Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1980. BIAÐID Útgefandi: Dagblaöifl hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jðras Kristjánsson. J AOetoðarritstjóri: Haukur Helgasón. Fróttastjóri: ómar Valdknarsvon. I Skrifstofustjóri ritstjórnar Jóhannes Reykdal. 1 íþróttir: Hallur Simonarson. jVlennlng: Aflalsteinn IngóHsson. Aflstoflarfróttastjóri: Jónas Haralduson. Handrit: Ásgrímur PAIsson. Hflnnun: Hilmar Karisson. Blaflemenn: Anna BJamason, Atfll Rúnar Halldórsson, Atfli Stelnursson, Asgeir Tómasson, Bragi Slg- urflsson, Dóra Stefénsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, ólafur Geirsson, Sigurflur Svorrisson. Ljósmyndir: BjarnleHur BjamleHsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson og Sveinn Þormóösson. SkrHstofustjóri: óiafur EyjóHsson. GJaldkeri: Práinn ÞorleHsson. Auglýslngastjóri: Már E.M. HaNdórs- son. Dr eHingars tjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Rftstjóm: Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar dg skrifstofur Þverholti 11. Aflelsimi blaðsins er 27022 <10 linur). ,, Fyrirgreiðslulýð veldið ff Fyrirgreiðslupólitíkin blómstrar. Alþingismenn stæra sig af því að sjá kjósendum sínum fyrir dúsu hér og dúsu þar. Sigurður Gizurarson sýslumaður kvartaði um það í kjallaragrein í Dag- blaðinu fyrir skömmu, að Þingeyingar ættu sér formælendur fáa í fyrirgreiðslukerfinu. Öðru máli gegnir um Austfirðinga og Vestfirðinga. „Aust- firðingar eru sterkir í kerfinu,” segir sýslumaður.” Innistæða þeirra meðal annars: Iðnaðarráðherrar í tveimur ríkisstjórnum að undanförnu, „ofaníkaupið” tveir forstjórar í Framkvæmda- stofnun ríkisins — raunar er annar þeirra búinn að fá fínasta stólinn uppi í viðskiptaráðuneyti. Austfirðingar eiga ekki bara nokkra pílára í drifhjóli íslenzks efna- hagslífs, heldur öxulásana sjálfa.” ,,En hver er hlutur og vegur Þingeyinga í þessu kerfi?” spyr Sigurður Gizurarson. . . ,,Þó að Aust- fírðingar og Vestfírðingar, sem ekki byggja stærra landsvæði og eru ekki í raun fleiri en Þingeyingar, séu alls staðar nefndir, og til staðar, finnast fulltrúar alls Norðausturlandsins austan Vaðlaheiðar ekki.” Þessi ummæli eru einkum athyglisverð fyrir þær sakir, að þau sýna, hvaða tafl er teflt um fjármuni þjóðarinnar. Úr því að Austfirðingar og Vestflrðingar eiga sína fyrirgreiðslumenn í lykilstöðum, er þá ekki eðlilegt, að Þingeyingar komist að? Svarið við því hlýtur að vera já, en hvað segir sú saga um ástandið í íslenzkum stjórnmálum? Hún segir okkur, að ekki sé við því að búast, að alþingismenn almennt hugsi til hagsmuna þjóðar- heildarinnar. Þeir eru fyrst og fremst fyrirgreiðslu- menn, sem „redda” gæðingum sínum heima í héraði um skammt af almannafé. Það, sem einn fær, getur annar ekki fengið. Með því að úthluta gæðingum sínum skömmtunum, rennur féð ekki til þeirra hluta, þar sem arðsemi er mest, ékki þangað sem þjóðin í heild hagnast mest á því, að fjármunirnir fari. I staðinn eru gæðingarnir mataðir í þakklætisskyni fyrir sýnda hollustu og til að tryggja þingmanninum atkvæði. Þjóðin tapar. Fjárfestingarnar skila ekki þeim arði, sem ella væri, og lífskjör almennings í landinu verða verri en ella. Skipta má fyrirgreiðslupólitikinni í tvo þætti. Annars vegar er sú fyrirgreiðsla, sem þingmaðurinn veitir einstaklingum, sem eiga um sárt að binda í viðskiptum við kerfið. Sumir ráðamenn eru þekktir að þessu. Þetta er jákvæð fyrirgreiðslupólitík. Hins vegar og miklu algengari er sú fyrirgreiðsla, sem veitt er gæðingum