Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 8
(I DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1980. Erlent Erlent Erlent Erlent D Pólland: Walesa og Pinkow- ski funda í Varsjá — Brésnef ákvað að styð ja Kania f lokksf ormann eftir fimm klukkustunda fund þeirraíMoskvu Leiðtogar þeirra sjö milljón pólskra verkamanna sem eru í sam- tökum frjálsra verkalýðsfélaga hitta í dag að máli Pinkowski forsætisráð- herra landsins í Varsjá. Þar verða< ræddar kröfur verkalýðsleiðtoganna um að ákvæði um forræði pólska kommúnistaflokksins í stjórnmálum verði fellt út úr lögum verkalýðssam- takanna. Fundurinn í Varsjá kemur í kjölfar fundar Kania formanns kommúnista-' flokksins og Pinkowskis með ráða- mönnum i Moskvu. Fóru tvimenn- ingarnir þangað í fyrrakvöld af mik- illi skyndingu. Ræddu þeir meðal annars við Leóníd Brésnef, forseta Sovétríkjanna. Pólskir verkamenn hafa hótað frekari verkföllum ef ekki verði orðið við kröfum þeirra. Á fundinum í Moskvu sem stóð að sögn í fimm klukkustundir kom í ljós að Brésnef hefur ákveðið að styðja við bakið á Kania, flokksformannin- um pólska. Hann kom til valda fyrir um það bil tveim mánuðum þegar hæst stóðu deilur á milU stjórnarinn- ar í Varsjá og verkamanna í Gdansk og víðar. Leiddu þær síðan til verk- falla og samkomulags þar sem viður- kenndur var réttur verkamanna til að stofna frjáls og óháð verkalýðsfélög. í frásögn pólska sjónvarpsins af Moskvufundinum í gærkvöldi sagði að Brésnef forseti hefði lýst þeirri sannfæringu sinni að samfélag pólskra verkamanna væri sjálft fært um að leysa öli sín vandamál á eigin spýtur. Væri þá sama hvort vanda- málin væru pólitísk eða efnahagsleg. Leiðtogar pólsku verkalýðssam- takanna hafa lýst yfir að þeir muni boða til nýs verkfalls hinn 11. nóvem- ber næstkomandi ef ekki verði orðið viðkröfumþeirra. v- ' •; x ■ijfgfííM ■mMæm Danir hafa eignazt vfnbónda sem á umtalsverðar ekrur i Frakklandi. Þóttu það merk tiðindi f Danmörku fyrir nokkrum dögum að 1978 árgangurinn hjá bóndan- um þótti drykkjarhæfur og á að koma á jólamarkaðinn f Danmörku. Umræddur vlnbóndi heitir reyndar Henrik og er prins og eiginmaður sjálfrar Margrétar Danadrottningar. Myndin sýnir prinsinn við fjölskyldusetrið I Frakklandi og er hann að smakka fyrstu flöskurnar af Chateau Caix frá 1978, en svo kallast vinið. Washington: r SENATOR AKÆRD- r UR FYRIR MUTUR Þekktur öldungadeildarþingmaður i Washington hefur verið ákærður fyrir mútuþægni og aðra glæpi í tengslum við „arabamálið” sem FBI, bandaríska alríkislögreglan, bjó til. ÞÍngmaðurinn heitir Harrison Willi-I ams, er frjálslyndur demókrataþing- maður og hefur verið í nánum tengsl- um við verkalýðshreyfinguna banda- rísku. Kjördæmi hans er New Jersey. Williams er fyrsti öldungadeildar- þingmaðurinn sem ákærður er í þessu máli. Áður hafa tveir fulltrúadeildar-. þingmenn hrökklazt af þingi vegnaj þess. Sjálfur segist þingmaðurinn, sem er 60 ára að aidri, vera saklaus. Honum hafi að vísu verið gert tilboð en það hafi verið rangt og hann hafi hafnað þvi samstundis. Hafi málinu þá lokið af sinni hálfu. Williams er ákærður fyrir að hafa ætlað að ná i viðskiptasamninga við ríkið fyrir titanium námafyrirtæki á fallandi fæti. í staðinn hafi hann átt að fá 100 milljón dollara til fjárfest- inga í námunni frá manni sem þóttist vera arabi en var FBI-maður. Jamaica: MANLEY FELLUR í KOSNINGUNUM Samkvæmt þeim tölum sem búið verið hefur á Jamaica, sem er í Kara- var að birta í þingkosningunum á biska hafinu, síðan landið fékk sjálf-i Jamaica virðist svo sem hinn íhalds- stæði árið 1962. Áður var Jamaica sami Verkamannaflokkur undir brezk nýlenda. forustu Edward Seaga muni vjnna Fréttir bárust af skothveUum i; stórsigur yfir vinstri flokknum, höfuðborginni Kingston. Sumt af Þjóðarflokknum, sem er undir þeim mun hafa verið frá flugeldum,; forustu Michael Manley, forsætis- sem fylgismenn Verkamanna- ráðherra landsins. fiokksins skutu á loft í gleði sinni., Óopinberar tölvuspár töldu þá að Einnig bárust óstaðfestar fregnir um Verkamannaflokkurinn mundi fá að ráðizt hefði verið á lögreglustöð ii rúmiega fimmtíu þingsæti af sextíu á borginni. þingi landsins. Gerist þetta eftir Jamaica á við mikla efnahags-! óróasömustu kosningabaráttu sem erfileikaaðstríða. REUTER Indland: Tuttuguogsex fórustí jámbrautarslysi í það minnsta tuttugu og sex manns fórust og rúmlega eitt hundrað særðust þegar hraðlest ók á fiutningalest nærri borginni Kanpur á Norður-Indlandi í morgun. Alsir: BenBellafær fullt frelsi Ríkisstjórn Alsir hefur tilkynnt að öllum takmörkunum á frelsi og ferðum Ben Bella, fyrsta forseta landsins og frelsishetju í stríðinu við Frakka, hafi verið aflétt. Tilkynnt var að Chadli Benjedid, forseti landsins, hefði einnig náðað nokkra pólitíska fanga í tilefni þess að 26 ár eru liðin frá því að frelsis- baráttan gegn Frökkum hófst. Teheran: Gíslarnir ná einu áriíprísund sinni Ljóst er nú að bandarísku gislarnir fimmtíu og tveir í Teheran munu halda upp á ársafmæli dvalar sinnar þar í prisund sinni. franska þingið ákvað í gær að ákvörðun um örlög þeirra skyldi ekki tekin fyrr en eftir þrjá daga, hið fyrsta. Cartertilnefnir Clausen sem eftirmann McNamara hjá Alþjódabankanum Jimmy Carter Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt A.W. Clausen aðal- bankastjóra The Bank Of America, sfærsta banka Bandaríkjanna, sem eftirmann Robert McNamara, aðal- bankastjóra Alþjóðabankans. Clausen verður vafalaust þá kjörinn banka- stjóri þar sem Bandaríkin ráða yfir 21% af atkvæðum við stjórn Alþjóða- bankans. Sonurírans- keisaratvítugur og myndugur Elzti sonur fyrrum keisara í íran verður tvítugur í dag. Mun fjölskylda hans lýsa hann réttkjörinn keisara landsins og eftirmann föður síns sem lézt í sumar. Fjölskylda keisarans dvelst nú í Egyptalandi í skjóli Sadats forseta þar. Með gætni skal um götur aka \m| UMFERDAR y UR& /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.