Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 14
22 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1980. Veðriðj Spáð er akhvaasri sunnan- eða suö-l vastanétt um allt land. Rignlngj verður vfðast hvar en Uklega hebt þurrt á Norðausturiandl. Klukkan 6 var suðaustan 6, rigning! og 10 stig í Reykjavlt, austan 4, rign- ing og 9 stig á Gufuskáium, austan 6, skýjað og 9 stig á Gaharvlta, hssg- viöri, skýjað og 6 stig á Akureyri, suð- austan 1, skýjað og 7 stig á Raufar- hðfn, suðaustan 10, rigning og 10 stig á Dalatanga, suðaustan 6, rignlng og 9 stig á Httfn, suðaustan 12, rigning og 9 stig á Stórhöfða. I Þórshöfn var skýjað og 10 stig, ióttskýjað og —2 stig ( Kaupmanna- httfn, láttskýjað og -16 stig í Osló, heiðsklrt og 6 stiga frost ( Stokk hólmi, heiðskirt og 3 stig ( London, láttskýjað og 2 stig ( Hamborg, létt- skýjað og 1 stig í Parfs, láttskýjað og 4 stig ( Madrld, léttokýjað og 11 stig f Llssabon og lóttokýjað og 4 stig I New Yorfc. Andlát Ólafur G.H. Þorkclsson, sem lézt 26. októbersl., fæddist 16. nóvember 1905 á isafirði. Foreldrar hans voru Guðrún Jensína Halldórsdóttir og Þorkell Kristján Sigurðsson. Árið 1928 flutti hann ásamt foreldrum sínum til Reykjavíkur, fljótlega keypti hann sér' vörubíl • og starfaði upp frá þvi við akstur. Ólafur var einn af stjórnendum- vörubílastöðvarinnar Þróttar og ók þar eigin bil lengst af. Árið 1932 kvæntisl Ólafur Höllu Þorsteinsdóttur, eign- uðust þau 5 börn. Sigurhans Viglundur Hjartarson, sem lézt 21. september sl., fæddist 7. apríl 1929 á Hellissandi. Foreldrar hans voru Sigurrós Hansdóttir og Hjörtur Cýrus- son. Sigurhans stundaði sjómennsku framan af ævinni en árið 1948 réðst hann að smurstöð Esso í Hafnarstræti. Árið 1962 stofnaði hann ásamt þrem öðrum smurstööina Klöpp. Árið 1953 kvæntist Sigurhans Helgu Guðmunds- dóttur. Eignuðust þau 5 börn. Stefanla Sveinsina Söebech, sem lézt 24. október sl., fæddist 25. april 1897 i Reykjarftrði. Foreldrar hennar voru Karólina Febina Thorarensen og Frið- rik Ferdinand Söebech. Stefanía starfaði lengi í prentsmiðju Ágústs Sigurðssonar í Reykjavík en síðar í, Gutenberg. Árið 1931 giftist hún Hall- birni Jónssyni, eignuðust þau einn son. Stefanía verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í dag, 31. okt., kl. 13.30. 1 Kristján Ólafur Guðmundsson verk-, stjóri, Grænukinn 7 Hafnarfirði, lézt i St. Jósepsspítala miövikudaginn 29. október sl. Stjornmalafundir Alþýðubandalagsfélag Héraðsbúa Almennur félagsfundur verður haldinn sunnudaginn 2. nóvember kl. 20.30 i hreppsskrifstofu Egilsstaða hrepps. Umræður um vetrarstarfið og undirbúningur fyrir landsfund. Hjörleifur Guttormsson kemur á fundinn. V-Skaftfellingar Framsóknarfélag V-Skaftfellinga og félag ungra fram sóknarmanna i V-Skaftafellssýslu halda aðalfundi sína sunnudaginn 2. nóvember I Leikskálum Vik í Mýrdal* oghefjast fundirnir kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjulegaðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3. önnurmál. Á fundinn mæta alþingismenn flokksins í kjördæm inu, Þórarinn Sigurjónsson og Jón Helgason. Aðalfundur Framsóknar- fólags Mýrasýslu verður haldinn I Snorrabúð, Borgarnesi í kvöld, föstu dag,k 1.21.00. Dagskrá: 1. Venjulegaðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3. Alþingismennirnir Alexander og Davið ræða sljórn málaviðhorfin. Aðalfundur Framsóknar- félags Selfoss verður haldinn laugardaginn 1. nóvember að Eyrar vegi l5,Selfossi kl. 16.00. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjulegaðalfundarstörf. 3. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 4. önnurmál. Borgarmál Borgarmálaráðstefna verður haldin laugardaginn I. nóv. i samkomusal Hótel Heklu, Rauðarárstig 18, og hefstkl. 