Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1980. TIL SÚLU TAUNUS STATIOIM R-7076 Blllinn er á góðum dekkjum og I góðu standi. Ugpl. hjá auglþj. DBíslma 27022 eftirkl. 13. REYKJAVÍKURHÖFN Tilkynning til trillubáta- eigenda í Reykjavfkurhöf n Af öryggisástæðum og til hagræðingar fyrir hafnaryfir- völd vill hafnarstjórinn í Reykjavík beina þeim tilmælum til trillubátaeigenda, er hafa báta sína í Reykjavíkurhöfn, að fjarlægja þá úr höfninni eigi síðar en 15. nóvember 1980. Hafnarstjórinn í Reykjavfk. Talstöðvaklúbbur íslands auglýsir Aðalstofnfundur klúbbsins veröur haldinn laugardaginn 1.11.1980 kl. 17.00 i Félagsheimili Langholtssóknar. Dagskrá: Kosning í stjórn klúbbsins og almenn aðalfundarstörf, ásamt inntöku nýrra félaga. Allir áhugamenn um C.B. stöðvar velkomnir. Undirbúningsnefnd. KVENFÉLAGIÐ HRINGURINN OPNAR SINN ÁRLEGA BASAR LAUGARDAGINN I. NÓVEMBER KL 14 í IÐNSKÓLANUM Á SKÓLAVÖRÐUHÆD ( INNGANGUR FRÁ VITASTÍG). Á BASARNUM VERÐA M.A. HANDAVINNA, KÖKUR, JÓLA- KORT,PLATTAR OG LEIKFÖNG.TILVALIN TIL JÓLAGJAFA ALLUR ÁGÓÐI RENNUR TIL LÍKNARMÁLA BARNA. BASARNEFNDI N Aliur akstur krefst varkárni Ytum ekki barnavagni á undan okkur við aöstæður sem þessar ||Uj|/|FEROAR Halldór Sigurðsson og Sverrír Haraldsson: „Þessi jarðalög eru þjóðarskömm. Þau meta ævistarf bóndans einskis.” DB-mynd: Gunnar Örn. Jarðalögin stuðla að „áframhaldandi offramleiðslu”: „Ævistarf bónd- ans lagt að jöfnu við kjallaraíbijð” — Menn hljóta að undrast svona óréttlæti, segja Halldór Sigurðsson verzlunarmaðurogSverrirHaraldsson bóndi ,,Þessi lög eru skerðing á mannrétt- indum og verzlunarfrelsi,” sagði Hall- dór Sigurðsson, verzlunarmaður í Reykjavík, í samtali við blaðamann DB um jarðalögin svonefndu. Sverrir Har- aldsson, bóndi í Langadal, tók í sama streng. Tilefni spjallsins er blaðamaður DB átti við þá var.að Sverrir hugðist bregða búi og var reiðubúinn seð selja Halldóri, sem vildi kaupa. Það reyndist hins vegar ekki mögulegt þar sem hreppurinn átti forkaupsréttinn. „Halldór ætlaði að kaupa. Jarðalög- in eru hins vegar þannig, að hrepparnir hafa forkaupsrétt og geta tekið jarðirn-, ar matsverði, sem eru smámunir miðað við markaðsverð,” sagði Sverrir. ,,Það skiptir því engu máli, hvað Halldór býður.” „Þetta er alveg öfugt við það, sem gildir um eignir hér í Reykjavík. Hér gildir hinn frjálsi markaður,” sagöi Halldór. „Bóndinn ætlar að selja sínar jarðir, og ég er tilbúinn að kaupa. Ef hann býður jarðirnar falar og ég legg fram mitt tilboð, þá á bóndinn ekki afturkvæmt. Oddvitinn sendir þá sína matsmenn og jörðin er metin á það,' sem þeim dettur í hug.” ,,Þó að bóndinn sætti sig ekki við það matsverð, sem þeir skammta honum, þá á hann ekki afturkvæmt. Hann er í raun búinn að missa eignar- réttinn,” sagði Sverrir. „Þessi jarðalög eru þjóðarskömm. Ævistarf bóndans er einskis m'etið, og bóndinn fær fyrir stólpajörð í mesta lagi tveggja herbergja kjallaraíbúð i