Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1980. DB á ne ytendamarkaði Við borðum alltof mikinn sykur: Tómatsósa inniheldur 28,9% sykur en rjómaísinn ekki nema 23% Þótt fólk sé allt af vilja gert að' forðast of mikið sykurát, þá sýnist þaö mjög erfitt. Fæstir hafa tækifæri til þess að vita nákvæmlega hve mikill sykur er i almennum mat. Mat- vælaframleiöendur virðast. á þeirri ikoðun að fólk vilji sykur i allt. Veiztu t.d. hvort inniheldur meiri iykur Heinz tómatsósa eða rjómaís, Wishbone salatsósa eöa Coca cola, Coffee-mate rjómaduft eða Hersey’s! súkkulaði? Ekki er nokkur leið fyrir neytendur að komast aö nákvæmu sykurinni- haldi þessara vörutegund nema þeir; hafi rannsóknarstofu heima hjá sér. í' bandariska neytendablaöinu Con- sumers Report eru þessu efni gerð góð skil og greint frá sykurinnihaldi margra bandarískra vörutegunda. Þar sem margar af þeim eru einnig á markaðinum hér eru birtar nokkrar af niðurstöðunum. Við ræddum einnig við Ingibjörgu Halldórsdóttur matvælafræðing hjá Mjólkursamsöl- unni, sem gaf okkur upp sykurinni- haid (kolvetnis) nokkurra mjólkur- vara. 56.9% 65.4% ^ 8.8% —_ 9.2% ff iQffeeinah m i ir-n /Sý 10-7% _ 17.9% 13.7% 14.8% hucHis i ) bo<MHont?'Z* ^ 23.9% xpwih,. í iun \.u, . | V ' V- * . 23.0% , „ ssr* Éfc v L - 6.2% ^ ,% r- 7.3% « 23.0% 0 30.2% p- mm #1 88 | >Á cr> fW ðj 35.9% 51.4% * 21.4% . i 28.9% ^ 14.7% 17.4% 50.9% M §§* m IjÍ »6? & S k. V* •' ; ^ Hlargar af þessum vörutegundum fást hér i landi. Neytendur ættu að gefa gaum að sykurinnihaldi hinna ólfklegustu fæðu- tegunda, eins og t.d. súputeninga, tómatsósu, salatsósu og ýmissa fleiri sem daglega eru á borðum neytenda. FARANDFISKSALAR ÁHELLU Húsmóðir á Hellu hringdi: ,,Mér datt i hug að segja ykkur frá fisksala á bil meö Reykjavikurnúmeri sem kom hér á dögunum og bauð ibúunum saltfísk til kaups á 1800 kr. kílóið. Mér þótti þetta nokkuð dýrt þar sem ég vissi.aðsaltfiskurinn er háður verölagsákvæðum og að hámarks- verð á saltfiski er 1290 kr. Reyktur fiskur er einnig boðinn hér til sölu af „farand-fisksölum” og seljaþeir hann á 1500 kr. kílóið. Annars höfum við fiskverzlun hér á Hellu þar sem hægt er að fá fisk í soðið”. Hámarksverðið á saltf iskinum Það er rétt hjá húsmóðurinni á Hellu aö hámarksverð sé á saltfiski Skrum-auglýsingar Kvöld eftir kvöld verða íslenzkir sjónvarpsáhorfendur að horfa á aug- lýsingu um Heinz tómatsósu. í aug- lýsingunni er tekið fram að „engum efnum sé bætt í tómatsósuna frá Heinz. Þar sé ekki um neitt að ræða annað en tómata”. f fyrsta lagi er tekið fram utan á flöskunni að ýmsum efnum sé bætt í: tómatsósuna. Þar að auki er sykur- innihald hennar 28,9%. Aftur á móti er sykurinnihald rjómaíss 23%. Gervirjóminn Coffee-mate inni- heidur 65,4% sykur en Coca cola ekki nema 8,8%, samkvæmt banda- ríska blaðinu. Hersey’s súkkulaði inniheldur 51 % sykur. Blaðið rannsakaði tuttugu og fjórar vörutegundir Blaðið lét rannsaka sykurinnihald tuttugu og fjögurra vörutegunda sem aigengar eru á bandariskum markaði. Þá var ekki aöeins tekið tillit til ,,sykur”innihaldsins, heldur einnig til annarra efna sem innihalda sykur, eins og t.d. sýróps, hunangs, ávaxta og grænmetis. Hvað varðar sykurinnihald mat- væla almennt virðist sem matvæla- framleiðendur telji aö bragðskyn