Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 1
• r I 1 ÍftjálSty Júháð f dagblað 6. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1980 — 247. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 11.—AÐALSÍMI 27022. íbúar Gamla Garðs óánægðir: \ Hass- og áfengisneytendur raska ró íbúa Gamla Garðs gramsa í vistarverum okkar, segja Gamlgerðingar sjáblsS } Áf ram þref í prentaradeilu Samningafundur í deilu bókagerðar- manna stóð til kl. 1 í nótt án árangurs en fundur hófst kl. 14 í gær. Mjólkur- fræðingar voru einnig á sáttafundi í gær en í dag eru boðaðir fundir i far- mannadeilunni og deilu flugmanna um starfsaldurslista. Bakarar og garðyrkjumenn skrifuðu undir nýja kjarasamninga í gær sem eru í samræmi við heildarsamninga ASÍ og VSÍ. - ARH Lagt upp í hnatt- ferðina Þau Magnea Jónsdóttir og Guð- mundur Jóhannsson, vinningshafar í óskrifendagetraun DB, lögðu upp í morgun i heimsreisuna sem þau hlutu i vinning. Fyrsti áfanginn var héðan til Kaupmannahafhar, en þaðan leggja þau síðan upp með Globetrotter ferða- skrifstofunni áleiðis vestur um haf og fyrsti viðkomustaðurinn verður San Francisco. Ferðin umhverfis jörðina tekurþau 21 dag og verður viða komið við á þeirri leið. DB fierði þeim hjónunum blómvönd við brottfórina í morgun. Þau Magnea og Guðmundur sögðu að rigningin og slagviðrið i morgun gerði ferðina svo- litið óraunverulega, en hlómvöndurinn minnti þau sannarlega á sól og sumaryl sem I vtendum vteri á hringleiðinni. - JR/ DB-mynd: Einar Úlason. Hangikjöt fæst ekki útfíutt vegna hugsanlegrar mengunar — Aldrei rætt um mengun þess hér á landi, hvorki fyrir útlenda né innfædda ASÍ-þing: Framsókn hefur unnið talsvert á Framsóknarmenn hafa bætt við sig talsverðum fjölda fulltrúa í kosningum verkalýðsfélaganna til þings Alþýðu- sambandsins. Greinilega verða mun fleiri framsóknarmenn á næsta Al- þýðusambandsþingi en nokkru sinni fyrr. Áhrifamenn i stjórnmálaflokkunum eru engan veginn sammála um hversu mikið lið hver flokkur hefur á næsta ASÍ-þingi. Alþýðubandalagsforingi einn sagði DB að skiptingin væri þannig: Alþýðubandalagsmenn um 150, framsóknarmenn 60—70 og sjálf- stæðis- og alþýðuflokksmenn samtals um 200. Framsóknarforingi sagði DB að skiptingin væri þannig: Alþýðu- bandalag 150, Sjálfstæðisflokkur um 100, Alþýðuflokkur 80—90, Framsókn 80. Alþýðuflokksforingi sagði að skipt- ingin væri sú að Alþýðubandalag hefði innan við 150, Framsókn innan við 60, Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur um 100 hvor flokkur. -HH / Kjarasamningar farmanna: „Þeirfástaðeins tilað ræða orlofsmálin” „Það hefur lítið gengið í samninga- málum okkar. Viðsemjendur okkar neita að ræða allar sérkröfur nema helzt þá sem varðar orlofsmálin,” sagði Baldur Halldórsson, formaður samninganefndar Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, í morgun, en um níuleytið var boöáður fundur í far-i mannadeilunni hjá sáttasemjara. Fuirdir hafa verið af og til frá því í á- gúst í sumar en lítið þokazt í átt að samkomulagi. ,,Við viljum fá í gegn lagfæringar á orlofsmálum, enda er orlof mjög vangreitt til farmanna. Vinnutími okkar er lítt skilgreindur, jafnaðar- kaup hvort sem unnið er á virkum dögum eða um helgar til sjós. Það hefur vægast sagt gengið illa að fá skilgreindan vinnutíma farmanna og réttar orlofsgreiðslur í samræmi við það,” sagði Baldur. Launaliður í kröfum farmanna Tilraunir með útflutning á hangi- kjöti hafa strandað að minnsta kosti í bili. Hefur það verið áhugamál ýmissa ráðamanna landbúnaðarins að reyna slikan útflutning. Þær litlu tilraunir sem fram hafa farið 1 þessu skyni, bæði á Evrópu- og Ameríku- markað, hafa nú stöðvazt f bili. Gefur yfirdýralæknir ekki grænt ljós á slíkan útflutning, þvi gamalkunn og vinsæl aöferð fslendinga við reykingu kjöts uppfylltr ekki heilbrigðis- kröfur. Þurrkaö tað er notaö hér sem elds- neyti við reykingu lambakjöts. Af því er hugsanleg mengunarhætta. Yfir- dýralæknir vill ekki skrifa upp á það að á borð útlendinga komi vara sem hugsanlega er menguð. Um er að ræða sama kjötið og lslendingar halda hvað mest upp á, hafa borðað öldum saman, og er enn i dag jóla- réttur hjá öllum þorra íslendinga, hvar sem þeir eru staddir i heiminum. Án hangikjöts — engin jól. Litlar prufur af hangikjöti hafa bæði verið sendar til Sviss í fyrra og til Bandaríkjanna i haust. Að svo komnu máli er allt á huldu um fram- haldið. Verið er að reyna að „þróa aðferð” til að fyrirbyggja alla meng- unarhættu, svo undirskrift yfirdýra- læknis fáist. Forráðamenn landbúnaðarins vilja ekkert láta hafa eftir sér um þetta mál og visa hver á annan. Þeir kunna ekki að skýra hvers vegna útlendingar mega borða hangikjöt hér á landi á sama hátt og íslendingar sé varan hugsanlega menguð. Um framtíðar- markað er einnig allt óvist. Hangi- kjöt er svo miklu dýrara en nýtt kjöt að útflutningur í einhverjum mæli kann að vera útilokaður nema með gífurlegri uppbótum en nú þekkjast. - A.St. hefur ekki verið ræddur ennþá, en viðræður snúast eingöngu um sér- kröfurnar. Samningar farmanna hafa verið lausir frá því 1. marz 1979 sé horft fram hjá bráðabirgðalögum og kjaradómi sem farmenn fengu á sig á síðasta ári eftir margra vikna verkfall. Sé miðað við kjaradóminn hafa samningar verið lausir frá áramótum. Stjórn farmanna hefur fengið heimild til boðunar verkfalls, en engar ákvarðanir liggja fyrir um slíkt. -ARH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.