Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 24
■2? Hópar útlendinga sækja ísland heim á haustin: Með ólögleg vopn og veiða án byssuleyfa ný auðsuppspretta fyrir veiðiþjófa og bændur Mikil brögð eru sögð að þvi að út- lendingar komi hingað til lands til fuglaveiða, aðallega gæsaveiða. Greiða þeir offjár fyrir þjónustu og aðstoð, sem veitt cr af íslendingum. Reka tveir menn í Borgarnesi sérstakl fyrirtæki, Veiðiþjónustuna, til aðstoðar útlendingum við laxveiðar á sumrin og gæsaveiðar á haustin og fara sögur af því að þjónustugjaldið sé riflegt. Veiðarnar eru hins vegar ólöglegar vegna ólöglegra vopna. Stefán Jónsson (Abl.) flutti þetta mál inn i þingsali með fyrirspurn til dómsmálaráðherra. Spurði hann hver heimilaði útlendingum fugla- veiðar hér, hver veitti þeim heimild til að nota hlaupvíðari byssur en cal. 12 (útlendingarnir eru með cal. 10 og það sjálfhlæðar byssur) og loks hver veitti þeim byssuleyfi. Svör ráðherra voru stutt. Heimilt væri að veita útlendingum byssuleyfi en samkvæmt skyndikönnun hefðu 6 útlendingar fengið leyfi 10 sinnum, 3 Norðmenn, Bandaríkjamaður og tveir Englendingar. Ráðherrann taldi hugsanlegt að reglur um meðferð skotvopna og veiðar fugla kynnu að vera brotnar en þá bæri mönnum að tilkynna slíkt lögregluyfirvöldum. Stefán staðhæfði og bauðst til að nefna votta að því að margir flokkar útlendinga hefðu verið hér og fyrst og fremst stundað veiðar í kjördæmi dómsmálaráðherrans. Kvaðst Stefán reiðubúinn að skrifa kæru og krefjast lögreglurannsóknar. Stefán kvað veiðimannaflokkana komast gegnum toll með vopn sem ólögleg væru samkvæmt ísl. lögum, einhver veitti þeim byssuleyfi hér, án uppfyllingar skilyrða laga, og ísl. aðilar þægju stórfé fyrir aðstoð við útlendinga á þessum veiðum. Hús væri leigt undir þá við Hítará. -A.St. frjálst, áháð dagblað FÖSTUDAGUR 31. OKT. 1980. Loðnubátamir HUmlr og öm f Sundahöfn f Reykjavfc. Heildaraflamagnið á loönuvertlðinnl var í morgun oröið 215.000 tonn, tœplega heim- ingur aflakvótane á vertfðinni. 9 loðnuskip með 6.700 tonna afla til- kynntu sig til loðnunefndar á siðasta sólarhring. í nótt og í morgun hafa 3 skip tilkynnt tæplega 2.000 tonna afla. Er þá heildarloðnuafli á vertíðinni orðinn um það bil 215.000 tonn, tæp- lega helmingur af veiðikvóta loðnu á vertíðinni, Fá skip eru á miðunum þessa stundina, enda veður slæmt. F.r þvi sólahringsaflinn snöggt um ntinni en á næstsíðasta sólarhring þegar 33 skip fengu 22.680 tonn. - ARH Loðnuveiðin: ABC lögbannið: Bankatrygging nú fyrir hendi Bíl var veK einn hring 6 homi Fiikirkjuvegar og Skothúsvegar réttfyrir kkikk- an sjö i morgun. Ástæða veltunnar er ekki Ijós en Kkur benda til hraðaakst- urs. Eitthvafi viifiast þeir þrir menn sem i bilnum voru hafa átt litifi vantalafi vifi lögregluna þvi er hún kom á stafiinn sáust þeir hlaupa út i myrkrið og rigninguna. Billinn er mjög illa tarinn ettir veltuna en ettir niaupamgi nnanrv anna afi daama hafa þeir ekkert slasazt afl ráfii. Ekki haffii tekizt afi hafa upp á þeim er DB fór i prentun í morgun. - DS / DB-mynd: S. Stérmeistaramótið íArgentínu: Loks sigur hjá Friðrik I 10. umferð