neytenda krefjist aðeins þess að maturinn sé sætur, sætari og sæt- astur! Dæmi er tekið. Ef neytandinn veltir kjúklingalærínu sínu upp úr raspi er nefnist „Shake’n bake” er yfirborð kjúklingalærisins hjúpað í 51 % sykri! í bandariska blaðinu segir einnig aö þegar þú snæðir Ritz kex- köku vitir þú að vísu að þú sért ekki að boröa sæta smáköku en sennilega ekki að sykurinnihald kexins er 12%. f Bandaríkjunum virðist ekki vera hægt að finna fæðutegundir sem ekki innihalda meiri eöa minni sykur. í blaðinu er getið um ákveðna tegund af „morgunverðarkorni” þar sem sykur er talinn upp sem innihald nr. þrjú, korn-sýróp númer fimm, hunang númer sjö. Allt þetta sykur- magn getur hæglega orðið að því efni sem ætti að vera númer eitt (í Banda- rikjunum á að vera rétt röð á inni- haldslýsingunni, það efni sem mest er af er númer eitt o.s.frv.). Framleið- endur hafa því gripið til þess ráðs að „falsa” skilgreiningu á sykri með því að sundurgreina sykurinnihald með ýmsu móti. I óhugnanleg aukning á •ykurframleiðslunni Vitað er að sykur var framleiddur á Indlandi áríð 325 fyrir Kríst. Hann var sjaldséður í gamla heiminum þar til Kólumbus kom með sykurreyr til Evrópu árið 1493. — Þess eru jafnvel dæmi að sykuruppskeran í Vestur- heimi hafi verið lögð til jafns við silfur og gull á þeim árum. Sykur- rófnaræktin í Evrópu komst ekki á verulegt skrið fyrr en lokað var fyrir sykurinnflutning frá Vesturheimi til Frakklands á dögum Napóleonsstyrj- aldanna. Napóleon hvatti til mjög aukinnar sykurrófnaræktar árið 1811. — Það voru því eiginlega Kólumbus og Napóleon sem lögðu grundvöllinn að sykurneyzlu síðari tima. Á fyrstu sjötíu árum þessarar aldar jókst sykurframleiðslan úr 8 milljón tbnnum upp í 70 milljón tonn. Talið er að Bandarikjamenn fái um 24% af hitaeiningum sínum úr sykri. Þar af eru 3% úr ávöxtum og grænmeti, önnur 3% úr mjólkursykri mjólkur- vara. Meirihlutann, eða 18% af öll- um hitaeiningunum, fá Bandaríkja- menn úr sykri sem er bætt út í mat- vælin, hvort sem þeim líkar betureða verr. - A.Bj. Hvað kostar mjólkin, rjóminn ogskyrið? Eitt af því sem flest heimili kaupa daglega er mjólk og mjólkurvörur. Ef fólk er spurt á götum úti hvað einn lftri mjólkur kostar, hafa fæstir hug- mynd um það. Hér á eftir fer smásöluverð á nokkrum algengum mjólkur- vörutegundum. Mjólk í eins I pökkum.................353 kr. í fernum 357 kr. Mjólk í pela pökkum...................101 kr. Mjólk I tveggja I pökkum..............706 kr. Undanrenna I eins I pökkum............321 kr. Peli af rjóma......................... 643 kr. 1/21 rjóma............................ 1273 kr. Peli kaffirjómi ...................... 365 kr. Súrmjólk i I pakka.................... 380 kr. Kg af skyri (sama verð i iausu)....... 683 kr. en það er 1.450 kr. Hins vegar er reyktur fiskur seldur á 2.200 kr. í fiskverzlunum í höfuðborginni, þannig að hann er þá seldur langt undir borgarverði hjá „farandflsk- sölunum”. Kílóið af ýsuflökum kostar í höfuðborginni 1.430 kr. en kíló af heilli ýsu kostar 780 kr. -A.Bj. Sykurinnihald nokk- urra innlendra afurða Mjólkuris Rjómais Hnetujógúrt Kaffijógúrt Ávaxtajógúrt Mjólk Ýmir inniheldur 19% sykur (kolvetni) 23% - 14% - 13% 12% — 4,8% - um 4% —

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.