Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 9
9 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1980. Í i Erlent Erlent Erlent Erlent Bandarísku f orsetakosningamar: Carter reynir að bæta stöðu sína i Suðurríkjunum —vann ðll nema eitt árið 1976, gæti tapað f lestum nú Carter Bandaríkjaforseti fer nú um Suðurríki Bandaríkjanna en hann er upprunninn í einu þeirra, Georgíu. Veldur það kosningastjórum forset- ans miklum áhyggjum hvað Ronald Reagan mótframbjóðandi hans virðist eiga mikil ítök í Suðurríkjun- um, sem hafa hingað til verið talin hefðbundin demókratafylki. Svo mjótt er á mununum samkvæmt kosningaspám að sígrar Reagans í Suðurrikjunum gætu jafnvel skorið úr um endurkjör Carters í kosningun- um næstkomandi þriðjudag. í kosningunum árið 1976, þegar Carter sigraði Gerald Ford, hafði hann yfirhöndina í öllum Suðurríkj- unum nema í Virginíu. f kosningun- um eftir fjóra daga eru horfur á að hann bíði ósigur í Florida, Tennessee, Mississippi og Texas. Bandaríkjafor- seti kemur við i öllum þessum ríkjum í dag. 1 nokkrum öðrum Suðurrikj- um er hann síður en svo talinn vera öruggur með sigur. Ronald Reagan frambjóðandi repúblikana er í dag í Pennsylvaníu, Illinois, Michigan og Wisconsin. Úr- slit í þessum ríkjum þykja einnig mjög óviss. Báðir frambjóðendur lentu í slæm- um málum í gær. Helzti talsmaður Reagans sagði af sér eftir ásakanir á hann um spillingu. Jimmy Carter var hins vegar ásakaður um að hafa verið ósamvinnuþýður við þingnefnd sem rannsakaði mál Billys bróður hans. 1111111 g|||gf , llilli WM '.I: mémárnm ÍÍ-Í’: iltlIÉI wMwmm 1 4 Wmm • - Wmmsk Fótboltastríðinu lokiðeftirll ár Honduras—El Salvador: — sautján drepnir í El Salvador í gær í gærkvöldi tókst fulltrúum Mið-1 Ameríkuríkjanna Honduras og E1 Salvador loks að semja frið i svo- nefndu fótboltastríði, sem þá hafði staðið formlega í ellefu ár. Voru friðarsamningar undirritaðir í Lima í Perú af utanríkisráðherrum landanna beggja. Styrjöldin var kölluð fótboltastrið því hún hófst eftir að miklar deilur urðu eftir að hætt var knattspyrnu- landsleik milli iandsliða þjóðanna árið 1969. Varð leiknum raunar aldrei lokið því deilurnar voru orðnar svo miklar áður. Styrjöldin sjálf stóð ekki nema í fjóra daga enda herir Mið-Ameríkuríkjanna fremur búnir til að berja á eigin landsmönnum en standa í millirikjabardögum. Ekki var þó knattspyrnulands- leikurinn eina ástæðan fyrir styrjöld- inni á milli Honduras og E1 Salvador. Komu þar einnig til landamæradeilur því aldrei hefur almennilega fengizt á hreint hvar landamærin skuli vera. Með undirritun friðarsamninganna lauk tveggja ára samningaviðræðum. Voru þær undir yfirstjórn Jose Luis Bustamente y Rivero fyrrum forseta Perú. Er hann talinn einn virtasti stjórnmálamaður Rómönsku Ame- riku. Samkvæmt fregnum frá E1 Salvador féllu sautján manns í átök- um lögreglu og skæruliða. Að sögn lögreglu fóru vinstri skæruliðar um í bifreiðum í höfuðborginni San Salva- dor. Skutu þeir á byggingar en ekki er skýrt frá í fréttum hvort manntjón hafi orðið í þeim leik. TILBOÐ ÓSKAST í eftirtaldar bifreiðar í tjónsástandi: Datsun Sunny 1980 Daihatsu Charade 1980 Daihatsu Charmant station 1979 Lada 1500 station 1980 Saab 95, 1973 Datsun 160 JSS 1977 og reiðhjól DBS touring. Bifreiðarnar verða til sýnis að Melabraut 26, Hafnarfirði laugardaginn 1. nóv. frá kl. 1—5. Tilboðum sé skilað til aðalskrifstofu fyrir kl. 5 mánudaginn 3. nóv. „ . f Brunabótafelag Islands. —/^jSmurbrouðstofan BJORNINN NjáUgötu 49 — Sími 15105 Q AUGLÝSING um skipulag í Seltjarnarneskaupstað Samkvæmt lögum nr. 19/1964 er hér með auglýst eftir athugasemdum við breytingartillögu að aðalskipulagi Seltjarnarness. Tillagan nær yfir svæðið frá landamerkjum Seltjarnar- ness og Reykjavíkur að austan að Bakkavör, Skólabraut og •Fornuströnd að vestan. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu byggingafulltrúa Seltjarnarness frá og með deginum í dag til 15. desember. Hlutaðeigendum ber að skila athugasemdum sínum til bæjarstjórnar Seltjarnarness eigi síðar en 31. desember 1980 að öðrum kosti teljast þeir hafa samþykkt tillöguna. 27. október 1980. Skipulagsstjóri Bæjarstjóri rfkisins Seltjarnarness Er barnaherbergiö offítiö eða innróttingm ofstór? Barnarúm, fataskápur og skrifborð, allt sam- byggt. Mjög hagstœtt verð... ómálað, málið sjálf í þeim litum, sem þið veljið. Opið til hádegis á laugardögum. Trésmífla verkstæðið BJARGI v/Nesveg Sími 21744 og 39763 Póstsendum um land allt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.