10. Raídd verða fræðslu-. íþrótta- og æskulýðsmál. Frunv mælendur Kristján Benediktsson, Eiríkur Tómasson, Gestur Jónsson og Kristinn A. Friðfinnsson. Félags- og heilbrigðismál. Frummælendur: Gerður Steinþórsdóttir, Guðrún Flosadóttir og Jón A. Jónas son. Atvinnumál. Frummælcndur: Jónas Guðmundsson, Páll R. Magnússon -»g Páll Jónsson. Skipulagsmál. Frummælendur Valdimar K. Jónsson, Gylfi Guðjónsson, Örnólfur Thorlacius og Leifur Karlsson. Hittumst, fræðumst og bcrum saman bækur okkar á miðju kjörtímabilinu. Aðalfundur sjálfstœðis- félaganna i Dalasýslu svo og fulltrúaráðsins verða haldnir i Búðardal sunnu daginn 2. nóvember 1980 kl. 3 slðdegis. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Al þingismennirnir Friðjón Þórðarson og Jósef H. Þor geirsson koma á fundina. Flokksþing Alþýöuflokksins 1980 Haldið á Hótel Loftleiðum FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBF.R: Kl. 14.00: Þing setning, kosning starfsmanna, skýrslur, lagabreytingar (fyrri umræða). Kl. 20.30: Hátiöarfundur: Ræða for- manns, ávörp, island árið 2000, dagskráratriði. LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER: Kl. 09.00: Vinna í starfshópum. Kl. 13.00: Lagabreytingar (siðari umræða). Almennar umræöur. Kosning æöstu stjórn ar, verkalýðsmálastjórnar og flokksstjórnar. SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER: Kl. 10.00: Al- mennar umræður. Kl. 13.00: Álit starfshópa. af greiðsla tillagna. Kl. 17.00: Þingslit. Sýningar Mexikanskur arkitekt sýnir I Eden Ég held aö manninum sé það mikilvægt að fá útrás, fyrir alla þá sköpunarþörf scm hann býr yfir, og fyrir mig er það mikil ánægja að tjá mig á myndlistar- sviðinif. Jafnhliða starfi mínu sem arkitekt hef ég leitaö aö persónulegum stil í myndlist. — Ég nota sterka liti, — kannski vegna þess að ég er mexíkanskur, og vel mér myndefni sem heilla mig. — 1 landi minu eru þúsundir kirkna og klaustra með stórkostlegri list sem ég tek til meðferðar í myndum mínum. 1 þessum kirkjumyndum er teikningin gróf og hlutföllin röng, — það sem máli skipti var að tjá^ig* með þdrri tækni sem fyrir hendi var. Svipað geri ég i myndum mínum. Ég hef einnig orðið var við mikla lifsgleði á íslenzkum skemmtistöðum og túlkað hana i myndum mínum. — Jafnframt sýni ég vatnslita- myndir — frá fyrstu árum myndsköpunar minnar, af mexíkönskum sveitaþorpum, sem ég er mjög hrifinn af. Sýning mín hefst laugardaginn 1. nóvember, i Eden, Hveragerði og stendur í 2 vikur. José LuLs Lopez Ayala. MAUGHAM, SVEINN OG CIESIELSKI I Ekki veit ég hversu margir hlusta á útvarpið á fimmtudagskvöldum, þeg- ar augað stóra starir ekki lengur á mann, heldur hímir dapurlegt úti í horni. Hitt veit ég, að útvarpsdag- skráin í gær var prýðileg, þótt ekki væri hún neitt sérstakt skemmti- prógram. Burðarásinn, eins og venjulega á fimmtudagskvöldum, var útvarpsleikritið. í gærkvöldi var það ekki af verri endanum — Vefur örlaganna eftir sjálfan William Somerset Maugham. Ég heyrði drjúgan fyrri part leiksins en þar sem ég er með þeim ósköpum gerður að geta helst ekki hlustað á útvarp nema í lóðrétti stellingu sofnaði ég um það bil sem eiginkonan (sem var stórvel leikin af Kristínu Bjarnadóttur) var að átta sig á því hvers konar dæma- laus öðlingur maður hennar var. Um það bil sem Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri var að byrja á Kvöldstund sinni komst ég aftur til meðvitundar — sem betur fer, því fáir þættir þykja mér þægilegri eða áheyrilegri í útvarpi en einmitt þættir Sveins. Hann kemur víða við í tónlist og þykir greinilega afar vænt um megnið af því sem hann spilar þar. Það efni