þingmanna, til þess að þeir fái í sínar hendur fjármuni af almannafé , sem hag- kvæmara væri að láta ganga til annars. Þetta er hin hættulega neikvæða fyrirgreiðslupólitík. Merki neikvæðrar fyrirgreiðslupólitíkur má sjá í stórum þáttum þjóðlífsins. Þau má sjá í miklum vexti ríkisbáknsins síðustu ár, sem til þess er gerður að veita fyrirgreiðslumönnunum meira svigrúm. Merkin má sjá í viðhaldi offramleiðslunnar í land- búnaði, þar sem skattgreiðendur eru látnir greiða fyrir miklar óarðbærar fjárfestingar í þeirri atvinnugrein. Merkin má sjá í ofvexti fiskiskipaflotans, sem leiðir til hallarekstrar, sem almenningur í landinu borgar að lokum. Merki neikvæðrar fyrirgreiðslupólitíkur má sjá í því, að stjórnmálamenn setja gæðinga sína í lykilstöður, þar sem hæfari menn yrðu að miklu meira gagni fyrir þjóðina. Ekki er von, að vel fari i því „fyrirgreiðslu- lýðveldi”, sem Sigurður Gizurarson lýsir í grein sinni. Danmörk: — rauntekjur hafa rýmaö um tíu af hundraði á síðasta einu álits á atvinnulifinu danska taldi að oft á tíðum tækju stjórnendur einka- fyrirtækja hagnaðarsjónarmiðin fram yfir sjónarmið samfélagsins við ákvarðanatöku sína. Aðeins 17% töldu að svo væri ekki. Konur virðast almennt dómharðari í þessum efnum en karlar eða þá að þolinmæði þeirra er minni. Ástæður þær sem konurnar gefa fyrir skoðun- um sínum eru hins vegar almennari en karla. Mismunur á skoðunum kvenna og karla sést bezt á því að 49% kvenna töldu orðstir dansks atvinnulífs aldrei hafa verið minni og aðeins 15% þeirra voru ósammála þeirri fullyrðingu. Hjá körlum voru hins vegar aðeins 38% sem töldu veg at- vinnulífsins svo lítinn og 37% voru þeirri skoðun andvígir. Sama var hvort spurnjngin var oghálfu ári Orðstír dansks atvinnulifs hefur aldrei verið minni en einmitt nú ef marka má könnun sem gerð var ný- lega fyrir danska efnahagstímaritið Maanedsbörsen. í könnuninni kom einnig fram að 44% þeirra sem spurðir voru í könnuninni töldu að eftirlit ríkisins með atvinnurekstri á vegum einkafyrirtækja ætti að auk- ast frá þvi sem nú er. Þriðjungur að- spurðra taldi hins vegar að svo skyldi ekki vera. Ástæðan fyrir svo slæmu orði eins og fer af dönsku atvinnulifi er sú samkvæmt svörunum að mörg hneykslismál hafa komið upp sem rýrt hafa orð þess. Má þar nefna mál Jan Bonde Nielsen og Burmeister & Wain, tryggingafélagsins Topsikring. Nefndu 51% aðspurðra þessi hneykslismál. Tuttugu af hundraði töldu ekki að þessi mál hefðu á neinn hátt valdið minnkandi gengi dansks atvinnulífs og 29% töldu sig ekki geta gefið svör við spurningunni. Helmingur þeirra sem spurðir voru ÚR MANNVITS BREKKU Þau tíðindi hafa nú gerst, að Þjóð- viljinn hefur skipað mér í hóp þeirra manna, sem hann gefur heitið „mannvitsbrekka”. Þetta á að vera hálfkærings-lítilsvirðing á mér. Það er verið að niðra mér fyrir að guð hafi ekki gefið mér nægilegar gáfur. Ég get svo sem alveg viðurkennt, að ég sé ekkert gáfnaljós og hafi aldrei verið, en hitt finnst mér æði kyndugt, þegar Þjóðviljinn, sem hefur stundum þóst vera einhver vörður smælingjanna, fer að álasa mér og hæðast að mér fyrir það, að ég sé vangefínn. Hvílíkur endemis stór- lætishroki. Það má merkja að höfundur Þjóðviljagreinarinnar þykist vera heldur en ekki upp yfir mig hafinn að andagift og leiftrandi gáfum. Höfundurinn er sem sé Árni Bergmann, sem ég get alveg viður- kennt að er stórgáfaður maður, en situr þó illa á honum að ráðast á mig og þar með fjölda alþýðumanna, þó við séum ekki aðrir eins súpermenn og hann að viti og