Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1980. / ----------------------------------------- Dánarbú Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Krist jánssonar: Erfðafé á fjórða milljarð rennur til listastarfsemi —m. a. til Leikfélags Reykjavíkur, listasafnav íslenzkrar óperu og sjóða Góður fengur bætist lista- og menningarlífi þjóðarinnar á næstunni. f erfðaskrá hjónanna Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar (Silla í Silla og Valda) er kveðið á um að miklir fjármunir skuli renna til ákveðinna listgreina. Féð sem um ræðir er talið vera á milli 3—4 milljarða króna, en það er bundið í fasteignum. Fasteignirnar verða auglýstar til sölu innan kamms. Þær Iistgreinar sem njóta eru myndlist, leiklist og tónlist. Féð skal nota til uppbyggingar hjá Leikfélagi Reykjavíkur, til listasafna og koma íslenzkri óperu til góða. Fasteignirnar sem hér um ræðir eru Glæsibær, sem er lang- verðmestur, enda er húsið mjög stórt eða um 30 þúsund rúmmetrar. Þá er það íbúða- og verzlunarhúsnæðið að Laugavegi 82, verzlunarhúsnæðið að Háteigsvegi 2, verzlunarhúsnæðið að Ásgarði 24 og verzlunarhúsnæðið að Hringbraut 49. Talað hefur verið um þaö að Listasafn rikisins fengi ríkulegt málverkasafn þeirra hjóna. Dag- blaðið hafði samband við Selmu Jónsdóttur forstööumann Lista- safnsins. Hún kvaðst ekkert vilja segja um málið að svo stöddu. Það væri í höndum skiptaráðenda og myndu þeir gefa út tilkynningu um málið. Lögfræðingarnir Guðmundur Ingvi Sigurðsson og Snorri Sveinsson sjá um skiptingu búsins samkvæmt' erfiðaskránni. Dagblaðið ræddi við Snorra í gær. „Við munum gera grein fyrir gefendum og þiggjendum mjög fljótlega og hafa þá samband við öll blöð samtímis,” sagði Snorri. „Það hafa verið alls konar sögur í gangi og það er bezt að hafa allt á hreinu þegar við sendum frá okkur fréttatilkynninguna.” Snorri sagði að auk þeirra sem nefndir hafa verið sem þiggjendur, myndu tveir sjóöir einnig njótaerfðafjárins. -JH. <--------—« Langverðmætasta fasteignin I dánar- búi Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar er Glæslbær. DB-mynd: Bjarnleifur. Þannig var aðkoman. Vegfarandinn liggur I götunni til hægri á myndinni. Mazda-bfllinn er klemmdur milli staurs og 22 tonna flutningabilsins. Hjólförin sýna sveigjuna sem vörubfllinn tók og hvernig fólksbflnum var ýtt út af götunni. DB-mynd S. BJARGAÐIMANNSLÍFIEN EYÐILAGÐIMAZDA-BIFREIÐ „ER EKKIAL- ÞÝÐUBANDA- LAGSMAÐUR” — segir Jóhann Guðjónsson á Hvammstanga og gerir athugasemd við frétt DB um hitakosningu íverkalýðsfélaginu „Ég er ekki Alþýðubandalags- son athugasemd við frásögn maður og vil ekki láta kalla mig af fundi í verkalýösféiaginu, þegar Jjað,” sagði Jóhann Guðjónsson á stjórn þess og trúnaðarmannaráð Hvammstanga í samtali við Dag- greiddi atkvæði um menn sem skipa blaðið vegna baksiðufréttar á áttu framboðslista stjórnar til miðvikudaginn um kjör fulltrúa kosningar um fulltrúa á ASÍ-þingi. verkalýðsfélagsins á Hvammstanga á Sagði i fréttinni að „vegna mistaka ASÍ-þing í næsta mánuði. alþýðubandalagsmanna brenglaöist í fréttinni var greint frá aðalfundi föðurnafn á einum kjörseðli, sem í verkalýðsfélaginu og sagði þar að í varð til þess að einn sjálfstæðismaður trúnaðarmannaráðskosningum hafi „slysaðist” inn í annað sætið”. fallið út alþýðubandalagsmennirnir í Jóhann sagöi að ekkert styddi þá ráöinu „allir nema einn”. Jóhann fullyrðingu að væri endilega sagði að þar væri auðsjáanlega átt Alþýðubandalagsmaður sem mis- við sig og vildi ekki láta bendla sig við tökin gerði og að auki hefði það ekki Alþýðubandalagiðeðaaðraflokka. breytt úrslitum kosninganna þó svo Ennfremur gerði Jóhann Guöjóns- atkvæðiö hefði verið gilt. -ARH. Heitt í kolum þegar Hv*mmstang»búar kusu fulltrúa sln* á Wþýöusaintandsþing: Stjómariistinn fe/J fyr- Ætla má að mannslifi hafi verið bjargað í umferðaróhappi sem varð á mótum Elliðavogs og Skeiðarvogs kl. 13.35 í gær. Björgun mannslífsins, hafí því verið bjargað, kostaði hins vegar andvirði nýrrar Mazda-bifreiðar auk þess sem tveir menn hlutu sár, sem ekki voru talin alvarleg í gær, en þó ekki fullrannsökuð. Tildrögin voru þau, að 11 tonna vöruflutningabil, sem að auki bar 11 tonna hlass, var ekiö