af Þrótti i 1. deildinni i handbolta, er llðið slgraðl Sæviðarsundsmennina 19-18 f Laugardalshöll I gærkvöldl. En heldur var nú litill glans yflr þeim sigri. Sem fyrr var heppnln trúr fylglflskur Staðan íl.deild Úrslit í 1. deild handboltans i gær- kvöldi: Vikingur-Þróttur 19—18(6—7) Staðan að þeim leik loknum er þessi: Vikingur Þróttur KR FH Valur Haukar Fylkir Fram 5 4 1 0 88—78 9 4 3 0 1 86—75 6 4 2 1 1 75—76 5 5 2 1 2 99—109 5 4 2 0 2 82—64 4 5 1 1 3 96—102 3 3 1 0 2 58—68 2 4 0 0 1 78—90 0 Næstu leikir i 1. deild eru i Laugar- dalshöll í kvöld kl. 20 og leika þá KR — Fram. Á sunnudagskvöld leika á sama stað og tíma Valur — Fylkir og FH — Þróttur i Hafnarfirði. Viklngs og ef ekld hefði komið til reynsluleysi Þróttara, hefðu Vikingar eflaust mátt sætta sig vlð tap I lelknum. En Þróttarar héldu ekld haus I seinnl hálfleik, þegar Vlkingar skriðu fram úr og það varð þvi þelrra að hrópa húrra fyrir sigurvegurunum I leikslok. Bæði liðin sýndu mjög sterkan ivarnarleik I fyrri hálfleik, einkum þó. ÍÞróttarar. Þeir gáfu ekki þumlung eftir í vörninni, börðust á fullu og uppskáru laun erfiðis sins er þeir leiddu í hálfleik Í7-6. Ólafur H. Jónsson opnaði leikinn er hann skoraði gott mark með lang- skoti í bláhomið niðri á fyrstu mínútu leiksins en nafni hans Jónsson svaraði fyrir Víking með marki úr vinstra horn- inu. Jón Viðar Sigurðsson og Sigurður Sveinsson, sem skoraði með hægri, komu Þrótti í 3-1, en Ólafur Jónsson skoraði aftur úr hominu og vom þá 10 mínútur liðnar af leiknum. Næstu 11 minúturnar skoraði hvorugt liðið mark en Þróttarar voru þá óheppnir að bæta ekki við einu marki eða tveimur, því þrívegis skall knötturinn í marksúlum Víkingsmarksins. Loks á 21. mínútu tókst Þorbergi að brjóta ísinn og jafna fyrir Víking. í hálfleik var 7-6 og átti Þorbergur lokaorðið fyrir hlé með marki úr víti, fjórða markið í röð sem hann gerði. UVERPOOL FEKK LÉnA MÓTHERJA — er dregið var til átta liða úrslita í enska deildabikarnum Enn einu sinni eiga ensku meistar- amir Liverpool leik á heimavelli i enska deildabikamum. Í gær var dregið til átta liða úrslita i keppninni og lentu meistararair þá á móti Birmingham og verður leiklð á Ánfield. Þetta er þrlðja umferðin i röð, sem Liverpool lelkur á helmavelli, þelr unnu Swlndon 5—014. umferð, Portsmouth 4—1 i síðustu um- ferð og nú er röðin komin að plltunum frá Blrmlngham. Drátturinn til 6. umferðar deilda- bikarsins lítur annars svo út: .Watford-Cambridge eða Coventry West Ham-Arsenal eða Tottenaham Li verpool-Birmingham Manchester City-Preston eða WBA. Cambridge og Coventry verða að leika aukaleik um þaö hvort liðið fær farmiðann til Vicarage Road í Wat- ford, en liðin skildu jöfn 1—1 nú í vikunni. Sömu sögu er að segja af Preston og WBA, leik þeirra á miðvikudag lauk með jafntefli 0—0, en Tottenham og Arsenal eiga eftir að reyna með sér. Vinni Arsenal fær liðið tækifæri til að hefna harma sinna frá Wembley í vor, er liðiö tapaöi 0—1 fyrir West Ham i úrslitum enska bikasins. Þessir þrir leikir verða að öllum líkindum leiknir i næstu viku. Það tók Viking aðeins 20 sekúndur að jafna 7-7, og liðið skoraði einnig næstu tvö mörk og komst þar með yfir í fyrsta skipti í leiknum. Hetju Víkings, Þorbergi, var þá vikið af leikvelli og Páll minnkaði muninn fyrir Þrótt. Munurinnvar siðan