útvarpsins sem mesta athygli mína vakti þó var Vettvangur Sigmars og Ástu — þegar auglýsinga- flóðinu var loks lokið eftir kvöld- fréttirnar. Þar var m.a. stutt viðtal við Sævar M. Ciesielski, tekið i gegn- um síma frá Litla-Hrauni og fjallaði um ágæta bók Stefáns Unnsteins- sonar, Stattu þig, drengur. Sævar kvartaði einkum yfir tvennu: að bók- in seldist ekki nóg — enda fær hann í sinn hlut um 5% af söluandvirði hverrar bókar — og svo því hversu hundleiðinlegt væri að vera í tugthús- inu. Lái honum það hver sem vill. En ég vona að fólk lái mér heldur ekki þótt mér hafi þótt viðtal þeirra Sigmars og Sævars heldur enda- sleppt. Um leið og lífstiðarfanginn hafði lýst því yfir að hann hafi verið mjög óhress með umfjöllun undir- ritaðs um bókina hér í DB var klippt á hann. Mér þótti þetta blaða- mennskulega mjög endasleppt viðtal: hvað var það nákvæmlega sem Sævar var svona óánægður með — var það ekki rökrétt næsta spurning? ÓV Tilkynningar Stofnað styrktar- féiag Sogns Nokkrir félagar sem starfað hafa að undirbúningi hafa ákveðið að gangast fyrir stofnfundi Styrktarfélags Sogns og verður stofnfundurinn haldinn nk. laugard. 1. nóvember, að Hótel Sögu, Bláa sal, kl. 13.30. Meðferöarheimilið að Sogni varð fyrir skömmu tveggja ára og þar hafa þegar um 800 alkóhólistar út skrifazteftir meðferð. Eins og kunnugt er er stofnunin sjálfseignarstofnun innan vébanda SÁÁ, með eigin stjórn, og stendur þvl alveg undir rekstrarkostnaði og er að þvl mikill sómi. Tilgangur hins nýja félags verður að efla starf og uppbyggingu ?ndurhæfingarheimilisins að Sogni með fjáröflun og vinnu, en einnig að efia samstöðu með þeim sem hafa áhuga á meðferðarmálum. Það starf sem verður unnið innan félagsins verður á engan hátt tengt rckstrinum á Sogni beint, hér er sem fyrr segir um áhugastarf þeirra að ræða sem hafa áhuga á upp- byggingu staöarins og vexti hans. öllum þeim sem útskrifazt hafa af Sogni eftir mefr ferð hafa verið send bréf þar sem þeir eru boðaðir til stofnfundarins nk. laugardag. En það skal tekið fram að félagið stendur opið öllum þeim sem hafa áhuga á að starfa að þeim málum sem félagið hyggst vinna að. og eru þeir boðnir velkomnir á stofnfundinn. Gamlar kvikmyndir frá íslandi vestan hafs Kvikmyndasafni Islands hafa borizt sögulega verð- mætar kvikmyndir frá lslandi, sem varðveitzt hafa vestan hafs. Hér er um gjafir til íslenzku þjóðarinnar að ræða, sem mikili fengur er að. Gefendur eru Harald V. Johnson, Vestur-lslendingur búsettur I Washing- ton, og ættingjar séra Steingrlms Octavlusar Þorláks- sonar en hann var konsúll Islands I San Fransisco 125 ár. Hannernúlátinn. Harald V. Johnson ákvað að gefa kvikmynd, sem hann tók á Alþingishátiöinni 1930 I tilefni af því að á þessu ári eru liðin 50 ár frá þvi hátlðin var haldin. Eftir því sem nú er bezt vitaö eru aðeins til 2 kvik myndir frá þessum merka atburði I lífi þjóðarinnar, en það eru Alþingishátiðarkvikmyndir sem Árni Helgason ræðismaður og Frakkar tóku. Loftur Guð- mundsson tók kvikmynd á hátíðinni, sem nú er talið að sé glötuð. Mikill fengur er þvi aö kvikmynd Haralds V. Johnson. Kvikmynd hans hefur þaðsér til ágætis að vera að nokkru leyti lýsing á för Vestur tslendinga á hátiðina frá því aö lagt er af stað frá vesturströndinni meðjárnbraut. Fyrir milligöngu önnu Snorradóttur hefur Kvik- myndasafn tslands veitt viðtöku tslandskvikmynd Lofts Guðmundssonar, sem frums^d var 2. marz 1948, og stuttri kvikmynd sem Vestur-lslendingur tók hér á landi árið 1947 á leið til æskustöðvanna. t kvik- mynd Lofts, sem er um 80 minútur að lengd, eru m.a. merkir kaflar um sildveiði og af Heklugosi 1947. t Heklugoskafianum bregður fyrir myndum af