Reykjavik,” sagði Halldór. Sverrir bætti því við, að ef hrepp- arnir keyptu mikið af svona jörðum yröu þær bara baggi á þeim. Þeir hefðu ekkert við þær að gera. Hann nefndi sem dæmi, að sá hreppur, sem hér um ræðir, Bólstaðarhlíðarhreppur, væri nýbúinn að kaupa jörð til aö leggja í eyði, einungis til að koma í veg fyrir, að Reykvíkingar festu kaup á henni. „Búnaöarmálastjóri segir lögin samin fyrir bændur. En þess eru engin dæmi, að jarðarmatsnefnd hafi hækkað nokkra jörð i verði. Við ætl- umst til meira af búnaðarmálastjóra en svona blekkinga,” sagði Halldór.' „Það að bóndinn fær ekki að selja jörð sina á frjálsum markaði er hneyksli,” sagði Halldór. Hann minnti einnig á, að Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi alþingismaður hefði á sínum tíma ritað grein í Morgunblaðið þar sem hún hélt því fram, að þessi lög væru augljóst brot á stjórnarskránni. „Það er offramleiðsla á kindakjöti í landinu en jarðalögin koma í raun í veg fyrir að bændur, sem vilja hætta geti það, nema þá með því að gefa jörðina. Lögin stuðla því að áframhaldandi of- framleiðslu,” sagði Sverrir. „Hvers á bóndinn að gjalda,” sagði Halldór, „þegar hann getur ekki lengur búið á jörð sinni og vill fara til Reykja- víkur eða þarf á eiliheimili þá er ævi- starf hans og stórbýli lagt aö jöfnu við lélega kjallaraíbúð í Reykjavík. Menn hljóta að undrast svona óréttlæti, sem birtist í jarðalögunum. Ég tel, að bændur eigi betra skilið en þetta,” sagði Halldór að lokum. -GAJ Flokksþing Alþýðuf lokksins hefst í dag: FORYSTUKOSN- INGAR Á MORGUN úrsl'rt síðan birt á sunnudag Flokksþing Alþýðuflokksins, hið 39. í röðinni hefst í dag, kl. 14. Þingiö er haldið að Hótel Loftleiðum og stendur fram á sunnudag. Að lok- inni stuttri setningarræðu þar sem minnst veröur látinna félaga verða kosnir forsetar og ritarar. Skýrslur verða síðan á dagskrá og umræður um þær. Annað kvöld verður siðan hátiðarfundur, „Jafnaðarstefnan og alþýðumenning”, samfelid dagskrá í tai og tónum í umsjón Sambands Alþýðuflokkskvenna. Þá verður og ávarp formanns Alþýðuflokksins. Á laugardag er fundað frá 9—18 og fer þar fram kosning forystu flokksstjórnar og verkalýðsmála- nefndar. Þingfundir hefjast síöan kl. 10 á sunnudag með áliti starfshópa og afgreiðslu tillagna. Umræðum verður síðan haldiö áfram eftir mat- arhlé. Hátíðarkaffi verður kl. 16 en á þingfundi kl. 17 verða birt úrslit kosninga í flokksstjórn og verkalýðs- máianefnd. Þingsiit eru kl. 18 og síðan hefst fiokksstjórnarfundur þar sem kosið verður í framkvæmdastjórn. -JH. 80PRÓ- SENT VERÐ- BÓLGA Verðbólguhraðinn verður kominn í um 80 prósent í lok næsta árs, ef ekki veröur gripið til aögerða, segir Bjami Snæbjörn Jónsson hag- fræðingur Verzlunarráðs. Þetta urðu endanlegar niöurstöður útreiknings hagfræðingsins, en ekki um 70 prósent, eins og fyrstu athuganir bentu til og sagt var i DB i gær. -HH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.