slórmcistaramótsins i skák i Buenos Aircs sigraði Friðrik Ólafsson Panno frá Argentinu. Var þetta fyrsta vinningsskák Friðriks i mótinu. Hann tapaði fyrir Larsen og Kavalek i tveimur f>Tstu umfcrðun- um en geröi siðan jafntefli i öllum skákunum þar til hann vann Panno nú. Larsen hefur enn forystu f mótinu með 7 vinninga og 2 biðskákir. Ljubojevic er meö 6 vinninga og bið- skák. Anderson er með 6 vinninga. Kavalek hefur 5,5 vinninga og bið- skák. Heimsmeistarinn Karpov hefur 5 vinninga. Næstir koma þrir góð- kunningjar íslendinga þeir Najdorf, Timman og Hort með 4,5 vinninga og eina biöskák hver. Friörik er í 9. sæti með 3,5 vinninga og biðskák. Panno, Balashov og Browne hafa 3 vinninga og eina biðskák hvcr og lest- ina reka Argentinumennirnir Quinteros og Giardelli með 2,5 vinn- inga. -GAJ Símalyfseðlarnir: „Betra kerfi hef- ur ekki fundizt” — segir Ólafur Ólafsson Bandlæknir. —Tek fegins hendi tillögum um betra kerfi „Misnotkun á símalyfseðlum er mikill höfuðverkur erlendis, sérstak- lega í stórborgum, en hefur ekki verið mikið vandamál hérlendis,” sagði Ólafur Ólafsson landlæknir í viðtali við DB. Svo sem fram hefur komið í DB gekk það átakalaust fyrir sig er maður nokkur pantaði lyf í gegnum síma í apóteki, gaf upp læknisnafn og sótti lyftð síðan. ,,Það er ekkert kerfi sem stenzt mannlega snilli,” sagði landlæknir. ,,En viðkomandi lýfjafræðingur á að tryggja að það sé réttur læknir sem hringir inn lyfseðilin.n: Það fer ekki hjá því að eftir margra ára starf þekkja lyfjafræðingarnir læknana i sima. En þvi ber ekki að neita að þetta er höfuðverkur. Það hefur verið legið yfir þessu kerfi og lögin tvivegis endurskoðuð, en betra kerfi hefur ekki fundizt. Það er ekki leiðin að banna slíka lyfseðla. Það kæmi sér- staklega niður á mörgu gömlu fólki. Þau átta ár sem ég hef gegnt starfi landlæknis man ég aðeins eftir örfá- um skiptum þar sem misbrestur hefur orðiðá þessu kerfi. En viö erum mjög á varðbergi gagnvart sterku lyfjunum og þau eru ekki afgreidd í gegnum sima nema í ,,akút”tilfellum og þá aðeins örfáar töflur, 3—4. En ég tek fegins hendi góðum tillögum um betra kerfi.” - JH ABC hf., auglýsingastofa, hefur nú aflað sér bankatryggingar hjá Útvegs- bankanum fyrir lögbanni á barna- blaðið ABC, að sögn Ásgeirs Ásgeirs- sonar, eiganda auglýsingastofunnar, i morgun. Gert er ráð fyrir að tryggingin verði lögð fram hjá fógeta í dag. Sam- þykki fógeti trygginguna, sem nemur fjórum milljónum króna, tekur gildi lögbann á nafn barnablaðsins. Svo sem fram hefur komið í DB hóf barnablaðið nýlega göngu sína og hafa komið út tvö tölublöð af því, en það er gefiðút af Frjálsu framtaki. -JH ölvaður af tan á kyrrstæðan Ölvaður maður ók aftan á kyrr- stæðan bíl á Nýbýlavegi í Kópavogi í nótt. Hann slasaðist ekkert og bílarnir skemmdust hvorugur mikið og má það mesta mildi kallast í eins lélegu skyggni ogþarvarínótt. -DS LUKKUDAGÁR: 31. OKTÓBER 23219 Sharp vasatölva CL 8145. Vinningshafar hringi í síma 33622. rirþá^ A jT „sem meta O fa£ra muni y® IEKl^ KR18M1L Laugavegi 15, Reykjavik simi Í4320 Fáskipá miðunum s

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.