eitt mark, 10-9,11- 10, en þá var komið að þáttaskilum leiksins. Víkingur gerði þrjú mörk í röð, þar af eitt úr mjög vafasömu víti, meðan ekkert gekk hjá Þrótti. Er sex mínútur voru eftir, var staðan 19-16 en Þróttur skoraði þá tvö mörk í röð, það síðara er hálf mínúta var eftir. Víkingar glötuðu boltanum og Þróttarar brunuðu fram, boltinn var sendur á Sveinlaug Kristjánsson, sem brauzt inn á línu. Brotið var á honum og dómar- arnir flautuðu en í sama mund skaut Sveinlaugur boltanum aftur fyrir sig í netið. En markið var ekki gilt og úr aukakastinu skaut Sigurður Sveinsson í varnarmúr Víkinga. Þróttur lék mjög vel í fyrri hálfleik, einkanlega vörnin, sem var frábær. Fyrir bragðið mæddi ekki mikið á Sigurði Ragnarssyni markmanni, en Atli Þór Héflinsson er hér I leik mefl lifli sinu, Herfölge. hann varði þó vel framan af. En siðar fóru Vikingar, aðallega Þorbergur, að læra á hann, skutu niðri og þá fór allt inn. Sigurður Sveinsson átti stórleik í síðari hálfleik, skoraði sjö af 11 mörk- um liðsins í hálfleiknum. Aðrir voru jafnir, en leikreynslan varð leikmönn- um liðsins að falli í síðari hálfleik. Víkingar voru slappir í fyrri hálfleik, en hresstust mikið. Þorbergur átti mjög góðan leik og Páll Björgvinsson var einnig góður, einkum í síðari hálfleik. Dómarar voru Jón Hermannsson og Gunnar Kjartansson og leyfðu of mikla hörku. Þá orkuðu margir dómar þeirra tvímælis og högnuðust Víkingar nokkuð á dómgæzlu þeirra framan af síðari hálfleiknum. Mörk Vikings: Þorbergur Aðal- steinsson 8/1, Steinar Birgisson, Ólafur Jónsson og Páll Björgvinsson 3 hver, og Árni Indriðason 2/1. Mörk Þróttar: Sigurður Sveinsson 9/2, Ólafur H. Jónsson og Páll Ólafs- son 3 hvor og Jón Viðar Sigurðsson, Einar Sveinsson og Sveinlaugur Krist- jánsson 1 hver. - SA Atli og Herfölge stefna á 1. deild — liðið er nú í öðru sæti í 2. deild þegar einungis tvær umferðir eru eftir Herfölge, lifl Atla Héöinssonar fyrr- um KR-ings i 2. deildinni dönsku, gerir það gott um þessar mundir. Liflið er i öflru sæti i deildinni og stefnir hraðbyri að þvi að vinna sig upp í 1. deild, en þrjú iifl flytjast milli deilda. Um síðustu helgi vann liðið B 1913 2- 0 á heimavelli og sendi þar með B 1913 niður í 3. deild. Herfölge hefur nú hlotið 37 stig, einu stigi minna en Viborg, sem er í efsta sæti. í þriðja sæti er B 1901 með 35 stig og Kolding er með jafnmörg stig en lakari markatölu. B 1901 og Viborg léku um síðustu helgi og Iauk þeirra leik með jafntefli 3-3. Tvær umferðir eru nú eftir í 2. deild- inni og þarf Herfölge þrjú stig úr þeim til að gulltryggja sér sæti í 1. deild að ári. Tvö stig myndu þó sennilega nægja, markatala liðsins er það góð. En hætt er við að róðurinn verði Alla og félögum erfiður, því Herfölge á eftir að leika á útivelli við B 1901 og heima við Viborg. Þess má geta að fyrir aðeins tveimur árum, þegar Atli byrjaði að leika með liðinu, var það í þriðju deild, svo það væri frábær árangur hjá félaginu ef því tækist að vinna sig upp í 1. deild i ár. - SA Knattspyrnuþjálfarar — Fœreyjar Viljum ráða þjálfara til að annast þjálfun fyrstu deildar liðs, sem varð Færeyjameistari 1979. Allar upplýsingar á . íslandi í síma 99-1344 og 99-2244 og í Færeyjum í síma 44423. 1 Iþróttafélag Fuglafjarðar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.