fjölda fiugvéla, sem hefja sig til flugs af Reykjavíkurfiugvelli á leiö til gosstöðvanna. t kvikmynd Vestur-íslcndings- inseru prýðisgóðar myndjr frá Heklueldum. Þess má geta í þessu sambandi, að hér á lslandi hefur varðveitzt fréttamynd frá atburði sem átti sér stað vestan hafs árið 1911 og snertir okkur tslendinga, vegna þess að þá var afhjúpuö stytta Jóns Sigurðs- sonar I Winnipeg. Kvikmyndin, sem er frá Pathé News, sýnir þennan atburð. Stefanla Guðmundsdóttir leikkona var þá I leikför vestan hafs ásamt fieiri íslend- ingum og kom það I hennar hlut aö afhjúpa styttuna. Dóttursonur Stefaniu, Gunnar Borg, hefur varðveitt filmu ömmu sinnar slðan hann var smástrákur. Hann hefur nú afhent Kvikmyndasafni lslands filmuna tiL varðveizlu og geymslu I framtiðinni. Leiðrétting Eftirnafn Kristinar Hraundal misritaðist i myndatexta á baksíðu DB í gær. Beðizt er velvirðingar á mistökunum. Verkakvennafélagið Framsökn Verkakvennafélagið Framsókn heldur basar 8. nóvember nk. Félagskonur eru beðnar að koma' basarmunum sem fyrst á skrifstofuna í Alþýðuhúsinu. Símar 26930 og 26931. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík Hin árlega merkjasala Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verður nú um helgina, 31. október—2. nóvember, en það er eina fjáröflunarleið sveitarinnar. Flugbjörgunarsveitin heldur upp á það á þessu ári að 30 ár eru liðin frá stofnun hennar, sem var í kjölfar Geysisslyssins fræga á Vatnajökli. 1 tilefni þessa hefur nú verið gert sérstakt afmælismerki úr silfri og verður það boðið til sölu um helgina. Félagar sveitarinnar munu selja merkið á götum úti og ganga siðar í hús og er þaö von sveitarinnar að landsmenn taki vel í þessa beiðni um styrk, sem er raunar forsenda þess aö hasgt sé að halda uppi nauö- synlegu starfi. Reykjavíkurpröfasts- dœmi fjörutíu ára Reykjavíkurprófastsdæmi er fjörutiu ára um þessar mundir og verður þessara timamáta i sögu prófasts dæmisins minnzt á raargvíslegan hátt. Á sunnudaginn var voru hátiðarsamkomur á vegum Hallgrims- og Nessafnaða og á sunnudaginn kcmur, hinn 2. nóvem-( ber, i Laugarncskirkju. Þá munu prestar einnig viö guðsþjónustur á sunnu- daginn kemur minna á málefni prófastsdæmisins og siðdegis verður efnt til hátiðarsamkomu i Bústaðakirkju fyrir presta og sóknamefndir auk nokkurra gesta, þar á meðal kirkjumálaráðherra. biskups og oddvita borgarstjórnar Reykjavíkur og bæjarstjóra Kópavogs og Seltjarnamess. Á sam- komunni verður ýmislegt rifjað upp úr sögu prófast- dæmis og safnaða, auk þess sem tónlist verður fiutt og veitingar frambornar. Hátlóarsamkoma verður á sunnudag i Bústaöakirkju i tilefni fjörutiu ára afmælis Reykjavikurprófastsdæm- is. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Nr. 208 - 30. októbar 1980. gjaid.yrir Einingkl. 12.00 .-Kaup Sala Sala 1 Bandarikjadolar 663.70 566.00 610.50 1 8torilngspund 1362.76 1366 J6 1491.54 1 Kanadadoilar 471.20 472.30 619.63 100 Danskar krónur 9627.26 9649.66 10604.61 100 Norskar krttnux 11203.60 11229.80 12362.78 100 Sasnskar krttnur 13066.30 13086.90 14394.49 100 Finnsk mörk 14820.96 14866.46 16340 J9 100 Franskir frsnkar 12738.25 12768.16 14044.96 100 Balg. frankar 183225 1836.66 2020JO 100 Svissn. frankar 32591.90 32668J0 36936.02 100 GyNini 27138.86 27200.66 29620.60 100 V.-þýzk mörk 29348.76 29415.66 32367.21 100 Lfrur 82.01 62.15 68 J6 100 Austurr. Sch. 4146.06 4156.76 4671.32 100 Escudos 1081J0 1064.40 11162-J4 100 Pasatar 738.90 740.70 •14.77 100 Yan 264.14 264.76 291.23 1 frsktpund 1101.15 1103.76 1214.12 1 84ratök dráttarrAttindl 714.67 716J5 * Broyting frá sittustu skráningu. Simsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.