norður EUiðavog á hægri akrein. Á mótum Skeiðarvogs sér ökumaður flutningabilsins mann standa á umferðareyju og gengur sá maður í veg fyrir bílinn. Ökumaður flutningabílsins tók þaö til bragðs að hemla allt hvað mátti og sveigja auk þess yfir á vinstri akrein. Við að sveigja lenti flutningabillinn utan í nýrri Mazda-bifreið, ýtti henni út af götunni og þar lenti hún með fram- bretti á ljósastaur en var föst í flutn- ingabílnum aftan til. Með því að sveigja forðaði flutninga- bilstjórinn manninum, sem út á götuna gekk, frá þvl að lenda fyrir 22 tonna bilnum. Straukst maðurinn þó utan í bílinn og lá í götunni eftir. Hann var í rannsókn í gær og ekki fyllilega vitað um meiðsl hans, en þá voru þau talin mest í andliti. Ökumaður Mazdabílsins var meðvit- undarlaus er að var komið. Hann kom þó fljótt til meðvitundar og að sögn lögreglunnar fékk hann að fara heim eftir rannsókn. N Þarna fór því betur en á horfðist. Er liklegt að neyðarráð ökumanns flutn- ingabílsins hafi bjargaö mannslífi eða stórslysi. Það er þó sagt með þeim fyrirvara að meiðsli hins gangandi veg- faranda sem í rannsókn var i gær- kvöldi, reynist ekki alvarleg. Mæling hemlafara og hemlaprófun leiddu í Ijós að allt var löglegt. Hraðinn var 50 km eins og ökumaður gaf upp. - A.St. ir framsóknarmönnum Kosnmg i>cui> fulllrú* vcrtalýftv féUgsms I llvimm«in|i á Alþýftu vtrift úlkljáft I kotningum mJU l>U. itftðu »ft I hOrkukosningum ftb n k|0isrí m (tkvKftagniAdgn fftr Athyglisvert frumvarp Alþýduflokksmanna á þingi: Tilraunir með klak og eldi þorsks og annarra nytjaf iska gerðar hér Magnús H. Magnússon og Árni Gunnarsson hafa á Alþingi lagt til þá breytingu á lögum um rannsóknir i þágu atvinnuveganna, aö tilraunir með klak og eldi þorsks og annarra nytjafiska verði gerðar hé á landi. Sé stefnt að því að seiðum verði sleppt í stórum stil, þegar þau hafa náð þeim aldri að þau leita til botns, en það gerist þegar þau eru 5 mánaöa Seiðunum skal siöan sleppa I hafið umhverfis landið, þar sem vaxtar- skilyrði eru bezt. í greinargerð benda flutnings- menn á að ræktun lax, silungs og annarra fiskitegunda hafi gefizt svo vel í Noregi að innan fárra ára muni tekjur af slíkri ræktun slaga upp í tekjur af heðbundnum sjávarútvegi. íslendingar hafa siglt í kjölfarið með lax- og silungsrækt sem gefizt hefur vel. En þó sú ræktun gæti innan fárra ára haft mikla efnahagslega þýöingu fyrir þjóðarbúið, þá skiptir ræktun á þorski og öðrum fisktegundum marg- falt meira máli, segja flutningsmenn. „Vitað er að skilyrði í sjónum við strendur landsins fyrstu vikur og mánuði eftir hrygningu skipta sköpum um það, hvort hrygning skilar góðum árangri eða ekki. Hrygningin hefur svo aftur afgerandi áhrif á aflabrögðin 4—8 árum síðar (þáátt viðþorsk). Eftir 5 mánaða aldur leita þorskseiði til botns og eru úr mestri hættu. U.þ.b. 10 seiði af hverri milljón eggja, sem út kiekjast, ná þessum aldri, en það er mjög breytilegt. Gizkað er á að 400 milljónir þorskseiða nái þessum áfanga viðtslandi meðalári. Á beztu hrygningarárum er þessi tala marg- falt hærri, en i verstu árum allt niður I 100 milljón seiða, að því er talið er. „Fullkomlega raunhæft er að hugsa sér stöð eöa stöðvar sem rækti 500—1000 milljónir þorskseiða á ári — svipað og meðalhrygningar- árgangur — og samsvarandi af. öðrum nytjafiskum,” segja flutningsmenn og boða annað frumvarp til að afia tekna til að standa undir kostnaði sem af samþykkt ofangreindar tillögu leiðir. Þeir Magnús og /4rni telja nauðsynlegt: . . . aðaukaræktunvatnafiska. . . . að hefja i stórum stil eldi á laxi og öðrum verömætum fiski á af- Igirtum svæðum I fjörðum, víkum og sjávarlónum, bæði tilbúnum af nátt- urunnar hendi og af mannhöndum. ,. . . að halda áfram og bæta við þær stórmerku rannsóknir á hrygningu nytjafiska, sem fram fóru í Náttúru- gripasafni Vestmannaeyja 1974. ■ • . að finna heppilegt æti fyrir seiðin frá kviðpokaaldri til þess er þau leita til botns. . . . að rannsaka hvar heppilegast sé aö sleppa seiðum I sjó, þegar þau hafa náð þeim aldrei að þau leita til botns. . . . að fylgjast vel með árangri ræktunar og auka hana stórlega strax og hann verður sjáanlegur. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.