snilld. En vegna þess að mig og þá sennilega þúsundir alþýðumanna skortir gáfur á við Árna Bergmann er stórlætisdramb Árna svo mikið, að við megum helst ekki skrifa í blöð. Eiga það þá aö vera einhver forréttindi gáfumanna á borð við Árna að skrifa eða tala og láta í Ijósi hugsanir sinar. Það er eftir öðru að Árni fari nú að beita sér fyrir stéttarfélagi gáfumanna, sem útiloki okkur hina, sem bara eru með svona meðalgáfur, að láta í ljósi skoðanir sínar. Hans á að vera dýrðin og valdið. En þetta er svo sem eftir öðru hámenntadrambi og æðristéttar- drambi, sem svo mjög hefur gætt í Alþýðubandalagi og málgagni þess að undanförnu. Það er í rauninni hætt að vera málsvari smælingjanna, en er orðið samsærisklíka fyrir menntayfirstétt prófessora og fremst í flokki i hálaunakröfum háskóla- borgara, en geldur svo alþýðunni bara svikalaun í formi verðbólgu- samninga, sem verða búnir að éta sig upp eftir einn mánuð, verðbólgu sem bitnar langharðast á fátæku lág- launafólki. Ó vei hvernig komið er flokknum, sem þóttist vera einhver verndari smælingjanna. Það reyndist alltveratómtfals. Föstudags grein Hitt er þó enn alvarlegra í árásar- grein Þjóðviljans á mig, að reynt er að gera mig tortryggilegan vegna stuðnings við Atlantsháfsbandalag og hernámsmangs! Með mannvits- brekku-titlinum og margri annarri hálfkveðinni visu, á að gefa það i skyn, að ég sé einn af pottum og pönnum í Vörðu landi á sinum tíma. Ég get nú ekki annað en bent á hve þetta er ómaklegt og hér verið að beita fáránlegum blekkingum, því að greinarhöfundi ætti aö vera fullkunn- ugt um afstööu mina i þessum mál- um, og því er það verulega ódrengi- legt og óheiðarlegt af honum að núa mér um nasir fylgispekt við Atlants- hafsbandalagið. Það ætti að vera kunnugt að ég hef á síðari árum tekið vaxandi afstöðu frá Atlantshafs- bandalagi og hernámsstöð í Keflavík, og tel að við eigum að leitast við að fjarlægjast og losa okkur við þessi fyrirbæri. Ég hef ekki verið sérlega hrifinn af blindri fylgispekt sumra foringja Sjálfstæðisflokksins eins og Geirs Hallgrímssonar við Atlants- hafsbandalagið, og mér óar öll sú spilling sem grasserar í Framsóknar- flokknum í sambandi við hermangið og mér virðist vera i einkennilegu framhaldi af Klúbbmálinu á sinum tíma, þar sem ekkert fallegt var í pokahorni Ólafs Jóhannessonar. Mér líst einnig óhugrpnlega á þau niður- drepandi áhrif sem hernámsvinnan og ýmislegt henni tengt hefur á at- vinnulíf á Suðurnesjum. Við hliðina á þessu spillingarfyrirbæri hefur venjuleg atvinnustarfsemi eins og út- gerð koðnað niður og fær ekki það hreina lífsloft sem hún þarfnast. Ég er satt að segja kominn í þá undarlegu aðstöðu að mér finnst ég stundum vera orðinn í þessum efnum kaþólskari en páfinn. Sem sé, ég er farinn að undrast og álasa Alþýðu- bandalaginu fyrir það sem ég get kall- að fylgispekt og stuðning við her- námslið og hernámshugsunarhátt í Keflavík. Það vantar ekki að kjaft- askar Alþýöubandalagsins láti stund- um hvína í tálknum á sér, framkalli hávaða og læti, en verkin sýna, aö það er ekkert að marka það, sama falsið og tviskinnungurinn eins og á öðrum sviðum í þessum dæmalausa stefnulausa viðundursflokki, sem virðist alltaf segja aflt annað en hann meinar og er orðinn ein alvarlegasta meinsemdin í þjóðfélagi okkar, þar sem óðaverðbólgan á mest rætur sínar að rekja tií aðgerðaleysis hans og sífelldra blekkingaryfirboða til að þóknastöllum. Mér er ómögulegt að sjá annað en ■

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.